Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í Evrópu er löng hefð fyrirsúkkulaðigerð, en innanEvrópusambandsins eru ígildi reglur sem segja til um hversu hátt hlutfall kakóþurrefna þarf að vera í vörunni til þess að hún geti kallast súkkulaði. Kakó- þurrefni er það efni sem unnið er úr sjálfri kakóbauninni og skiptist í kakósmjör og fitusnautt kakóþurr- efni í mismunandi hlutföllum. Samkvæmt gildandi reglum Evr- ópusambandsins (tilskipun 2000/ 36) þarf vara að innihalda minnst 35% kakóþurrefna, þar með talið 18% kakósmjör og a.m.k. 14% fitu- snauðra kakóþurrefna, til þess að kallast suðusúkkulaði. Þá þarf mjólkursúkkulaði að innihalda minnst 25% kakóþurrefna, þar af 2,5% fitusnauðra kakóþurrefna. Undantekningar gilda um vörur sem auðkenndar eru sem t.d. spæn- ir eða hjúpsúkkulaði, en þær þurfa þó að innihalda ákveðið lágmarks- hlutfall kakósmjörs og fitusnauðra kakóþurrefna. Í ársbyrjun tók gildi reglugerð um kakó- og súkkulaðivörur (nr. 798) sem seldar eru hér á landi en samkvæmt henni er súkkulaði- framleiðendum skylt að geta þess á umbúðum hvert heildarmagn kakó- þurrefna er í vörum sem seldar eru undir heitinu súkkulaði. Þeim er jafnframt skylt að uppfylla kröfur um lágmarksinnihald kakóþur- refna sem tilteknar eru í ofan- greindri Evrópureglugerð. Merkingar vantar víða Við athugun blaðamanns Morg- unblaðsins á umbúðamerkingum hreinna súkkulaðivara, þ.e. suðu- og mjólkursúkkulaðis frá íslensk- um framleiðendum, kom í ljós að nokkuð vantar upp á að gildandi reglum sé framfylgt. Það er því ekki auðvelt fyrir neytandann að vita hversu mikið kakó er í íslensku súkkulaði. Á umbúðum mjólkur- og suðusúkkulaðis frá Lindu og Freyju er eng- ar upplýsingar að finna um hlutfall kakóþurrefna, en á umbúðum súkkulaðis frá Nóa Síríusi og Mónu er magns kakóþurrefna getið á sum- um vörutegundum en ekki öðr- um. Þegar haft var samband við framleiðendurna fengust þær skýr- ingar að unnið væri að því að skipta út umbúðum með eldri merkingum, en vegna þess kostn- aðar sem fælist í að hanna og prenta nýjar umbúðir tæki ferlið nokkurn tíma. „Þetta er lítill markaður og get- ur kostnaður sem fylgir reglugerð- um á borð við þessa verið stór biti fyrir framleiðandann. Við erum fyrst og fremst að nota þær umbúð- ir sem þegar var búið að prenta, en munum að sjálfsögðu fara að sett- um reglum,“ segir Jakobína Sig- urðardóttir hjá sælgætisgerðinni Mónu. Ævar Guðmundsson hjá Freyju og Helgi Vilhjálmsson hjá Lindu taka í sama streng og segjast munu bregðast við kröfum um um- búðamerkingar á næstunni. Nói Síríus er kominn lengst á veg með að breyta merkingum á um- búðum rjóma- og suðusúkkulaðis, en finna má upplýsingar um heild- armagn kakóþurrefna í 200 g pakkningum Síríus rjómasúkkul- aðis og ákveðnum stærðum og gerðum af suðusúkkulaðinu. Rúnar Ingibjartsson, matvælafræðingur hjá Nóa Síríusi, segir að unnið sé að því að koma nýjum merkingum á allar súkkulaðivörutegundir frá fyrirtækinu, en sem stendur sé ver- ið að nota upp eldri umbúðir. Að sögn Sesselju M. Sveinsdóttur hjá matvælasviði Umhverfisstofn- unar er meginmarkmið reglugerð- arinnar neytendavernd og verndun ákveðinna gæðastaðla. Íslenska reglugerðin um súkkulaði er alfar- ið byggð á Evróputilskipun um sama efni. „Við gildistöku svona reglugerða er leitast við að veita framleiðendum svigrúm til að breyta umbúðum og nota upp eldri lager. Reglugerðin kom út í októ- ber 2002 og var frestur veittur til 1. janúar 2004 um að koma breyting- unni á. Vörur sem komu á markað fyrir þá dagsetningu, þurfa ekki að hafa nýju merkingarnar, og mega birgðirnar frá því fyrir 1. janúar 2004 klárast,“ segir Sesselja. 31–70% kakóþurrefni Morgunblaðið leitaði eftir upp- lýsingum um magn kakóþurrefna í hreinum súkkulaðivörum frá ís- lensku framleiðendunum, en þeir reyndust allir standast kröfur reglugerðarinnar um heildarmagn kakóþurrefna í bæði suðusúkkulaði og mjólkursúkkulaði (sem oft er nefnt rjómasúkkulaði hér á landi). Hreint rjómasúkkulaði frá Nóa Síríusi inniheldur að lágmarki 33% kakóþurrefni. Síríus suðusúkkulaði inniheldur 46% kakóþurrefni að heildarmagni, en meira magn, þ.e. 70% er að finna í Síríus 70% súkku- laði. Í páskaeggjunum frá Nóa Sír- íusi er heildarmagn kakóþurrefna 35%. Valencia-mjólkursúkkulaði frá Freyju inniheldur 36,8% kakóþurrefna en 52,7% eru í Petit- suðusúkkulaðinu. Rjómasúkkulaði frá Mónu inniheldur 31% kakóþurr- efni, en 44% er í Lúxus suðusúkku- laði og svipað magn í öðru suðu- súkkulaði frá fyrirtækinu. Þá er 36% kakóþurrefna í páskaeggjum frá Mónu. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um hlutfall fitu- snauðra kakóþurrefna og kakósm- jörs í súkkulaði frá Síríusi, Freyju og Mónu en að sögn þeirra aðila sem rætt var við standast þær fylli- lega kröfur reglugerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Góu-Lindu inniheldur Lindu rjóma- súkkulaði 36% kakóþurrefni. Þar af eru 29% kakósmjör. Í suðu- súkkulaðinu frá Lindu eru 42% kakóþurrefni, þar af 16% kakósm- jör. Upplýsingar fengust um sykur- magn í súkkulaði frá Lindu og Nóa Síríusi, og er það á bilinu 38–50%. Enginn framleiðendanna sagðist nota jurtafitu í sína vöru, en sam- kvæmt reglugerðinni er óheimilt að nota meira en 5% jurtafitu í súkkulaði og er þá skylt að geta þess á umbúðunum. heida@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Íslenskt súkkulaði: Hvernig stenst það Evrópustaðla?  SÚKKULAÐI | Athugun á merkingum og gæðum íslensks súkkulaðis Hversu mikið kakó er í súkkulaði? GÖNGUKORT yfir öræfin við Snæ- fell kom nýlega út hjá Eddu útgáfu, en kortið er gefið út í samvinnu við Augnablik og eru ábyrgðamenn og ritstjórar þær Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir. Við gerð kortsins, sem nefnist Öræfin við Snæfell – Landið sem hverfur ef..., eru öræfin við Snæfell kortlögð upp á nýtt og að þessu sinni, að því er segir í fréttatilkynn- ingu, „ekki sem virkjanasvæði held- ur sem göngu- og útivistarsvæði á heimsmælikvarða.“ Kortið geymir gönguleiðir, ör- nefni og fróðleik um svæðið sem að sögn þeirrar Ástu og Óskar er ein- stakt vegna nálægðar við jökul, gróðursældar og dýralífs. Tilgang- urinn er þá að vekja athygli á þessu göngusvæði og auðvelda fólki að- gang að náttúruperlum á svæðinu, en öræfin við Snæfell voru fram til ársins 2001 stærsta ósnortna víðerni Vestur-Evrópu. Helstu gönguleiðir eru merktar með GPS punkutum á kortið, sem er í mælikvarðanum 1:100.000, auk lýs- inga á leiðum ásamt fróðleik um jarðfræði, sögu, gróður og dýralíf. Margir lögðu hönd á plóginn við gerð göngukortsins og lögð var áhersla á að safna örnefnum á svæð- inu. Kortinu er dreift um allt land og er útsöluverð þess 200 kr. en það mun einnig fylgja bók Guðmundar Páls Ólafssonar Víðerni Snæfells sem Edda úgáfa gaf út sl. sumar.  FERÐALÖG Öræfin kortlögð upp á nýtt Morgunblaðið/RAX Gljúfrabúinn: Steinþursinn við Jöklu er að finna á svæðinu. DAGLEGT LÍF Coppola Rosso Ekta grill- og steikarvín þar sem uppistaðan er zinfandel-þrúgan blönduð með syrah og cabernet sauvignon. Coppola Bianco Endurspeglar ítalska arfl eifð Coppola. Til helminga úr hinni ítölsku pinot grigio og chardonnay en einnig svolitlu af sauvignon blanc. Tilvalið með pasta. Francis Ford Coppola kynnir Opið alla daga frá 12.00-22.00 20% afsláttur Akið nú varlega á þjóðvegum landsins og gefið frekar í hjá okkur... Sími: 565-9595 • icekart.com Erum fyrir ofan Smárlind                       1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.