Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 17

Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 17 Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs. Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00. Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur, Jónas Huang badmintonþjálfari, Arnar Bill Gunnarsson íþróttafræðingur, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl. Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý og leikir Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk. Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl. Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66. Sumarskóli TBR 2004 Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17. Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton. 3. ágúst - 16. ágúst Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir: Verð er kr. 7800. Skipt er í hópa eftir aldri. Veittur er systkinaafsláttur. Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. AKUREYRI „BLÍÐA og aftur blíða hér á Norðurlandinu, lítil rigning og litlar breytingar í heildina,“ segir í veðurspá sem félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ sendu frá sér í gær. Þar kemur sem sagt fram að áfram verði blíðviðri norðanlands út alla hundadagana eða til 23. ágúst. Þó geta veðurspámenn á Dalbæ þess að alltaf megi búast við einum og einum vætusöm- um degi. Þeir verði þó fáir. Sömuleiðis verði litlar svipting- ar í veðri annars staðar á land- inu. Svo sem vera ber beina spámenn sjónum sínum að verslunarmannahelginni og halda sig þar við hlýindi á Norðurlandi „og teljum öruggt að besta veðrið verði fyrir norð- an,“ segja þeir í spánni. Heldur kaldara verði fyrir sunnan og þar eiga þeir von á rigningu. Veðurklúbbsmenn telja rétt að benda fólki á að taka tillit til náttúruaflanna og ganga hægt um gleðinnar dyr um helgina. Tungl verður fullt á laugardag, 31. júlí og þá verði stórstreymt á mánudag, 2. ágúst. Blíða og aftur blíða Hádegistónleikar | Hljómsveitin Icelandic Sound Company (ISC) heldur tónleika í Ketilhúsinu á morgun, föstudaginn 30. júlí, í há- deginu kl. 12. ISC er sveit sem einbeitir sér að tónlist þar sem hreint hljóð hefur sterka þungamiðju. Hljóðfæraskip- unin er gong og tam-tam ásamt öðr- um ásláttarhljóðfærum, rafgítar og saxófón. Hljóðbreytitæki leika síðan stórt hlutverk í hljóðmyndun ISC, en með þeim er upphaflegu hljóði hljóðfæranna breytt, oft þannig að erfitt er að rekja þau til upprunans. Um er að ræða afar sérstakar hljóðstemningar og hljóðmyndir sem meðlimir ISC hafa verið að þróa undanfarið ár. Sveitin hefur leikið á Norðurlandi og mun ljúka ferðinni með sérstæðum tónleikum í einum af tönkunum á Hjalteyri. Meðlimirnir, Gunnar Kristinsson, slagverk, Ríkharður H. Friðriksson, gítar, og Guido Bäumer, saxófón, hafa allir áratuga reynslu á tónlist- arsviðinu. FJÖLDI gesta var kominn til Ak- ureyrar í gær, en nú um helgina verður þar í fjórða sinn haldin fjölskylduhátíðin Ein með öllu. „Við gerum fastlega ráð fyrir miklum fjölda fólks í bænum um helgina,“ sagði Bragi Bergmann talsmaður Vina Akureyrar sem standa fyrir hátíðinni. Á liðnu ári taldist mönnum til að um 12 til 14 þúsund manns hefðu tekið þátt í hátíðarhöldum um verslunar- mannahelgina og átti Bragi allt eins von á að þeir yrðu fleiri í ár. „Bæði er að dagskráin er enn öfl- ugri en í fyrra og þá leika veð- urguðirnir við okkur Norðlend- inga og spáin er okkur mjög hagstæð.“ 18 ára aldurstakmark á tjaldstæði Tjaldstæðin í bænum, við Þór- unnarstræti og á Hömrum voru þéttskipuð í gær og straumurinn stöðugur. „Fjölskyldufólk er í meirihluta gesta,“ sagði Bragi, en 18 ára aldurstakmark er á tjald- stæðin í bænum. „Það eru allir aldurshópar velkomnir til Ak- ureyrar, en þeir sem eru undir lögaldri hafa ekki leyfi til að gista á tjaldsvæðunum nema í fylgd for- ráðamanna. Það verður strangt tekið á þessum málum.“ Haldinn hefur verið samráðs- fundur allra sem á einhvern hátt tengjast hátíðarhöldum, en þar má nefna fulltrúa frá slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins og lögregl- unnar en mikill viðbúnaður verður á hennar vegum um komandi helgi, allir tiltækir lögreglumenn að störfum. Bragi benti á að þrátt fyrir þann mikla fjölda gesta sem var í bænum um verslunarmanna- helgi í fyrra hefði ástandið verið eðlilegt á slysadeildinni og ekki sérlega mikið að gera. Aukin gæsla verður á tjaldsvæðum og þá verður hreinsunardeild bæjarins að störfum alla helgina. Stræt- isvagn mun ganga á hálftíma fresti milli miðbæjar og tjaldsvæð- anna við Þórunnarstræti og upp að Hömrum. Morgunblaðið/Margrét Þóra Fjöldi gesta er á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri. Stöðugur straum- ur norður í land HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hlíðar | Í Norðurkjallara Mennta- skólans við Hamrahlíð er rými sem löngum hefur verið kallað Texas. Þar hljóma í sumar iðulega nokkur hlátrasköll og skraf, því í Texas starf- ar nú samnefnt verkefni á vegum Hins hússins; Texas, sem er atvinnu- tengt tómstundaúrræði fyrir fötluð ungmenni frá sextán ára til tvítugs. Verkefnið er angi af starfi Sérsveit- arinnar, sem starfar innan Hins húss- ins og er það unnið í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur og Miðgarð. „Unga fólkið er hálfan daginn í Vinnuskólanum við ýmis vinnu- skólastörf, sem felast mest í garð- yrkju og hreinsun og hinn helminginn er það hér hjá okkur,“ segir Kristinn Ingvarsson, deildarstjóri Sérsveit- arinnar. „Við erum að skoða vinnu- markaðinn út frá þessu sjónarhorni, að þau geti prófað ýmis störf sem þau sjálf langar til að prófa, í bland við uppbyggilegar tómstundir. Þannig hafa þau meðal annars prófað að vera myndlistarmenn. Þá hafa þau teiknað og málað og við sett upp gallerí hér, þar sem sýning er á verkunum þeirra. Svo hafa þau farið í svokallaða atvinnu með stuðningi, þar sem þau hafa farið í heimsóknir á ýmsa staði og fræðst um störf og prófað ýmislegt.“ Meðal þeirra starfa sem unga fólkið hefur fræðst um í Texas eru störf leikskólakennara, sundlaugarvarða, strætóbílstjóra, skipstjóra á hvalaskoðunarskipi og dýraumsjónarmanna á dýrahóteli. Kristinn segir atvinnu með stuðn- ingi unna með hjálp vinnuveitenda, sem séu mjög viljugir að leyfa unga fólkinu í Texas að prófa sig áfram. Þá sé nálgunin á starfið einstaklings- miðuð, en ekki sé reynt að smíða dag- skrá utan um þarfir hópsins heldur hvers einstaklings fyrir sig, þar sem þátttakendur hafa afar mismunandi þarfir, þroska og persónuleika. Traustari grunnur æskilegur Texas hefur starfað í fjögur ár og er fjármagnað af viðbótarfjárveitingu frá Vinnumiðlun ungs fólks. Kristinn segir mikið þakklæti ríkja í garð Vinnumiðlunarinnar, en um leið fylgi þessu ástandi mikil óvissa, þar sem verkefnið er háð slæmu atvinnu- ástandi hjá ungu fólki. Segir hann að ákjósanlegra væri ef verkefnið gæti fengið traustari fjárhagslegan grunn. Verkefnið er í raun framhald Regn- bogans, verkefnis sem rekið er í Hlíðaskóla fyrir fötluð börn í áttunda til tíunda bekk. „Það verkefni naut svo mikilla vinsælda hjá þátttak- endum að það var strax eftirspurn eftir starfinu í Texas,“ segir Kristinn. Sara Hrund Finnbogadóttir, yf- irmaður Texas, segir líka mjög mik- ilvægt að í Texas sé unga fólkinu hjálpað að halda áfram að þroskast og gera hluti sem „venjulegir“ jafn- aldrar þeirra gera. „Þannig erum við til dæmis að hafa okkur til og prófa alls konar naglalakk og snyrtivörur og spá í strákum. Svo kaupum við tískublöð og önnur tímarit og spáum í strákum og öðrum hlutum. Þetta er mjög mikilvægt,“ segir Sara. Á dögunum var haldin sýning í Regnboganum. Var þar mikið um dýrðir og mættu ungmennin úr Texas og fluttu atriði og hjálpuðu til. Sara segir hátíðina hafa verið afar vel heppnaða. „Það komu fjölmargir gestir, foreldrar, leikskólabörn, hóp- ur úr vinnuskólanum og stúlknaband- ið Nylon,“ segir Sara, sem er mjög ánægð með árangurinn af starfinu hjá Texas. „Við höfum verið mjög dugleg í sumar að fara út um allt. Þetta snýst mjög mikið um hvað þau langar sjálf til að gera. Einn hafði rosalegan áhuga á því að heimsækja Morgunblaðið. Það var rosalega gam- an og krakkarnir fengu frábærar móttökur. Síðustu viku vorum við mikið að undirbúa hátíðina, en í næstu viku förum við aftur á fullt í starfinu, svo verður grillpartý á föstudaginn, en það er venjan að grilla hérna á föstudögum.“ Helga Sigríður Jónsdóttir er ein af því unga fólki sem vinnur í Texas. Hún segir starfið afar skemmtilegt. „Við förum í heimsóknir og gerum ýmislegt. Mér finnst skemmtilegast að fara í Regnbogann. Það er í Hlíða- skóla,“ segir Helga Sigríður, sem þykir afar gaman að syngja og dansa. Atvinnutengt tómstundastarf í Texas Morgunblaðið/Þorkell Ungir skemmtikraftar: Helga Sigríður Jónsdóttir og Bjarki Fannar Vikt- orsson tóku söng og dansatriði á sviðinu í Texas. Unnið með þarfir einstaklinga Starfsmenn: Þau Kristinn Ingvarsson og Sara Hrund Finnbogadóttir telja afar mikilvægt að vinna með ólíkar þarfir mismunandi einstaklinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.