Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 29
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 29
✝ Guðbjörg SignýRichter fæddist í
Hafnarfirði 17. júlí
1947. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 22. júlí
síðastliðinn. Guð-
björg var einkabarn
foreldra sinna, Ingi-
bjargar Lilju Björns-
dóttur verkakonu, f.
22. janúar 1916, d.
22. júní 2004 og Max
Friedrich Richter úr-
smiðs, f. í Dresden í
Þýskalandi árið
1916.
Guðbjörg giftist árið 1975 Guð-
mundi H. Magnússyni rafvirkja-
meistara, f. 25. janúar 1941. Börn
þeirra eru: 1) Guðný myndlistar-
maður, f. 3. ágúst
1970, unnusti
Jonathan Meese
myndlistarmaður, f.
í Japan 23. janúar
1970. 2) Margrét
hönnuður, f. 31. des-
ember 1974, sam-
býlismaður Helgi
Þórsson myndlistar-
maður, f. 16. október
1975. 3) Brynjólfur
prentsmiður f. 28.
maí 1980.
Guðbjörg vann
lengst af við heima-
þjónustu aldraðra
ásamt húsmóðurstörfum.
Guðbjörg verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Andlát mágkonu minnar Guð-
bjargar Richter kom satt best að
segja ekki á óvart, svo lengi hafði hún
barist við krabbameinið. Öll vorum
við þó vongóð um að Guðbjörgu
auðnaðist að ná góðum bata og eiga
lengra líf framundan eða allt þar til
aftur syrti í álinn fyrir mánuði.
Síðustu vikur voru erfiðar öllum
ástvinum Guðbjargar, þó ekki sízt
Guðmundi bróður mínum og börnun-
um, sem sátu löngum stundum við
sjúkrabeð Guðbjargar á Landspítal-
anum eða þar til yfir lauk. Huggun
harmi gegn er þó björt og falleg
minning um góða mágkonu, sem bjó
yfir næmri og djúpri réttlætiskennd.
Allt lék í höndum Guðbjargar, hún
var listræn með afbrigðum og heimili
þeirra Guðmundar í Gljúfraselinu
bar vott um snyrtimennsku og alúð,
svo af bar. Sumarbústaður þeirra
hjóna, Brandagil í Skorradal, var
einnig kærkomið skjól frá erli og
amstri hversdagsins og þangað sóttu
þau Guðbjörg og Guðmundur eins oft
og hægt var, nú síðast fyrir rúmum
mánuði.
Nú í gróandanum á miðju sumri
hefur Guðbjörg kvatt þetta jarð-
neska líf eftir snarpa baráttu. Sláttu-
maðurinn slyngi slær allt sem fyrir
er og eirir engu eða eins og segir í
Passíusálmum Hallgríms Pétursson-
ar:
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er:
grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
Guðbjörg hefur fengið hvíldina
góðu, eftir erfiða sjúkdómslegu. Eftir
situr eftirsjá og söknuður meðal sam-
ferðamannanna, en auk þess notaleg
minning um skemmtiegar samveru-
stundir á liðnum áratugum. Ég sendi
Guðmundi Guðnýju, Margréti og
Brynjólfi mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Hrafn Magnússon.
Guðbjörg svilkona mín er látin
langt um aldur fram. Hún var búin að
eiga bæði slæma og góða daga und-
anfarin tvö ár en að lokum beið hún
ósigur fyrir krabbameininu.
Guðbjörg var okkur fjölskyldunni
kær, fjölskylda bræðranna fámenn
og samneyti því kannski meira en
ella. Við brölluðum margt saman í
gegnum árin og minnisstæðar voru
ferðirnar til tengdapabba á Vífilsgöt-
una, en þangað fórum við reglulega
að taka til hjá gamla manninum sem
var ekkjumaður síðustu æviárin. Þá
var margt látið fjúka og mikið hlegið.
Það var líka skemmtilegt að koma í
kaffi til þeirra í Skorradalinn þar sem
Guðbjörg töfraði ávallt fram nokkrar
sortir af meðlæti.
Guðbjörg var snillingur í höndun-
um, hún saumaði, prjónaði og heklaði
ótrúlegustu flíkur. Oft spurði ég hana
hvar hún hefði keypt peysuna sem
hún var í, það datt engum í hug annað
en að peysan sú væri beint úr tísku-
verslun. Þannig er einnig um heimili
og sumarbústað þeirra Guðbjargar
og Guðmundar að segja, smekkvísin
og listfengið í fyrirrúmi. Guðbjörg
var að mínu mati afar listfeng, en
gerði ekki mikið úr því, sagði að það
væri bara vitleysa í mér að halda því
fram.
Ef ég ætti að lýsa henni þá myndi
ég segja að hún hefði verið prúð í
framkomu, viljasterk og haft
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum.
Ég þakka mætri konu 30 ára sam-
fylgd sem aldrei bar skugga á. Með
þessum orðum kveð ég Guðbjörgu og
sendi Guðmundi og börnum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Kristín Erlingsdóttir.
Þá er hún elsku Gógó dáin og það
verða ekki fleiri bréf sem koma til
mín frá henni hingað til Ástralíu. Ég
sem einhvern veginn hafði ætlað að
við gömlu skólasysturnar yrðum
gamlar saman, langömmur og slíkt,
þó svo að ég sé þetta langt í burtu. En
svo verður ekki á þessari jörð. Gógó
verður svo amma á næstunni án þess
að upplifa það hér en sannarlega mun
hún fylgjast með sínum þaðan sem
hún nú er. Gógó er ein af fáum frá
gagnfræðaskólaárum sem ég hef haft
samband við síðan og haldið vináttu
við.
Við að heyra um fráfall hennar
fletti ég aftur í minningunum um
samkomur okkar þriggja, mína,
Gógóar og Ástu Sigurðardóttur, þar
sem við, heima hjá hver annarri til
skiptis, skemmtum okkur við sak-
leysislega hluti og spjall, eins og ung-
lingar gera. Heima hjá mér tókum
við oft tarnir á píanóinu og spiluðum
af fingrum fram með nákvæmlega
enga kunnáttu í að spila á þetta hljóð-
færi, en fengum útrás í að ýta á hinar
ýmsu nótur og búa til hljóð sem aldr-
ei verða endurtekin og voru umborin
af foreldrum mínum! Stundum voru
þau kannski ekki einu sinni heima og
þurftu þá ekki að umbera þá tegund
tónlistar sem við framkölluðum í
anda augnabliksins.
Þetta voru árin áður en við fórum
að meðtaka alvöru lífsins að neinu
ráði.
Svo giftumst við allar á okkar mis-
munandi tíma og eignuðumst börnin
okkar og héldum áfram að hittast og
kannski breyttist umræðuefnið að-
eins og fór út í að tala um eiginmenn,
börn og slíkt. En alltaf var létt yfir
samverustundum okkar og það er
sérstök tilfinning tengd minningunni
um það allt. Rúlluísetningar og hár-
greiðsla var stunduð og ýmis önnur
sköpun. Við þrjár vorum allar í vatns-
merki. Við Gógó í krabbamerkinu en
Ásta sporðdreki sem kannski gerði
auðvelt fyrir okkur að fljóta svona vel
saman. Svo hafa áratugir liðið og við
öðlast margvíslega lífsreynslu eins
og gerist, sum lífsreynsla setur meira
mark á okkar innri mann en önnur,
en við hugleiðum slíkt oft ekki fyrr en
mikið löngu síðar. Svo hef ég búið hér
í Ástralíu í nær sautján ár svo að þá
veit maður minna um hin ýmsu smá-
atriði sem eru að gerast í lífi vina.
Árið 2000 hittumst við þrjár aftur
með eiginmennina og fengum
ógleymanlega góða fiskisúpu hjá
Gógó og Guðmundi. Ekki hvarflaði
það að mér þá að þetta væri síðasta
samverustundin okkar.
En tíminn er afstætt hugtak í því
að lifa lífinu og lífsreynslu almennt
og skammturinn af lífsreynslu er al-
mennt orðinn nógur fyrir hvern og
einn þegar hann eða hún eru kölluð
til æðri heima. Við mannlegar jarð-
neskar verur eigum þó oft erfitt með
að meðtaka það og sætta okkur fylli-
lega við það, þó svo að við séum and-
lega sinnuð, með vitneskju um hina
heimana og framhaldið í sambandi
við það.
Nú nýtur Gógóar ekki lengur við
til að elda, hekla og prjóna og sauma
á fólkið sitt, né til að heimsækja þá
sem hún sinnti um í heimilisþjónust-
unni með sitt létta skap og þjónustu-
gleði. Vinir í hestamennskunni eiga
eftir að sakna hennar og ótal aðrir
sem hafa verið samferða henni og
Guðmundi og börnum í gegnum árin.
Það er einhvern veginn skrýtið að
hugsa um Gljúfrasel 9 án hennar þar.
Hugur minn og hjarta er með Guð-
mundi, Guðnýju, Margréti og Brynj-
ólfi á þessum erfiða tíma og mikla
missi.
Matthildur Björnsdóttir,
Adelaide, Suður-Ástralíu.
Okkur langar til að minnast góðrar
kunningjakonu í örfáum orðum.
Okkar fyrstu kynni af Guðbjörgu
voru þegar þau Gummi hófu búskap.
Með okkur myndaðist mikill og góð-
ur vinskapur. Meðal annars fórum
við oft með þeim hjónum innanlands í
ferðir með gamla Alþýðubandalag-
inu, svo og í glæsilegan sumarbústað
þeirra í Skorradal um hverja Versl-
unarmannahelgi. Einnig var bollu-
kaffi, þorrablót og 1. maí ganga með-
al árvissra atburða með þeim
hjónum.
Strax við okkar fyrstu kynni fund-
um við fyrir vináttu Guðbjargar fyrir
lítilmagnanum og þá skipti það ekki
máli hvort um menn eða málleys-
ingja voru að ræða. Sem dæmi má
nefna að alla tíð gaf Guðbjörg
krummanum sínum og Maríuerlun-
um uppí Skorradal að borða og pass-
aði vel uppá að eitthvað væri til
handa þeim.
Guðbjörg var alla tíð natin við fjöl-
skyldu og heimili, hún var einnig
mikil hannyrðakona og sást vel að
þar var vandað handbragð á ferð.
Það var svo fyrir nokkrum árum að
Guðbjörg greindist með illvígan
sjúkdóm en hún barðist eins og henni
var einni lagið.
Ekki hefði það hvarflað að okkur
að síðasta samverustundin með
henni hefði verið þegar við drukkum
saman 1. maí kaffi nú í vor.
Við viljum þakka henni fyrir allar
yndislegu stundirnar í gegnum tíðina
og um leið viljum við votta Gumma,
Guðnýju, Margréti og Brynjólfi okk-
ar dýpstu samúð.
Eðvarð, Sigurbjörg og fjölskylda.
Það er ómetanlegt að eignast góð-
an vin strax í bernsku, þegar maður
er að ganga fyrstu skrefin í lífinu.
Það mótar mann fyrir lífstíð. Við
Gógó kynntumst í leikskólanum og
urðum fljótt miklar vinkonur. Við
gáfum hvor annarri öryggi sem sönn
vinátta gefur og á hverjum degi
gengum við hönd í hönd í leikskólann
með brauð og mjólk í flösku. Á þeim
tímum áttu mjög fáir bíl og ferðalög
því fáheyrð. Einn daginn fór ég af
einhverjum ástæðum ekki í skólann.
Þegar Gógó mætir fréttir hún að leik-
skólinn sé að fara í ferðalag. Hún, 5
ára stelpan, fær rútuna til að bíða á
meðan hún hleypur heim til mín, svo
ég, vinkona hennar, missi ekki af
þessum merkisviðburði. Þannig var
okkar samband. Og ef einhver var að
áreita Gógó þá kallaði hún Brynja,
Brynja, það er verið að hrekkja mig,
og ég kom strax. Það nægði yfirleitt
að ég kæmi á svæðið, því ég var svo
stór að flestir flúðu af hólmi.
Unglingsárin eru tími mikilla
breytinga. Hormónastarfsemin tek-
ur stökkbreytingum, en svo er einnig
um viðhorf, skoðanir, væntingar og
langanir. Að eiga góðan vin á þessari
þýðingarmiklu göngu, göngunni þeg-
ar við erum að breytast úr barni í
fullorðna manneskju, gerir leiðina
svo miklu auðveldari. Vináttan hjálp-
ar manni að sjá hluti í skýrara sam-
hengi og stuðlar að því að maður
verði gæfusamur einstaklingur. Við
vorum trúnaðarvinir eins og þeir ger-
ast bestir. Við trúðum hvor annarri
fyrir okkar dýpstu leyndarmálum,
hugrenningum og væntingum og það
gerði mig að heilli og betri mann-
eskju en ella.
Takk, elsku kæra vinkona, fyrir
trúnaðinn og traustið, fyrir brosið
þitt glettnislega sem sagði svo mikið,
takk fyrir að gefa mér þá dýrmæt-
ustu gjöf sem hægt er að gefa, en það
er sönn vinátta. Elsku Guðmundur,
Guðný, Margrét, Binni og Helgi,
innileg kveðja til ykkar. Megi góður
Guð styrkja ykkur og alla vini þess-
arar góðu konu.
Brynja Guttormsdóttir.
Hún Guðbjörg hans Gumma er dá-
in, allt of ung. Ég kynntist henni þeg-
ar þau Gummi rugluðu saman reyt-
um en við vorum miklir félagar á
þessum árum. Nöfnin þeirra voru oft
nefnd saman, Gummi og Guðbjörg.
Þau voru einstaklega samstiga í
hverju sem þau tóku sér fyrir hend-
ur, í heimilishaldi, starfi, félagslífi og
tómstundum. Síðustu árin höfðu þau
notað allar tómstundir sínar til að
byggja unaðsreit í Skorradal.
Guðmundur var um langt árabil í
annasömu starfi, umsvifamesti raf-
verktaki Íslands. Meistari hjá Rafafl
/ Stálafl svf. Guðbjörg varði hann fyr-
ir álagi, stjórnaði heimilislífi með
hollustu og heilbrigða lífshætti hvern
dag. Hún var áhugasamur þátttak-
andi í stjórnmálastarfi og samvinnu-
starfi, jafnréttiskona, friðarsinni,
róttæk og óeigingjörn. Guðbjörg er
minnistæð, grönn og lágvaxin, ljós-
hærð með strítt, jafnvel hrokkið hár,
skarpleit og glettin, skynsöm og
hreinskiptin. Hún hafði sjálfstæðar
skoðanir og hélt þeim fram. Hún lét
ekki tísku eða dægurflugur á mark-
aðstorgi neysluþjóðfélagsins rugla
sig í ríminu, – hún fór sínar leiðir.
Kynni okkar tengdust samstarfi
okkar Guðmundar í Alþýðubandalag-
inu og seinna á vegum Framleiðslu-
samvinnufélags iðnaðarmanna, á ár-
unum frá 1970 fram á miðjan níunda
áratuginn en í þessu starfi var Guð-
björg virk og áhugasöm. Við vorum
líka nágrannar í Seljahverfinu um
árabil. Fyrir þessi góðu gömlu kynni
er nú þakkað.
Seinna skildu leiðir, ég fór til ann-
ara verkefna, flutti heimili og sam-
starf og samskipti okkar lögðust af. Í
mörg ár var það helst í kortum um
áramót sem við heilsuðumst.
Seinna lágu leiðir okkar Guðbjarg-
ar saman, þegar faðir minn sem bjó
einn í Hjallaselinu eftir lát móður
minnar, fékk hana sér til aðstoðar.
Hún kom hjólandi þangað frá heima-
hjúkrun að létta honum lífið. Ég hitti
Guðbjörgu þar stundum við eldhús-
borðið hans þar sem hún af um-
hyggjusemi og virðingu átti alltaf
tíma til að spjalla og hlusta. Mér þótti
ákaflega vænt um þessar heimsóknir
Guðbjargar til pabba og veit að gamli
maðurinn mat hana mikils. Það spillti
ekki samræðum þeirra að bæði voru
með róttækar skoðanir á þjóðfélags-
málum. Fyrir þessar heimsóknirvil
ég þakka Guðbjörgu.
Ég sendi Guðmundi, börnum hans
og ættingjum samúðaróskir vegna
andláts Guðbjargar og ég veit að
gömlu félagarnir sem störfuðu svo
lengi með okkur taka undir þessar
óskir.
Sigurður Magnússon.
GUÐBJÖRG SIGNÝ
RICHTER
Nú hnígur sól af sævarbarmi
sígur húm á þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blómahvarmi,
blundar þögul fuglahjörð.
Í hljóðrar nætur ástarörmum,
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axel Guðmundsson.)
Við þökkum Guðbjörgu ljúfa
samfylgd liðinna ára og sendum
Guðmundi, vini okkar, og börnum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Vinir úr hesthúsinu.
HINSTA KVEÐJA
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JAKOB JÓNSSON
bóndi,
Varmalæk,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðju-
daginn 3. ágúst klukkan 14.00.
Jarðsett verður í Bæjarkirkjugarði.
Jarþrúður Jónsdóttir,
Birna Jakobsdóttir, Halldór Bjarnason,
Jón Jakobsson, Kristín Guðbrandsdóttir,
Helga Jakobsdóttir, Hallgeir Pálmason,
Sigurður Jakobsson, Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir,
Magnea K. Jakobsdóttir, Ragnar Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SNORRI G. GUÐMUNDSSON,
Traðarlandi 2,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 25. júlí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 6. ágúst kl. 15.00
Helga Ingibergsdóttir,
Þórunn Snorradóttir
Snorri Snorrason, Sigrún Hannesdóttir
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn,
HARALDUR GUÐBRANDSSON,
Háaleitisbraut 117,
Reykjavík,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jónea Samsonardóttir.