Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 33

Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 33 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Skrifstofustarf Við leitum að starfskrafti í símvörslu, skráningu gagna í gagnagrunn (Exel, Access) og annað tilfallandi hjá vaxandi þjónustufyrirtæki. Vinnutími frá kl. 8.00—16.00. Stundvísi, nákvæmni og þjónustulund algert skilyrði. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun í boði fyrir réttu manneskjuna. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „ÍG — Stundvís — 15719“, fyrir 6. ágúst nk. Hótelstörf Fosshótel ehf. auglýsir eftir starfsfólki á eftirfarandi hótel og í eftirtalin störf: Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakka við Höfn í Hornafirði, óskar eftir fólki í herbergjaþrif og framreiðslu morgunmats. Um er að ræða tvö tímabundin störf, sem eru laus nú þegar til 1. september. Húsnæði og fæði í boði á staðnum. Upplýsingar veitir Þor- gils Þorgilsson, hótelstjóri, í síma 478 2555. Fosshótel Baron óskar eftir fólki í helgaraf- leysingar í vetur í herbergjaþrif og framreiðslu morgunmats. Upplagt með skólanum. Upplýs- ingar veitir Jón Tryggvi Jónsson, hótelstjóri, í síma 562 3204. Umsóknareyðublöð má einnig nálgast í móttöku Fosshótels Baron á horni Skúlagötu og Barónsstígs. Sjúkrahótelið Rauðarárstíg 18 óskar eftir starfmanni í framtíðarstarf við umönnun og þrif. Vaktavinna frá 8.00 - 14.00. Starfið er laust. Einnig er laus 73% staða frá og með 1. nóvem- ber 2004. Upplýsingar veitir Bryndís Konráðs- dóttir, forstöðukona, í síma 562 3330. Umsóknareyðublöð má einnig nálgast í mót- töku Fosshótels Lindar, Rauðarárstíg 18. Umsækjendur verða að vera hlýlegir, sýna frábæra þjónustulund, vera heiðarlegir, traustir og tala góða íslensku. Umsækjendur, sem eru vanir aðhlynningar- störfum, ganga fyrir á sjúkrahótelinu. Háseta vantar Háseta vantar á 200 tonna línubát með beitn- ingarvél sem gerður er út frá Grindavík. Upplýsingar í síma 420 5700. Vísir hf.Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga við heils- ugæsluhjúkrun, þ.e. ungbarnavernd, heima- hjúkrun, hjúkrunarmóttöku, slysa- og bráða- móttöku. Nánari upplýsingar veitir Kristín Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslustöðinni Sól- vangi, símar 550 2600 og 896 3634, netfang: kristinp@hgsolvangur.is ⓦ Blaðbera vantar á Arnarnesið. 13 ára og eldri. Upplýsingar í síma 569 1376 Lynghálsi 3, s. 586 2770 Vakningasamkoma með trú- boðanum Mike Carriere í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. Ath!, ath!, ath! síðasta sam- koman. 29. júlí Kl. 20.00 Fimmtudagskvöld á Þingvöllum Þorvarður Árnason, heimspek- ingar og líffræðingur, ræðir um náttúrusýn og umhverfisvitund Íslendinga. Gönguferðin hefst við Flosagjá og farið verður inn í Skógarkot. 31. júlí Laugardagur Kl. 13.00 Á aftökuslóð Rætt um aftökur og refsingar fyrr á öldum. Gangan hefst við Flosagjá og gengið verður um Langastíg. Gangan tekur um 2-3 klst. 1. ágúst Sunnudagur Kl. 13.00 Fornleifaskóli barnanna á Þingvöllum Á bakka Öxarár hefur verið komið fyrir fornleifum á af- mörkuðu uppgreftrarsvæði, þar sem krakkar geta grafið með aðstoð landvarðar og kynnst vinnubrögðum fornleifafræð- inga. Fornleifaskóli barnanna er alla sunnudaga frá kl.13–16 í Prestakrók á Neðrivöllum. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Kl.15.00 Þinghelgarganga Gengið um þingstaðinn forna og hugað að sögu Þingvalla og fornleifarannsóknum. Hefst við kirkju að lokinni guðsþjónustu og tekur rúmlega 1 klst. Ratleikur alla daga í allt sumar! Í þjóðgarðinum í sumar verður í gangi ratleikur fyrir alla fjöl- skylduna. Öll gögn og vísbend- ingablöð varðandi leikinn eru af- hent í þjónustumiðstöð á Leirun- um. Margmiðlunarsýning í fræðslumiðstöð Opin frá klukkan 9-19 alla daga. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð í síma 482 2660 og á heimasíðu þjóðgarðs- ins, www.thingvellir.is. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum er ókeypis og allir eru velkomnir. Bátsmaður/ 2. stýrimaður Bátsmann, sem fer sem 2. stýrimaður í annað hvert skipti, vantar á togarann Bretting. Brettingur landar vikulega á Vopnafirði. Nánari upplýsingar í síma 470 3500 og hjá Gunnari skipstjóra í síma 852 3750. Umsóknir sendist: Tangi hf., Reynir Árnason/v.stm., Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafirði. ✝ Geir Stefánssonfæddist á Sleð- brjót í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu 19. júlí 1915. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Austurlands á Egilsstöðum 11. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Stefán Sigurðsson, f. 6. júní 1875, d. 21. júlí 1931 og Björg Sigmundsdóttir, f. 13. mars 1884, d. 26. febrúar 1952. Systk- ini hans voru Magn- hildur Guðlaug, f. 20. maí 1907, d. 1. maí 1996, Sigmundur Sigurður, f. 23. desember 1909, d. 26. jan- úar 1989, Guðrún Ingibjörg Sól- veig, f. 14. júní 1913, d. 11. apríl 1997 og fósturbróðir hans, Frímann Jakobsson f. 30. júní 1906, d. 14. september 1974. Eiginkona hans var Elsa Ágústa Björgvinsdóttir frá Ketilsstöðum, f. 1. ágúst 1920, d. 30. ágúst 1977. Börn þeirra eru Stefán, f. 4. febrúar 1944, Björgvin Vigfús, f. 18. mars 1945, Björg, f. 3. júlí 1950 og Eysteinn, f. 10. maí 1954. Útför Geirs var gerð frá Sleð- brjótskirkju 22. júlí, í kyrrþey að ósk hins látna Elsku afi. Nú ert þú farinn, það átti vissulega ekki að koma mér á óvart, þín stund var komin. Samt greip mig mikið til- finningaflæði og allar minningar mín- ar um þig þutu gegnum huga minn. Fyrstu minningarnar eru síðan ég var lítill stelpuhnokki og fékk að skríða uppí holuna til þín, en hún var á bak við þig í rúminu þínu. Þessa frægu holu þekkja öll þín barnabörn, þarna fengum við að heyra sögur af gamla tímanum og fjöldann allan af kvæð- um. Einnig er mér minnisstætt þegar þú sast og spilaðir á orgelið, þú þessi stóri maður með þessa stóru fingur, lékst hvað sem þér datt í hug og erfitt var að skilja hvernig fingurnir rötuðu á réttu nóturnar. Í mínum huga varst þú maður fjöl- skyldunnar, þú elskaðir þína nánustu afar heitt og faðmlög þín voru stór og heit. Þér fannst mikilvægt að allir borðuðu vel svo þeir yrðu hraustir og stórir, hún var því yndisleg síðasta stundin sem ég átti með þér. Ég var á sjúkrahúsinu með strákana mína tvo og aðstoðaði þig við að snæða hádeg- isverð, þú vildir að sjálfsögðu að drengirnir fengju líka að borða og það var úr að þið þrír deilduð máltíðinni. Drengirnir enduðu síðan á því að skipta milli sín smjörstykkinu sem gleymst hafði að setja út á fiskinn, það gladdi þig svo sannarlega að sjá svona hraustlega tekið á viðbitinu. Þín verður sárt saknað og ég fæ engin afa-faðmlög framar, en svona er nú víst lífið. Þetta er það eina sem allir geta verið vissir um, að þeir fara að lokum. Ég sé þig nú fyrir mér hjá ömmu sem fór svo alltof fljótt og ég á fáar minningar um en nú eruð þið sameinuð á ný og getið saman gætt að fjölskyldunni. Saknaðarkveðja Stefanía Malen. Kæri afi. Þegar ég kom í heiminn varst þú þegar orðinn vel fullorðinn maður. Elsa leit dagsins ljós ári síðar og við urðum fljótt bestu leikfélagar. Við vorum iðulega á Sleðbrjót og lékum okkur út um allt. Við snigluðumst um bæinn og hittum oftar en ekki fyrir góðan og hjartahlýjan afa. Við vorum augasteinarnir þínir og þú fylgdist grannt með okkur og passaðir að við færum okkur ekki að voða. Þú sagðir okkur fallegar sögur og spilaðir á hljóðfæri, stundum á orgelið og ein- staka sinnum tókstu upp harmonik- una. Heimurinn utan húss var ekki síður spennandi í fylgd þinni. Við sát- um sitt hvorum megin við þig inni í traktornum og siluðumst uppí Grænumýri eða uppí Gamla bæ til að sinna kindunum. Þegar ég varð eldri og byrjaði í skóla urðu heimsóknirnar í Sleðbrjót reglubundnari. Fljótlega áttaði ég mig á því að ég átti engan venjulegan afa. Mér fannst að ég ætti stærsta, sterkasta og fróðasta afann af öllum öfum barnanna í skólanum. Eftir að ég áttaði mig á þessu fór ég að leggja við hlustir. Þú sagðir svo skemmti- lega frá. Þú sagðir frá lífinu fyrr á tímum. Þú sagðir lífssögur forfeðra okkar og kenndir mér að virða sög- una. Í gegn um þessar sögur kenndir þú mér meðvitað eða ómeðvitað að þekkja rétt frá röngu og bera virð- ingu fyrir fróðleik hvernig sem hann er áunninn. Árin liðu og þú varst alltaf stóri, sterki og fróði afi minn sem var gott að leita til þegar maður vildi spjalla um daginn og veginn og fá að heyra vísur og sögur. Þú unnir sveitinni til hinstu stundar. Þú sinntir upp- græðslustörfum og hélst áfram að halda við girðingunum þrátt fyrir há- an aldur. Ummerki uppgræðslunnar skarta sínu fegursta nú í þessu hlýja sumri. Elsku afi minn, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég skal reyna að fara eftir öllu því góða sem þú kenndir mér. Ástarkveðja Kristján Ketill. GEIR STEFÁNSSON Guð blessi minningu Sollu. Ágústa, Sigurður, Jakobína og starfsfólk í Mónu. Sólveig Guðmundsdóttir var fædd þann 24. apríl 1950. Ég kynntist Sollu eins og hún var alltaf kölluð af öllum á Skálatúnsheimilinu fyrir mörgum árum, þá var hún að læra til þroska- þjálfa. Síðan lágu leiðir okkar saman á ný á Bjarkarási. Solla var frá Sel- fossi og átti fjögur systkini, þau Guð- mundu, Fríðu, Ólaf og Guðmund. Ég sendi þeim mínar samúðarkveðjur. Síðan tók hún við sambýlinu að Sigluvogi 5 hér í borg og var þar um skeið hjá okkur þremur sem komum þangað fyrst en vann samt á Bjark- arási á daginn. Ég sendi Ljódí vin- konu hennar til margra ára samúðar- kveðjur og vona að hún hafi það gott. Kveðja, Eygló Ebba Hreinsdóttir og Sigurjón Grétarsson.  Fleiri minningargreinar um Sól- veigu Guðmundsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Erna, Borghildur Thors, Margrét Yrsa, Þórir, Yrsa Rós og Þráinn Leó, Elín Óskarsdóttir, Ágústa, Jóna og Ragna, Edda, Guðrún, Lilja og Sol- veig The., Unnur Stefánsdóttir, Hjördís Magnúsdóttir, Sigurður Valur, Hildur Hauksdóttir, Ólafur Ólafsson, formaður Aspar, Greta Bachmann, Margrét Sæmunds- dóttir, Sigrún Alexandersdóttir, Theódóra Ólafsdóttir og fjölskylda, Keilusamband Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.