Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁKÖF leit 130 björgunarsveitar- manna frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að Sri Rhamawati bar ekki árangur í gær, en mikil áhersla hefur verið lögð á að finna hina látnu að undanförnu. Leitað var út frá Presthúsatanga fram á kvöld í gær og þá leituðu tíu kafarar frá Lands- björg og lögreglu í Hofsvík en mikið þang á botni gerði þeim erfitt fyrir. Dagbjartur Brynjarsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg seg- ir að hafstraumar í Hofsvík séu eðli- legir, hvorki sterkir né veikir. Á hinn bóginn liggi mjög sterkur straumur inn og út úr Hvalfirðinum. Tveir straumar úr Hofsvíkinni séu sterk- astir. Annar gæti hugsanlega borið með sér lík inn í Hvalfjörð, þó varla lengra en að munna Hvalfjarðar- ganga. Hinn straumurinn liggur í átt til Reykjavíkur. Dagbjartur segir erfitt að segja til um hvar best sé að leita enda óvissuþættirnir margir. Sakborningurinn í málinu, Hákon Eydal, féllst á að sýna lögreglunni hvar hann kom líkinu af fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir á þriðju- dagskvöld og var sjónum leitar- manna því beint að Hofsvík og næsta nágrenni. Geðrannsókn á Hákoni hófst í byrjun vikunnar en óvíst er hvenær niðurstöður hennar liggja fyrir. Áköf leit ber engan árangur                                                 SALA á fellihýsum fer ekki minnk- andi þrátt fyrir að fleiri hjólhýsi hafi selst á þessu sumri miðað við fyrri ár að mati sölumanna sem Morgunblað- ið ræddi við í gær. Hjólhýsin komi sem hrein viðbót við aðra sölu. Fólk sé að leita að meiri þægindum þegar það ferðist og hafi meiri fjárráð til að kaupa betri útbúnað. Í fyrra voru 38 hjólhýsi nýskráð á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa 89 hjólhýsi verið nýskráð. Er það aukn- ing um 134% þrátt fyrir að árið 2004 sé aðeins hálfnað. Þrúðmar Karlsson hjá Netsölunni segir að fólk sem eigi stór fellihýsi skipti gjarnan yfir í hjólhýsi. Þetta sé fólk á aldrinum 30 ára til fimmtugs. Þeir sem kaupi húsbíla séu aðallega eldra fólk. Hann spáir því að smærri fellihýsin haldi hlutdeild sinni en þau stóru víki fyrir hjólhýsum. Fólk vilji meiri lúxus og það sé mikill munur þarna á milli hvað það varði á meðan minna munar á verði. Ekki þurfi held- ur öflugri bíla til að draga hjólhýsi eins og þau séu byggð núna. Betri vegir og öflugri bílar Netsalan hefur verið að selja hjól- hýsi frá árinu 2000 og bjóst Þrúðmar þá strax við miklum áhuga fólks á þessum ferðamáta. Áhuginn hafi svo kviknað af alvöru í ár og salan komið sem hrein viðbót við aðra sölu. Ástæðan sé m.a. miklu betri vegir, öflugri bílar, minni vindur og fólk sé að læra að nota og njóta hjólhýsanna. Fyrir 25 árum þegar hjólhýsin komu fyrst hafi þessar aðstæður einfald- lega ekki verið til staðar. Helgi Berg Halldórsson hjá Evró segir eftirspurn eftir fellihýsum ekk- ert vera að minnka þrátt fyrir aukinn fjölda húsbíla og hjólhýsa. Þetta sé í fyrsta skipti sem Evró selji húsbíla og hjólhýsi og áhuginn hafi verið mikill. Margir sem kaupi húsbíla eigi eldri húsbíla og þeir sem kaupi hjólhýsi eigi góð fellihýsi fyrir. Áhuginn á hjól- hýsum hafi aukist gífurlega. Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Gísla Jónssonar ehf., segir munstrið að breytast og markaðinn að stækka. Salan hafi minnkað í tjaldvögnum, fellihýsin haldi sínu striki og svo komi hjólhýsi og húsbílar sem aukning. Greinilegt sé að fólk vilji meiri þæg- indi á ferðalögum og hafi efni á því. Máli sínu til stuðnings segir Karl að fyrstu sex mánuðina í fyrra hafi 263 fellihýsi verið nýskráð á landinu en í ár séu þau 396 eftir sex mánuði. Aukning í sölu haldi áfram á milli ára þrátt fyrir ýmsar nýjungar á öðrum sviðum. Þetta sé svona tröppugang- ur; þeir sem eigi tjaldvagna kaupi fellihýsi, þeir sem eiga fellihýsi kaupi hjólhýsi. Það sama segir Björgvin Barðdal hjá Seglagerðinni Ægi. Fellihýsin eru alltaf jafnvinsæl og salan í ár svipuð og í fyrra. Þó segir hann söluaðila sitja meira uppi með notaða tjald- vagna og fellihýsi en áður. Það sé eðli- leg þróun þegar endurnýjunin er búin að vera eins hröð eins og raun ber vitni. Hraust ferðafólk Björgvin segir fólk milli 40 og 50 ára vera stærsta kaupendahóp hjól- hýsa. Þetta sé hraust fólk sem vilji ferðast mikið og oft með eitt til tvö börn með sér. Þetta sé líka fólk sem áður var með stór fellihýsi en fékk sér hjólhýsi í framhaldinu. Seglagerðin byrjaði að selja hjól- hýsi í fyrra en Björgvin segir söluna þá ekki hafa verið eins mikla og í ár. Fólki sem velji húsbíla fari líka ört fjölgandi. Metsala á hjólhýsum og fellihýsi seljast áfram vel Fólk vill meiri þæg- indi á ferðalögum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Íslendingar vilja þægindi á ferðalögum, segja sölumenn fellihýsa og hjól- hýsa en sala slíkra gripa hefur aukist gríðarlega undanfarin misseri.                   ! "#     $ #%$&'           "  #$     (     GATNAMÓT Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar voru formlega opnuð í gærdag, en umferð var hleypt á nýja brú og gatnamót þeim fylgjandi í október á síðasta ári. Samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, og forseti bæj- arstjórnar Kópavogs, Gunnsteinn Sigurðsson, klipptu á fánaborða sem lá um brúna, en bygging brúarinnar var samvinnuverkefni Vegagerð- arinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Verkfræðistofan Línuhönnun sá um hönnun mann- virkisins, í samstarfi við Studio Granda, Landmótun og Raf- tæknistofuna, en Fjarhitun sá um eftirlit með verkinu. Heildarkostn- aður við gerð nýju gatnamótanna var 960 milljónir króna. Með nýju gatnamótunum fækkar umferðarljósum á Reykjanesbraut um þrenn, og tenging milli Stekkjar- bakka og Smiðjuhverfis, og þar með sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs, verður mun betri. Nýir stígar, göngubrú og undirgöng bæta einnig umferð gangandi og hjólandi vegfarenda til muna. Morgunblaðið/Árni Torfason Borgarstjórinn í Reykjavík, samgönguráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs opnuðu gatnamótin formlega. Brúar bilið milli sveitarfélaga BLIKKANDI snuð verða ekki til sölu hér á landi á næstunni en Lög- gildingarstofa hefur lagt tímabundið bann við sölu og afhendingu þeirra. Snuðin eru seld undir vöruheitinu Flashing Pacifer with Whistle (blikkandi snuð með flautu) og er bannið sett með hliðsjón af ábend- ingu til allra ríkja á Evrópska efna- hagssvæðinu um hugsanlega hættu sem gæti stafað af því ef ung börn nota slík snuð. Snuðin virðast ekki ætluð til sambærilegrar notkunar og hefðbundin snuð og hætta er talin á að fólk taki blikkandi snuð í misgrip- um. Þessi snuð ganga fyrir rafhlöð- um en auðvelt er að taka þau í sund- ur og getur það reynst ungum börnum hættulegt þar sem smáir fylgihlutir geta valdið köfnun. Lög- gildingarstofa varar við öðrum sam- bærilegum vörum sem kunna að vera til sölu undir öðrum vöruheitum eða án vöruheitis. Blikkandi snuð geta reynst vara- söm en flest eintök líta svona út. Bann við sölu á blikk- andi snuðum SALA garðálfa til skemmtunar og augna- yndis í heimilisgörðum hefur aukist mikið und- anfarin ár, og virðist sem þeir hafi hitt í mark hjá álfaþjóðinni íslensku. Að sögn Sigrúnar Brynjólfs- dóttur hjá Blómavali, sem er meðal þeirra sem selja garðálfana, hefur Blóma- val flutt inn mikið af garð- álfum í sumar, og þeir rokselst. „Við höfum verið með þrjár stærðir af álfum, og sú stærsta hefur verið vinsælust,“ segir Sigrún. „Fólk spáir mikið í svipinn á þeim og hvað þeir eru að gera. Það virðist búa mikil hugsun að baki hjá mörgum þegar kemur að því að velja sér álf í garð- inn,“ bætir hún við. Hún segir fólk skipa sér í tvær fylkingar hvað varðar álfana; ýmist þyki því þeir afskaplega flottir eða það skilur ekkert í þessum vinsældum álfanna. „Það eru alveg til dæmi um að fólk verji miklum tíma í að velja sér álf, skoði litina á fötum hans og hvað hann er að gera, hvort hann er að moka, höggva, vökva eða saga, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigrún að lokum. Allir vilja álf í garðinn Íbygginn álfur bíður þess að komast í garðinn. Morgunblaðið/Sverrir Eldur í sumarbústað TILKYNNT var um eld í gaskúti í sumarbústaði sem er á landi Minna- Grindils í Skagafirði til lögreglunnar á Sauðárkróki á níunda tímanum í gærkvöld. Lögregla fór á staðinn en þá voru brunavarnir Skagafjarðar komnar þangað og búið að ráða niðurlögum eldsins. Hvorki skemmdir né eigna- tjón urðu af völdum hans. Á 183 km hraða í Kollafirði KARLMAÐUR á fertugsaldri var í gær sviptur ökuréttindum til bráða- birgða eftir að bifreið hans mældist á 183 kílómetra hraða á klukkustund í Kollafirði. Maðurinn gaf lögreglu þær skýr- ingar að hann hefði ekki fylgst með hraðamælinum. ♦♦♦ ♦♦♦ Eldur í togara ELDUR kom upp í togaranum Arn- arborg í Hafnarfjarðarhöfn í gær- morgun. Var talsverður eldur er slökkvilið bar að en greiðlega gekk að slökkva hann, samkvæmt upplýsing- um Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins, sem reykræsti svo skipið. Arnarborg er 60 metra langur og 820 tonna togari, skráður í Lettlandi. Hann hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn um nokkurra mánaða skeið en verið var að undirbúa hann til veiða þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.