Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hipp hopp-sveitin Hæstahendin hefur sett sérþað markmið að færaíslenska hipp hopp-
tónlist á annað stig með alþjóð-
legum hljóm og hárbeittri texta-
gerð. Meðlimir hljómsveitarinnar
eru þeir Unnar Theódórsson, Erp-
ur Eyvindarson, Nick Kvaran og
Rasmus Berg.
Að sögn Unnars, sem gengur
undir nafninu U-Fresh, hafa þeir
félagar ávallt haft áhuga á því að
vinna tónlist fyrir íslenskan mark-
að. „Hugmyndin að hljómsveitinni
fæddist í sumar þegar við Erpur
ræddum saman en ég hef verið
búsettur í Danmörku í tuttugu ár
og Erpur var það einnig um tíma.
Við ákváðum að gera plötu með
það að markmiði að færa íslenska
rapptónlist og aðra vinsæla tónlist
á annað stig með því að koma með
alþjóðlegan hljóm,“ segir Unnar
en fyrirhugað er að fyrsta plata
sveitarinnar komi út snemma á
næsta ári. „Platan er einungis ætl-
uð fyrir íslenskan markað og öll
lögin að einu undanskildu verða á
íslensku.“
Nick Kvaran og Rasmus Berg
eru tónsmiðir sveitarinnar. Þeir
eru þekktir undir nafninu Mad-
ness4Real og hafa að sögn Unnars
unnið með listamönnum á borð við
Outlandish og Black Eyed Peas.
„Ég komst í kynni við þá Nick og
Rasmus hér í Danmörku en áður
en þeir fluttu hingað unnu þeir að
tónlist í Bandaríkjunum. Eftir
komuna til Danmerkur stofnuðu
þeir rappsveitina Den Gale Pose,
sem er sú vinsælasta sinnar teg-
undar í Danmörku frá upphafi, og
settu í kjölfarið nýja staðla. Við
ætlum að fá þá til þess að gera
svipaða hluti með okkur á Ís-
landi.“
Hræðast ekki 50 Cent
Hæsta hendin kemur fram í
fyrsta skipti opinberlega þann 11.
ágúst næstkomandi í Egilshöll þar
sem hljómsveitin mun hita upp
fyrir 50 Cent. Að sögn Unnars
verður einnig tekið upp myndband
við fyrsta lag sveitarinnar, „Botn-
inn upp“, á tónleikunum. „Það er
gott fyrir okkur að eiga kost á því
að spila fyrir svona fjölda og það
verður gaman að sjá hvernig Ís-
lendingar taka tónlist okkar.“ Að-
spurður segist Unnar ekki óttast
rapphundinn 50 Cent þó að því sé
haldið fram að þar fari mikill
ólátabelgur. „Það er margt sagt
um 50 Cent. Ég vann með stórri
hetju úr rapptónlistargeiranum,
Craig G úr Jews Crew, sem er úr
sama hverfi og hann. Hann sagði
mér margar sögur af 50 Cent en
ég kýs að ræða það ekkert frekar.
Þá væri það gott að lenda í úti-
stöðum við hann til þess að fá at-
hygli en ég geri ráð fyrir því að
við látum það ógert og höldum
okkur til hlés.“
Tónlist | Hæsta hendin ætlar sér að færa íslenska hipp
hopp-tónlist á annað stig
Alþjóðlegur hljómur
og hárbeitt textagerð
Hluti af sveitinni í Danmörku þar sem hún varð til. Hæsta hendin er ein
þeirra sveita sem hitar upp fyrir 50 Cent í Egilshöll 11. ágúst.
thorirj@mbl.is
STUTTMYNDIN Peningar eftir
Sævar Sigurðsson hefur verið valin
til þátttöku á fjórum kvikmyndahá-
tíðum í ár. Hátíðirnar, sem um ræðir,
eru Motovun Film Festival í Zagreb
og Gimli Film Festival í Kanada sem
nú standa yfir, Nordisk Ungdoms
Film Festival í Tromsö, sem hefst 18.
september, og Nordisk Panorama
sem verður haldin í Reykjavík dag-
ana 24. til 28. september í þriðja
skipti. Peningar, sem er 6 mínútna
„slap-stick“-gamanmynd, var ein-
ungis sýnd einu sinni hér á landi,
þann 27. maí síðastliðinn.
Að sögn Sævars ber hæst þátttöku
myndarinnar í Nordisk Panorama en
sú hátíð er elsta og virtasta stutt- og
heimildarmyndahátíð Norðurlanda.
Þetta er í 15. sinn sem hátíðin er
haldin en hún flakkar á milli fimm
norrænna borga. „Nordisk Pano-
rama er stærst af þessum fjórum há-
tíðum en ég mun ekki fara á hinar
hátíðirnar. Þegar ég gerði þessa
mynd hafði ég það að leiðarljósi að
koma henni inn á sem flestar hátíðir,
í þeirri von að hún hlyti einhverja
viðurkenningu eða jákvætt umtal.
Ég nota hana síðan til þess að sækja
um í kvikmyndaskólum erlendis og
jákvætt umtal auðveldar mér það,“
segir Sævar en hann vann mikið við
stuttmyndagerð í framhaldsskóla og
síðastliðin tvö ár hefur hann starfað
hjá Þeim tveim kvikmyndagerð.
Sævar er nú þegar byrjaður að
huga að næsta verkefni en hann hef-
ur ekki ákveðið hvenær því verður
hrint í framkvæmd. „Ég er að byrja
að skrifa næstu mynd og er að fara
yfir þær hugmyndir sem koma til
greina. Sú mynd mun væntanlega
verða eitthvað frábrugðin þessari en
í Peningum er ekkert tal og hún er
einungis sex mínútur að lengd. Ég
stefni því á að hafa tal á næstu mynd
og hún mun að öllum líkindum verða
eitthvað lengri. Það veltur þó á því
hvernig fjármögnun gengur en ég
fjármagnaði Peninga sjálfur,“ segir
Sævar.
Kvikmyndir | Stuttmyndin Peningar
sýnd á fjórum kvikmyndahátíðum
Úr Peningum: Aðalpersóna myndarinnar er leikin af Snorra Engilbertssyni.
Peningar á flakki
Miðasala opnar kl. 13.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
HUGSAÐU STÓRT
kl. 6, 8.30 og 11.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára.
SV MBL
"Afþreyingarmyndir gerast ekki
betri."“
ÞÞ.FBL.
„Geðveik mynd.
Alveg tótallí brilljant“
ÓÖH
„Tvímælalaust besta
sumarmyndin...“
Sýnd kl. 4 alla virka daga
Sýnd kl. 5.40. B.i. 12 ára.
SV MBL
"Afþreyingarmyndir
gerast ekki betri."“
ÓÖH
„Tvímælalaust besta
sumarmyndin...“
ÞÞ.FBL.
„Geðveik mynd.
Alveg tótallí brilljant“
„Öðruvísi og spennandi skemmtun“
SV MBL
„Öðruvísi og spennandi skemmtun“
SV MBL
33 þúsund gestir
33 þúsund gestir
Sýnd kl. 3.40, 5, 6.15, 8, 9 og 11. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Missið ekki af svakalegum
spennutrylli af bestu gerð.
Missið ekki af
svakalegum spennutrylli
af bestu gerð.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Sjálfstætt framhald fyrri myndar
Mynd í anda Nafn Rósarinnar
með Jean Reno í fantaformi.
Sjálfstætt framhald fyrri myndar
Mynd í anda Nafn Rósarinnar
með Jean Reno
í fantaformi.
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12 ára.
FRUMSÝNING
FRUMSÝNING
„Hasarinn er góður.“
ÓÖH DV
„Hasarinn er góður.“
ÓÖH DV
Magnaður spennutryllir frá Luc Besson
Magnaður spennutryllir
frá Luc Besson
N o r ð u r l j ó s i n