Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 32
MINNINGAR
32 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Maren HuldaÞórarinsdóttir
fæddist í Kollavík í
Þistilfirði 3. des
1911. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Þing-
eyinga 20. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
Huldu voru Þórarinn
Guðnason, f. 1876, d.
1925, og Kristlaug
Jónína Guðjónsdótt-
ir, f. 1872, d. 1955.
Dóttir Huldu er
Laufey Bjarkadóttir,
f. í Hafrafellstungu í
Öxarfirði 23. júlí
1941. Maður hennar er Karl Sig-
urður Björnsson, f. 4. febrúar
1941. Þau eiga fjög-
ur börn og sex
barnabörn.
Hulda giftist 3.
nóvember 1959
Baldri Guðmunds-
syni frá Bergi í Að-
aldal, f. 17. maí 1908,
d. 15. desember
1978. Baldur var þá
ekkjumaður og átti
þrjú börn: Sigrúnu,
f. 1939, Guðmund, f.
1944, d. 1979, og
Þorstein, f. 1949.
Hulda verður
jarðsungin frá Nes-
kirkju í Aðaldal í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Mig langar til að minnast Huldu
ömmu, eins og við kölluðum hana.
Ég man vel eftir því þegar ég hitti
hana fyrst. Ég kom með Guðmundi,
fóstursyni hennar og væntanlegum
eiginmanni mínum, í heimsókn í
Berg um páskana 1974. Þegar við
komum í heimsókn til þeirra hjóna
var hún á þönum í kringum okkur.
Stundum fannst mér nóg um enda
ekki slíku vön. Borðin voru hlaðin
kræsingum. Þegar við Guðmundur
eignuðumst dóttur var hún skírð í
höfuðið á henni. Hún sá ekki sólina
fyrir nöfnu sinni og það var gagn-
kvæmt. Við gistum oft á Bergi hjá
Huldu og Baldri þegar Guðmundur
var á sjó. Því miður liðu ekki nema
tæp fimm ár frá því að við hittumst
fyrst þar til við vorum báðar búnar
að missa mennina okkar, með mán-
aðar millibili, en við vorum alltaf í
sambandi og hún kom til mín og
passaði nöfnu sína og var hjá mér
þegar ég eignaðist mína aðra dóttur.
Eins og áður gerði hún allt til að okk-
ur öllum liði sem best. Báðar yngri
dætur mínar hafa alltaf litið á hana
sem ömmu og hún tekið þeim sem
slíkum. Því var hún alltaf kölluð
Hulda amma. Ég veit að margir eiga
eftir að minnast Huldu vegna dugn-
aðar hennar, hlýju og hógværðar.
Ég er þess fullviss að þeir feðgar
hafa tekið vel á móti henni.
Elsku Hulda, okkar innilegustu
þakkir fyrir allt.
Olga Ingimundardóttir.
HULDA
ÞÓRARINSDÓTTIR
Bestu þakkir til allra, sem auðsýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og
útfarar okkar ástkæru,
KRISTBORGAR KRISTINSDÓTTUR,
Borgarbraut 12,
Stykkishólmi.
Guð blessi ykkur.
Egill Egilsson,
Kristinn Ólafur Smárason, Egill Egilsson,
Þórhildur Magnúsdóttir, Kristinn Ólafur Jónsson,
systkini og aðrir aðstandendur.
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugar-
staða fyrir umhyggju og hlýju.
Geirlaug Þorvaldsdóttir,
Skúli Þorvaldsson, Pála Klein
Katrín Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður-
systur okkar,
RAGNHEIÐAR INGVARSDÓTTUR,
áður til heimilis
í Hraunbæ 32.
Fyrir hönd aðstandenda,
Edda Einarsdóttir,
Sigurjón Einarsson, Margrét Jónsdóttir,
Ása Einarsdóttir, Ólafur Bjarnason,
Signý Einarsdóttir, Örn Ólafsson.
Laugarvatn í Laugardal
lengi skaltu muna.
Í þeim fagra fjallasal
fékkstu menntunina.
Í dag, þegar við kveðjum kæra
skólasystur frá Laugarvatni,
streyma fram minningar frá liðinni
tíð. Það var á haustdögum 1969 sem
saman komnar voru 53 ungmeyjar
hvaðanæva af landinu til að afla sér
menntunar í Húsmæðraskóla Suður-
lands. Skólastýra þennan vetur var
Gerður Jóhannsdóttir í fjarveru
Jensínu Halldórsdóttur. Sólveig, sem
við kveðjum í dag, var frá Selfossi og
er sú fyrsta af þessum hópi sem kveð-
ur.
Í upphafi vorum við í Lindinni í
gamla Húsmæðraskólanum, en okk-
ur er það afar minnisstætt þegar við í
janúar í miklum snjóbyl fluttum yfir í
heimavistina í nýja og glæsilega Hús-
mæðraskólann sem búið var að reisa
á Laugarvatni. Með því að stunda
nám í báðum skólunum þennan vetur
má segja að þar hafi mæst gamli og
nýi tíminn.
Veturinn á Laugarvatni leið við
nám og leik undir handleiðslu Gerðar
og annarra góðra kennara. Við minn-
umst þess að mikið var um handa-
vinnu og haldnar voru glæsilegar
veislur í skólanum sem nemarnir
höfðu undirbúið. Stofnaður var kór,
mikið var sungið og segja má að fé-
lagslífið hafi verið með miklum blóma
þennan vetur. Við minnumst Sólveig-
ar sem íþróttakonu og sundkonunnar
í hópnum. Þegar farið var í sundlaug-
ina voru það ekki metrarnir hjá Sollu
heldur kílómetrarnir. Sólveig hafði
góða nærveru og það gat verið stutt í
húmorinn hjá henni.
Eftir veturinn á Laugarvatni
ákváðum við nokkrar skólasystur
ásamt Sollu að stofna saumaklúbb og
héldum áfram að hittast í nokkur ár.
Við komum t.d. saman fyrir jól og
föndruðum jólaföndur og tvær af
okkur fóru með Sollu á Dale Carneg-
ie námskeið. Á þessum árum rifjuð-
um við oft upp minningar frá Laug-
arvatni sem sannarlega vöktu með
okkur kátínu og gleði. En það fór svo
í hraða nútímans að saumaklúbbur-
inn hætti að hittast og var alltaf
meiningin að taka upp þráðinn aftur
þegar færi að hægjast um hjá okkur.
Við erum sannarlega minnt á það nú
að hratt flýgur stund.
Sólveig var afar trygg þeim sem
hún kynntist og það segir allt að hún
sendi alltaf jólakort eða heillaskeyti
til okkar, þegar eitthvað stóð til, með
sama textanum, Solla G. og kisur.
Við náðum nokkrar að kveðja hana
á Landspítalanum áður en hún lést
og ræddum m.a. um hversu skemmti-
legt hefði verið í saumaklúbbnum og
haft var á orði að við ættum að hittast
aftur, þó ekki væri nema einu sinni á
ári á kaffihúsi.
Fyrir hönd skólasystra frá Laug-
SÓLVEIG
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Sólveig Guð-mundsdóttir
fæddist á Selfossi 24.
apríl 1950. Hún and-
aðist á Landspítalan-
um við Hringbraut
fimmtudaginn 8. júlí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
20. júlí.
arvatni sendum við
kveðjur og þakklæti
fyrir liðna tíð og kveðj-
um með vísunni sem
margar skólasystur
skrifuðu í minningar-
bókina frá Laugar-
vatni.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna
fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
Saumaklúbburinn
þakkar ljúfar og
skemmtilegar stundir
og sendir aðstandend-
um samúðarkveðjur.
Sigurlaug, Guðrún S.,
Helga I., Jenný, Lilja,
Selma, Sigurbjörg M. og
Unnur B.
Það má með sanni segja að Sólveig
Guðmundsdóttir sé orðin hluti af
Bjarkarási. Hún starfaði þar í 29 ár
og helgaði Styrktarfélagi vangefinna
krafta sína á marga vegu allan þann
tíma. Til dæmis stóð hún fyrir og
stýrði keilumóti starfsmanna um ára-
bil, enda sjálf landsliðskona í keilu.
Solla var staðföst kona varðandi þau
gildi sem hún vildi innræta fötluðu
fólki. Framkoma og öll sjálfsumhirða
átti að vera til fyrirmyndar og voru
kröfurnar stundum meiri en margir
ófatlaðir setja sér. Hún sá enga
ástæðu til að setja markið lægra en
það sem best gerist. Nú er Solla farin
á vit nýrra ævintýra og mun eflaust
helga krafta sína verðugum málefn-
um á nýjum og okkur ókunnum slóð-
um.
Hinn 14. júní síðast liðinn var boðið
til brúðkaups hennar og Halldórs,
sem var einstaklega gleðilegur við-
burður eins og gjarnan er með slíkar
uppákomur. Solla gekk inn kirkju-
gólfið í fylgd vinkvenna sinna úr ís-
vinafélaginu og Dóri tók á móti
kirkjugestum í fylgd sona sinna við
altarið. Ógleymanleg stund.
Nú er rúmt ár síðan hún greindist
með illvígan sjúkdóm. Ég held að við
sem þekktum hana höfum lært
margt af þeirri baráttu um æðruleysi
og viljastyrk.
Minningin um góða konu lifir
áfram með okkur í Bjarkarási og við
þökkum fyrir samstarfið og kynnin
með orðum Guðrúnar Jóhannesdótt-
ur:
Þökk fyrir störf þín, dugnað og dáð
og djörfung í orði og verki,
nafn þitt mun lengi hjá lýð vera skráð
og lifa þitt hugsjóna merki.
Samúðarkveðjur til Dóra og ann-
arra ástvina frá vinum og samstarfs-
fólki í Bjarkarási.
Þórhildur Garðarsdóttir,
Guðrún Eyjólfsdóttir.
Með söknuð í hjarta kveðjum við
Sollu, sem lést 8. júlí síðastliðinn eftir
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Kynni okkar „jógasystra“ hófust í
Jógastöðinni Heilsubót fyrir ein-
hverjum tugum ára. Solla var ein í
þeim hópi. Eftir að Kolbrún Guð-
mundsdóttir og Viggó maður hennar
seldu „Heilsubótina“ hélt Kolbrún
áfram að þjálfa hóp kvenna, sem ekki
gátu án hennar verið. Solla var þar á
meðal og frá þeim tíma urðu tengslin
milli okkar nánari. Það er margs að
minnast frá þessum tíma bæði í æf-
ingartímum og utan þeirra, t.d. ár-
vissra vor-ferða Sollu með okkur í
keilu, þar sem hún reyndi að kenna
okkur þessa göfugu íþrótt, sem hún
var svo frábær í. Í kveðjuhófinu á eft-
ir verðlaunaði hún okkur á sinn hátt –
bæði þær bestu og verstu! Eitt vorið
bauð hún okkur öllum heim til sín í
hið skemmtilegasta „íspartý“. Hún
hafði þá náðargáfu að gera hlutina
skemmtilega með sinni sérstöku
kímnigáfu og auga fyrir hinu óvenju-
lega. Ekki er hægt að minnast Sollu
án þess að nefna kisurnar hennar.
Hún var einstakur kattaunnandi og
átti margar frábærar kisur og hún
gladdi okkur oft með myndum og frá-
sögnum af kisunum sínum. Þegar
Kolbrún, þjálfarinn okkar, dó vorið
2003, vorum við dálítið ráðvilltar, en
Solla leysti úr því og bjargaði mál-
unum, útvegaði okkur bæði húsnæði
og þjálfara. Þannig var hún, alltaf
reiðubúin að koma til hjálpar á sinn
hógværa hátt. Síðasta skiptið, sem
við sáum Sollu verður alltaf greypt í
hugann. Það var í brúðkaupi hennar
og Dóra. Þar var hún sæl og ánægð
umvafin ættingjum og vinum. Þannig
munum við minnast hennar.
Við sendum aðstandendum Sollu
einlægar samúðarkveðjur.
Jógasystur.
Kveðja frá Keilufélagi
Reykjavíkur
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Í dag kveðjum við kæran vin og fé-
laga í Keilufélagi Reykjavíkur.
Sólveig Guðmundsdóttir var einn
af stofnfélögum Keilufélags Reykja-
víkur sem stofnað var 1986. Hún var
mikill keppnismaður og var ein af
áköfustu keppendum sem hafa spilað
keilu. Hún var trú félagi sínu og var
alltaf tilbúin að aðstoða og hjálpa öll-
um ef með þurfti. Hún kom keilunni á
framfæri við fatlaða og kenndi þeim
til margra ára.
Við í Keilufélaginu minnumst
hennar með hlýju og mikilli eftirsjá.
Það verður skrítið að mæta í keilusal-
inn í haust og mæta ekki Sollu á
staðnum. Keilufélagið sendir eftirlif-
andi eiginmanni, öðrum aðstandend-
um og vinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og vitum að hún verður
með okkur áfram.
Nú er látin á besta aldri hún Solla,
vinkona okkar og hjálparhella.
Sollu kynntumst við fyrir mörgum
árum þegar hún sá um að útbúa smá-
hluti í nokkru magni fyrir okkur.
Bjarkarás var vinnustaður hennar og
þangað leituðum við eftir aðstoð. Við
fengum ekki bara aðstoð hjá Sollu í
Bjarkarási. Í henni eignuðumst við
einnig vinkonu og leysti hún eftir
þetta öll okkar mál af mikilli natni.
Unga fólkið sem vinnur í Bjarkarási
stundar vinnu sína af mikilli gleði og
voru oft fagnaðarfundir þegar við
komum þangað, bæði að hitta Sollu
og alla hennar skjólstæðinga. Í frí-
stundum fór hún með þau í keilu og
lét þau keppa. Þeirra söknuður er
mikill.
Solla háði harða baráttu við
krabbamein, en aldrei kvartaði hún.
Hún fylgdist með öllu sínum vinum
og fólki af sínum einstaka áhuga allt
til hins síðasta. Skömmu fyrir andlát
hennar fórum við til Selfoss. Þegar
hún vissi að við værum á leið þangað
bað hún okkur að vinka öllum á Sel-
fossi, já öllum.
Halldór, eiginmaður Sollu og gleði-
gjafi í lífinu, hefur staðið eins og
klettur við hlið hennar í þessari bar-
áttu sem nú er lokið.
Við sendum Dóra, sonum hans,
systkinum hennar og ættingjum, öll-
um í Bjarkarási, og Kobba og Rós-
ettu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Sollu verður sárt saknað, en
nú líður henni vel, komin inn í sum-
arið og ylinn.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar
Elsku móðir mín, tengdamóðir og amma,
NÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Sundlaugavegi 22,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 3. ágúst kl. 10.30.
Kristín Halla Traustadóttir,
Jón Ingimarsson,
Nína Björk Jónsdóttir,
Ingimar Trausti Jónsson,
Helga Vala Jónsdóttir.