Morgunblaðið - 29.07.2004, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 35
Nissan Almera, árg. 1996, er til
sölu. Upplýsingar í símum
544 4333 og 820 1071.
Mitsubishi Pajero V6 3000, árg.
1992. Ek. 192 þ. km. Fallegur bíll.
Ásett verð 750 þ. kr. Skipti á
ódýrari bíl kemur til greina. Uppl.
í s. 822 8324.
Hyundai Elantra, árg. '94, ek.
132 þús. km. Mikið endurnýjaður,
nýskoðaður. Verð 155 þús. eða
hæsta boð.
Upplýsingar í síma 616 6212.
Fornbíll
Benz 280 SC, árg. '77, sk. '05.
Engin bifreiðargjöld, lág trygging.
Mikið af varahlutum geta fylgt.
Uppl. í s. 562 4551 og 847 9934.
Ford Explorer árg. '91, ek. 140
þús. km. Ódýr en góður jeppi sem
þarfnast smávægilegra lagfær-
inga. Nýr kúplingsdiskur fylgir og
hjöruliður, ásamt því að stefnu-
ljós eru eitthvað skrýtin.
Guðmundur, sími 698 0637.
Dodge Ram 2500 árg. '03.
Dodge Ram Dísel 4x4. 4ra dyra,
ek. 55 þ. mílur. Rafm. í öllu, ak-
sturstölva o.fl. Ásett verð
3.990.000, útsala verð 3.490.000.
Bein sala. Áhv. 3 millj. VÍS. Uppl.
í símum 846 5130 og 892 1116.
Dodge Dakota, árg. '92 til sölu.
4x4, 8 cyl., 318 cub, sjálfskiptur.
Langur pallur. Ekinn
aðeins 77 þús. mílur. Uppl. í sím-
um 544 4333 og 820 1071.
Audi A4, árg. '01, ek. 85.000 km.
AUDI, AUDI, AUDI! 100.000 króna
útborgun og yfirtaka á láni! Audi
A4, 2.0, sjálfskiptur. Frábær bíll
sem þú getur verið á strax í dag!
Uppl. í síma 695 5908.
Til sölu Cherokee Laredo 4 L,
árg. '88 í toppstandi. Mikið end-
urnýjaður. Nýskoðaður. Uppl. í
símum 867 9263 og 587 3215.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Til sölu fellihýsi, Filly, árg. '00.
Með fortjaldi og sólarsælu, á 13"
dekkjum. Ásett verð 870 þús. kr.
Skipti möguleg á tjaldvagni. Uppl.
í s. 895 3491.
Palomino Yearling - einn með
öllu. Til sölu Palomino Yearling
11 fet, árg. '03, einungis notaður
í örfá skipti. Ísskápur, rafm.
vatnsdæla, fortjald, festingar fyrir
2 rafgeyma og 2 gaskúta, ryk-
grind og svefntjald fylgja. Verð
1.120 þ. Uppl. í s. 894 3053.
Palomino pony (Yarling), árg.
2001, með ísskáp, svefntjöldum,
hleðslu í bíl og á nýjum dekkjum.
Áhv. 350 þ. kr. Tilboðsverð 750 þ.
kr. Uppl í s. 898 9007. Til sýnis á
bílasölunni Planið.
370.000 kr. afsláttur. Coleman
Niagra 12' árg. '02 til sölu. Vel út-
búið, útdraganlegt með fortjaldi,
sturtu, WC, ísskáp, miðstöð o.fl.
Tilbúið í ferðalagið. S. 897 9227.
Camplet Concord árg. '02, lítið
notaður. Þessi með innbyggða
"eldhúsinu". Klár fyrir verslunar-
mannahelgina. Verð 540 þúsund.
300 þús. kr. lán getur fylgt. Sími
892 3303.Vantar þig bát, mótor, mæla,
lúgur, festingar, öryggisbúnað
eða annað tengt bátum?
Bátaland ehf., Óseyrarbraut,
Hafnarfirði, sími 565 2680.
www.bataland.is.
Taktu álkanó með í fríið.
Bandarískir gæðabátar.
Uppl. í s. 893 5777. d-tour.is
mbl.is
Sumarbrids í Reykjavík
Sumarspilamennskan er nú langt
komin, sjö vikur eru eftir og er all-
góð stemning hjá þátttakendum.
Síðustu kvöld:
Efstu pör fimmtud. 22. júlí:
Guðlaugur Sveinsson-Baldur Bjartmarss. 54
Gísli Steingrímsson-Sveinn Þorvaldsson 48
Vilhjálmur Sigurðsson jr - Björn Árnason 10
Efstu pör föstud. 23. júlí:
Unnar A. Guðmundss. - Eggert Bergss. 32
Sveinn Þorvaldsson-Gísli Steingrímsson 27
Böðvar Magnússon-Ragnar Magnússon 22
Vilhjálmur Sigurðss.-Hermann Láruss. 22
Sveit Gylfa Baldurssonar (Her-
mann Friðriksson, Sveinn Þorvalds-
son og Gísli Steingrímsson) vann svo
miðnætursveitakeppnina eftir
snarpa keppni.
Ragnar og Tryggvi
unnu silfurstigamótið
Laugardaginn 24. júlí var svo á
dagskrá silfurstigamót í tvímenn-
ingi. 14 pör mættu til leiks og var
spilaður barómeter, 13 umferðir, 3
spil á milli para – Efstu pör:
Ragnar Magnússon - Tryggvi Ingason 52
Jón Stefánsson - Hjálmar S. Pálsson 40
Alda Guðnadóttir - Kristján B. Snorrason 31
Guðrún K. Jóhannesd. - Ágúst Alfreðsson 21
Gylfi Baldursson - Torfi Ásgeirsson 16
Vikuleikur sumarbrids er þannig
að bronsstigahæsta konan í viku
hverri (mán.-fös.) fær hádegisboð á
Þrjá frakka hjá Úlfari. Sama gildir
um þann karlspilara sem fær flest
bronsstig í hverri viku. Sigurvegar-
ar í liðinni viku voru Guðrún Jó-
hannesdóttir og Jón Stefánsson.
Spilað er fimm kvöld í viku, mánu-
daga til föstudaga, í allt sumar.
Spilastaður er húsnæði
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni, spiluð í Ás-
garði, Glæsibæ, mánud. 26. júlí 2004.
Spilað var á 11 borðum. Meðal-
skor 216 stig. Sumarspilamennska,
4. umferð.
Árangur N-S.
Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánsson 251
Vilhjálmur Sigurðsson - Halla Ólafsd. 251
Björn E. Péturss.n - Gísli Hafliðason 243
Árangur A-V.
Alfreð Kristjánsson - Sigrún Pétursd. 283
Lilja Kristjánsdóttir - Oddur Jónsson 245
Þórarinn Árnason - Sigtryggur Ellertss.
231
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
ALLIR stjórnarmenn Félags áhugafólks um
íþróttir aldraðra (FÁÍA) og þeir sem standa að
eflingu íþróttastarfs eldri ungmennafélaga
mættu til leiks og starfa á landsmót ungmenna-
félaga á Sauðárkróki. Allnokkur fjöldi eldri ung-
mennafélaga tók þátt í landsmótinu og kepptu
þau í nokkrum greinum sín á milli auk þess sem
haldnar voru sýningar.
Á laugardegi mótsins fór fram boccia-keppni
og keppni í pútti auk þess sem hundrað og tutt-
ugu eldri borgarar dönsuðu samræmdan fim-
leikadans. Þá voru meðal annars sýndir hefð-
ardansar, línudans, þjóðdans og hópsýningin
„Norður Kjöl“.
Á sunnudegi var háður ratleikur og málm-
kúlukast (petanque) kynnt mótsgestum. Þá
þreyttu eldri sundmenn „Drangeyjarsund“ í öll-
um fimm sundstöðum Skagafjarðar.
Hjörtur Þórarinsson, einn af aðstandendum
FÁÍA, segir landsmótið allt hafa verið til stök-
ustu fyrirmyndar og segir eldri ungmennafélaga
hlakka til að taka aftur þátt á landsmóti fljót-
lega. Þá vildu eldri ungmennafélagar koma á
framfæri kærum þökkum til aðstandenda lands-
mót með þessari vísu:
„Á skagfirskri glæstri grundu
glaðbeittir hópar sér undu.
Eldra ungmennaliðið
með æskusvip steig upp á sviðið
og lék sér á líðandi stundu.“
Eldri ungmennafélög glöddust á landsmóti
Röng mynd
Þau mistök urðu við birtingu
greinar Árna Bjarnasonar, forseta
FFSÍ, í blaðinu í gær, að röng mynd
birtist með greininni. Var myndin af
alnafna Árna. Morgunblaðið biðst af-
sökunar á þessum mistökum um leið
og það birtir hér rétta mynd af
greinarhöfundi.
LEIÐRÉTT
Árni Bjarnason
LANDSLIÐ Íslands sem keppa mun
á Norðurlandamótinu, sem haldið
verður í Strömsholm í Svíþjóð dag-
ana 9. til 15. ágúst nk., hefur verið val-
ið. Eins og á síðasta Norðurlanda-
móti fyrir tveimur árum er Eysteinn
Leifsson liðsstjóri en honum til að-
stoðar verður Eyjólfur Þorsteinsson
sem keppti fyrir Íslands hönd á
heimsmeistaramótinu í Danmörku á
síðasta ári.
Lið Íslands verður þannig skipað: Í
unglingaflokki verða Hekla Kath-
arína Kristinsdóttir á Hlyni frá
Blesastöðum, Helena Kroghen Aðal-
steinsdóttir á Blíðu frá Holtsmúla,
Sara Sigurbjörnsdóttir á Ísak frá
Storrebö og Valdimar Bergstað en
ekki er frágengið hvaða hrossi hann
keppir á en að sögn föður hans,
Hjartar Bergstað, standa nokkur
hross til boða.
Í flokki ungmenna munu keppa
Bjarnleifur Smári Bjarnleifsson á
Sprota frá Sjávarborg, Freyja Amble
Gísladóttir á Sögu frá Guldbæk,
Linda Rún Pétursdóttir á Eldi frá
Färdsjö og Signý Ásta Guðmunds-
dóttir á Vafa frá Ármóti.
Lið hinna fullorðnu skipa svo Anna
Valdimarsdóttir á Fönix frá Klöster-
bach, Bergþór Eggertsson á Lótusi
frá Aldenghoor, Guðmundur Einars-
son á Hersi frá Hvítárholti, Jóhann
Rúnar Skúlason á Hvini frá Holts-
múla, Páll Bragi Hólmarsson á Trost-
an frá Sandhólaferju, Olil Amble á
Flögra frá Hábæ, Reynir Aðalsteins-
son á Meitli frá Kjarnholtum, Reynir
Örn Pálmason á Súlu frá Hóli og
Vignir Jónasson á Hilmi frá Mortö.
Undirbúningur fyrir mótið er kom-
inn í fullan gang og fer liðið utan nú í
vikunni.
Aðstaðan á Strömsholm, þar sem
mótið er haldið, þykir mjög góð en
þar er til staðar einn þekktasti reið-
skóli Svía og hefur hestamennska
verið stunduð þar frá tíð Gustav Vasa
sem lét m.a. byggja kastala sem er á
staðnum. Í skólanum er hægt að læra
allt frá grunni hestamennskunnar til
háskólastigs og þar á meðal er Ís-
landshestamennskan einn möguleiki í
námsvali. Einnig er þar starfræktur
dýraspítali sem er sá stærsti og full-
komnasti í Evrópu.
Landslið Íslands í hestaíþróttum fyrir Norðurlandamótið
Sautján manna lið mun
keppa á mótinu í Svíþjóð
FASTEIGNIR
mbl.is