Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 37
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 37 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. Hb1 O-O 9. Be2 cxd4 10. cxd4 Da5+ 11. Bd2 Dxa2 12. O-O Bg4 13. Bg5 h6 14. Be3 Rc6 15. d5 Hfd8 16. Hxb7 e6 17. Hc7 Bxf3 18. Bxf3 Re5 19. d6 Bf8 20. Bc5 Da5 21. Be2 Hac8 Þrætubókarafbrigði eru misjafnlega algeng í byrjunum en óhægt er að full- yrða að þau eru mörg í Grunfeldsvörn. Staðan kom upp úr þeirri byrjun á stórmeistaramótinu í Biel sem stendur enn yfir og sneri Frakkinn Etienne Bacrot (2712) nú laglega á Luke McShane (2643). 22. Da1! Svarta stað- an virðist afar erfið eftir þetta. 22...Dxa1 23. Hxa1 Hxc7 24. dxc7 Hc8 25. Bxf8 Kxf8 26. Hc1! Ke7 27. Ba6 Kd7 28. Hd1+ og svartur gafst upp enda að verða hróki undir. Opnunartími: Mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-13 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Enn meiri verðlækkun 50-70% afsáttur í dag Komdu og gerðu frábær kaup N ýkomið er út kynningarrit um embætti Ríkislögreglustjóra þar sem farið er yfir starfssvið og verkefni sem eru á höndum embættisins. Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn hafði yfirumsjón með útgáfu kynningarritsins. Ritið kemur einnig út á ensku, en það er hægt að nálgast á vef Rík- islögreglustjóra, www.rls.is. Hvers vegna var farið út í útgáfu á kynning- arriti um embætti Ríkislögreglustjóra? „Á þeim sjö árum sem liðin eru frá stofnun embættis ríkislögreglustjóra hefur embættið tek- ið miklum breytingum, ekki síst vegna nýrra við- fangsefna sem að mati löggjafans falla vel að starfsemi þess. Embættið hefur lagt áherslu á að auka aðgengi almennings að upplýsingum um lögregluna og m.a. í því skyni gefið út Ágrip af sögu lögreglunnar, sem einnig hefur verið gefið út á ensku. Í sama skyni var ákveðið að gefa nú út sérstakt kynningarrit um embættið enda mik- ilvægt að allur almenningur, sem og þeir sem starfa innan réttarvörslukerfisins, eða í tengslum við það, hafi góðan aðgang að upplýsingum um embættið og lögregluna almennt.“ Hvert er helsta umfjöllunarefni ritsins? „Í ritinu er fjallað um embættið, rekstur þess, hlutverk, áherslur, uppbyggingu og fleira og gef- ur ritið glögga yfirsýn yfir embættið og viðfangs- efni þess. Lögð var áhersla á að ritið væri að- gengilegt aflestrar og vel upplýsandi um málefnið, einnig fyrir þá sem ekki þekkja mikið til lögreglunnar. Í því má m.a. sjá að það sem sumir hafa kallað útþenslu embættisins eru við- fangsefni sem stjórnvöld hafa falið embættinu af hagkvæmnisástæðum og í samræmingarskyni og má þar nefna Sirene-skrifstofu vegna Schengen- samstarfsins og almannavarnir, auk færslu við- fangsefna frá lögreglustjóranum í Reykjavík til embættisins og stofnun umferðardeildar sem allt saman þjónar og styrkir lögregluliðin í landinu. Þarna hefur stundum gætt misskilnings í um- ræðunni.“ Hver er þá raunin í þeim málum? „Þar má til dæmis nefna að tilfærsla á við- fangsefnum og mannskap hefur ekki bara verið á einn veg en í byrjun þessa árs voru tilteknir þættir tæknirannsókna færðir frá embætti rík- islögreglustjóra til lögreglustjórans í Reykjavík og jafnframt á að auka innra eftirlit með fram- kvæmd tæknirannsókna í landinu. Markmiðið með öllum þessum tilfærslum og breytingum er fyrst og fremst að auka gæði og þjónustu lög- reglunnar í landinu, til hagsbóta fyrir almenning. Með útgáfu kynningarritsins er m.a. reynt að varpa heildstæðri sýn á embætti ríkislög- reglustjóra og fyrir hvað það stendur.“ Lögreglumál | Kynningarrit um embætti Ríkislögreglustjóra Markmiðið að bæta þjónustu  Guðmundur Guð- jónsson yfirlög- regluþjónn fæddist 26.10. 1947 í Reykja- vík. Hann lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði árið 1968 og útskrifaðist frá Lögregluskóla rík- isins árið 1975. Guð- mundur lauk námi fyrir yfirmenn lögreglu frá lögregluháskóla bandarísku alríkislögregl- unnar árið 1993 og námi í árangursstjórnun „Effective Personal Productivity“ frá Lead- ership Management International í Waco í Texas árið 2003. Guðmundur skrifaði einnig bókina Lögreglan á Íslandi, Stéttartal og saga ásamt Þorsteini Jónssyni, árið 1997. Leitar að ættingjum sínum LANGAFI minn hét Peter Gentoft Andreasen, fæddur 30. nóvember 1880 í Noregi og kom frá Noregi til Mjóafjarðar 1905. Hann giftist Þór- stínu Árnadóttur. Ég hef undanfarið leitað að ættingjum mínum frá Nor- egi án árangurs. Þeir sem geta gefið mér upplýsingar, þ.e. hvaðan frá Noregi hann kom o.s.frv., eru vin- samlegast beðnir að hafa samband í síma 553 8780 eða 848 0142. Jóna Sigurbjörg Sigurðardóttir. Kæru kartöflubændur ÉG HEF hlakkað til á hverju hausti (sumri) að borða nýuppteknar kart- öflur og fundist fátt betra, en ekki lengur. Mér finnst ykkur vanta allan metnað! Ég er núna með eins kílós- poka af Gullauga (mitt uppáhald): Þær eru rennblautar í pokanum, 3. til 5. hver kartafla er með stungusár og brúna bletti, sem margir eru með mygluskán. Þegar ég læt þær í pott- inn stendur eftir stór hrúga af af- skurði. Mér finnst ég vera svikin. Þessi poki minn er merktur Horna- fjarðarkartöflur og bæjarnafnið fylgir. Kartöflunum er pakkað í gul- an plastpoka, svo ástand þeirra sést ekki. Ef fleiri húsmæður hafa sömu sögu að segja, sem ég efast ekki um, þá látið heyra frá ykkur! Virðingarfyllst, Ásgerður Björnsdóttir. Strætisvagnakerfið STRÆTISVAGNARNIR hætta í haust að keyra um hálfan bæinn. Þetta er ekki góð þróun en þeir ætla að sleppa mörgum götum í Hlíða- hverfi og víðar. Það á að fara hrað- ferð um bæinn og þeir sem ekki eiga þess kost að komast á tveimur jafn- fljótum munu eiga í erfiðleikum vegna samgangna. Fólk áttar sig ekki á því hversu mikið verður dreg- ið úr þjónustu. Gamalt fólk getur ekki skriðið á milli stoppistöðva á veturna. Það verður að gera eitthvað alvarlegt í þessum málum. Það er verið að draga mikið úr þjónustu í Reykjavík. Fólk þarf að geta komist á milli. Jónína Helgadóttir, Álfheimum 28, 568 1911. Kettlingur fannst í Frostaskjóli EINAR hringdi og sagði frá kett- lingi sem slæddist inn hjá honum og var leyft að gista. Hann er um 4–5 mánaða gamall, hvítur og grár með bröndótt skott. Ber rauða ól en ekki aðrar merkingar. Kettlingurinn er blíður og góður. Trúlega vill hann komast heim til sín greyið. Einar, Frostaskjóli 59, s. 587 0754 eða 867 0686. Mýsli er týndur MÝSLI er heimilisköttur óvanur útiveru. Gengur með hálsól með símanúmeri 588 5883. Týndist frá Seljalandi í Fossvogi en á heima í Dalalandi. Finnandi vinsamlegast láti vita í ofangreindan síma eða 588 9094. Hvítur gári fannst HVÍTUR gári fannst á bílastæði við Bólstaðarhlíð 42–6 hinn 24. júlí. Er geymdur í Dýraríkinu. Upplýsingar í s. 845-7049/845-7017. Páfagaukur flaug á brott PÁFAGAUKUR flaug út um glugga í Strandaseli. Grænn að lit, ekki mjög gæfur. Þeir sem hafa orðið varir við fuglinn hafi vinsaml. sam- band við Ingveldi í síma 861 3243. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HÓPUR Vestur-Íslendinga frá Spanish Fork í Utah kemur hing- að til lands í dag. Þeir munu dvelja á Íslandi í tíu daga og fara í skoðunarferðir um landið. Lil Johnson Shepherd, fararstjóri hópsins, segir hápunkt ferð- arinnar ávallt vera þegar fólkinu gefst kostur á að hitta ættmenni sín hér á landi. Þetta er fimmti hópurinn sem hingað kemur í þessum tilgangi frá árinu 1996. Nærri 400 Íslendingar yfirgáfu heimaland sitt snemma á áratug- unum 1850 til 1890 í þeim tilgangi að iðka trú sína og veita börnum sínum tækifæri til betra lífs. Flestir þeirra sem fóru héðan settust að í Utah. George Everett Bearnson, er einn af hópnum og barnabarn Samúels Bjarnasonar, en sá var fyrstur til að fara frá Íslandi til Spanish Fork, Utah. George Ever- ett Bearnson er 90 ára, en við góða heilsu og hefur mikinn áhuga á að hitta ættmenni sín hér. Á næsta ári, 2005, verða 150 ár liðin frá því að Íslendingarnir yf- irgáfu heimaland sitt og ástvini. Sumir þeirra hafa snúið aftur og halda sambandi við ættmenni sín hér, en frá öðrum hefur ekkert spurst, segir í tilkynningu. Hluti hópsins er að koma til landsins í fyrsta sinn og ber þá von í brjósti að finna ættmenni hér á landi. Ef einhverjir kynnu að kannast við nöfn þeirra, er hægt að ná sambandi við þá á Grand hóteli í Reykjavík í dag, föstudag og miðvikudaginn 3. ágúst, svo og á hótel Hjarðarbóli á Selfossi, milli 4. og 7. ágúst. Þeir sem koma í fyrsta sinn eru: Valynn A. Jorgensen, netfang: philynn@charter.net, George Everett Bearnson, sími: 801-484- 6328, Allen F. Johnson, sími: 702- 876-9369, Bonnie Tess Bowen, sími 801-798-7439. Sandra P. Bristow, sími: 801-465-4016 og netfang: knittyknot@msn.com og Carl Johnson, sími: 307-789-9436 og netfang: cjohnson@vcn.com. Vestur-Íslendingar frá Utah leita ættmenna sinna FJÖLMENNUR hópur innan Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, lagði leið sína að Hellis- hólum í Fljótshlíð helgina 23.-25.júlí á árlega sumarhátíð félagsins. Að venju var margt sér til gamans gert en óhætt er að segja að söngflokk- urinn NYLON og Birta og Bárður hafi gert mesta lukku nú þegar þau skemmtu gestum hátíðarinnar. Auk þess að hlýða á þau skemmtu móts- gestir sér saman í góðu veðri, fóru í útsýnisflug, hestaferðir, golf, veiði, haldnar voru grillveislur og kvöld- vaka og kveiktur var varðeldur. Einn af hápunktum sumarhátíðar SKB er þó jafnan sælgætisregnið, en þá er sælgæti dreift yfir mótssvæðið úr lít- illi flugvél og börnin tína það upp og borða. Ánægjan skein úr hverju and- liti þegar haldið var heim á leið eftir velheppnaða sumarhátíð. Sumarhátíð SKB Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.