Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 39
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 39 FJÖRUTÍU félagar í jap- anska myndlistarfélaginu CAF sýna nú verk sín í Hafnarborg í Hafnarfirði en samstarf hefur verið á milli CAF og íslenskra lista- manna síðan 1995. Á sýningunni eru nær Það sem kannski einkenn- ir öðru fremur list jap- anskra listamanna sem náð hafa alþjóðlegri viðurkenn- ingu á seinni árum er úr- vinnsla á japanskri teikni- myndamenningu og unglingamenningu, sem teygir sig í gegnum allt samfélagið. Á þessari sýn- ingu eru engin þannig dæmi, meira er um hefð- bundin minni úr japanskri abstrakthefð, grafíkhefð og jafnvel keramikhefð. Jap- anskir samtímalistamenn eru almennt áberandi mikið undir áhrifum af náttúrunni, og eiga þar margt sameig- inlegt með íslenskum koll- egum. Einstaka listamaður á sýningunni í Hafnarborg víkur frá hinum dæmigerðu japönsku minnum. Tada Yoko vísar í bandaríska popplist, og Uedo Yasuko færir sýningunni brodd með verkinu No More Bombing, þar sem hann gerir lista yf- ir mörg helstu hryðjuverk og styrjaldir síðustu 50 ár, allt frá kjarnorkusprengju- árásunum á Hiroshima og Nagasaki í Japan, fram að stríðinu í Írak og hryðju- verkunum í Madríd 11. mars síðastliðinn. Á neðri hæð hafa tvær ungar listakonur, Nanako Ikeda og Yukikio Ohashi, komið sér fyrir með verk sitt „In through the tubes“. Þarna er unnið með nátt- úrustemningar, og efnið er marmari, hljóð og mynd- band. Dæmigert „nútíma- listaverk“ og virkar ágæt- lega sem slíkt. Á sýningunni kemur ekk- ert á óvart. Það jákvæðasta við framkvæmdina er hin sterku tengsl sem þarna hafa myndast á milli Japans og Íslands. eingöngu tvívíð verk á vegg, en á neðri hæð er innsetn- ing. Svona þjóðarsýningar eru sjaldnast mjög merkilegar í listrænu tilliti, enda er til- gangurinn í fæstum til- fellum sá að gefa út sam- ræmda listræna yfirlýsingu, heldur frekar að bregða upp svipmynd af landi og þjóð, sjá hvað fólk í öðrum lönd- um hefst að, eða þá að gefa listamönnunum tilefni til að fara til útlanda og hitta kollega sína. Morgunblaðið/Jim Smart „Light and shadow on the surface of time“ eftir Takagi Yasuo. MYNDLIST Hafnarborg Opið frá kl. 11–17 alla daga nema þriðjudaga. Til 2. ágúst. ÝMSIR LISTAMENN ÝMSIR MIÐLAR Fjórar í setti á aðeins 9.990,- Lækjargata 2a almennt grámóskulegt raddval organistans til að yppa lundinni. Leipzig- forleikjaskammtur Verkad- es, Nun danket alle Gott BWV 657 og Von Gott will ich nicht lassen BWV 658 slapp að vísu fyrir horn, en fjórradda snemmbarokk- verk Sweelincks frá 1612, Ut re mi fa sol, kom allt hið þunglamalegasta fyrir eyru, þrátt fyrir flugeldana í coda. Lokaverkið, 25 mín. löng „Symphonie – Choral d’orgue en six parties enchainées“ frá 1935 eftir arftaka Francks við Ste. Clotilde í París, spunameist- arann Charles Tournemire (d. 1939), var leikið á raf- traktúr neðri spilstæðunnar á kirkjugólfi. Í stuttu máli sagt minnist undirritaður ekki að hafa heyrt jafnleið- inlegt orgelverk, jafnvel að langdregnustu stykkjum nemanda hans Messiaens meðtöldum – þótt til sanns vegar megi færa að hafi verið ótrúlega framsækið fyrir sinn tíma. Það var út í gegn drekkhlaðið krassandi klasahljómum, meðan minna fór fyrir melódískum, hvað þá rytmískum frjóleika, og nánast gjörsneytt and- stæðuhvíldum. Sannkallaður grenjandi hausverkjavaki botnlausrar dulúðarvilpu án tiltakanlega hrífandi mús- íkinntaks. Hafi einstaka sérhæfður snillingur megnað að hleypa umræddri ófreskju á flug, þá var Gary Verkade ekki á meðal þeirra. arkvöld við orgelið bauð sl. sunnudag upp á bandarísk- an organista frá Chicago, Gary Verkade, er nú mun prófessor við sænska Tón- listarháskólann í Piteå. Fyrsta verk kvöldsins veitti ágæta viðmiðun, enda er Fantasía og fúga Bachs í g-moll BWV trúlega meðal 20 þekktustu sígildra org- elverka heims ef ekki færri. Fantasían, kaflaskipt að hætti norðurþýzka miðbar- okkskólans, var heldur lopp- in í túlkun og rann líkt og flest seinni verkin mikið til saman í heyrð Hallgríms- kirkju, sem virðist útheimta því meira loft á milli nótna sem þeim fjölgar á tímaein- ingu. Á þessu gætti Christi- an Schmitt sín mun betur nýverið en eldri bandaríski kollegi hans, og má furðu gegna hjá jafnreyndum manni. M.a.s. þótt léki uppi á orgellofti, þar sem sum regístur ku fyrst berast eyrum spilarans eftir hring- sól um kirkjuskipið. Verr fór þó um kaffi- vatns-fúguna kunnu, er tek- in var í hraðasta lagi og töluvert hraðar en spilarinn réð við þá stundina, enda klúðruðust þónokkrir staðir; fyrst við innkomu 1. kontra- punkts í pedal. Auk þess fór sumt hrapallega út úr „synki“ eins og sagt er, þ.e. stakar raddir hljómuðu ekki saman á réttum tíma. Vit- anlega varð því harla lítið úr danssveiflunni sem fylgja þarf téðri pólýfóníuperlu. Setti sá subbuskapur mann óneitanlega í kol- myrkvað óstuð, er náði aldr- ei að batna almennilega eft- ir það. Né heldur varðTÓNLEKARÖÐIN Sum- TÓNLIST Hallgrímskirkja Verk eftir J.S. Bach, Sweelinck og Tournemire. Gary Verkade org- el. Sunnudaginn 25. júlí kl. 20. ORGELTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Þóroddur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.