Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 20
MINNSTAÐUR 20 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstaðir | Á Útnyrðingsstöðum, rétt fyrir innan Egilsstaði, reka þau Stefán Sveinsson bóndi og Ragnheiður Samúelsdóttir tamningamaður víðtæka hestaþjón- ustu. Það eru ekki margir sem hafa hestamennsku sem aðalatvinnu, en þeim hefur tekist að gera út frá staðnum um hríð og þjónusta á margan hátt áhugafólk um hesta- mennsku. Frá því 1989 hafa þau ræktað hesta undir slagorðinu gæði framar magni. Þau hafa ræktað hesta og lagt áherslu á litbrigði og gæði frá því þau hófu ræktunina. Þau hafa einnig boðið upp á námskeið, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, og þegar blaðamann bar að garði var að ljúka námskeiði fyrir börn, ásamt með því að þýskur hópur kom ríðandi í hlað. Börnin voru ánægð og sýndu vel hvernig Ragnheiður hagar kennslu sinni. Hún segist gera miklar kröf- ur til barnanna og að þau fái frá fyrstu stund að kynnast öllum hlið- um hestamennskunnar, leggja á og sinna hrossunum á alla lund frá því lagt er af stað og þar til heim er komið. Börnin sýndu skemmtilega takta, riðu berbakt og stóðu upp- rétt á hestunum um stund, sátu á hækjum sér í hnakknum og voru hin kátlegustu. Hestaferðir á vísnaslóðir Þau Ragga og Stefán bjóða upp á ýmislegt. Á veturna bjóða þau upp á tamningu og ýmsa þjónustu sem snertir hestamennsku. Á sumrin er meðal annars boðið upp á sjö til átta daga hestaferðir í Borgarfjörð og Loðmundarfjörð, á vísnaslóðir. Þar er gist í glæsilegri aðstöðu, nýjum kofum með alla að- stöðu. Ragnheiður segir að víða sé ónumið land í þessari þjónustu. Til dæmis væri hægt að búa til reið- stíga til Egilsstaða, eða víðar þann- ig að fólk geti kynnt sér á hestbaki þetta skóglendi og þá náttúru sem einkennir landið á Héraði. Hún segir einnig að það séu ekki bara erlendir ferðamenn sem hafi af því nautn að ríða um Hérað, heldur hafi Íslendingar einnig mikið gam- an af að upplifa náttúruna sem er stundum eins og handan seilingar. Þau Ragnheiður og Stefán eru með 70–80 hross sem vel er sinnt og af natni, meðal annars af þýsk- um dreng og danskri stúlku sem leiðsegja fólki og sinna hestunum. Mikið starf fer fram á Útnyrðings- stöðum, hestarækt, tamningar, skipulagðar ferðir um landið, bæði á rútum og á hestum. Matseldin er í höndum Stefáns sem er lærður kokkur. Knúsa hestana Það er auðséð á þeim sem koma ríðandi í hlað, að þeir eru ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá, hvort heldur sem um er að ræða börn á reiðnámskeiði eða þýska ferða- menn. Börnin teygja sig fram á hestinn sinn, faðma hann og knúsa áður en þau fá að renna stutta ber- baksferð og sinna síðan hestunum, kemba þá og kveðja á kurteislegan og kankvísan hátt. Þýsku ferða- mennirnir fá unga leiðsögumann- inn sinn til þess að taka af sér myndir, skælbrosandi og ánægðir, og fólk fer sælt heim til sín. Útreiðar: Bæði Íslendingar og útlendingar hafa nautn af því að ríða út og upplifa náttúruna á Héraði. Morgunblaðið/Sigurður Ingólfsson Fimi: Krakkana á reiðnámskeiðinu munar ekki um að standa á hestbaki á lítilli ferð. Kynna allar hliðar hestamennskunnar TENGLAR ..................................................... www.gaedingatours.is AUSTURLAND Skorradalur | Sunnudaginn 18. júlí s.l. fermdist Guðmundur Sverris- son í Fitjakirkju, en ekki hafði far- ið fram fermingarathöfn í kirkj- unni síðan á vordögum 1966. Athöfnin var hin hátíðlegasta, en sr. Helga Soffía Konráðsdóttir fermdi. Að lokinni athöfn í kirkjunni var eftirminnileg athöfn í kirkjugarð- inum, þegar hinir fjölmörgu kirkju- gestir slógu hring í kringum leiði Sverris Einarssonar, fyrrum rekt- ors Menntaskólans í Hamrahlíð, en hann var faðir fermingarbarnsins, og sungu sálm undir stjórn Sr. Helgu Soffíu og Huldu Guðmunds- dóttur, móður fermingardrengsins. Morgunblaðið/Davíð Pétursson 38 ár á milli ferminga í Fitjakirkju Skagafjörður | Rauði krossinn gekkst fyrir sumarbúðum á Löngu- mýri í Skagafirði fyrir fatlaða ein- staklinga og voru námskeið fyrir tvo hópa í sumar. Að venju var dagskrá- in mjög fjölbreytt og spennandi með mörgum ögrandi viðfangsefnum. Sem dæmi má nefna flúðasigling- ar á vegum Ævintýraferða, sjóferð með Eyjaskipum og fjallgöngu upp í Gvendarskál fyrir ofan Hóla í Hjaltadal. Báðir hóparnir fóru í fjall- göngu, og voru einstaklingar bornir upp í sérhönnuðum burðarstól sem smíðaður var á Ólafsfirði. Auk starfsfólks við búðirnar kemur Rauða kross fólk og aðrir sjálfboða- liðar til að aðstoða við fjallgönguna, ýmist við að halda undir stólinn eða bara til að slást í hópinn og vera þátttakendur í skemmtilegri fjall- göngu. Síðari ferðin var farin um síðustu helgi og tóku níu göngumenn og tíu aðstoðamenn þátt í ferðinni. Lífgar upp á tilveruna Eitt er víst að þeir sem í burðar- stólnum sitja eru bæði þakklátir og ánægðir með þetta framtak sem svo sannarlega lífgar upp á tilveruna og gefur þeim góðar og ógleymanlegar minningar. Undanfarin sumur hefur fjallganga með fatlaða verið árviss viðburður og hefur meðal annars bæði verið gengið á Mælifellshnjúk, eitt hæsta fjall Skagafjarðar og Tindastól. Þær sem fóru upp í burðarstóln- um að þessu sinni voru Kristbjörg Jóhannesdóttir frá Akureyri og Anna Kristín Jensdóttir frá Sel- tjarnarnesi. Einnig má geta þess að Jón Grétar Höskuldsson frá Reykja- vík og Guðmundur Friðrik Pálma- son úr Mosfellsbæ komust alla leið og nokkrir aðrir fóru næstum alla leið. Sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga Flúðasiglingar, sjóferð og fjallganga á dagskrá Morgunblaðið/Björn Björnsson Lagt á brattann: Karl Lúðvíksson (t.v.), Theódór Karlsson, Ivano Tasin frá Ítalíu og Joseph O. Ajayi frá Nígeríu hjálpa Kristbjörgu Jóhannesdóttur. LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.