Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 22. septemb- er. Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma ársins á þessum vin- sælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran að- búnað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.990 M.v. 2 í herbergi/stúdíó, 22. sept. 7 næt- ur. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 22. september frá kr. 19.990 Verð kr. 19.990 Flugsæti m.v. 2 fyrir 1. Netverð. BRYNJÓLFUR Bjarnason, for- stjóri Landssíma Íslands hf., segir Og Vodafone verðugan keppinaut, en Landssíminn standi keikur í þeirri samkeppni sem sé fram und- an. Brynjólfur segir Landssím- ann þá munu halda áfram að efla dreifikerfi ADSL á lands- byggðinni. Það sé hins vegar mjög dýrt að ná til allra netnotenda og taka þurfi mið af arðsemi í þeim efn- um. Brynjólfur spáir meiri samkeppni á fjarskiptamarkaði eftir kaup Norð- urljósa í Og Vodafone og segir sterka aðila komna að málum í félag- inu. „Samkeppnin er að aukast og línur hafa skerpst í þessum efnum. Fjölmiðlun og fjarskiptanet eru nú góður fjárfestingakostur, eins og við héldum fram fyrir rúmri viku síðan,“ segir Brynjólfur. „Og Vodafone er, og hefur verið, verðugur keppinautur. Sjálfur hef ég talið að fjarskiptanet Orkuveitu Reykjavíkur hafi ekki verið uppi á yfirborðinu. Við rekum mál fyrir Samkeppnisstofnun og höfum beðið hana um að fjarskiptanet OR verði aðskilið í bókhaldi. Ég tel að miðað við yfirlýsingu forstjóra OR og Og Vodafone, þar sem lýst var að fjar- skiptanet OR verði heildsala, þá verði samkeppnin í framtíðinni gegnsærri. Við kaup Norðurljósa á ríflega þriðjungshlut í Og Vodafone fyrir 5,1 milljarð, sem gerir það að verkum að félagið er væntanlega um 15 milljarða króna virði, þá hefur öfl- ugur aðili komið til samstarfs við fjarskiptafyrirtækið. Við erum keik og tökum samkeppninni. Við þessi kaup verður líklega létt meiri hömlum af okkur. Við höfum setið undir töluverðu eftirliti, bæði af hálfu Samkeppnisstofnunar og Póst- og fjarskiptastofnunar.“ Mjög dýrt að tengja þau 8% sem eftir eru Landssíminn nær nú til 92% þjóð- arinnar með ADSL-háhraðateng- ingu, og eru allir þéttbýlisstaðir landsins með yfir 500 íbúa komnir með ADSL. Brynjólfur segir feiki- dýrt að tengja þau 8% sem eftir eru, eða jafnvel álíka dýrt og það kostaði að koma tengingu til þeirra sem þeg- ar hafa fengið ADSL. Hann segir stöðuna svipaða með GSM-dreifi- kerfið, sem næst í öllum þéttbýlis- kjörnum landsins en rofni á 19 stöð- um á þjóðvegi 1. „Á þessum stöðum er ekki arðbært að setja upp senda, en hins vegar hefur Vegagerðin til skoðunar, að hvatningu samgöngu- ráðuneytisins, að gera þjóðveg 1 að öruggum stað þar sem alls staðar má ná GSM-sambandi. Á það verði litið sem þjónustu við vegakerfið. Vega- gerðin gæti þá sett upp senda, boðið út reksturinn og Síminn eða Og Vodafone annast reksturinn. Þetta er ein aðferð, sem yrði að tilhlutan stjórnvalda, en það er að mínu mati ekki hægt að leggja það á hlutafélög að sjá fyrir öryggismálum þjóðarinn- ar. Stjórnvöld eiga að gera það.“ Varðandi háhraðanetið liggur svo- kölluð alþjónustukvöð á Landssím- anum, sem felst í því að félagið á að koma 128 kílóbæta tengingum (ISDN-tengingum) á alla staði landsins og hefur félagið nú náð til 99,6% þeirra. „Þetta er sú kvöð sem Síminn hefur og hún hefur kostað hann mikið. Aðrar kvaðir eru ekki á okkur. Háhraðasambandið er vænt- anlega eitthvað sem allir vilja og það skil ég mjög vel, en það getur ekki verið á hendi Símans að sjá til þess. Það kostar ansi marga milljarða að halda áfram með kerfið.“ Hann segir Landssímann þó hafa verið að skoða málin á minni þétt- býlisstöðunum og viðræður hafi átt sér stað við Vík í Mýrdal og Búð- ardal varðandi ákveðna tilrauna- starfsemi í þessum efnum. „Erum keik og tökum samkeppninni“ Brynjólfur Bjarnason „ÉG BÝST við því að við munum leita eftir skýr- ingum á þessu frá sveitarfélaginu nú strax eftir helgina,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, starf- andi skipulagsstjóri, um framkvæmdir við und- irbúning sumarhúsabyggðar í landi Skálabrekku við Þingvallavatn. Hvorki liggur fyrir samþykkt deiluskipulag af svæðinu né framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu en landeigendur hafa samt sem áður ráðist í vega- gerð og framkvæmdir við lagningu vatns-, raf- magns- og símaleiðslna að fyrirhuguðum bústöð- um. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt deiliskipulagið en það hefur ekki verið kynnt eða auglýst og hefur því ekki verið endanlega sam- þykkt. Þótt óumdeilt sé að bygging sumarbústaðanna sé háð byggingarleyfi er vegagerð og lagning lína í jörð hins vegar á gráu svæði, að sögn Ásdísar, enda teljast slíkar framkvæmdir ekki beinlínis til húsbygginga þótt þær séu hluti af slíkum fram- kvæmdum. „Ef það er verið að leggja lagnir sem geta ekki haft neinn annan tilgang en að þjónusta sumarbú- staðalóðir þá er það ekki í samræmi við þá land- notkun sem þarna er í dag,“ segir Ásdís. Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum eiga sveitarfélög að bregðast við ef framkvæmdir í óleyfi eiga sér stað en bregðist þau ekki við á Skipulagsstofnun að koma að málinu. Ásdís segir að enn sé óljóst hvort og hvernig aðkoma stofn- unarinnar að málinu verði, enda eigi hún eftir að fá nánari skýringar á málavöxtum. Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri í Blá- skógabyggð, segir að sveitarfélagið hafi ekki tekið ákvörðun um að stöðva framkvæmdir á landinu, þótt deiliskipulag á svæðinu hafi ekki verið að fullu frágengið. Guðmundur Hólmsteinsson er einn fjögurra eigenda fasteignafélagsins Skálabrekku, sem á landið í þar sem fyrirhugað er að reisa sumarbú- staðina. Guðmundur segist hafa fullan rétt á að leggja vegi og lagnir á landi sínu. Félagið keypti landið í júlí í fyrra og segir Guðmundur að þeir hafi fljótlega farið þess á leit við yfirvöld að svæð- ið yrði skipulagt að hluta. Hann hafi þá fengið þau svör að tillagan yrði tekin fyrir við afgreiðslu að- alskipulags sem átti að vera lokið um mitt ár 2004 en enn hafi ekkert gerst. „Við höfum sýnt mikið langlundargeð og hefð- um viljað vera byrjaðir að byggja,“ segir Guð- mundur. Skipulagsstofn- un mun leita skýringa hjá sveitarfélaginu Framkvæmdir við sumarhúsa- byggð hjá Þingvallavatni SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, Albert Eymundsson, bæj- arstjóri Sveitarfélagsins Horna- fjarðar, og Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, undirrit- uðu í Skaftafelli í gær viljayfirlýs- ingu um að fyrsti áfangi að stofn- un Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skafta- felli. Með þessari stækkun verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli 4.807 ferkílómetrar. Nær hann til svæðis sem nemur um 57% af Vatnajökli auk Lakagígasvæðis- ins. „Með þessu er stærsti þjóð- garðurinn í Evrópu að fæðast,“ sagði Siv í samtali við Morgun- blaðið, síðdegis í gær, en reglu- gerð um þjóðgarðinn tekur, að sögn Sivjar, gildi í byrjun nóvem- ber nk. Næstu skref felast m.a. í því að ráða tvo heilsárstarfsmenn við þjóðgarðinn. Annar þeirra á að hafa aðsetur á Kirkjubæjar- klaustri en hinn á Höfn í Horna- firði. Fyrir eru tveir fastir starfs- menn í þjóðgarðinum og er annar þeirra þjóðgarðsvörður. Auglýst verður eftir nýjum starfsmönnum á næstunni, að sögn Sivjar, en stefnt er að því að þeir taki til starfa á fyrri hluta næsta árs. Spurð segir Siv að auka þurfi fjárveitingar til þjóðgarðsins um fimmtán til tuttugu milljónir á ári vegna umræddrar stækkunar. Hún bendir þó á að skv. útreikn- ingum Rögnvalds Guðmundsson- ar gæti Vatnajökulsþjóðgarður skilað fjórum milljörðum í tekjur á ári vegna ferðamanna. Hún seg- ir að Vatnajökulsþjóðgarður hafi því ekki einungis náttúruverndar- gildi heldur einnig efnahagslegt gildi. Þjóðlendumál trufluðu Siv fór, í ræðu sem hún flutti í Skaftafelli í gær, yfir aðdraganda þess að ríkisstjórnin ákvað að opna fyrsta áfanga að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Minntist hún m.a. þingsályktunartillögu Hjörleifs Guttormssonar, þáver- andi þingmanns, um að umhverf- isráðherra kanni stofnun slíks þjóðgarðs, sem samþykkt var á Alþingi í mars 1999. Rúmu ári síð- ar samþykkti ríkisstjórnin, að til- lögu Sivjar, að stefna að því að stofna Vatnajökulsþjóðgarð sem tæki til jökulhettunnar á árinu 2002. Síðan þá hafi verið unnið að stofnun þjóðgarðsins. Nefndir voru skipaðar sem höfðu m.a. samráð við fulltrúa sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila. „Þjóðlendumál trufluðu mjög alla umræðu um Vatnajökuls- þjóðgarð,“ útskýrir Siv ennfrem- ur og var því ákveðið að skipta verkefninu í áfanga, þar sem ekki er búið að útkljá eignarhald m.a. á norðanverðum Vatnajökli. Stolt fyrir hönd allra „Mín framtíðarsýn er hins veg- ar sú,“ segir Siv, „að eftir nokkur ár verði stór þjóðgarður á Íslandi – með Vatnajökul í miðjunni – sem nái stranda á milli frá norðri til suðurs.“ Kveðst hún sannfærð um að slíkur þjóðgarður muni fara á heimsminjaskrá UNESCO. Siv bendir á að Vatnajökull og svæði hans sé einstakt svæði í veröldinni. „Þarna er um að ræða stærstu jökulhettu í Evrópu. Undir henni leynast plötuskil jarðar og heitur reitur. Þá er nátt- úra svæðisins áhrifamikil; víða stórskorin en líka mild og ljúf.“ Undirritun viljayfirlýsingar- innar í gær var eitt af síðustu embættisverkum Sivjar sem um- hverfisráðherra, en hún lætur af ráðherraembætti á miðvikudag. „Þetta er verk sem ég lagði mikla áherslu á að klára í minni ráð- herratíð.“ Segist hún stolt af því að hafa náð þessum áfanga. „Ég get verið mjög stolt fyrir hönd allra sem hafa komið að þessu máli og hafa lagt lóð sitt á vog- arskálarnar svo að þetta gæti orð- ið að veruleika.“ Leggur hún að síðustu áherslu á að verkefnið hafi verið unnið í samstarfi við sveit- arstjórnarmenn, ferðamálasam- tök, umhverfisverndarsamtök og aðra hagsmunaaðila. Viljayfirlýsing undirrituð um áfanga að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson Viljayfirlýsingin var undirrituð af þeim Alberti Eymundssyni bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra og Árna Jóni Elíassyni, oddvita Skaftárhrepps. Nær yfir Laka- gíga og 57% af jöklinum ÁRNI Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, segist ánægður með stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. „Við lýsum yfir mik- illi ánægju með þennan áfanga og sjáum í honum sóknarfæri,“ segir hann. „Við væntum þess að þetta efli þá ferðaþjónustu sem fyrir er.“ Árni segir að stækkunin hafi auk þess augljóst náttúruvernd- argildi fyrir svæðið. „Þá er ég sérstaklega að horfa til Laka- gíga,“ útskýrir hann. Sjáum í honum sóknarfæri ALBERT Eymundsson, bæjar- stjóri Sveitarfélagsins Horna- fjarðar, segist að sjálfsögðu fagna undirritun viljayfirlýs- ingar um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Albert leggur áherslu á að reglugerð, sem væntanleg er um þjóðgarðinn, verði samin með hagsmuni allra aðila í huga; hagsmunir þeirra sem eru í ferðaþjónustu verði til að mynda ekki fyrir borð bornir sem og hagsmunir þeirra íbúa sem hafi nýtt sér gæði svæð- anna.“ Hagsmuna allra verði gætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.