Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 24
Lítil börn í leik hjá þér með brosi þú þeim tekur strok á höfuð og klapp á kinn ást til þín þú vekur. (GB.) Nú þarf ég að kveðja elsku mömmu mína sem mér þykir svo vænt um, en ég ætla að gleðjast fyrir hennar hönd að hafa fengið hvíldina sem hún þráði og hafði haft orð á. Hún var orðin ósköp þreytt er hún leið hljóðlega inn í svefninn með fjölskylduna sína hjá sér þetta fagra haustkvöld, 4. sept- ember. Elsku mamma mín, hvíldu í friði. Þín dóttir Gunnhildur. Mig langar að minnast kærrar tengdamóður minnar í fáeinum orðum en hana hitti ég fyrst 16 ára gömul. Strax við fyrstu kynni fann ég hlýju hennar og umhyggju fyrir öllu og öllum og þannig hefur það ávallt verið. Hekla var eiginkona, móðir, amma, langamma og langa- langamma í orðsins fyllstu merk- ingu. Hún og Baldvin eignuðust átta börn svo að mörgu var að hyggja. Heimili þeirra var lengst af að Hólabraut 18 og á sama stað rak Baldvin þvottahús af miklum dugnaði í áratugi. Þegar aldur færðist yfir fluttu þau að Furu- lundi 15c. Þar undu þau hag sínum vel og áttu mörg góð ár. Hin síðustu ár hrakaði heilsu Heklu minnar, hún tapaði sjón og heyrn sem og aðrir kvillar gerðu vart við sig en aldrei kvartaði hún, vildi ávallt vita hvernig öðrum vegnaði og gladdist þegar vel gekk. Þá fylgdist hún vel með af- komendum sínum sem eru um 60 talsins. Blessunarlega hefur Baldvin tengdafaðir minn borið gæfu til að halda góðri heilsu og gat því haldið utan um og stutt Heklu sína á all- an hátt. Ég þakka Heklu fyrir yndisleg kynni og samfylgd. Blessuð sé minning góðrar konu. Vigdís. „Hún fór fyrir klukkutíma síð- an,“ voru orð mömmu þegar hún hringdi í mig á laugardagskvöld- inu. Þá hafði ég verið heima og beðið eftir þessu símtali því við vissum í hvað stefndi. Þú, amma mín, varst búin að vera veik um Minnstur hluti til daglegra þarfa var keyptur, hún bókstaflega gerði allt sjálf að mér fannst, ef hún var ekki við matseld og bakstur var hún að sauma á okkur föt og prjóna að ógleymdum stórþvottun- um og allri strauingunni en bók- staflega allt var straujað og þar komum við systkinin oft til sög- unnar. Tíu ára fór ég í sveit yfir sumartímann og lærði heilmikið á því og þegar heim var komið vildi ég nú sýna hvers megnug ég væri, bretti upp ermar og dreif mig í uppvaskið en var beðin að hætta, mamma vildi hafa sitt lag á þessu eins og hún orðaði það, ég sletti víst allt of mikið, það var sjálfsagt rétt hjá henni. Hún hafði sitt lag á öllu, gerði allt svo vel, lagði mikla natni í allt sem hún tók sér fyrir hendur. Það að stoppa í sokka og bæta buxur var svo haglega gert að það sást vart, slík var vand- virkni hennar. Eldhúsborðið okkar var mjög stórt, þar var hvert sæti skipað og glatt á hjalla, svo voru alltaf gestir úr sveitunum í kring í bæjarferð og þá þjöppuðum við okkur bara betur saman. Oft var setið lengi við borðið því maturinn hennar mömmu var svo góður og vel útilátinn. Fiskur og kjöt var að mestu frá pabba mínum komið, en pabbi minn Baldvin Ásgeirsson veiddi mikið á þessum árum, bæði til sjós og lands, og hefur það örugglega verið hin mesta búbót. Mamma starfaði í mörg ár með Kvenfélaginu Hlíf hér í bæ en Hlíf- arkonur héldu árlegan basar og merkjasöludag, fjáröflun fyrir barnaheimilið Pálmholt sem félagið starfrækti. Mamma naut sín vel þarna og fengum við krakkarnir að hjálpa til við eitt og annað þennan fyrsta sumardag ár hvert. Þegar um fór að hægjast á heim- ilinu fór mamma að vinna í þvotta- húsinu Mjallhvít sem þau hjónin stofnuðu 1960 og starfræktu í um 25 ár. Mamma vann þarna meira og minna þennan tíma, mér fannst hún samt alltaf vera heima og til staðar ef á þurfti að halda því inn- angengt var á milli vinnustaðarins og heimilisins. Á stundu sem þessari kemur svo ótal, ótal margt upp í hugann sem ekki verður komið að hér í fáum orðum, ég vil þó nefna hversu barnabörnin hennar hafa verið dugleg alla tíð að heimsækja hana og síðar með sín börn. Það veitti henni ætíð mikla ánægju og gleði að fá barnaskarann sinn í heim- sókn. ✝ Hekla Ásgríms-dóttir fæddist á Akureyri 25. mars 1919. Hún lést á lyfjadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri laugar- daginn 4. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Guð- mundsdóttir, f. í Litla-Garði í Grýtu- bakkahreppi 24. mars 1892, d. 12. desember 1978, og Ásgrímur Péturs- son yfirfiskmatsmaður á Norður- landi, f. á Grund í Svínavatns- hreppi í A-Hún. 16. feb. 1868, d. 22. des. 1930. Alsystkini Heklu eru Hilmir, f. 12. júlí 1920, Hugi, f. 25. des. 1922, d. 27. jan. 1997, Harpa Ásgrímsdóttir Árdal, f. 21. júní 1925, Hervör, f. 29. júní 1929, d. 29. okt. 1971, og Helena Ása María, f. 17. ág. 1931. Hálf- systir sammæðra er Steinunn Aðalsteinsdóttir, f. 17. maí 1935. Hálfbræður samfeðra eru Pétur Hafsteinn, f. 17. júní 1890, d. 19. des. 1950, Lúðvík Hjálmar, f. 29. jan. 1893, d. 20. júní 1970, Jakob Sigurjón, f. 16. des. 1900, d. 1910, og Guðmundur Marinó, f. 11. sept. 1907. Hekla giftist 1. okt. 1939 Bald- vini Leifi Ásgeirssyni fram- Ósk Einarsdóttir, þau eiga eitt barn, c) Úlfhildur, maki Arnar Sigmundsson, þau eiga þrjú börn og d) Snorri, unnusta Aðalheiður Rúnarsdóttir, þau eiga eitt barn. 4) Ásrún skrifstofumaður, var gift Gunnari Sigurðssyni, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: a) Örn, maki Helga Rún Guð- mundsdóttir, þau eiga tvö börn, og b) Ella María. 5) Vilhjálmur prentari, kvæntur Vigdísi Skarp- héðinsdóttur læknaritara, dætur þeirra eru Svava og Hekla, maki Hlynur Pétursson, þau eiga tvö börn. 6) Gunnhildur, var gift Þresti Guðjónssyni, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: a) Bergljót, maki Jón Ívar Rafns- son og eiga þau tvö börn, b) Ása Sigríður, á einn son með Sigurði Birki Sigurðssyni og c) Margrét Kristín, unnusti Jóhann Geir Heiðarsson. 7) Aðalbjörg, gift Björgvini Ingimar Friðrikssyni, börn þeirra: a) Elvar, á son með Kristínu Þóru Jónsdóttur, b) Eva, maki Andrés Þór Björns- son, þau eiga eitt barn og c) Óm- ar, var kvæntur Sigrúnu Ásdísi Sigurðardóttur, þau slitu sam- vistir, þau eiga tvö börn. 8) Stef- án Jóhann, kvæntur Árdísi Gunni Árnadóttur, synir þeirra eru Atli Steinn og Sigurður Árni. Stefán var áður kvæntur Erlu Stefánsdóttur, sonur þeirra er Baldvin. Auk húsmóðurstarfanna starf- aði Hekla með Kvenfélaginu Hlíf um margra ára skeið. Útför Heklu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. kvæmdastjóra, f. á Gautsstöðum á Sval- barðsströnd 23. sept. 1917. Foreldrar hans voru Sigrún Jó- hannsdóttir, f. 9. sept. 1874, d. 21. maí 1941, og Ásgeir Stef- ánsson, f. 6. maí 1868, d. 10. feb. 1964. Börn Heklu og Baldvins eru: 1) Ívar tæknifræðingur, kvæntur Evu Bald- vinsson frá Filipps- eyjum, synir þeirra eru Ásgeir Vincent og Ásgrímur Hervin. Ívar var áður kvæntur Jóhönnu Stein- dórsdóttur, börn þeirra eru: a) Ómar, maki Hildur Alma Björns- dóttir og eiga þau tvö börn, b) Baldvin Leifur, maki Steiney Kristín Ólafsdóttir og eiga þau fjögur börn og c) Hekla Björk. 2) Valur rafvirkjameistari, kvænt- ur Sigrúnu Bernharðsdóttur, börn þeirra eru: a) Bernharð, maki Elva María Káradóttir, þau eiga tvö börn, b) Hilmir, maki Gunnhildur Magnúsdóttir og eiga þau fimm börn og c) Vala. 3) Óttar rafvélavirki, var kvænt- ur Ragnheiði Sigfúsdóttur, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: a) Þórunn, maki Jón Sveinsson, þau eiga þrjú börn og eitt barna- barn, b) Sigfús Örn, maki Helga Elskuleg móðir mín, Hekla Ás- grímsdóttir, er látin 85 ára að aldri. Ég á svo yndislegar minningar um fallega, hjartahlýja og duglega mömmu. Hún var lýsandi dæmi sinnar kynslóðar sem húsmóðir með eiginmann og átta börn. nokkurn tíma og hrakaði fremur ört og ég hafði heimsótt þig, fyrst á sjúkrahúsið og svo á elliheimilið, þar sem þú bjóst til hins síðasta. Það er svo skrítið að þó að maður haldi að maður sé undir svona fréttir búinn þá koma þær alltaf eins og reiðarslag. Þú varst einstök kona og svo dugleg og góð við alla. Þú varst alltaf vel til höfð og lagðir mikið uppúr því að halda hárinu fínu og fara reglulega í lagningu. Við höfðum alltaf furðað okkur á því hvernig þú færir nú að því að halda í burtu gráu hárunum. Þú fæddir og ólst upp alls átta börn, varst ætíð heimavinnandi og sást vel um þig og þína meðan afi var til sjós eða fjalla að skaffa í pott- inn. Við barnabörnin vorum mikið heima hjá ykkur afa þegar þið bjugguð í Hóló og þar var alltaf líf og fjör. Við fengum líka að hjálpa til í Þvottahúsinu Mjallhvít og skemmtilegast þótti mér að strekkja dúka uppi með þér og hlusta á sögurnar þínar. Þú varst líka alltaf til í að spila við okkur og að leggja kapal var eitt af þínum áhugamálum. Þú passaðir mig mik- ið þegar ég var lítil og mamma og pabbi unnu úti, og ég fór þess vegna aldrei á leikskóla. Í dag er ég svo þakklát að hafa hlotið þessi forréttindi, í dag þegar tímarnir hafa breyst svo mikið. Ég var oft allan daginn í pössun hjá þér og fékk að hræra í pottunum og fara með þér í litlu kjörbúðina á horn- inu. Þegar heim kom um kvöldmat- arleytið skildu mamma og pabbi aldrei í því að ég borðaði aldrei matinn minn! Svo fór mamma nú að spyrja þig í dagslok hvort ég hafi borðað eitthvað mikið þar sem ég væri eitthvað treg að borða á kvöldin. Þá stóð ekki á svarinu: „Nei, nei, hún fékk ekki nema einn ópalpakka, eina síríuslengju, eitt lakkrísrör og og ..., meira var það ekki.“ Þarna höfðu foreldrar mínir fundið ástæðuna fyrir lystarleysi mínu! Seinna fluttuð þið afi svo upp í Furulundinn, þar sem þið komuð ykkur vel fyrir. Síðastliðin tíu ár, eða frá því ég flutti frá Ak- ureyri, hef ég ekki getað heimsótt ykkur kannski eins mikið og ég vildi sökum ferðalaga minna en naut þó og nýt enn hvers tækifæris sem gefst og finnst gott að koma og bara spjalla og drekka kaffi við eldhúsborðið. Og það er gott að vita af afa þar áfram, og geta kom- ið til hans og fengið sér einn „aum- ingja“ eins og hann kallar bjór í lítilli dós! Þið afi hefðuð átt 65 ára brúðkaupsafmæli í næsta mánuði og þykir mér það aðdáunarvert að geta notið og elskað sömu mann- eskjuna allt sitt líf, eitthvað sem flestir þrá og eitthvað sem ég finn að stefnir í hjá mér núna. Með þessum orðum kveð ég þig með söknuði, elsku amma mín, og þakka þér fyrir þann dýrmæta tíma sem við áttum saman, þú munt ætíð vera í hjartanu mínu og ég mun minnast þín sem bestu ömmu sem nokkur getur hugsað sér. Ég veit þú ert komin á góðan stað og ert í góðum höndum. Nú líður þér vel. Elsku afi, mamma mín, sem ég veit að á mjög erfitt núna, og allur stóri hópurinn sem þótti svo vænt um hana, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, við munum minnast Heklu okkar og sakna sárt. Þín dótturdóttir Eva. Mig langar að kveðja ömmu Heklu en hún var alltaf svo hlýleg og góð við alla. Þó að hún væri næstum blind undir það síðasta og gæti ekki séð mig þekkti hún mig alltaf á röddinni. Ég veit að ömmu líður vel núna og er laus við veik- indin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig, amma mín. Þín Svava. HEKLA ÁSGRÍMSDÓTTIR MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I  á Arnarnes Upplýsingar í síma 569 1376 RAÐAUGLÝSINGAR Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Spilamennska hjá bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélagi kvenna hefst mánudaginn 20. sept- ember. Að þessu sinni verður haust- dagskráin ákveðin öll fyrirfram og verður með svipuðu sniði og undan- farin ár. Spilastaður er húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, 3. hæð. Spilamennska hefst klukkan 19.30 á hverju kvöldi. 20. september Eins kvölds tvímenningur – verð- laun fyrir efsta sætið. 27. september – 11. október Þriggja kvölda hausttvímenning- ur, spilaform fer eftir mætingu. Góð keppni til að koma sér í spilaform. 18. október – 1. nóvember Þriggja kvöld Butler-tvímenning- ur. Spilamennsku háttað eins og ver- ið sé að spila sveitakeppni. Reiknað út í impum. 8. nóvember – 22. nóvember Þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Sívinsæl keppni sem mörgum finnst skemmtilegasta formið. Hjálpað til við myndun sveita. 29. nóvember – 13. desember Þriggja kvölda barómeter tví- menningur. Vinsælasta spilaformið á áraraðir. 13. desember Jólasveinatvímenningur. Sigur- vegarar taka með sér jólaglaðning. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Kópavogsbúar komnir í startholurnar Þá er komið að því að spila- mennska hefjist aftur hjá Brids- félagi Kópavogs eftir sumarhlé og víst að marga er farið að klæja í spilafingurna. Fimmtudaginn 16. september verður eins kvölds tví- menningur, en 23. sept. hefst fyrsta keppni vetrarstarfsins með þriggja kvölda hausttvímenningi. Spilað er í Hamraborg 11, 3. hæð, og hefst spilamennska kl. 19.30. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.