Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. R æða Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á sjávar- útvegsráðstefnunni á Akur- eyri í síðustu viku vakti meiri athygli en sumir áttu von á. Ræðan er á svipuðum nótum og fyrri ræður hans um Evrópumál og er í raun beint framhald af Berlínarræðunni svokölluðu. Stefna hans gagnvart Evr- ópusambandinu hefur alltaf verið skýr og staðföst. Í fyrsta lagi er ekkert úti- lokað varðandi það hvar hagsmunum Ís- lands er best borgið í Evrópumálum. Halda þurfi öllum möguleikum opnum. Ísland verði að skilgreina hagsmuni sína á hverjum tíma, og þekkja uppbyggingu Evrópusambandsins á öllum sviðum. Þetta hefur verið gert undir leiðsögn Halldórs sem utanríkisráðherra. Öfgalaus umræða um Evrópumál er því markmið í sjálfu sér. Ef aðstæður breytast í Evrópu þá verður Ísland að geta tekið með skömmum fyrirvara yf- irvegaða afstöðu um hvernig hagsmun- um þjóðarinnar er best varið. Við getum ekki treyst því að breytingar verði í Evrópu sem knýja á skjóta afstöðu okk- ar. Aldrei kemur hins vegar til greina við slíka hagsmunavörslu að Ísland afsali sér auðlind sinni. Í því ljósi ber einnig að skilja orð hans um nýlendustefnu. Ísland verður aldrei aftur nýlenda í Evrópu. Í þessu felast vissulega skilaboð til aðila sem sjá lítil vandkvæði á aðild Íslands eða Noregs að Evrópusambandinu. Hins vegar er þetta ekki áfellisdómur yfir Evrópusambandinu sem slíku. Evrópu- sambandið hefur stuðlað að friði og ör- yggi í Evrópu og er sá aðili, ásamt Bandaríkjunum, sem Ísland á mesta samleið með. Utanríkisráðherra hefur hins vegar aldrei útilokað aðild Íslands að Evrópu- sambandinu um alla framtíð ef mögulegt fremur á h lenskrar ú kost að tak því alltaf v að eina hu lands væri anþága frá slík leið er verk ESB einfaldlega sé Í þessu l dórs Ásgr sem trygg að ganga g ins á alþjó 2002, í svo in gæti hu væri að taka tillit til sérstakra aðstæðna Íslands. Ísland er svipaðri stöðu og Nor- egur, sem hefur tvisvar hafnað aðild, Grænland, sem gekk úr Evrópusam- bandinu, og Færeyjar, sem ekki vildu verða þátttakandi í ESB. Veiðimennska eða viðskipti Megininntak í ræðu Halldórs fékk minni hljómgrunn, en það varðaði áhrif kvótakerfis Íslendinga á afkomu grein- arinnar og samanburð við stöðuna innan ESB. Kvótakerfið hefði leitt til þess að þrátt fyrir aflabresti ríkti nú stöðugleiki í greininni. Ekki væri lengur gert út í því markmiði að ná sem mestum afla, þarfir markaðarins væru í fyrirrúmi. Markmiðið væri arðsemi en ekki aflatöl- ur. Íslensk útgerð lyti lögmálum við- skiptamarkaðarins en ekki veiðimanna- samfélagsins. Þetta væri meginmunur á okkar fyrirkomulagi og því sem notað væri innan ESB. Þess vegna væri af- koma íslensku útgerðarinnar mun betri en afkoman í ESB. Að öllu óbreyttu þýddi aðild að ESB án sérstakrar aðlög- unar fyrir Ísland afturhvarf til fortíðar með öllum þeim vandkvæðum sem út- gerðin glímdi við. Það hlýtur því að telj- ast fremur ólíklegt að sá sem öðrum Skýr málflutningur Eftir Björn Inga Hrafnsson ’Afstaða ríkistjórnar-innar er skýr – umræða um Evrópumál er á dag- skrá en aðild að Evrópu- sambandinu er það hins vegar ekki. Á þessu verð- ur engin breyting við stólaskiptin 15. sept- ember.‘ Halldór Ásg undur segir U m 80 þúsund bifreiðar fara nú hvern virkan dag um gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Gatnamótin eru þau fjöl- förnustu á landinu, sem enn eru ekki orðin mislæg, og njóta jafnframt þess vafasama heiðurs að vera hin slysamestu. Árlega slasast tugir manna í umferðarslysum á þessum gatnamótum. Þótt erfitt sé að meta mannslíf og líkamstjón til fjár er talið að samanlagður kostnaður einstaklinga, tryggingarfélaga og þjóðfélagsins vegna þessara gatnamóta nemi allt að 250 millj- ónum króna árlega. Síðustu daga hefur undirritaður fengið fjölmargar fyrirspurnir um málið frá borg- arbúum og verður hér leitast við að svara nokkrum þeirra. Af hverju svo mörg slys og miklar skemmdir? Skýringin er einföld. Gatnamótin eru „sprungin“. Þau anna engan veginn um- ferðinni, enda mætast þarna helstu um- ferðaræðar landsins, Miklabraut og Kringlumýrarbraut. Þegar slík gatnamót hætta að anna umferð, verða þau ekki ein- ungis ógreið; þau verða einnig hættuleg þar sem slysatíðnin rýkur upp. Af hverju fækkar slysum við mislæg gatnamót? Með slíkum gatnamótum er tiltölulega hröð umferð aðskilin þannig að umferð- aröryggi eykst til muna. Reynslan kennir okkur að með réttri hönnun fækkar slysum á fjölförnum gatnamótum yfirleitt um 50% eða meira við það eitt að þau eru gerð mis- læg. Eftir að gatnamót Miklubrautar og Skeiðarvogs voru gerð mislæg, fækkaði tjónum þar um meira en 92% og fleiri slík dæmi er hægt að nefna. Samkvæmt spá tryggingafélaganna munu vel hönnuð mis- læg gatnamót fækka tjónum á gatnamót- um Miklubrautar-Kringlumýrarbrautar um meira en 90%. Vinningslíkurnar gerast ekki betri. Var þá ekki hægt að gera ráðstafanir í tíma? Jú. Fyrstu hugmyndir um mislæg gatna- mót á þessum stað, birtust í aðalskipulagi Reykjavíkur 1964 og eru því orðnar 40 ára borgarfulltr fellt tillögur verði handa Loks, við en 2001, féllust taka það til gatnamót g stað en felld að slík fram Þrátt fyri arlausar úrb brautar og K verið unnið gamlar. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 1990, sem gert var undir stjórn sjálfstæð- ismanna, var gert ráð fyrir mislægum gatnamótum á þessum stað. Árið 1993 var hönnunarvinna vel á veg komin og borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir því að þessi gatnamót væru næsta stór- verkefni í umferðarmálum í Reykjavík. Af hverju eru þá ekki komin mislæg gatnamót? Þegar vinstri menn náðu völdum í borg- arstjórn árið 1994 kom fljótlega í ljós að þeir voru á móti mislægum gatnamótum á þessum hættulega stað. Andstaða borg- aryfirvalda var staðfest árið 1997 þegar borgarfulltrúar R-listans samþykktu nýtt aðalskipulag þar sem mislæg gatnamót á þessum stað voru felld út. Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna mótmæltu harðlega og bentu á að þessi gjörð R-listans væri ávís- un á stórfjölgun slysa og tjóna á gatnamót- unum auk þess sem hún myndi leiða til aukinna tafa í gatnakerfinu og meiri gegn- umaksturs um íbúahverfi í nágrenninu. Því miður hafa þessar hrakspár allar ræst. Hvað hefur gerst síðan? Þrátt fyrir stórvaxandi slysatíðni og eignatjón á umræddum gatnamótum hafa Ætlar R-listinn að te Eftir Kjartan Magnússon ’Borgabera nú á því að gatnam braut-K hefur ve Skyldi þ seinka framkvæ viðbóta Mót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru fjölförnu SKÝR SVÖR Davíð Oddsson, forsætisráð-herra og formaður Sjálf-stæðisflokksins, tók af skarið um pólitíska framtíð sína í samtali hér í blaðinu í gær. Í samtali við Egil Ólafsson, blaðamann Morgunblaðs- ins, var forsætisráðherra spurður, hvort hann hefði hugleitt að hætta afskiptum af stjórnmálum. Davíð Oddsson svaraði m.a. á þennan veg: „Síðan komu veikindin og þá hugs- aði ég með mér að það er bezt að halda bara sínu striki, sjá hverju fram vindur og taka til starfa. Ég vildi ekki láta atburði sem tengdust fjölmiðlafrumvarpinu né veikindin rugla mig í ríminu. En ef ég fæ ekki nægilega mikla krafta til að standa í mínu starfi þá er viðbúið að hætta því vegna þess, að maður hefur ekk- ert leyfi til að vera í starfi, sem mað- ur getur ekki sinnt vegna líkamlegra burða. Þá getur maður yfirvegað tekið ákvarðanir um framhald- ið … Ég er ekki alveg tilbúinn til að setjast í helgan stein.“ Í lok samtalsins spurði Egill Ólafsson, hvort Davíð hygðist leita eftir endurkjöri sem formaður Sjálf- stæðisflokksins á næsta landsfundi. Svarið var: „Landsfundur verður væntanlega haldinn í nóvember á næsta ári. Á þessari stundu geri ég ekki ráð fyrir öðru en að svo verði.“ Þetta eru skýr svör. Davíð Odds- son hefur gefið afdráttarlaust til kynna að nái hann fullri heilsu og starfsþreki eftir alvarleg veikindi frá því á miðju sumri muni hann halda sínu striki á vettvangi stjórnmál- anna. Þar með vita samstarfsmenn hans í Sjálfstæðisflokknum að hverju þeir ganga og pólitískir andstæðingar hans og flokks hans ekki síður. Þau stóru mál, sem krefjast úr- lausnar á næstu mánuðum, misser- um og árum, þ.á m. ný fjölmiðlalög- gjöf, löggjöf gegn hringamyndun og endurnýjun stjórnarskrár kalla á öfluga forystu. Þess vegna munu margir verða til þess að fagna þess- ari ákvörðun Davíðs Oddssonar. VELJUM FRÍVERZLUN Nú stendur yfir átakið „Veljum ís-lenzkt“ á vegum Samtaka iðn- aðarins, Bændasamtakanna og Al- þýðusambands Íslands. Átakið felst í hvatningu til neytenda um að velja íslenzka vöru fremur en erlenda. Kynningarherferðin hefur orðið tilefni nokkurra umræðna og m.a. verið gagnrýnt að þeir, sem að henni standa, horfi framhjá mikilvægi inn- flutnings og frjálsra viðskipta. Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, svaraði þessari gagnrýni hér í blaðinu sl. föstudag og sagði þar m.a.: „Við biðj- um almenning, fyrirtæki og stofnanir einfaldlega að hafa í huga að það skiptir máli hvort við veljum inn- lenda framleiðslu fram yfir innflutta, bæði fyrir atvinnustig í landinu og tekjur þjóðarbúsins. Sé varan eða þjónustan jafngóð og á samkeppn- ishæfu verði biðjum við fólk um að velja íslenskt fremur en innflutt. Verðmætasköpun í landinu er for- senda fyrir því að við getum haft tekjur.“ Í ljósi þess sem Sveinn segir um samkeppnishæft verð íslenzkrar vöru vekur það nokkra furðu að Sam- tök iðnaðarins sjái ástæðu til að hampa því í auglýsingum og greinum að tiltekin „innkaupakarfa“ með ís- lenzkum vörum sé ódýrari en karfa með sambærilegum erlendum vörum. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær njóta margar vör- urnar í íslenzku innkaupakörfunni tollverndar. Með öðrum orðum eru þær ekki samkeppnishæfar við er- lendu vörurnar nema af því að tollur er lagður á þær síðarnefndu. Þetta á sérstaklega við um vörur sem inni- halda landbúnaðarafurðir, t.d. kart- öflusnakk og franskar kartöflur, en þar ber innflutta varan 59–76% toll. Út af fyrir sig er ekki hægt að segja neitt við því að hagsmunasam- tök berjist fyrir sérhagsmunum sín- um og félagsmanna sinna. En það ber ekki að rugla þeim saman við þjóðarhag. Það er ekkert endilega gott fyrir hag Íslendinga að sem allra mest af neyzluvöru sé framleitt á Íslandi. Það er gott að hér verði til sem mest af vörum sem eru fram- leiddar með nægilega hagkvæmum hætti til að standast öðrum vörum snúning án tollverndar eða hafta, bæði hér á landi og sem útflutnings- vara á erlendum markaði. Ef það liggur í augum uppi að hagkvæmara er að framleiða vöruna í öðru landi er líka hagstæðara fyrir neytendur að hún sé keypt þaðan. Það er sömuleiðis misskilningur að það eigi með öllum ráðum að verja störf við einhverja tiltekna innlenda framleiðslu til að efla atvinnustig í landinu. Ef það er hagkvæmara fyrir íslenzk fyrirtæki að láta t.d. sauma föt eða saga timbur í Austur-Evrópu eða Asíu en hér á Íslandi er ósköp eðlilegt að fyrirtækin flytji viðkom- andi störf þangað. Þau verðmæti sem þannig sparast geta fyrirtækin notað til að nýta ný viðskiptatækifæri og skapa önnur og arðbærari störf hér innanlands. Það er ekki hagur ís- lenzkra launþega þegar til lengri tíma er litið að reynt sé að vernda óarðbær störf í t.d. framleiðsluiðnaði eða landbúnaði með tollum og höft- um, heldur að fjárfest sé í arðbærum störfum í greinum, sem standa sig í alþjóðlegri samkeppni. Alberto Alesina, forseti hagfræði- deildar Harvard-háskóla, bendir réttilega á það í viðtali á viðskipta- síðu Morgunblaðsins í dag að fyrir lítil ríki eins og Ísland skipti frjáls viðskipti sérstaklega miklu máli. Að búa við lokaðan markað sé hins vegar afskaplega kostnaðarsamt og aðeins á færi stærstu ríkja. Ef samtökunum sem standa að átakinu Veljum íslenzkt er alvara með að vilja efla þjóðarhag hljóta þau að berjast fyrir sem frjálsustum viðskiptum milli landa og að Íslend- ingar einbeiti sér að því að framleiða vörur sem standast alþjóðlega sam- keppni án ríkisstyrkja, tollverndar eða annarra hafta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.