Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 248. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tweed í tísku í vetur Tweed-efni eru notuð jafnt í föt sem fylgihluti | Daglegt líf Fasteignablaðið | Heimilislegar pöddur  Snúrurnar faldar  Gagnrýni á götunöfn  Verðlaunagarður í Hafnarfirði Íþróttir | Arnór í aðgerð vegna hjartagalla ÍBV bikarmeistari í fyrsta sinn TEKJUR sveitarfélaganna af fasteignaskött- um hafa aukist um tæpan þriðjung á tveimur árum frá 2001 til 2003. Útlit er fyrir að tekj- urnar aukist enn frekar í ár, þar sem skatt- urinn er hlutfall af fasteignamati á atvinnu- og íbúðarhúsnæði í landinu og það hækkaði um 10,6% að meðaltali um síðustu áramót. Tekjur af fasteignasköttum á síðasta ári voru tæpir 10,8 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitar- félaga og hækkuðu um 1.400 milljónir kr. frá árinu áður og um 2,6 milljarða króna frá árinu 2001 sem jafngildir 32,4% hækkun á þessu tímabili. Ástæða hækkunarinnar er stöðug hækkun á markaðsverði fasteigna síð- ustu árin, auk þess sem fasteignamat hækk- aði að meðaltali um 14% á árinu 2001 vegna endurmats sem þá fór fram. Við þá breytingu komu fram kröfur um að sveitarfélög breyttu álagningarprósentu sinni, þannig að breyt- ingin kæmi ekki niður á skattgreiðendum. Fasteignaskattar eru einungis hluti þeirra tekna sem sveitarfélögin hafa af fasteignum, þar sem auk fasteignaskatta eru einnig greidd önnur gjöld af þeim, eins og vatns- skattur, sorphirðugjald, holræsagjald og lóð- arleiga. Hærri álagning á atvinnuhúsnæði Fasteignaskattar eru bæði lagðir á at- vinnu- og íbúðarhúsnæði, en álagningin er mun hærri á atvinnuhúsnæðinu. Þannig eru tekjurnar 6,5 milljarðar af fasteignasköttum á atvinnuhúsnæði, en 4,3 milljarðar af álagn- ingu á íbúðarhúsnæði, þó að verðmæti at- vinnuhúsnæðisins í heild sé einungis þriðj- ungur af verðmæti íbúðarhúsnæðisins. Álagning fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði er frá því að vera 0,290% af fasteignamati lægst í það að vera 0,625% hæst. Í stóru sveitarfélögunum á suðvesturhorninu og á Akureyri er álagningin á bilinu 0,310% í Garðabæ upp í 0,360% af fasteignamati í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Algeng álagning á atvinnuhúsnæði er 1,650% af fasteignamati. Hún er lægst 1,120% af fasteignamati á Seltjarnarnesi og í Garðabæ þegar stóru sveitarfélögin á suð- vesturhorninu og á Akureyri eru skoðuð, en hæst í Hafnarfirði 1,680%. Þriðjungi meira greitt í fasteignaskatta en 2001 SIGURÐUR Helgi Guð- jónsson, formaður Húseig- endafélagsins, segir að fé- lagið hafi barist fyrir lækkun skatta á fasteignir. Enn frekari hækkana í þess- um efnum sé að vænta í nóv- ember næstkomandi þegar nýtt fasteignamat verði kynnt. „Við höfum alltaf haldið því fram að fasteignir væru ofskattaðar,“ segir Sigurður Helgi. Hann telur sjálfsagt að sveitarfélögin endur- skoði álagningu sína. Þau hafi þegið sjálfkrafa hækkanir, en svarið af sér alla ábyrgð þar sem hækkanirnar verði vegna hækkunar fast- eignamats. Stjórn Húseigendafélagsins muni láta í sér heyra vegna þessa. Fasteignir ofskattaðar JAMAÍKUMAÐUR við kirkju í höfuðborginni Kingston sem varð illa úti aðfaranótt laug- ardags þegar fellibylurinn Ívan fór þar hjá. Minnst 15 manns létu lífið á Jamaíka í óveðr- inu. Vindhraðinn hefur farið yfir 265 kíló- metra á klukkustund og jafnvel enn meira í einstökum hviðum sem rífa þá upp stór tré með rótum. Raflínur sviptast í sundur, vegir fjúka út í buskann og bátar þeytast á land en ölduhæðin hefur sums staðar verið á við þriggja hæða hús. Fjölmargir eru heim- ilislausir eftir yfirreið Ívans, sem fengið hefur viðurnefnið grimmi. Hann hefur farið eins og refsandi andi yfir Karíbahaf undanfarna daga og er talið að alls hafi yfir 60 manns farist af völdum hans. Nokkuð dró úr krafti óveðursins um hríð í gær en veðurfræðingar töldu að það myndi á ný færast í aukana þegar liði á nóttina. Cayman-eyjar urðu illa úti í gær og var búist við að næst myndi bylurinn herja á vestan- verða Kúbu en allt benti til þess að íbúar á Flórída gætu andað léttar þar sem bylurinn virtist fara að mestu fram hjá. Mikill viðbúnaður var á Kúbu og og um 800.000 manns voru flutt af mestu hættusvæð- unum. Fidel Castro Kúbuforseti sagði lands- menn reiðubúna að takast á við hamfarirnar sem búist var við en margir íbúanna sögðust vera óttaslegnir. Reuters Óttast yfirreið fellibylsins Ívans LÍKUR eru á því að stjórnarandstaðan í Danmörku hætti að greiða atkvæði með því að danskir hermenn taki þátt í friðargæslu í Írak, að sögn Berlingske Tidende og vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Mikill meirihluti þingmanna hefur stutt veru herliðsins, rúmlega 500 manna, sem hægristjórn And- ers Fogh Rasmussen forsætisráðherra sendi á sínum tíma til Íraks. Samsteypustjórn Venstre-flokks Rasm- ussen og Íhaldsflokksins hefur ekki þing- meirihluta en styðst við Danska þjóðar- flokkinn. Greidd verða atkvæði í desember á þinginu um framhald á veru liðsins. Niels Helveg Petersen, fyrrverandi leiðtogi Rót- tæka vinstriflokksins og árum saman utan- ríkisráðherra, sagði í gær að ef ástandið lagaðist ekki í Írak yrði að kalla liðið heim. Mogens Lykketoft, formaður jafnaðar- manna, er einnig reiðubúinn að íhuga málið. „Við erum á staðnum vegna þess að Sam- einuðu þjóðirnar hafa mælt með því og vegna þess að við viljum gjarnan leggja fram okkar skerf til þess að til valda komist lögmæt stjórn er njóti trausts í Írak,“ sagði Lykketoft. „En við sjáum nú að aldrei var gerð viðunandi áætlun um það hvernig skyldi tryggja friðinn þegar búið væri að vinna orrustuna og stríðið. Það getur því komið til þess að ekkert gagn verði að því að við séum áfram með herlið í landinu.“ Danskur her heim frá Írak? Reuters Danskur hermaður í Írak.  Mikið mannfall/13 Sigurður Helgi Guðjónsson KOMIÐ hefur í ljós að munur er á því hvernig vinstra og hægra eyrað vinna úr hljóðbylgjum. Hið fyrrnefnda er næmara fyrir tónlist en hitt fyrir tali, að sögn vísinda- manna við Kaliforníuhá- skóla í Los Angeles. Lengi hefur verið vitað að heilahvelin vinna á ólíkan hátt úr hljóð- bylgjum. Menn hafa talið að ástæðan væri að frumurnar í hvelunum eru ólíkar en eyrun virk- uðu hins vegar nákvæmlega eins. Nú var athyglinni beint að örlitlum mögnurum sem eru í hárfrumum í innra eyranu. Hárfrum- urnar taka við hljóðbylgjum og efla þær eða draga úr þeim eftir atvikum áður en þær eru sendar með taugafrumum til heilans. Tal örvaði frumurnar í hægra eyranu, tón- list frumur vinstra eyrans. „Við töldum því að engu skipti hvort eyr- að í manni væri lakara. Við sjáum nú að það getur skipt geysilega miklu máli fyrir þró- un tals og málþroska,“ segir Yvonne Sin- inger sem stýrði rannsókn er gerð var á heyrn 3.000 smábarna. Talið er að niður- stöðurnar geti komið að gagni við að ýta undir heyrnarþroska hjá börnum og þjálfun fólks með heyrnartjón. Vinstra eyrað söngelskara Washington. AFP. ♦♦♦ Fasteignir og íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.