Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 13 TALIÐ er að Bandaríkin og þrjú Evrópuríki, Bretland, Frakkland og Þýskaland, séu að ná samkomulagi um aðgerðir til að reyna að þvinga klerkastjórnina í Teheran til að stöðva meintar tilraunir hennar til að smíða kjarnorkuvopn. Mikilvægur fundur verður haldinn í stöðvum Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA, í Vín í dag og verður þar rætt um meint brot Írana á samningi sem bannar frekari útbreiðslu kjarna- vopna. Hugsanlegt er að Írönum verði settur frestur til að leggja af tilraunir sínar ekki síðar en í nóvember, ella verði málinu skotið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem gæti þá samþykkt refsiaðgerðir gegn Íran. Bandaríkjamenn hafa viljað ganga harðar að Írönum en Evrópumenn hafa léð máls á. John R. Bolton, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í Ísrael í gær að hann væri bjartsýnn á samkomulag. „Okk- ur hefur orðið ágengt. Við þurfum að halda áfram og ég tel það vera afar mikilvægt að við stöndum saman gegn kjarnavopnaáætlun Írana,“ sagði Bolton. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt að ekki hafi verið tekið fram í fyrri yf- irlýsingum IAEA um kjarnorkutil- raunir Írana hvað gert yrði ef þeir brytu reglur, að sögn AP-fréttastof- unnar. En nú er svo komið að þol- inmæði margra evrópskra ráða- manna virðist vera að bresta. Sjálfir segja Íranar að þeir ætli alls ekki að búa til kjarnorkuvopn. Allar tilraunir þeirra miði að því einu að framleiða raforku í kjarnorkuveri en þeir eru nú að reisa slíkt ver í Bush- ehr með aðstoð Rússa. Vilja Íranar að eigin sögn búa til auðgað úran til að nota sem eldsneyti í verinu. Talsmað- ur utanríkisráðuneytsins í Teheran, Hamid Reza Asefi, sagði í gær að sögn AFP-fréttastofunnar að Íranar væru reiðubúnir að tryggja að tæknin yrði eingöngu til friðsamlegra nota. „En sé málið að við megum ekki kom- ast yfir tækni til að nýta kjarnorku á friðsamlegan hátt er það of seint, við gerum það nú þegar,“ sagði Asefi. Talið víst að Íranar geti smíðað sprengju Heimildarmenn segja að Íranar reyni stöðugt að komast yfir búnað, þ.á m. efni í sérhannaðar skilvindur sem notaðar eru til að breyta úran- gasi, sem unnið er úr náttúrulegu úrani, í auðgað úran. Sérfræðingar benda á að hægt sé að breyta auðg- unarferlinu lítillega og verði þá nið- urstaðan úran sem hægt sé að nota í vopn. Sjálfir eiga Íranar gnægð af úran- námum en þurfa að klófesta sumt af tæknibúnaðinum og þekkingunni er- lendis. Er bent á að til sé alþjóðlegur svartur markaður sem höndli með þekkingu og búnað til að smíða kjarn- orkuvopn. Virðast Kínverjar, Rússar og fleiri þjóðir koma við sögu í þeim viðskiptum ekki síður en Pakistanar og N-Kóreumenn. En einnig freistast mörg vestræn fyrirtæki til að taka þátt í þeim, stundum með þöglu sam- þykki ríkisstjórna umræddra ríkja. Deildar meiningar hafa verið um það hvaða aðferðum skuli beita en mörgum stendur ógn af þeirri til- hugsun að ofstækisöfl í stjórn Írans komist yfir gereyðingarvopn. Jafnvel þeir sem vilja fara vel að Írönum og treysta þeim taka undir með þeim sem segja að traustar vísbendingar séu um að Íranar muni senn hafa getu til að smíða kjarnavopn. Íranar hófu að þreifa fyrir sér um kjarnorkutilraunir þegar á áttunda áratugnum í tíð keisarans og voru þær tilraunir hafnar á ný eftir fimm ára hlé 1984. Sérfræðingar álíta að til- raunir Írana séu nú svo langt komnar að þeir geti innan fárra ára smíðað allt að fimm frumstæðar kjarnorku- sprengjur. Hver þeirra geti haft fimmtungsafl á við sprengjuna sem grandaði Hiroshima 1945. Ekki skiptir síður máli að Íranar ráða nú yfir langdrægum eldflaugum af gerðinni Shahab-3 sem hægt er að skjóta á skotmörk í nær 1300 km fjar- lægð. Íranar gætu því, ef þeim tækist að búa til kjarnaodda á flaugarnar, hæft skotmörk í Ísrael með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Reuters Íranskar konur láta skrá sig til að taka þátt í að verja kjarnorkuverið í Bushehr. Hafin er herferð í landinu til að fá fólk til að gerast svonefndir „mannlegir skildir“ og fæla þannig erlend ríki frá því að gera loftárás á verið. Úrslitastund fyrir Írana? IAEA ræðir ólög- legar kjarnorku- tilraunir í dag MINNST fjórir féllu og um 50 særð- ust þegar efnt var til mótmæla í Her- at í Vestur-Afganistan í gær. Tilefnið var að Hamid Karzai, forseti lands- ins, vék héraðsstjóranum Ismael Khan úr embætti. Khan hvatti eftir átökin menn sína til stillingar. Múgurinn réðst á aðsetur fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í borginni og lenti í átökum við afganska stjórn- arhermenn og bandarískt herlið. Khan nýtur mikilla vinsælda og ræður yfir öflugu liði vopnaðra manna en hann hefur neitað að af- henda ríkisstjórninni í Kabúl tolla- tekjur. Átök í Herat-borg Herat. AFP, AP. GEYSIMIKIL sprenging varð í Norður-Kóreu á fimmtudag og stórir reykjarbólstrar sáust í gær stíga upp frá svæðinu sem er afskekkt og strjál- býlt. Getgátur voru um að sprenging- in tengdist misheppnaðri kjarnorku- tilraun en ekki hefur mælst aukin geislavirkni í nágrannaríkjum. Stjórn kommúnista hafði ekki enn tjáð sig um atburðinn síðdegis í gær. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ekkert benti til þess að um kjarnorkuspreng- ingu hefði verið að ræða. „En ná- kvæmlega hvað þetta var vitum við ekki,“ sagði hann. „Okkur skilst að svepplaga ský um 3,5–4 km í þvermál hafi sést eftir sprenginguna,“ hafði fréttastofan Yonhap í Suður-Kóreu eftir heimild- armanni í Seoul. Á fimmtudag var af- mælisdagur N-Kóreu en ríkið var stofnað 1948. Sérfræðingar veltu vöngum yfir því hvort gera hefði átt kjarnorkutilraun í tilefni dagsins en einn þeirra sagði að ómögulegt væri að gera slíka tilraun ofanjarðar í jafn- litlu landi án mannfalls. Líklegra væri að um væri að ræða slys. Sprenging í N-Kóreu Getgátur um kjarn- orku- tilraun Washington, Seoul, Peking. AFP, AP. VÍGAHÓPUR í tengslum við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda lýsti sig í gær ábyrgan fyrir röð árása á íraskar stjórnarbyggingar og bæki- stöðvar Bandaríkjamanna sem kost- uðu alls 44 lífið í Bagdad. Í óstað- festri yfirlýsingu á vefnum hrósaði hópur undir forystu Abu Musab al- Zarqawi sér af því að hafa nú frum- kvæðið í uppreisninni í Írak og geta „komið óvininum í opna skjöldu og ráðist á hernaðarlega mikilvægar stöðvar hans“. Bandaríkjamenn sögðu að sex hermenn þeirra hefðu særst í átök- unum. Vígamennirnir létu til skarar skríða í gærmorgun á „græna svæð- inu“ svonefnda í Bagdad, víggirtu hverfi þar sem írösk yfirvöld hafa að- setur, og við Abu Ghraib-fangelsið. Er þetta einhver harðasta árás sem uppreisnarmenn í landinu hafa gert. Að minnsta kosti 13 manns féllu og 55 særðust, sumir þegar bandarísk herþyrla skaut á hóp sem safnast hafði saman við brennandi bílflak. Meðal þeirra sem létu lífið var pal- estínskur fréttamaður sem vann m.a. fyrir sjónvarpsstöðina al-Arab- iya. Fylgdust skelfingu lostnir áhorf- endur með því er maðurinn, Mazen al-Tomaisi, var skotinn og hrópaði: „Ég er að deyja!“ Abu Musab al-Zarqawi er Jórdan- íumaður sem talinn er stjórna einum virkasta uppreisnarhópnum í Írak. Hann hefur lýst sig ábyrgan fyrir mörgum árásum á fjölþjóðaliðið í landinu og írösku bráðabirgða- stjórnina. Það var þessi hópur, Tawhid og Jihad (Einn Guð og heil- agt stríð), sem varð fyrstur til að af- höfða erlenda gísla sem teknir voru í Írak. Bandarísk stjórnvöld telja al- Zarqawi vera bandamann Osama bin Ladens, leiðtoga al-Qaeda, en segja hann þó stjórna sínum eigin hryðju- verkahópi. Reuters Bandarísk herþyrla flýgur yfir brunninn herbíl við Bagdad-flugvöll í gær. Mikið mann- fall í Bagdad Bagdad, Kaíró. AP, AFP. Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og þægilegt loftslag. Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina, gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2005 Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Brottför 4. febrúar: Verð kr. 142.300 á mann í tvíbýli. Brottför 18. mars: Verð kr. 151.800 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. 5.000 kr. afsláttur ef bókað og staðfest er fyrir 1. október. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.