Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna ErnaKristjánsdóttir fæddist í Bolungar- vík 10. júlí 1929. Hún lést á líknar- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss 31. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Kristín Guðjónsdótt- ir, f. 12. júní 1893, d. 24. desember 1942 og Kristján Hálfdán- arson, f. 29. október 1893, d. 14. október 1933. Systkini henn- ar eru Kristján Friðgeir, Daði Steinn og Einar, sem allir eru látnir og Jónatan, f. 1923, Guð- jón, f. 1925 og Sigurlína, f. 1927. Jóhanna giftist Ellerti Krist- jánssyni, f. 9 .12. 1930, d. 30.11. 1985. Foreldrar hans voru Jó- hanna Elínborg Sigurðardóttir, f. 1902, d. 1988 og Kristján B. Sigurðsson, f. 1903, d. 1936. Börn Jóhönnu og Ellerts eru: 1) Kristjana, f. 31. 12 1948. Maki I, Sigurður Vilberg Sigurjóns- son, þau skildu, synir þeirra eru Ellert, f. 1971 og Þór Snær, f. 1973. Maki II, Knútur Björnsson. 2) Gísli, f. 23.11 1949, maki Svan- hvít Guðrún Magn- úsdóttir börn þeirra eru Hildigunnur Erna, f. 1969, Elísa- bet Hrönn, f. 1974 og Heimir Bæring- ur, f. 1981. 3) Haf- steinn, f. 28. júlí 1951, maki Vilborg Elísdóttir, börn þeirra eru Elís Fannar, f. 1974, Hrannar, f. 1979 og Ellert Ingi, f. 1987. 4) Kristján, f. 29. október 1954. Dæt- ur hans eru Jó- hanna Erna, f. 1979 og Lydía Rut, f. 1995, og fósturbörn eru Karl Viðar Grétarsson, f. 1983 og Karen Grétarsdóttir, f. 1987. 5) Freyja, f. 3. 12. 1955, maki Frið- steinn Vigfússon, börn þeirra Jó- hann Örn, f. 1978 og Þórdís, f. 1981 6) Sigurlína, f. 16.11 1957, maki Þórður V. Viðarsson, börn þeirra eru Viðar, f. 1983, Elísa Hildur, f. 1986 og Arnar, f. 1993. 7) Ráðhildur, f. 9.10. 1961, d. 9.2. 2004. Jóhanna átti sex barnabarna- börn. Útför Jóhönnu fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu. Elskuleg móðir mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu móður minn- ar sem hefur verið mér hvað kær- ust. Kristjana Ellertsdóttir. Nú hefur kvatt þessa jarðvist tengdamóðir mín, Jóhanna Erna Kristjánsdóttir, eftir hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Kona sem ekki hafði alltaf haft byr í seglin á lífsleiðinni og frá unga aldri þurft að hafa mikið fyrir lífinu, þó svo ekki sé meira sagt. Fyrstu kynni mín af Jóhönnu og fjölskyldu hennar voru afskaplega góð og var mér vel tekið á fallegu heimili hennar á Móabarðinu í Hafnarfirði. En Jóhanna og Ellert tengdafaðir minn höfðu reist þar einbýlishús af miklum myndarskap undir stórfjölskyldu sína, en þau áttu sjö börn. Mér var fljótt ljóst að á heimili Jóhönnu fór engin meðal húsmóðir, þó þrjú af elstu börnun- um væru farin að heiman var dag- urinn fullskipaður frá klukkan sex á morgnana fram á kvöld. Mikill var gestagangurinn þrátt fyrir annríkið og setið var oft löngum stundum í góðu spjalli við hið fræga eldhús- hringborð. Oftar en ekki þegar maður gisti þar vaknaði maður á morgnana við kökuilm frá bakarofn- inum en hún tengdamóðir mín bak- aði bestu kökur í heimi. Enda var hún margoft beðin um að baka fyrir stórar veislur. Hún var mikil sauma- og hannyrðakona og saum- aði allt á börnin sín þegar þau voru ung. Hún var mjög vandvirk og var fljót að sjá ef fólk var í flík sem ekki var vel saumuð. Einnig var snyrti- mennskan henni í blóð borin. Þrátt fyrir að hafa nóg að gera við hús- mæðrastörfin vann hún einnig við skúringar alla virka daga því vinnu- semin var slík. En fjölskyldan átti einnig sínar frístundir og var þá ferðast um landið og var þá Jó- hanna í essinu sínu. Eitt sinn er við Freyja vorum að ferðast með henni um uppsveitir Árnessýslu og keyrð- um framhjá sveitabæjunun taldi hún upp öll bæjarnöfnin og nöfn ábúenda. Þennan fróðleik var hún búin að koma sér upp á fjölskyldu- ferðalögum sínum og var þetta okk- ur Freyju til mikillar ánægju. Jó- hanna var vel að sér í ættfræðinni og kom maður ekki að tómum kof- unum þar. Eins og áður segir hafði Jóhanna yndi af ferðalögum og fór utan eins oft oghún taldi sig geta. Oft komu hún og Ráðhildur til Eyja og gistu á heimili okkar Freyju í Eyjum. Jóhanna hefur þurft að sjá á eftir mörgum ástvinum sínum, foreldra missti hún ung, aðeins 12 ára göm- ul. Þremur bræðrum, manninum sínum Ellerti aðeins 55 ára og dótt- ur sinni Ráðhildi aðeins 42 ára sem lést fyrr á þessu ári eftir áratuga veikindi er mótaði mikið líf fjöl- skyldunnar í seinni tíð. Jóhanna var við hlið hennar allt hennar líf. Henni var svo mjög umhugað um fjöl- skyldu sína að hún talaði lítið um sín eigin veikindi sem síðar reynd- ust alvarlegri en hún taldi. Þrátt fyrir allt sem gekk á hafði hún ætíð nóg pláss í hjarta sínu fyrir barna- börnin og barnabarnabörnin. Kristjana, Gísli, Haddi, Kiddi, Freyja og Lína, og aðrir aðstand- endur, votta ég ykkur mína dýpstu samúð. Friðsteinn. Það var síðasta dag ágústmán- aðar að Jóhanna tengdamóðir mín kvaddi þessa jarðvist. Síðustu dagar höfðu verið sólríkir og haustið virtist vera víðs fjarri. En þennan dag gekk yfir mikið hvassviðri með rigningu. Ég fann að haustið var að knýja á, einnig hafði haustað í sál minni. Hugur minn var fullur af söknuði og tómleika. Það má segja að veðráttan þennan dag hafi verið táknræn fyrir þá hörðu baráttu, sem Jóhanna hafði háð við þann illvíga sjúkdóm sem krabba- meinið er. Þótt ljóst væri að við of- urefli væri að etja, þá barðist hún af fullri hörku fram á síðustu stundu. Ekki verður hægt að fylla það skarð sem Jóhanna skilur eftir sig og mikill er söknuðurinn hjá hennar stóru fjölskyldu, því hún var ekki bara mamma, amma og langamma, heldur einnig einlægur og hjálpfús vinur. Velferð fjölskyldunnar var henni alltaf efst í huga. Líf Jóhönnu var ekki alltaf dans á rósum og þurfti hún stöku sinnum, að sigla gegnum brimskafla. Á að- fangadag 1942 missir hún móður sína og er hún þá orðin foreldralaus aðeins 13 ára gömul, yngst af sjö systkinum. Föður sinn hafði hún misst níu árum áður. Foreldrar hennar bjuggu undir Traðarhyrnu í Bolungarvík, en faðir hennar stund- aði vélbátaútgerð þar, ásamt Einari Guðfinnssyni, en þeir voru bræðra- synir. Eftir lát móður hennar, tvístraðist systkinahópurinn. Þegar móðir hennar veikist, flyst Jóhanna til Kristjáns bróður síns og dvelst þar í eitt og hálft ár. Þaðan fer hún í vist til Ágústs föðurbróður síns, sem var bóndi á Eyri við Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi. Mun hún hafa þurft að vinna þar mikla og erfiða vinnu eins og tíðkaðist til sveita á þessum árum. Ári síðar flyst hún suður og kemst í vist hjá góðu fólki í Njarð- vík. Þar lærði hún góða umgengni og allt sem viðkemur húshaldi. Síð- an liggur leiðin til Hafnarfjarðar, þar sem hún dvaldi hjá Jónatani bróður sínum og fer að vinna á Jós- efsspítala til að byrja með. Nú verða þáttaskil í lífi hennar, þegar hún kynnist fyrstu ástinni sinni, Ellerti Kristjánssyni, en þau voru þá ung að árum, hann 16 ára en hún 17 ára. Ári síðar eignuðust þau sitt fyrsta barn, en börnin áttu eftir að verða sjö. Þau gengu í hjúskap 19. apríl 1953 og héldu ætíð heimili í Hafn- arfirði, lengst af á Móabarði 30b. Ellert byrjar til sjós 16 ára gam- all, þannig að Jóhanna var að mestu ein með börnin alveg fram yfir að hún átti sjöunda barnið. Ellert hættir ekki að fullu til sjós fyrr en 1965. Það hefur þurft mikla elju og skapfestu, til að ala upp þennan stóra barnahóp. Útsjónarsemi hennar hefur þarna nýst henni vel, og húshald var hennar sérgrein. Hún saumaði á börnin og það var hennar metnaður að hafa börnin snyrtilega klædd. Kökur, kleinur og pönnukökur voru bakaðar í stórum stíl. Mun hún ekki alltaf hafa haft undan, því metta þurfti marga maga. Á þessum árum sóttu krakk- ar úr hverfinu mikið inn á heimilið og hefur Jóhanna eflaust tekið þeim opnum örmum. Ég kynnist Ellerti og Jóhönnu fyrst árið 1982 þegar ég og næst- yngsta dóttir þeirra vorum að draga okkur saman og varð mér strax ljóst að þau voru bæði vandaðar manneskjur með ríka réttlætis- kennd. Fljótlega skapaðist vinátta milli mín og þeirra hjóna, sem aldrei JÓHANNA ERNA KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Halldór SigurðurHaraldsson fædd- ist í Neskaupstað 16. október 1921. Hann andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 7. septem- ber síðastliðinn. Halldór var sonur Haraldar Ólafssonar sjómanns, f. 14. júlí 1900, d. 1924 og Þór- unnar Elísabetar Stefánsdóttur, f. 9. febrúar 1901, d. 14. júlí 1967. Síðari mað- ur Þórunnar og fóst- urfaðir Halldórs, var Þorsteinn Júlíusson, f. 22. júní 1905, d. 25. desember 1993. Halldór á tvö hálf- systkini, þau eru: Ársæll Þor- steinsson, f. 3. júlí 1933 og Guðný Þorsteinsdóttir, f. 9. desember 1940 og eru þau bæði búsett í Reykjavík. Hinn 7. júní 1947 kvæntist Halldór Sól- veigu Helgu Björg- úlfsdóttur, f. 26. ágúst 1925. Foreldr- ar hennar voru Björgúlfur Gunn- laugsson, f. 29. nóv- ember 1895, d. 18. maí 1963 og Ólöf M. Guðmundsdóttir, f. 12. apríl 1897, d. 30. júlí 1986. Börn Hall- dórs og Sólveigar Helgu eru: Haraldur Þór, f. 21. maí 1948, Sigrún, f. 30. ágúst 1952, gift Ágústi Ármanni Þor- lákssyni og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn og Björgúlfur, f. 20. apríl 1956, kvæntur Höllu Hösk- uldsdóttur og eiga þau þrjú börn. Útför Halldórs fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, hann Halldór, dó eftir stutta sjúkralegu. Við nutum þeirra miklu forréttinda að fá að alast upp með honum og geta alltaf leitað til hans með hvaðeina sem okkur lá á hjarta. Alltaf tók hann móti okkur með brosi og það var sama hvað hann var að gera, ávallt gaf hann sér tíma fyrir okkur barnabörnin. Þá var sest niður og spjallað um skólann og fleira og mjög oft tekið í spil. Yfirleitt spil- uðum við ólsen ólsen sem hann kenndi okkur þegar við vorum lítil. Eftir að við eltumst var hann alltaf sértaklega áhugasamur um hvernig okkur systkinunum gekk í kærasta/ ustu málum og algeng spurning hjá afa þegar við komum í heimsókn var jæja ertu búin/n að trúlofa þig? Og fylgdi svo oft setningin, ég veit ekkert betra en að bjóða fallegum kven- manni upp í vangadans og svo horfði hann glottandi til ömmu. Hann var einn sá brosmildasti, ljúf- asti, rómantískasti og síðast en alls ekki síst ástfangnasti maður sem um getur. Oft kom hann ömmu okkar, Helgu, til að roðna með því að segja hve falleg eða glæsileg hún væri. Hann var meira að segja róman- tískur á dánarbeðinu. Það var búið að leggja afa inn á sjúkrahúsið, mikið lasinn og pabbi okkar fór í heimsókn til hans og spurði hvernig honum líði og afi svaraði að bragði: mér! mér líð- ur vel, ég er ennþá ástfanginn. Flestir í herberginu hlógu að þessu en afi horfði grafalvarlegur á þau og vissi ekkert af hverju þau voru að flissa þetta, hann meinti þetta sko 100 pró- sent. Það verður nú skrýtið að labba yfir ganginn í Starmýrinni og enginn brosandi afi sem tekur á móti okkur, en við vitum að þú ert á góðum stað, þar sem þú getur notið þess að spila billjarð og rifjað kannski upp gömlu góðu harmonikkutaktana. Við eigum eftir að sakna þín sárt elsku afi, kveðja barnabörnin hinum megin við ganginn. Halldór fæddist á Norðfirði 16. október 1921. Hann ólst upp hjá móður sinni Þór- unni Elísabetu (Þóru) en missti föður sinn af slysförum aðeins 10 mánaða. Halldór og Þóra bjuggu í Brennu þar til mikill eldsvoði varð og björg- uðust þau naumlega og var móður hans illa við timburhús upp frá því. Þóra kynntist Þorsteini Júlíussyni og felldu þau hugi saman. Þóra og Þorsteinn hófu búskap í Brekku og þá hafði Halldór eignast fósturföður. Árið 1933 fæðist þeim sonur, Hall- dór Ársæll, og 1940 dóttir, Guðný Stefanía. Halldór var góður og ljúfur bróðir sem vildi allt fyrir systkini sín gera, þegar Guðný átti afmæli hélt hann ball og lét börnin koma á dansskóm, enda sagði mamma alltaf; „Halldór er svo ljúfur.“ Þegar Halldór hafði aldur til fór hann til sjós og var við beitningar í landi á vetrarvertíðum og síðar einnig landformaður hjá ýmsum útgerðum bæði heima og á vertíðum. Halldór var góður harmonikkuleik- ari og glatt að hafa góða tónlist í ver- búðum þegar frí gafst. Hann spilaði í fjöldamörg ár á dansleikjum, og taldi það ekki eftir sér að spila til morguns. Halldór vann ýmis störf, rak fé- lagsheimilið Egilsbúð í 7 ár með Helgu konu sinni. Þangað komu margar hljómsveitir víðsvegar af landinu. Tókst góð vinátta hjá Hall- dóri með þessum mönnum enda Hall- dór vel liðinn m.a. var Ragnar Bjarnason góður vinur hans. Faðir okkar byggði fallegt steinhús fyrir ofan sundlaugina í Miðstræti. Halldór og Helga bjuggu á neðri hæð- inni með börnin sín þrjú Harald Þór, Sigrúnu og Björgúlf. Síðar í nýja íbúð í Starmýri 23, þar naut fjölskyldan sín vel, góðar svalir með fallegu útsýni yfir fjörðinn. Hall- dór naut þess að sitja úti á svölum enda kaffibrúnn öll sumur. Elsku bróðir, nú hefur Guð leyst þig frá veikindum þínum. Við vottum Helgu og fjölskyldunni allri samúð okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín systkini Ársæll og Guðný. Alveg frá því ég man eftir mér fyrst sem lítill drengur er Halldór alltaf í minningunni. Hann var giftur Helgu móðursystur minni. Þau bjuggu í næsta húsi og því samgangur mikill. Krakkarnir, Haraldur Þór, Sigrún og Björgúlfur, voru mér eins og systkin. Halldór var afskaplega skapgóður maður og jafnlyndur og ávallt stutt í hlátur og átti mjög auðvelt með sam- skipti við annað fólk. Þessi eiginleiki hans kom sér vel á þeim tímum sem hann vann sem verkstjóri, fyrst hjá Togaraútgerðinni og seinna á söltun- arstöð Drífu og ekki var verra að vera jafnlyndur þegar hann sá um rekstur Egilsbúðar. Hann var góður og vin- sæll stjórnandi. Hann var mjög mús- ikalskur og spilaði á harmonikku. Á sínum yngri árum spilaði hann á böll- um og sagði oft frá því þvílíkt puð það hefði verið, því oftar en ekki var spilað og dansað fram á rauðamorgun. Oft dró hann fram nikkuna og spilaði fyr- ir okkur krakkana. Halldór var af- skaplega barngóður maður og sóttu þau til hans. Í minningum mínum um Halldór kemur sterkt fram og má ekki gleyma að minnast á árin þegar hann vann í bíóinu. Hversu oft feng- um við strákarnir ekki að stinga okk- ur inn á myndir á sunnudögum klukk- an 5, en aldrei á bannaðar myndir, hann var mjög strangur með það. Eft- ir að ég flutti burt frá Norðfirði urðu tengsl mín við Halldór og Helgu minni en áður, en alltaf góð. Á meðan heilsa þeirra leyfði var aldrei við ann- að komandi en að ég og mitt fólk gist- um hjá þeim þegar við vorum á ferð- inni. Var oft þröngt en alltaf þessi tilfinning til staðar að vera velkomin og erum við hjónin afskaplega þakk- lát fyrir þær höfðinglegu móttökur og þá miklu gestrisni sem okkur var ávallt sýnd. Halldór veiktist fyrir nokkuð mörgum árum og var þá tekið úr honum annað nýrað en aldrei man ég eftir að hafa heyrt hann kvarta. Við þau veikindi minnkaði vinnuþrek- ið mikið en samt átti hann eftir nokk- uð mörg ár í vinnu, í hlutastarfi, og gaf það honum mikið að geta tekið þátt í því sem var að gerast og svo fé- lagsskapurinn en það var honum mik- ils virði. Núna á liðnu sumri var ég á Norðfirði og gisti þá um tíma hjá þeim hjónum. Náðum við Halldór mjög vel saman og spjölluðum um ýmis mál. Var áhugi hans á silungs- veiði mikill og stóð hann oft úti á svöl- um í Starmýrinni með kíki til að at- huga hvort einhverjir væru að veiða við Sandinn. Eru minningar sumars- ins mér kærkomnar. Þó svo að heilsu- fari Halldórs hefði hrakað mikið var alltaf þessi broshrukka í augnakrók- unum og örstutt í glensið. Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum hreinu, þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. (Óskar Ingimss.) Við Sigrún sendum Helgu, Halla, Sigrúnu, Bubba og fjölskyldum þeirra svo og öllum öðrum aðstand- endum samúðar- og saknaðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa þau og vernda. Sigrún og Úlfar. HALLDÓR SIGURÐUR HARALDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.