Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.10Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.20, 8 OG 10.40. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Lífið er bið Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . rs r l f s t ri t J s. Tom HanksT s Catherine Zeta Jonesi KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. Sló rækilega í gegn í USA Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 14 ára. Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er bið r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . s rs r l f s t ri t J s. FRAMHALD AF AMERÍSKUM BÍÓDÖGUM Ken Park Sýnd kl. 8 og 10. Before sunset Sýnd kl. 6 og 8. Coffe and Cigarettes Sýnd kl. 10.10. Super Size Me Sýnd kl. 6. Saved! Sýnd kl. 10.  S.V. Mbl.  ROGER ALBERT S.V. Mbl.  S.V. Mbl.  Ó.Ó.H. DV  H.I. Mbl.  Ó.Ó.H. DV  Ó.Ó.H. DV S.G. Mbl.  D.V . Ó.H.T. Rás 2  Kvikmyndir.com  Tom Hanks Catherine Zeta Jonest ri Z t J s HLJÓMSVEITIN Grafík hefur allt- af verið sveipuð hálf dulúðlegum ljóma í huga mínum. Uppeldisstöð tveggja af bestu poppsöngvurum landsins, þeirra Helga Björnssonar og Andreu Gylfadóttur, og nokkurs konar fæðingarstaður vandaðrar ís- lenskrar nýbylgjutónlistar upp úr öskustó Pönk-Fönixins. Þá má ekki gleyma stórkostlegum og einstökum trommustíl meistara Rafns heitins Jónssonar, sem var nokkurs konar vörumerki sveitarinnar ásamt gít- arsnilld Rúnars Þórissonar. Það var því af mikilli gleði sem ég tölti niður í gamla Austurbæjarbíó (sem á víst að heita Austurbær) og settist niður á hliðarvængjunum til að njóta tónleika í tilefni af tuttugu ára útgáfuafmæli plötunnar Get ég tekið cjéns, tímamótaverks í íslenskri popptónlist. Ég naut þeirra sjald- gæfu forréttinda að hafa dálítinn samanburð á tónleika sveitarinnar, þrátt fyrir að hún hafi verið hætt störfum áður en ég fór að komast á tónleika. Hljómsveitin hélt nefnilega tónleika fyrr í sumar í gamla Alþýðu- húsinu á Ísafirði, sem þóttu afar skemmtilegir og vel heppnaðir. En að tónleikunum. Hljómsveitin hóf leikinn á titillagi plötunnar, „Get ég tekið cjéns,“ sem ég því miður verð að viðurkenna að ég hef aldrei kunnað sérstaklega að meta. Kannski þarf maður að hlusta betur. Þó sló það mig strax hvað Egill Rafnsson er suddagóður trommari. Þetta er svona með afkvæmin, að þó þau séu ekki alveg eins og foreldr- arnir, þá er alveg augljóst hverra manna þau eru. Egill er rokkari af guðs náð, en um leið hefur hann tækni föður síns alveg á hreinu svo ekkert fer til spillis. Það eru líklega þessar frábæru trommupælingar sem leika stórt hlutverk í að gera tónlist Grafíkur svona skemmtilega og tryggja henni sess í íslenskri tónlistarsögu. Söngur þeirra Helga og Andreu hefur líka átt stóran hlut í varðveislu sveit- arinnar, þau eru bæði algerir snill- ingar, hafa ótrúlega orku á sviði og eru alltaf til í að leika sér við áhorf- endur eins og Helgi gerði með mikl- um glæsibrag auk þess sem hann gantaðist léttúðlega við fólkið. Innkoma Andreu Gylfadóttur, þar sem hún söng dúett með Helga og síðan lagið um „Prinsessuna“ og „Presley“, var líka frábær. Söngur hennar svíkur engan, enda er hún fremst meðal jafningja í íslenskri popptónlist. Gítarleikur Rúnars var líka afar góður og sérstakur, en mér finnst hann ekki hafa elst eins vel og aðrir hlutar tónlistarinnar. Kannski hefði Rúnar mátt gera aðeins meiri til- raunir með hljóðið, því fyrir ein- hverja undarlega dynti örlaganna virðist gítarhljóð níunda áratugarins ekki alveg virka. Engu að síður var tónninn ánægju- legur og kunnuglegur. Hljómborðs- leikur Hjartar Howser var einnig til prýði, en bakraddir hans minntu mig helst á hljómborðsleikara sveit- arinnar Spinal Tap sem enginn hafði sagt að væri ekki tengdur. Mér fannst ég sjaldan heyra í bak- röddunum hjá Hirti, en kannski er það frekar hljóðblöndunarmál en annað. Sérstakur gestur Grafíkur á tón- leikunum var, eins og á Ísafirði, Ragnar Zólberg, yngri sonur Rabba, sem hefur getið sér gott orð sem rokktónlistarmaður og þykir gera góða hluti. Hann hefur einstaka sviðsframkomu og ber af sér góðan þokka þrátt fyrir tætingslegt rokk- útlitið, efni í fyrirtaks rokkstjörnu. Ragnar átti prýðilegt innlegg í slag- arann „Sextán“ og í uppklappslagið „Húsið og ég“, sem fyrir löngu er orðinn ódauðlegur útileguslagari. Vissulega má svo ekki gleyma snillingnum Haraldi Þorsteinssyni, sem virðist hafa komið fram með öll- um hljómsveitum Íslands. Hann stóð sína plikt með prýði og virðist ekkert ómögulegt. Það er hrein unun að horfa á Harald leika á bassa, enda fá- ir bassaleikarar sem hafa eins mikla tilfinningu fyrir hljóðfærinu. Allt var eins og það átti að vera, samspilið með ágætum þrátt fyrir örfáa hnökra og ekki skemmdi fyrir frábær hljómur hússins. Austurbæj- arbíó er að mínu mati besti tónleika- salur Íslands fyrir miðstærð- artónleika og hlakka ég mjög til að sjá hina frábæru hljómsveit Blonde Redhead leika þar seinna í þessum mánuði. Ég satt að segja furða mig á þeirri þvermóðsku sem hefur ein- kennt umræðuna um þetta frábæra fjöllistahús og ég hlakka til að ein- hver fjársterkur aðili höggvi á hnút- inn og komi málefnum þess á hreint, bæði núverandi eigendum þess og listalífi Íslendinga til góða. Yfirhöfuð voru tónleikarnir prýði- legir, þó ekkert nýtt hefði beinlínis komið fram. Þeir stóðust fyllilega samanburð við tónleikana vestra. Ánægjuleg kvöldstund Morgunblaðið/Sverrir TÓNLIST Tónleikar – Austurbær Afmælistónleikar hljómsveitarinnar Grafík, 9. september 2004. Grafík  Svavar Knútur Kristinsson BERI kólombískar bókmenntir á góma sjá eflaust flestir fyrir sér höf- unda á við Gabriel Garcia Márquez, rithöfunda töfraraunsæisins. Tími þeirra er þó löngu liðinn og ungir rit- höfundar í Kólombíu eru löngu hættir að líta til Marquez og þorpsins hans Macondo – í stað Macondo kemur McOndo, samruni minna út fortíðinni og nú- tíma neysluhyggju. Ungir rithöfundar í Kólombíu búa í stórborgum, frum- skógi gerðum úr steypu og gleri, og villidýrin sem þeir forðast eru mannleg, fíkniefnabarónar, borg- arskæruliðar og ofbeldismenn sem hafa engu að tapa. Meðal þeirra höfunda sem vakið hafa einna mesta athygli í Kólombíu á síðustu árum er Jorge Franco, en bók hans, Rosario Tijeras, sem kom út á ensku í upphafi árs, varð met- sölubók í heimalandi hans. Bókin hefst þar sem stúlkan Ros- ario Tijeras er skotin af stuttu færi og sögumaður, Antonio, fer með hana á sjúkrahús og situr þar og bíð- ur þess sem verða vill. Á meðan hann bíður segir hann söguna af Rosario Tijeras, sem fékk nafn sitt af verk- færunum sem hún notaði til að hefna sín á manni sem réðst á hana þegar hún var á barnsaldri (Tijeras = skæri). Sagan gerist í Medellín, of- beldishöfuðborgar Norður- og Suð- ur-Ameríku, en þar falla um 4.000 manns fyrir morðingjahendi á ári hverju, um 180 morð á verða 100.000 íbúa. Í borginni sem lýst er í bókinni snýst allt um kókaín, pen- inga, byssur og meira kók- aín. Franco er að lýsa því fólki sem býr utan við lög og rétt, íbúum fátækra- hverfa þar sem lífið er svo tilbreytingasnautt og von- laust að freistandi er að lifa hátt þó ekki sé nema í smátíma áður en maður er veginn. Stíllinn á bókinni er ósamstæður, stundum snarpur og hrár en svo uppskrúf- aður, gefur reyndar ágæta mynd af sögumanninum Antonio sem á í sí- felldri togstreitu vegna ástar sinnar á Rosario, þegar upp er staðið sá sem elskaði hana mest án þess þó að hann hefði þorað að segja henni það, en smám saman kemur í ljós að hún elskaði hann líka og það mikið að hún vildi ekki verða ástkona hans. Mjög forvitnileg saga áhugaverðs höfundar og gefur ágæta nasasjón af því sem ungir rithöfundar eru að fást við í Suður-Ameríku í dag – byrjað á Franco og svo eru það Padilla, Fres- án, Rejtman, Bayly og Yeyha. Lífið í McOndo Rosario Tijeras eftir Jorge Franco Ramos. Seven Stories Press gaf út í janúar sl. 176 bls. innb. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur HOLLENSKIR dagar voru opnaðir í Regnboganum sl. fimmtudag og hafa ýmsir listviðburðir tengdir Niðurlöndum verið á dagskrá und- anfarna daga í borginni. Hollenskir bíódagar standa af þessu tilefni yfir í Regnboganum til 16. september þar sem sýndar eru hollenskar verðlaunamyndir. Meðal annarra hluta sem gestir og gangandi hafa getað kynnt sér er m.a. yfir- litssýning á 30 ára sögu hollenskrar myndbandalistar en sú sýning stendur til 19. september. Að auki hefur tónlist sett svip sinn á hátíð- ina, t.a.m. lék organistinn Peter Ouwerkerk í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Morgunblaðið/Sverrir Dröfn Þórisdóttir, Karel Glastra van Loon, Karin Kuiper og Kristín Karólína með Maríu Perlu Breiðfjörð. Hollenskur svipur á borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.