Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTAVINIR breskra banka voru rukkaðir um 3 milljarða punda, sem svarar til 385 milljarða króna, á síðasta ári vegna óleyfilegs yfirdrátt- ar á reikningum þeirra, það sem Ís- lendingar þekkja margir sem FIT- kostnað. Þetta kemur fram í breska tímaritinu Which. Tímaritið áfellist bankana fyrir að leggja okurvexti, eða allt að 33,78%, á úttektir sem fara fram yfir heimild. Hæst var gjald- ið hjá NatWest-bankanum. Samkvæmt niðurstöðum úr könn- un tímaritsins fór einn af hverjum fjórum Bretum umfram heimild sína á síðasta ári. Segir ritsjóri Which, Martin Coles, að yfirdráttur umfram heimild sé gullnáma fyrir bankana og að gjaldið sem þeir innheimti fyrir slíkt sé alveg út úr kortinu. FIT-kostnaður Breta 385 milljarðar EINN af fyrirlesurum á samkeppnisráðstefnunni var dr. William Bishop, frá ráðgjafarfyrirtækinu Lexecon, sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði sam- keppnismála, en frá hag- fræðilegu sjónarhorni. Í erindi sínu, „Samruna- og samkeppn- isstefna í smáum ríkjum“, fjallaði hann um það hvort ströng löggjöf um samruna fyrirtækja bitnaði á ósann- gjarnan hátt á sterkum fyr- irtækjum í smáum ríkjum. Nefndi hann sem dæmi þeg- ar tveir stærstu svínakjöts- framleiðendur Danmerkur, Danish Crown og West Jut- land, vildu sameinast í eitt fyrirtæki. Ljóst var að hið sameinaða fyrirtæki ætti í raun 100% danska markaðarins í fersku svínakjöti og vildu sam- keppnisyfirvöld banna samrunann af þeim sökum. Aðrir bentu á að markaðurinn fyrir ferskt svína- kjöt í Danmörku næmi ekki nema um 4% af heild- arveltu fyrirtækjanna tveggja, en hagræðingin af samruna þeirra væri hins vegar mjög mikil. Hið sameinaða fyrirtæki stæði mun betur að vígi í alþjóðlegri samkeppni – það hefði t.d. bætt stöðu sína á Japansmarkaði til muna – og hagur svínabænda myndi að sama skapi vænkast. Hið sama var uppi á teningnum þegar flutn- ingabílaframleiðendurnir sænsku, Volvo og Scania, vildu sameinast. Sameinað fyrirtækið hefði um 90% af sænska markaðnum og var því komið í veg fyrir samrunann. Vakti málið nokkra reiði í sænsku viðskiptalífi, og bentu menn á að væri Svíþjóð hérað í einhverju stærra Evrópuríki, s.s. Bretlandi, þá teldist staðbundin markaðs- ráðandi staða fyrirtækis þar ekkert tiltökumál. Þess vegna væri verið að refsa fyrirtækjunum tveimur fyrir að vera frá tiltölulega smáu ríki. Bishop sagði í erindi sínu að sum starfsemi væri þess eðlis að það væri í raun ákveðin lágmarks- stærð fyrirtækja í þeim geira. Væru fyrirtæki minni en svo, væri rekstur þeirra óhagkvæmur. Af þessu leiddi að í sumum smáum hagkerfum væri óumflýjanlegt að í ákveðnum geirum væri aðeins eitt fyrirtæki á markaði – að þar ríkti með öðrum orðum einokun. Bishop, sem og aðrir frum- mælendur á ráðstefnunni, bentu hins vegar á að það þyrfti ekki að vera slæmt að aðeins væri einn aðili á markaði, svo lengi sem aðgangur keppi- nauta að greininni væri ekki heftur með óeðlileg- um hætti. Bishop nefndi sem dæmi um hegðun sem bregðast mætti við þegar einokunarfyrirtæki reyna að halda keppinautum í burtu með því að lækka verð á vörum sínum um leið og samkeppnin léti á sér kræla. „Við því má bregðast með því að krefjast þess að fyrirtækið haldi áfram að selja vöruna á þessu lága verði í einhvern tíma, en hækki það ekki aftur strax og keppinauturinn hef- ur gefið upp öndina.“ Þá benti hann á að oft þrifist einokun best í skjóli ríkisvaldsins. Því væri athugandi hvort ekki mætti skilgreina tilraunir fyrirtækja til að fá styrki frá ríkinu sem brot á samkeppnisreglum, og refsa fyrir þær. Frjáls verslun besti vinurinn Sagði Bishop að af þessum sökum væri um- hugsunarefni fyrir samkeppnisyfirvöld í smáum ríkjum hvort ekki ætti að einbeita sér frekar að samkeppnismálum og hegðun markaðsráðandi fyrirtækja, í stað þess að koma í veg fyrir sam- runa þeirra, eða að koma í veg fyrir að markaðs- ráðandi fyrirtæki verði yfirhöfuð til. Hann benti á að nú á dögum er verslun landa á milli auðveldari og ódýrari en hún var áður fyrr, og því eiga erlend fyrirtæki auðveldara með að eiga í samkeppni við innlend einokunarfyrirtæki. „Besti vinur sam- keppninnar er frjáls verslun, og á það ekki síst við í smáum ríkjum.“ Einokun óumflýjanleg í smáríkjum? ● VON er á hálfsársuppgjöri frá mat- vælafyrirtækinu Geest, sem Bakka- vör Group á 20% hlut í, nú í vikunni. Í brezkum fjölmiðlum í gær kemur fram að búizt sé við að erfiðari staða hjá stórmörkuðum, sem kaupa tilbúna rétti af Geest, muni leiða til þess að hagnaður fyrirtækisins fari lækkandi. Þannig er því spáð að hagnaðurinn á fyrri helmingi ársins verði 15,5 millj- ónir punda (um tveir milljarðar ÍSK) í stað 17,8 milljóna punda (2,3 millj- arða ÍSK). Brezku blöðin spá því að verði ár- angur Geest verri en búizt sé við og gengi félagsins lækki í kjölfarið, fari sögur um væntanlega yfirtöku félags- ins aftur á kreik. Bakkavör hefur lýst yfir að félagið hafi ekki hug á yfirtöku Geest, en greinendur á markaði telja þó sennilegt að að því sé stefnt. Minnkandi hagnaður hjá Geest ● FYRIRTÆKIN ANZA og VHL hafa sameinast undir merkjum ANZA. Sameiningin tók gildi um síðustu mánaðamót. Allir starfsmenn VHL flytjast til ANZA og mynda þar nýtt svið sem sérhæfir sig í hönnun, þróun, rekstri og viðhaldi iðn- tölvukerfa og sjálfvirks búnaðar. Guðni B. Guðnason, fram- kvæmdastjóri ANZA, segir í frétta- tilkynningu vegna samrunans að sú reynsla og þekking sem nú sé samankomin hjá ANZA geri fyrirtæk- inu kleift að bjóða alhliða rekstr- arþjónustu sem nái til allra tölvu- kerfa. ANZA og VHL sameinast NÝLEGAR breytingar á grundvall- arreglugerðum Evrópusambandsins (ESB) á sviði samkeppnisréttar munu hafa mikil áhrif á íslenskan sam- keppnisrétt og þar með íslenskt at- vinnulíf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum og sök- um leiðsagnargildis sam- keppnisreglna ESB fyrir beitingu íslenskra sam- keppnisreglna. Var þetta meðal þess sem kom fram á alþjóðlegri ráð- stefnu Lögfræðistofu Reykjavíkur og Euphoria í Brussel um samkeppnisregl- ur. Eggert B. Ólafsson, einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur, og umsjónar- maður ráðstefnunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að tímasetningin fyrir ráðstefnu sem þessa geti í raun ekki hafa verið betri. „Fyrsta maí síð- astliðinn gengu í gildi tvær nýjar reglugerðir ESB um samkeppnis- og samrunamál, og nú fyrir skömmu kom út skýrsla nefndar um sama efni hér á landi, sem búast má við að hafi fljótlega áhrif á lagasetningu hér,“ segir Eggert. Meðal þess sem fjallað var um á ráðstefnunni var hlutur hagfræðinnar í mótun samkeppnisreglna, en Egg- ert segir þátt hagfræðinnar hafa auk- ist til muna á undanförnum fimm til tíu árum. Dr. Ian Small fjallaði einmitt um það mál í erindi sínu, „Þróun og áhrif hagfræðinnar á sam- keppnisreglur ESB“, þar sem hann ræddi m.a. um að áður en hægt sé að ákvarða hvort tiltekið fyrirtæki sé markaðsráðandi verði menn að skilja hvaða markað við er átt. Nefndi hann að til skamms tíma hafi hugtakið markaðsráðandi aðeins verið skilgreint út frá sjónarhorni neytenda – hversu auðvelt neytendur ættu með að flytja við- skipti sín milli fyrirtækja ef markaðs- ráðandi fyrirtæki hækkaði verð á vöru sinni eða þjónustu. Small segir hins vegar að rétt sé í þessu sambandi að horfa einnig á málið frá sjónarhóli framleiðanda – hversu auðvelt er fyrir annað fyrir- tæki að breyta framleiðslu sinni og nýta sér þau tækifæri sem skapast við verðhækkun þess markaðsráðandi. Segir Small að sé seinni aðferðin not- uð, komi í ljós að sum þeirra fyrir- tækja sem teldust markaðsráðandi samkvæmt þeirri fyrrnefndu séu það í raun ekki. Segir Small að þessi hug- mynd hafi nú náð fótfestu í lagaum- hverfi samkeppninnar og sé gott dæmi um hvernig hagfræðin geti haft jákvæð áhrif á samkeppnisrétt. Eggert segir þennan breytta og bætta skilning á hagfræði, auk stækk- unar ESB, hafa gert það að verkum að breyting á skipulagi og fyrirkomu- lagi samkeppniseftirlits í sambandinu sé nauðsynlegt. Samkeppnisyfirvöld og dómstólar í einstökum ríkjum munu í framtíðinni taka á málaflokkum sem áður heyrðu beint undir samkeppnisstofnun ESB og því geti málum fyrir íslenskum dómstólum fjölgað. Lágmarksstærð og einokun „Þá var mjög athyglisvert, í ljósi umræðunnar um skýrslu svokallaðr- ar hringamyndunarnefndar, að heyra dr. John Temple Lang tala um heim- ildir samkeppnisyfirvalda til að krefj- ast skipulagsbreytinga á fyrirtækj- um, þar á meðal að skipta þeim upp. Benti hann á að það er ekkert ólög- legt, eða í sjálfu sér slæmt, við það þegar fyrirtæki eru markaðsráðandi, eða jafnvel ein á markaði. Það er fyrst þegar þau misnota markaðsráðandi stöðu sína sem til kasta samkeppn- isyfirvalda á að koma.“ Segir Eggert það einnig umhugsunarefni hvort beita eigi þessum uppskiptingarheim- ildum, þegar skilyrðin eru fyrir hendi. „Flestir geirar athafnalífsins eru með þeim hætti að fyrirtæki reyna að ná ákveðinni lágmarksstærð, þar sem erfitt getur verið að reka þau með hagnaði séu þau minni en svo. Í svo smáu hagkerfi sem okkar er hugsan- legt að fyrirtæki geti ekki náð þessari lágmarksstærð án þess að vera mark- aðsráðandi á Íslandi. Það er því um- hugsunarefni hvort samkeppnisyfir- völd eigi ekki frekar að reyna að beita hegðunaraðferðum eins og sektum til að hafa áhrif til aukinnar samkeppni í stað þess að koma í veg fyrir samruna eða skipta fyrirtækjum upp.“ Líkur á fjölg- un mála fyrir dómstólum Áhrif breyttra samkeppnisreglna ESB á íslenskan rétt geta verið mikil Hegðun frekar en staða? Starfsmenn Samkeppnisstofnunar bera gögn úr húsleit hjá fyrirtækjum inn í stofnunina. Á ráðstefnunni kom fram það sjónarmið að fremur ætti að horfa á hegðun fyrirtækja á markaði en hvort þau kæmust í markaðsráðandi stöðu. Eggert B. Ólafsson Spurður um álit á Evrópusambandinu og hugsanlegri aðild Íslendinga að því, segir Alesina að aðild fylgi bæði kostir og gallar. Stærsti kosturinn væri auðvitað frjáls að- gangur að stórum sameiginlegum markaði. Þá gæti upptaka evrunnar hugsanlega orðið til að einfalda til dæmis bandarískum fjár- festum að fjárfesta hér á landi. Ókostirnir ALBERTO F. Alesina, prófessor við Har- vard-háskólann í Bandaríkjunum, for- stöðumaður hagfræðideildar skólans og annar höfundur bókarinnar The Size of Nations, segir að þjóðir geti verið litlar en samt notið velgengni í efnahagslegu tilliti. Ísland sé til dæmis sönnun þess. „Það er hægt að vera lítil þjóð og njóta samt velgengni ef rétt er farið að. Lykilatriði í því er að hömlur á viðskiptum við útlönd séu eins litlar og mögulegt er,“ seg- ir Alesina. Hann segist hafa heyrt að niðurgreiðslur til landbúnaðar séu miklar hér á landi og það hljómi ekki vel. „Því myndi ég hætta alfarið. Almennt mæli ég eindregið með því að smáar þjóðir, og þróaðar þjóðir almennt, hætti nið- urgreiðslum til landbúnaðar. Það er full- komlega órökrétt að bændur í þróuðum lönd- um njóti verndar, það veldur þróunarríkjun- um miklum kostnaði,“ segir Alesina. Honum finnst einkennilegt að hér á landi séu til dæm- is ræktaðir tómatar. „Það hljómar einkenni- lega, miðað við veðráttuna sem þið búið við.“ væru eðlilega þeir, að hans sögn, að Ísland þyrfti að taka upp reglur frá Evrópusam- bandinu auk þess sem landið gæti þurft að borga fyrir þátttöku fátækari ríkjanna í sam- bandinu. „Ég spái því að vegna nýlegrar inngöngu Austur-Evrópuþjóðanna muni ESB þróast í átt að minni miðstýringu og helsti tilgangur sambandsins verði á endanum að vera sam- eiginlegt fríverslunarsvæði með sameiginlega mynt. Það verði ekki með miðstýrða pólitíska stefnu og reglusetningu,“ segir Alesina. „Það er margt að gerast í Evrópu með inn- göngu hinna nýju landa í sambandið. Ég held að eftir 2–3 ár verði ljósara í hvaða átt Evr- ópa er að stefna. Nýju löndin eru ólík hinum sem fyrir eru, þau koma með ný viðhorf og nýtt fólk, og það gæti orðið erfiðara að sam- þykkja auknar reglugerðir og stefnumál. Ég held að Evrópa sé að verða svo margbreytileg innbyrðis að það verði ómögulegt að vera sammála um sameiginlega pólitíska stefnu- mörkun.“ Á fyrirlestrinum kom fram að fjöldi ríkja í heiminum hefur nánast þrefaldast frá árinu 1946. Ástæðu fjölgunarinnar sagði Alesina vera lýðræðisþróun í heiminum, aukningu al- þjóðaviðskipta, endalok kalda stríðsins og þar með minni stríðshættu, og aukin áhrif al- þjóðlegra stofnana. Sagðist Alesina til dæmis búast við því að þegar kommúnistastjórnin í Kína liði undir lok skiptist landið í mörg smærri ríki. Þá fjallaði Alesina almennt um stærð ríkja út frá rannsóknum sínum. Þar kom meðal annars fram að af fimm stærstu ríkjunum miðað við mannfjölda, Kína, Indlandi, Banda- ríkjunum, Indónesíu og Brasilíu, væri aðeins eitt þróað ríki; Bandaríkin. Hins vegar væru 6 af 10 ríkustu ríkjum heims miðað við lands- framleiðslu með færri íbúa en eina milljón. „Þegar viðskipti eru alveg frjáls skiptir stærðin ekki máli því þá er markaðurinn allur heimurinn. Það er hins vegar mjög kostn- aðarsamt að búa við lokaðan markað og ein- ungis mögulegt fyrir stórar þjóðir.“ Frjáls viðskipti forsenda fyrir velgengni Morgunblaðið/Kristinn Stærðin skiptir ekki máli Alberto F. Alesina segir að ef að viðskipti við útlönd séu alveg frjáls skipti stærð þjóða engu máli. Dr. William Bishop

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.