Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 17 Heimsmeistaramót hesta í Norrköping 2005 Við höfum tryggt okkur nokkrar íbúðir í miðbæ Norrköping 4ra til 7 manna til útleigu á meðan á VM 2005 stendur í Norrköping, 1.- 7. ágúst 2005. Auk þess bjóðum við: Hótelherbergi 2ja-4ra manna á 4ra stjörnu hóteli, og á mótssvæði verða: hjólhýsi, húsbílar, „hyttur 4ra manna“ auk bílaleigubíla. Höfum sett upp frekari upplýsingar á heimasíðu okkar og fyrirspurnarform. Fylkir - Bílaleiga ehf. ferðaskrifstofa sími 456-3745 heimasíða www.fylkir.isfg wilson Sími 594 6000 Rafstöðvar Veitum ráðgjöf og þjónustu fyrir allar stærðir og gerðir rafstöðva FGWILSONmase „STAÐA konunnar er bak við eldavélina.“ Þessi fleygu orð land- búnaðarráðherra Guðna Ágústs- sonar komu mér í hug þegar ráðn- ing rektors við nýstofnaðan Landbún- aðarháskóla Íslands var birt í lok ágúst sl. Fjórtán umsækj- endur voru um starfið sem landbún- aðarráðherra og ný- skipað háskólaráð taldi alla „hæfa“, án þess þó að kynna sér meðmæli umsækjenda. Þegar grannt er skoðað eru fjórar konur meðal þeirra hæfustu miðað við menntun, stjórn- unarreynslu, vís- indastörf, vísindaskrif á alþjóðavett- vangi og kennslu. En þetta eru allt atriði sem meta á þegar um mat á ráðningu í forystustörf í háskóla á alþjóðamælikvarða er að ræða. Auk þess á matsnefndin að vera skipuð bæði innlendum og erlendum sér- fræðingum þar á meðal konum. Sama nefnd á að vera viðstödd öll viðtöl og allir umsækjendur eiga að vera spurðir sömu spurninga. Ekk- ert af þessu var til staðar og ekki hirt um að afla meðmæla frá með- mælendum til að fá mat annarra á getu og hæfni. Ráðherra lagði áherslu á að fá þann aðila sem ráðinn var til að sækja um stöðuna. Hann er áreið- anlega hinn mætasti maður. Hins vegar hafa konurnar sem sóttu um allar doktorsgráðu eins og hann en yfirburði hvað varðar vísindastörf (m.a. birtingu tuga greina í alþjóða vís- indatímaritum) stjórn- unarreynslu, reynslu við störf á rannsókn- arstofnunum og há- skólum innanlands og erlendis, setu í alþjóða- nefndum, öflun rann- sóknarstyrkja, þátt- töku og skipulagningu á alþjóðaráðstefnum, og kennslu. Þetta er allt nauðsyn- legt að meta þegar stofna á alvöru háskóla sem á að vera sambæri- legur á alþjóðamælikvarða, en það var markmið sem umsækjendum var tjáð í viðtali að áhersla yrði lögð á. Þessu var öllu sópað undir borð og undirstrikaði landbúnaðarráð- herra hér það sem hann hefur sagt opinberlega „að staða konunnar sé bak við eldavélina“. Það fer ekki á milli mála að fram- sóknarráðherrann er enn að baksa í 19. öldinni þegar við hin erum að hefja 21. öldina. Hér hafa stjórn- sýslulög sem kveða á um að hæfasti aðilinn skuli ávallt ráðinn og jafn- réttislögin verið þverbrotin. Á 20. öldinni var svarið þegar konur reyndu að hasla sér völl í ábyrgð- arstöðum í þjóðfélaginu að þær skorti bæði menntun og reynslu. Nú þegar þessi skilyrði eru uppfyllt og gott betur þá valtar ráðherra yfir öll lög og skipar í stöðu að eigin geðþótta með þeim orðum að víð- leitað sé að svona hámenntuðum manni. Hvað með þessar konur, fundust þær ekki við leit ráð- herrans? Las ráðherra lífshlaup umsækjenda? Rós í hnappagat Framsóknarflokksins Margrét K. Sigurðardóttir fjallar um stöðu konunnar ’Fjórtán umsækjendurvoru um starfið sem landbúnaðarráðherra og nýskipað háskólaráð taldi alla „hæfa“, án þess þó að kynna sér meðmæli umsækjenda.‘ Margrét K. Sigurðardóttir Höfundur er viðskiptafræðingur. HINIR hræðilegu atburðir í Beslan í N-Ossetíu, nágranna- lýðveldi Téténíu (S-Rússlandi, þar sem hundruð manna, kon- ur og börn, létust og særðust, er einn ein sönnun þess að í Rússlandi geisar borgarastríð. Tekið skal strax fram hér að undirritaður telur að öll hryðjuverk séu óréttlætanleg og að gíslatökur í líkingu við þá sem átti sér stað í Beslan séu hryllingur einn sem enginn ætti að ganga í gegnum. Sérstaklega ekki saklaus skóla- börn! En til þess að skilja baksvið þessara at- burða er nauðsynlegt að fara heilan áratug aftur í tímann. Í lýð- veldinu Téténíu krafðist leiðtogi þess Dzokhar Dudajev sjálfstæðis og gekk svo langt að lýsa því yfir. Þetta þoldi þáverandi forseti Rússa, Borís Jeltsín, ekki og sendi herlið inn í lýðveldið. Í Moskvu töldu menn þetta létt verk, en reyndin varð tveggja ára blóðug styrjöld, sem kostaði 100.000 mnns lífið og nánast gjöreyðingu Téténíu. Höfuðborgin, Grozny, var t.a.m. nánast jöfnuð við jörðu. Op- inberlega var vopnahlé í gildi á ár- unum 1996–1999, en þá hófust bar- dagar að nýju í kjölfar sprenginga í fjölbýlishúsum í Moskvu. Skuldinni var skellt á aðskilnaðarsinna frá Téténíu, en það er í raun ekki vitað hverjir stóðu að baki hryðjuverk- unum. Samkvæmt opinberri stefnu Vladímír Pútín geisar ekki stríð í Téténíu, þar stundar her Rússa svokallaðar „hreinsunaraðgerðir“ og aðgerðir gegn hryðjuverka- mönnum (þetta fellur undir stríðið gegn alþjóðlegum hryðjuverkum, sem hófst eftir 11. september 2001). Rússneskir hermenn og her þeirra hafa farið sínu fram óáreittir í landinu; konum er rænt og nauðg- að, karlmönnum og ungum drengj- um er einnig rænt, þeir myrtir og síðan eru fjölskyldur þeirra krafðar um lausnargjald fyrir líkin. Liðs- andinn í rússneska hernum er lé- legur og oftar en ekki eru það ungir og illa þjálfaðir menn í herskyldu sem fremja voðaverkin. Um þetta má m.a. lesa í skýrslum Amnesty International (www.amnesty.org). Svar Téténa, sem eru fáliðaðir og illa vopnum búnir, er í formi skæru- hernaðar og hryðjuverka, sem að sjálfsögðu eru viðbjóðsleg. En sé litið til aldagamals haturs Rússa á Téténum (þeir eru yfirleitt allir stimplaðir sem villimenn og ,,band- ítar“ og ofsóttir víða í Rússlandi) skil ég að vissu leyti málstað þeirra. Rússar hafa farið afar illa með Téténa og má að vissu leyti líkja meðferð þeirra við meðferð Ísr- aelsmanna á Palest- ínumönnum. Rússar kúga Téténa. Í þeim átökum sem geisa í Téténíu er ekki að finna neina hern- aðarlega lausn. Í raun ríkir pattstaða, Rússar hafa yfirgnæfandi hernaðarkraft, Tétén- ar svara með hryðju- verkum. Pútín hefur sagt að ekki komi til greina að ,,sleppa“ Téténíu. Hann er ein- faldlega hræddur við að þá fylgi önnur lýð- veldi eftir og að um verði að ræða svoköll- uð ,,dómínó-áhrif. Frelsi Téténíu þýðir ósigur fyrir Pútín og hann er einfaldlega ekkert á þeim bux- unum! Hin blóðuga upp- lausn gíslatökunnar í Beslan er í fullu samræmi við blóð- uga sögu Rússlands, sem í öllum hernaðarátökum hefur sætt sig við og hreinlega reiknað með mannfalli óbreyttra borgara. Í seinni heims- styrjöld voru t.a.m. sérstakar af- tökusveitir sem drápu þá hermenn sem ekki voru reiðubúnir að ganga í opinn dauðann, sama hve vonlaus staðan var. Það var skylda að fórna sér fyrir föðurlandið og til þess ætl- ast! Í Beslan var ringulreiðin alger, hermenn og vopnaðir almennir borgarar (lesið: foreldrar) tóku þátt í bardögum. Það sem hleypti öllu af stað var sennilega sprenging vegna mistaka. Hryðjuverkamönnunum, sem allir voru eltir uppi og drepnir, tókst þó ætlunarverk sitt; að sýna að enginn er öruggur í Rússlandi. Og það er veikleikamerki fyrir Pút- ín. Hann hefur lofað öryggi en get- ur ekki staðið við loforð sitt. Beslan er enn eitt merki þess að pólitísk lausn er eina lausnin á ástandinu í Téténíu. En lítil von er til þess að menn byrji að tala sam- an, Pútín hefur lofað enn harðari aðgerðum gegn hryðjuverkum og þeim sem standa fyrir slíku. Lausn á átökunum í Rússlandi er því ekki í sjónmáli, því miður. Beslan breytir engu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson fjallar um óhugnaðinn í Beslan Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ’Beslan er enneitt merki þess að pólitísk lausn er eina lausnin á ástandinu í Téténíu.‘ Höfundur er stjórnmálafræðingur, búsettur í Uppsölum í Svíþjóð. Í GREIN í Fréttablaðinu mið- vikudag 1. september fjallar Eirík- ur Bergmann Einarsson um stjórn- mál í Bandaríkjunum, einkum stefnu Bush forseta. Furðar Eirík- ur sig á því að á Íslandi skuli vera til fólk sem tekur afstöðu með repúblikunum enda séu stjórnmála- viðhorf þeirra langt frá þankagangi flestra Íslendinga, meira að segja þeirra sem eru lengst til hægri. Greinin ber yfirskrift- ina Sjálfstæðismenn í vitlausu liði. Lýsing Eiríks á stefnu repúblikana er kostuleg. Þeir ætli sér til dæmis að leggja niður velferðarkerfið, stinga sem flestum fá- tæklingum í steininn, lækka skatta einungis fyrir þá vellauðugu og loks ráðast inn í nokkur múslimaríki. Þetta eru greinilega vondir menn og með ólíkindum að hálf bandaríska þjóðin leggi eyrun við slíkum málflutningi. Túlkun Eiríks á stefnu repúblikana er þó fjarri öllum raunveruleika og dapurlegt að stjórnmálafræðingur og háskólakennari skuli skrifa um stjórnmál á svo lágu plani. Hann er þó ekki einn á báti. Sleggjudómar um bandarískt sam- félag njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og enginn virðist vera maður með mönnum nema hann geti gert lítið úr Bush forseta. Hann er sagður vera kjáni og brjál- æðingur og trúfífl auk þess sem hann sé ótalandi á enska tungu. Gefið er í skyn að heimsbyggðinni stafi meiri ógn af honum en nokkr- um öðrum þjóðarleiðtoga samtím- ans. Fyrir skömmu mátti lesa í grein eftir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra, að forsetinn væri eins og átta ára gamalt barn að leika Superman. Jónas hefur einnig sagt að Bush sé geðveikur, helstu ráðgjafar hans gersamlega siðlausir og hálf bandaríska þjóðin ekki bara ofbeldishneigð gagnvart útlöndum, heldur beinlínis stríðsóð. Fordómar af þessu tagi eru orðnir svo þrálátir að enginn kippir sér upp við þá lengur. Vinsælir pistla- höfundar, ritstjórar og stjórnmála- fræðingar syngja einni röddu um að Bandaríkin séu á valdi öfga og trúarofstækis. Sumt í þessu minnir á hama- ganginn þegar Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna á níunda ára- tugnum. Þá hlógu menn, sögðu að þennan kúreka og leikara væri ekki hægt að taka alvar- lega, fussuðu og sveiuðu þegar Reagan sagði að kommúnism- inn væri að hruni kominn og dagar Sov- étríkjanna „heims- veldis hins illa yrðu brátt taldir“. Allir vita hvernig það fór. Enn hneykslast fólk þó á því hversu vitgranna forseta bandaríska þjóðin kýs yfir sig. Í skrifum um Bandaríkin skín oft í gegn sú skoðun að stjórnmála- umræða vestanhafs sé á miklu lægra plani en gengur og gerist í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Þetta stærilæti er undarlegt og það á sér örugglega dýpri rætur en í andstöðu við utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar á síðustu miss- erum. Það á sér heldur ekki stoð í raunveruleikanum. Sú er að minnsta kosti skoðun þess sem þetta ritar eftir að hafa í nokkra mánuði fylgst með pólitískri um- ræðu í Bandaríkjunum úr návígi. Ekki er þó nema von að íslenskir blaðalesendur tileinki sér yfirborðs- leg viðhorf til bandarískra stjórn- mála þegar einn virtasti fræðimað- ur þjóðarinnar, Jón Ormur Halldórsson, talar af lítt dulinni fyrirlitningu um þá Mikka mús- útgáfu af mannkynssögunni sem virðist mynda sögulegan bakgrunn að orðræðu í Bandaríkjunum. Eitt er að vera andvígur stefnu Bandaríkjastjórnar og sumu í bandarísku samfélagi, annað að flíka vanþekkingu og sleggjudóm- um og þykjast maður að meiri fyrir vikið. Með því að skrifa um Banda- ríkin og bandarísk stjórnmál á þeim nótum sem hér hefur verið lýst gera menn sig í raun seka um nákvæmlega það sama og Bush og hans menn eru sakaðir um: barna- skap, fáfræði og hroka. Væri ekki ráð að breyta um tón, sýna ögn meiri skynsemi og yfirvegun? Þá væri ef til vill von til þess að ís- lenskir blaðalesendur fengju raun- særri mynd af stjórnmálum og samfélagi vestanhafs. Vitlaust lið Gunnar Þór Bjarnason skrifar um fjölmiðla ’Vinsælir pistlahöf-undar, ritstjórar og stjórnmálafræðingar syngja einni röddu um að Bandaríkin séu á valdi öfga og trúarof- stækis.‘ Gunnar Þór Bjarnason Höfundur er framhaldsskólakennari og sagnfræðingur að mennt. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.