Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 11 Borgarnes | „Hver á að standa í þessu ef ekki ég,“ segir Kristján Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eðalfisks hf. í Borgarnesi, en nýlega var tekin fyrsta skóflustunga að nýju húsnæði fyrir fyrirtækið. ,,Það hefur lengi staðið Eðalfiski fyrir þrifum að vera ekki í hentugu hús- næði fyrir starfsemina. Þegar skoð- aðir voru aðrir valkostir s.s. að kaupa annað hús kom í ljós að fórn- arkostnaðurinn var of mikill.“ Hinn 1. mars urðu eigendaskipti á laxvinnsluhluta Eðalfisks hf. Að sögn Kristjáns var í upphafi stofnað fyrirtækið Eðalfang ehf. en samfara kaupunum höfðu félögin nafnaskipti þannig að Eðalfiskur hf. tók nafnið Stjörnusalat og Eðalfang ehf. tók nafnið Eðalfiskur ehf. Stjörnusalat fluttist þá í húsnæði Borgarness- Kjötvara í Brákarey. Í ágúst stofn- aði síðan Eðalfiskur ehf. fasteigna- félagið Eðalfang ehf. sem mun eiga atvinnuhúsnæðið undir starfsemi Eðalfisks ehf. Ekki er enn ljóst hver byggir húsið en verið er að afla til- boða í framkvæmdina. Húsið verður 540 fm að flatarmáli og verður sér- hannað m.t.t. vinnslu og framtíð- arþarfa. Byrjað verður að grafa fyr- ir grunni þegar byggingarleyfi verður staðfest. Sóknarfærin liggja í vörumerkinu Hjá Eðalfiski starfa nú 12 manns og mun störfum líklega ekki fjölga á þessu ári. Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir töluverðri stækkun fyrir- tækisins og auknum umsvifum strax á næsta ári. Helstu framleiðsluvörur eru reyktur og grafinn lax og sil- ungur. Útflutningur er um 20% af árlegri veltu en að sögn Kristjáns er fyrirhuguð aukning útflutnings á næsta ári um 5–10% af veltu. ,,Eð- alfiskur hefur sterka stöðu á innan- landsmarkaði og kemur þar helst til að neytendur þekkja vel vörurnar sem kunnar eru að gæðum og fersk- leika. Meginhluti útflutnings er til Bandaríkjanna en í vaxandi mæli til Evrópu. Helstu sóknarfæri fyrirtæk- isins liggja í vörumerkinu, og vöru- nýjungum því tengdu, en helsta ógn- in sem við stöndum frammi fyrir í dag er lítið framboð á silungi og mikill dreifingarkostnaður.“ Kristján segist þó vera bjartsýnn á framtíðina: „Vissulega verður dýr- ara að leigja húsnæði fyrir Eðalfisk en á móti kemur haganlegra hús- næði sem skilar meiri framleiðni vinnuafls, betra vinnsluferli, staðl- aðri afurðum, aukinni afkastagetu og meiri sveigjanleika í framleiðslu nýrra vara,“ segir Kristján og bætir við að lengi hafi legið fyrir að Borg- arplast, sem er undir sama þaki og Eðalfiskur, þyrfti á auknu húsnæði að halda undir starfsemi sína. Mæðir mikið á konunni Kristján Rafn er menntaður iðn- rekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands, og hefur fiskiðnaðar- og fisktæknimenntun frá Fiskvinnslu- skólanum. Ennfremur stundar hann MBA-fjarnám í fjármálum í HWatt- háskóla í Skotlandi. Hann hefur starfað við fiskvinnslu frá unglings- aldri fyrir utan fáein ár í trygg- ingum. Eiginkona Kristjáns er Dagný Hjálmarsdóttir hjúkr- unarfræðingur og eiga þau þrjár dætur. Að sögn kunnugra hefur hann unnið langan og strangan vinnudag eftir að hann tók við fram- kvæmdastjórn í mars sl. ,,Auðvitað er minni tími með fjölskyldunni og ræddum við hjónin það í upphafi áð- ur en ákvörðun var tekin. Það mæð- ir mikið á henni Dagnýju minni og er ég alveg hissa á þolinmæðinni stundum.“ Kristján bætir við að starfið sé gefandi þótt launin séu mjög lítil miðað við vinnuframlagið. ,,Þetta er erfiður rekstur en það er virkilega gaman að takast á við krefjandi verkefni við að auka um- svifin. Fyrirtækið er og verður aldr- ei meira en það starfsfólk sem hjá því starfar. Hér er duglegt, hæft fólk sem er tilbúið að efla fyrirtækið til lengri tíma.“ Fyrsta skóflustungan tekin: Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri t.v. segir fáein orð og Kristján Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eðalfisks, hlýðir á. Eðalfiskur byggir nýtt húsnæði Búðardalur | Námsver með fjar- námsbúnaði og háhraðatengingu var vígt við hátíðlega athöfn í Grunn- skólanum í Búðardal laugardaginn 11. september. Námsverið er sam- starfsverkefni Dalabyggðar og Sí- menntunarmiðstöðvarinnar. Þessi nýja fjarnámsaðstaða mun gefa Dalamönnum tækifæri á að stunda nám í heimabyggð. Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Háskólans á Akur- eyri, Þorsteinn Jónsson, oddviti Dalabyggðar og Inga Sigurðardótt- ir, framkvæmdastjóri Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi, skrifuðu undir samning um rekstr- arfræðinámið. Átta nemendur hafa nú þegar haf- ið nám í rekstrarfræði við Háskólann á Akureyri og eru þeir ánægðir með þessa nýjung. Auk rekstrarfræði- námsins er einnig hægt að stunda nám á framhaldsskólastigi nota að- stöðuna til fundarhalda og nám- skeiðahalds ýmiss konar. Þessi athöfn markaði upphaf „Viku símenntunar“ á Vesturlandi sem stendur yfir dagana 12.–18. september. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar, í boði Mjólkursam- lagsins í Búðardal og Símenntunar- miðstöðvar, og einnig voru námskeið haustsins kynnt og gestum gefinn kostur á að skrá sig. Þar sem náms- verið er til húsa í Grunnskólanum í Búðardal eru það ekki einungis þeir fullorðnu sem njóta góðs af, heldur hefur þetta áhrif á tölvunotkun og kennslu barnanna í grunnskólanum þar sem netsambandið, sem var áður mjög slæmt, er orðið eins og það ger- ist best og þráðlaust um allan skól- ann. Eflir vonandi búsetu Ólafur Kristjánsson er einn þeirra átta sem hafa nú hafið nám í rekstr- arfræði við Háskólann á Akureyri í gegnum þennan fjarfundabúnað. „Það er kannski erfitt fyrir fólk að átta sig á hvað þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að geta stundað þetta nám á okkar heimaslóðum og losna þar með við að rífa fjölskyld- una upp og þurfa að flytja með öllu því róti sem fylgir slíku. Hins vegar geri ég mér grein fyrir að það er krefjandi að stunda háskólanám með fullri vinnu en mér sýnist að í Há- skólanum á Akureyri séu ákaflega færir og góðir kennara sem geta vafalaust haldið okkur við efnið. Við í rekstrarfræðihópnum heimsóttum þá á nýnemadögum um daginn og sögðu þeir okkur að við skyldum reikna með að þurfa u.þ.b. 10 klukkustundir á viku í hverja náms- grein en okkur sýnist að þær verði mun fleiri bara vegna þess hve net- tengingar í Dalabyggð eru ákaflega lélegar. Það er von mín að allir legg- ist á eitt til að koma þeim málum til betri vegar því að eins og við sjáum á því að það sé orðið að veruleika að hægt sé að stunda háskólanám í Búðardal þá geta hlutirnir gengið hratt fyrir sig ef menn koma að mál- unum með jákvæðu hugarfari eins og raun var á í þessu máli. Verður þetta stóra framfaraspor vonandi til að efla búsetu hér á svæðinu.“ Háskólanám í Dalabyggð Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Námsverið tekið í notkun: Margt góðra gesta sótti athöfnina í Grunnskólanum í Búðardal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.