Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN 16 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ OSRAM flúrperur á alla vinnustaði Jóhann Ólafsson & Co Sundaborg, Johan Rönning Sundaborg/Akureyri, Rekstrarvörur, Osram Perubúðir: Árvirkinn Selfossi, Faxi Vestmannaeyjum, R.Ó. Rafbúð Reykjanesbæ, Glitnir Borgarnesi, Rafbúðin Hafnarfirði, G.H. Ljós Garðabæ, Þristur Ísafirði, Ljósgjafinn Akureyri, S.G. Egilsstöðum, Lónið Höfn, Straumur Ísafirði, Víkurraf Húsavík, Vírnet Borgarnesi. Rafverkstæði Árna Elíssonar Reyðarfirði. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstillögu bæjaryfir- valda …“ Gunnar Finnsson: „Hins veg- ar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar RÍKISSTJÓRNIN virðist ætla að svíkja endurgreiðendur námslána um samráð um lækkun endurgreiðslu- byrði námslána. Samráðinu var lofað fyrir kosningar vorið 2003 þegar BHM, SÍNE og 14 önn- ur samtök skjólstæð- inga Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna (LÍN) fengu loforð frá öllum stjórnmálaflokk- um, sem fengu fulltrúa á Alþingi, um að skoða möguleika á lækkun endurgreiðslubyrði námslána. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er áréttað að „[h]ugað verði að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána og lög um sjóðinn endur- skoðuð“. Þegar þessi grein er skrifuð fyrri hluta september eru rúmir tveir mán- uðir liðnir frá því að menntamálaráð- herra skipaði 6 manna nefnd til þess að efna þetta loforð. Ríkisstjórnin á 5 fulltrúa í nefndinni og námsmenn 1 fulltrúa. Endurgreiðendur námslána fengu ekki að tilnefna neinn fulltrúa þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað 16 samtökum námsmanna, háskólamanna og annarra endur- greiðenda námslána „samstarfi við hagsmunasamtök“ og Framsóknar- flokkurinn hafi sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu „að skipa nefnd með fulltrúum hlutaðeigandi hagsmuna- samtaka“. Endurtekið loforð svikið? BHM gagnrýndi menntamálaráð- herra opinberlega fyrir tæpum tveimur mánuðum fyrir að sniðganga loforð um samstarf við BHM sem annan fulltrúa þeirra 16 hagsmuna- samtaka sem létu sig varða endur- greiðslubyrðina fyrir kosningar. Lof- aði ráðherra þá aftur fullu samráði „við þá hagsmunaaðila sem telja sig málið varða þegar kemur að endur- greiðslubyrðinni“. Nú eru tæpir tveir mánuðir liðnir frá þessu endurtekna loforði ráðherra en ekkert samráð hefur verið haft við BHM hvorki af hálfu ráðherra né nefndarinnar. Að- eins er um hálfur mánuður þar til nefndin á að ljúka störfum, 1. október nk. Ráðherra bar fyrir sig að ekki gætu allir hagsmunaaðilar fengið full- trúa í slíkri nefnd. Þetta endurtók að- stoðarmaður formanns Framsókn- arflokksins á fundi með undirrituðum fyrir þremur vikum þegar hann sagði að menntamálaráðherra yrði þá að veita öðrum hagsmunasamtökum að- ild að nefndinni. Þessi málsvörn stenst ekki því öll hagsmunasamtök, sem láta sig námslán varða, voru meðal þeirra 16 samtaka sem BHM og SÍNE voru í forsvari fyrir. Öllum samtökum, sem hafa meðal félagsmanna námsmenn eða end- urgreiðendur námslána, var boðin aðild að sam- starfinu. Hvaða hags- munasamtök skyldu menntamálaráðherra og aðstoðarmaðurinn hafa í huga? Aðstoð- armaður formanns Framsóknarflokksins var spurður um það á umræddum fundi en ekkert svar hefur enn borist. Önnur álitamál Einnig bar ráðherra fyrir sig að svo margt annað en endurgreiðslubyrði kæmi til umfjöllunar í nefndinni að ekki væri fært að bjóða BHM fulltrúa í henni frekar en öðrum hagsmuna- aðilum. Þessi málflutningur ráðherra stenst ekki enda er í fyrsta lagi ekk- ert í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar eða skipunarbréfi nefndarinnar sem bendir til þess að annað komi til skoðunar í nefndinni en lækkun end- urgreiðslubyrði. Í öðru lagi hefur BHM boðið í sáttaskyni að fulltrúi BHM í nefndinni sitji aðeins fundi þegar um endurgreiðslubyrði er fjallað. Í þriðja lagi ætti fullyrðing um að nefndin hafi fleira til skoðunar ekki að koma að sök enda lætur BHM sig varða öll námslánamál. BHM vill reyndar gera kröfu um fulltrúa í stjórn LÍN sem einu heildarsamtök háskólamanna. Til þess er greinilega full ástæða. Margar leiðir Spyrja má hvers vegna BHM vill endilega fá fulltrúa í nefndinni, skipt- ir niðurstaðan ekki mestu máli? Jú, en BHM og samstarfssamtökin hafa skoðað 5–6 mögulegar leiðir til þess að létta endurgreiðslubyrði og vilja eins og lofað var vera með í ráðum um hvaða leið verði ofan á. Sú leið sem var og er enn efst á blaði samtakanna 16 er skattaleiðin, þ.e. að afborganir námslána ásamt vöxtum og verðbót- um verði frádráttarbærar frá skatti eins og vextir af húsnæðislánum. Menntamálaráðherra getur ekki átt frumkvæði að slíkri leið. Þess vegna var öllum erindum samtakanna í kjöl- far kosningaloforðanna beint til for- ystumanna ríkisstjórnarinnar Davíð Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar sem enn hafa ekki virt sam- tökin svars. Vonandi er ekki búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Verður markmiðið líka svikið? Við gagnrýni BHM við nefndarskip- unina í júlí sagði menntamálaráð- herra BHM sýna af sér „fram- hleypni“ og „útúrsnúning“ og lét þess getið að framkoma BHM lofaði ekki góðu um framhaldið. BHM daufheyr- ist við slíkum hótunum en samráðs- skortur ríkisstjórnarinnar dregur óneitanlega úr trausti á því að mark- miðið sjálft léttari endurgreiðslu- byrði námslána verði efnt á kjörtíma- bilinu eins og lofað var fyrir kosn- ingar. Skattaafsláttur Þess vegna er krafa um skattaafslátt vegna afborgana námslána meðal þeirra krafna sem aðildarfélög BHM hafa samþykkt að setja fram sameig- inlega gagnvart fjármálaráðherra sem viðsemjanda í komandi kjara- samningum. Svik við endurgreiðendur námslána? Gísli Tryggvason fjallar um kjaramál BHM ’Þegar þessi grein erskrifuð fyrri hluta sept- ember eru rúmir tveir mánuðir liðnir frá því að menntamálaráðherra skipaði 6 manna nefnd til þess að efna þetta loforð.‘ Gísli Tryggvason Höfundur er framkvæmdastjóri BHM. HÁKON Ólafsson, forstjóri Rb, fer mikinn í grein sinni um meinta aðför Rannsóknasjóðs að rann- sóknastofnunum at- vinnuveganna. Honum tekst hins vegar að fara rangt með allt sem máli skiptir. Hann full- yrðir að til hafi staðið í upphafi lagasmíðar um vísindamál að útiloka sérfræðinga ríkisrek- inna rannsóknastofn- ana frá því að sækja í Rannsóknasjóð. Því hafi fengist breytt þeg- ar skipt var um menntamálaráðherra. Þetta er alrangt. Það sem stóð til er það sem gert var. Umsækjendur um styrki úr Rann- sóknasjóði eru bæði metnir á eigin forsendum og þeirri aðstöðu sem þeir búa við að ógleymdum gæðum verkefna. Þetta er farsælasta leiðin og vonandi er ekki ágreiningur um hana. Þrír menntamálaráðherrar hafa komið að rannsóknamálum síð- an Björn Bjarnason setti fram hug- mynd um vísinda- og tækniráð og lög um Rannsóknasjóður urðu til. Eg fullyrði að allir hafi þeir borið hag rannsókna í landinu fyrir brjósti og hafni sérhagsmunagæslu af því tagi sem grein Hákonar ber því miður keim af. Skemmtilegasti kafl- inn í grein Hákonar er um pennastrikið sem breytir nú skyndilega möguleikum sérfræð- inga rannsóknastofn- ana til að sækja um eig- in laun úr sjóðnum. Það vill svo til að ákvæðið sem Hákon nefnir máli sínu til stuðnings var tekið orðrétt upp úr reglum Rannsókna- sjóðs í fyrra og einnig reglum forvera hans eins langt og elstu menn muna. Þetta kalla eg óvænta breytingu! Þrátt fyrir meirihluta prófessora í stjórn Rannsóknasjóðs sem reynir í sífellu að ýta ríkisreknum rann- sóknastofnunum út úr Rannsókna- sjóði samkvæmt Hákoni hefur um- rætt ákvæði nú samt verið endur- ritað á einfaldara máli sem allir skilja. Þeir sem lesa leiðbeiningar sjóðsins á heimasíðu Rannís munu sjá að ekkert hefur breyst hvað þetta varðar. Enda stóð það ekki til. Stjórn Rannsóknasjóðs mun eftir sem áður halda áfram á þeirri braut að tryggja framgang bestu verkefna sem sótt er fyrir í sjóðinn óháð upp- runa þeirra. Málefni rannsókna og þróunar hafa siglt í meðbyr undanfarið og vonandi helst leiðið. Málflutningur af því tagi sem eg hef rætt hér er ekki líklegur til frekari landvinninga. Rugl um Rannsóknasjóð Hafliði Pétur Gíslason svarar Hákoni Ólafssyni ’Það vill svo til aðákvæðið sem Hákon nefnir máli sínu til stuðnings var tekið orð- rétt upp úr reglum Rannsóknasjóðs í fyrra og einnig reglum for- vera hans eins langt og elstu menn muna.‘ Hafliði Pétur Gíslason Höfundur er formaður stjórnar Rannsóknasjóðs. Í FRÉTTABLAÐINU 7.9. mátti lesa þessa frétt: „Sauðamessa fyrir alla fjölskylduna.“ Sauðfé verður rekið endilangt í gegnum Borg- arnes á laugardag á fjölskylduhátíð helgaðri sauðkindinni og lamba- kjötsáti. Hátíðinni er ætlað að sýna sauðkindinni þá virðingu sem hún á skilið.“ O.s.frv. Lítum nánar á þessi skrif. Það er mikil örvænting í þessum fáu orð- um. Allt á að gera til að afsaka of- beit og beingreiðslur. Efna til há- tíðar og draga skepnurnar inn í bæ til sýnis, eins og verið sé að kynna nýja dýrategund og halda svo sauðamessu, slátra fórnarlambi og éta. Svona trúarlegt yfirbragð yfir öllu. Allt rollunni til heiðurs! En heiðurinn er samt ekki fólginn í neinu öðru en að éta afkomendur hennar og síðar hana, gamla og lúna, eftir að hún, „endilöng“ sem hún er, hefur verið rekin gegnum bæinn! Hef reyndar aldrei séð endilangt sauðfé. Það verður kannski svoleiðis eftir að hafa ark- að um endilangt landið, í mörg sumur, í leit að síðustu þjóðar- blómunum. Sama kvöld fékk Baldvin, kjöt- sali, Jónsson seinni hluta Kastljóss- ins algjörlega til umráða, til að aug- lýsa eina kindakjötssöluherferðina enn, sem fólgin er í því að bjóða er- lendum kaupmönnum, kokkum og fjölmiðlafólki, á okkar kostnað, í ferðalag til Íslands. Í þeirri ferð á að afsaka ofbeit með því að skella gestunum í göngur og réttir og hitta þar „skemmtilega og úrræða- góða bændur“. Voða gaman, ís- lenskt brennivín, söngur og „alles“. Víst eru til skemmtilegir bændur en úrræðagóðir eru þeir ekki. Ef þeir væru það væru þeir löngu bún- ir að losa sig úr átthagafjötrum ríkisstjórnarinnar, sem felast í því að borga með þeim svo þeir eigi ekki möguleika á heilbrigðri sam- keppni og góðri afkomu. Fátækir skulu þeir vera til frambúðar. Öllum hugsanlegum áróðurs- brögðum er beitt við að reyna að selja rollukjöt, sem framleitt er á okkar kostnað og gróðurs landsins. Er þér sama? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi, melteigur@simnet.is. Algjör örvænting Frá Margréti Jónsdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.