Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 9 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Tweed dragtirnar komnar Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Sérhönnun st. 42-56 Fataprýði Verið velkomnar Nýtt merki Falleg vara Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Glæsilegt úrval af Str. 42-60 fatnaði frá 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 14,179,846 kr. 2,835,969 kr. 283,597 kr. 28,360 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10,921,003 kr. 2,184,201 kr. 218,420 kr. 21,842 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10,469,886 kr. 2,093,977 kr. 209,398 kr. 20,940 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1,766,090 kr. 176,609 kr. 17,661 kr. Innlausnardagur 15. september 2004 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1.76608985 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1.36081525 Dömu öklaskór reimaðir TILBOÐ Litur: Svört Stærðir: 36-41 Litur: Hvítt og svart Stærðir: 36-41 Suðurlandsbraut 54, sími 533 3109 Verð áður 2.995 kr. Verð nú 1.995 kr. Dömu stígvél reimuð Verð áður 3.995 kr. Verð nú 2.495 kr. Haustveiðingengurvonumframar og vætutíðin að und- anförnu hefur stór- bætt vatnsstöðu víð- ast hvar. Það hefur hleypt lífi í veiðiskap- inn þótt kalsamt sé að standa í veiðiskap í slíku veðri. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, var í Hallá fyrir fáum dögum og fékk níu laxa, þar af einn 13 punda leginn hæng. „Vatnsleysi hefur hamlað nokkuð Hallá í sumar, en það er tals- verður lax í ánni og aðstaða öll hin ágæt- asta. Ég náði níu löx- um á rúmlega einum veiðidegi og dró mig þá í hlé, hefði vel getað veitt talsvert fleiri. Þessi 13 punda var 93 cm og ég hélt fyrst að hann hlyti að vera mun þyngri, en svo kom hann á land og þá var hann svona leginn og þunn- ur,“ sagði Stefán. Skot í Stóru-Laxá Hin árlegu skot á neðstu svæð- um Stóru-Laxár í september eru hafin. Holl sem þar var fyrir skemmstu var komið með 15 laxa og átti þó eina vakt eftir. Hollið á undan var einnig í ljómandi mál- um og mál manna að lax sé nú kominn í flesta eða alla gildandi hylji á svæðum 1–2, þar sem menn sáu varla sporð lengst af sumars í afgerandi vatnsleysi. Þá er fiskur farinn að gera vart við sig ofar, t.d. veiddust um helgina 5 laxar á einum degi á svæði 3. Á öllum svæðunum er mest verið að landa 5–7 punda löxum, en það eru nokkrir 12–13 punda og einn 18 punda úr Flatastreng var stærst- ur. Góðir dagar Það eru víða góðir dagar á bökkum vatnanna. Veiðimaður einn sem var t.d. einn og hálfan dag í Svartá landaði 9 löxum og annar sem fór í Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi fékk 5 stykki, upp í 11 pund. Þá var holl í Hrolleifsdalsá um síðustu helgi sem landaði fjórum nýrunnum löxum auk nokkurra sjóbleikja. Birtingar að ganga Sjóbirtingsveiði gengur víða að óskum, t.d. eru hollin í Geirlandsá að fá 10 til 20 fiska hvert, væna fiska, þó engan enn yfir 10 pund. Fín skot hafa einnig verið í Vatna- mótum og Tungufljóti að und- anförnu. Víða lífleg veiði Stefán Sigurðsson ásamt Matthíasi syni sínum, með stóran lax úr Hallá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HIN grískættaða Vassula Ryden er væntanleg hingað til lands hinn 3. október nk., en hún er þekkt meðal kristinna manna víða um heim. Skúli Þorvaldsson, sem stendur að komu Ryden hingað til lands, segir að Guð vinni í gegnum Ryden, hún sé í dag- legu sambandi við hann og hafi skrif- að fjölda bóka með orði Guðs. Skúli segir sögu Ryden áhuga- verða, hún var ekki sérlega trúuð þegar Guð nálgaðist hana þegar hún var í Bangladesh árið 1984. Skúli segir hana vera í daglegu sambandi við Guð, og hann hafi beðið hana að þjóna sér með því að koma orðum hans til fólksins. Skúli tekur fram að Ryden sé ekki að hagnast neitt á þessari starfsemi, hún hafi engar tekjur og lifi í raun á launum eig- inmanns síns. „Það er búið að gefa 12 bindi út og þýða þau á 40 tungumál. Þetta er bara Guðs orð, Guð er bara að tala til fólks í dag á áhrifaríkan hátt og not- ar þessa konu sem verkfæri, eða vitni. Hún meðtekur skilaboð á hverjum degi þannig að hún sér Drottin með augum sálarinnar, og fær svona innri sýn. Hún lokar aug- unum og heyrir rödd Drottins, Jesú og Maríu meyjar. Svo er einhver kraftur sem hreyfir höndina á henni þegar hún skrifar, þetta er ekki hennar rithönd. Hún hefur reynt að streitast á móti en það þýðir ekkert,“ segir Skúli. Vitnaði í Biblíuna án þess að hafa lesið hana Skúli segir að engum rithandar- sérfræðingum hafi tekist að sýna fram á annað en það sé eitthvert annað afl en Ryden sem skrifi henn- ar texta þegar hún skrifar orð Drott- ins, né hafi nokkur geta fundið rang- færslur í skrifum hennar. Hann segir hana ekki hafa lesið Biblíuna áður en Guð nálgaðist hana, en engu að síður vitnar hún í hana. Hún skrif- ar á ensku, sem er hennar besta tungumál, og segir Skúli að sumum orðunum sem hún skrifi þurfi hún að fletta upp í orðabók til að skilja hvað þau þýði. Skúli ákvað sjálfur að standa að komu Ryden hingað til lands, en hann tekur fram að hún sé ekki hluti af neinum sérstökum söfnuði. „Mér finnst það svo stórkostlegt að Guð sé að tala við okkur á okkar tímum, Ryden er af mörgum álitin merkileg- asta vitnið sem uppi hefur verið á þessari og síðustu öld,“ segir Skúli. Ryden hefur ferðast mikið síðustu ár, og er Ísland sjötugasta landið sem hún heimsækir. Hún hefur hald- ið yfir 700 kynningar á ferðalögum sínum, og mun ræða við og svara spurningum áhugasamra hér á landi í Hallgrímskirkju hinn 3. október nk. kl. 19.30. Vassula Ryden væntan- leg hingað til lands Í daglegu sambandi við Guð Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.