Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Taka 2. Við viljum ekki kjósa. Nemendur í 10.bekk í Reykjavíkstóðu sig betur en nemendur annarra lands- hluta í öllum samræmdum prófum sl. vor. Prófað var í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúru- fræði og samfélagsgrein- um. Í nýrri skýrslu Náms- matsstofnunar segir að samanburður milli lands- hluta eigi helst rétt á sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Prófin séu valfrjáls og nálega allir nemendur hafi tekið próf í þessum námsgreinum. Í þessum þremur grein- um var munurinn milli nemenda í Reykjavík og í öðrum landshlutum mestur í ensku en minnstur í stærðfræði. Nemend- ur í Norðvesturkjördæmi fengu að meðaltali lægstu einkunnina í íslensku og ensku en nemendur í Suðurkjördæmi voru með lægstu meðaleinkunnina í stærðfræði. Á öllum þremur prófunum stóðu nemendur í Suðvesturkjördæmi sig næstbest. Stærðfræði erfiðust Landsmeðaltal í íslensku var 6,8, í stærðfræði 5,8, í ensku 7,0, í dönsku 6,5, í náttúrufræði 6,3 og í samfélagsfræðum 6,3. Alls voru rúm 20% nemenda í dönsku undir 5 í einkunn á sam- ræmdu prófi í ár, í íslensku var hlutfallið tæp 8%, í ensku rúm 13%, í náttúrufræði rúmt 21% og 18% í samfélagsfræðum. Líkt og undanfarin ár var hlutfall þeirra sem ekki náðu 5 í einkunn hæst í stærðfræði. Tæp 35% þeirra sem þreyttu prófið náðu ekki tilskil- inni lágmarkseinkunn. Þess ber að geta að svipað hlutfall nem- enda hefur ekki náð fimm í ein- kunn í samræmdu prófi í stærð- fræði síðustu ár. Árið 1998 var hlutfallið rúm 27% og 1999 34,5%. Árið 2000 var hlutfallið óvenju- hátt, tæp 46%, árið 2001 32,5% og 2002 og 2003 36,5%. Samkvæmt nemendaskrám voru 2389 piltar og 2219 stúlkur í 10. bekk. Hærra hlutfall stúlkna en pilta þreytir próf í öllum grein- um nema náttúrufræði. Stúlkur standa sig vel Stúlkur eru með hærra hlutfall hárra einkunna í íslensku, stærð- fræði og dönsku en strákar. Að sama skapi er lægra hlutfall stúlkna með lágar einkunnir í þessum greinum. Undan er skilin stærðfræðin þar sem hlutfall lágra einkunna er jafnt milli kynjanna, en piltar aftur á móti með hærra hlutfall miðlungsein- kunna. Í ensku snýst þetta við, álíka hátt hlutfall kynjanna er með einkunn í meðallagi en hærra hlutfall pilta er með háar ein- kunnir og að sama skapi lægra hlutfall pilta með lágar einkunnir. Í hinum eiginlegu valgreinum, náttúrufræði og samfélagsgrein- um, er talsvert hærra hlutfall stúlkna með lágar einkunnir. Hærra hlutfall pilta er með ein- kunnir í meðallagi og háar ein- kunnir. Stúlkur í 10. bekk í Reykjavík stóðu sig betur en aðrir nemend- ur, skipt eftir kynjum og lands- hlutum, í íslensku og stærðfræði. Hins vegar stóðu strákarnir í Reykjavík sig betur í ensku og kynbræður þeirra í Suðvestur- kjördæmi náðu næstbesta ár- angrinum. Athygli vekur að stelp- ur í öllum landshlutum eru betri en strákarnir í íslensku og stærð- fræði. Hins vegar eru strákarnir með betri meðaleinkunn eða jafn- góða í ensku. Námsmatsstofnun hefur breytt framsetningu meðaltala grunn- skóla á samræmdum prófum. Meginástæða er sögð sú að í al- mennri umræðu eru meðaltöl skóla á samræmdum prófum nær alltaf tengd ályktunum um innra starf skólanna. Þegar einungis sé horft á meðaltölin sjálf sé ógern- ingur að greina milli áhrifa af starfi skólans, námsgetu ein- stakra nemenda og félagslegra þátta sam tengjast nemendum. Tekinn hefur verið upp normal- dreifður einkunnastigi sem hefur meðaltal 30. Lægsta einkunn er skilgreind sem 0 en sú hæsta sem 60. Þessi einkunnastigi er notaður til að skoða árangur einstakra skóla, en hann er einnig notaður til að bera saman árangur nem- enda eftir kynjum og landshlut- um. Þegar skólar á höfuðborgar- svæðinu með fleiri en 36 nemendur eru skoðaðir kemur í ljós að nemendur í Hvassaleitis- skóla stóðu sig best í íslensku með meðaleinkunnina 38. Meðalein- kunn í Valhúsaskóla var 35,8 og 35,7 í Hlíðaskóla. Í stærðfræði stóðu nemendur í Háteigsskóla sig best með 38 í meðaleinkunn. Í Kópavogsskóla var meðalein- kunnin 37 og 36,4 í Vogaskóla. Slakt gengi í Fellaskóla Slökustu nemendurnir í ís- lensku, í skólum með 36 nemend- ur og fleiri á höfuðborgarsvæðinu, voru í Fellaskóla með meðalein- kunnina 24,4. Nemendur í Öldu- túnsskóla náðu 25,3 í meðalein- kunn og 25,8 í Engjaskóla. Í stærðfræði stóðu nemendur í Fellaskóla sig einnig síst með ein- kunnina 25,3. Í Hólabrekkuskóla var meðaleinkunnin 25,7 og 26,2 í Engjaskóla. Fréttaskýring | Samræmd próf í 10. bekk í vor Góður árang- ur í Reykjavík Stúlkur standa sig betur en strákar í ís- lensku, stærðfræði og dönsku Strákar fengu hærri einkunn í ensku. Nemendur í Hvassa- leitisskóla stóðu sig best  Nemendur í 10. bekk í Hvassa- leitisskóla stóðu sig áberandi best á samræmdu prófi í íslensku í vor yfir skóla með fleiri en 35 nemendur. Nemendur í Háteigs- skóla stóðu sig best í stærðfræði, en Vogaskóli og Kópavogsskóli náðu þar einnig góðum árangri. Í Reykjavík og nágrenni voru nemendur í Fellaskóla bæði með lægstu meðaleinkunn í íslensku og stærðfræði. Engjaskóli kom líka illa út í þeim samanburði. bjorgvin@mbl.is VESTUR-ÍSLENSKA blaðið Lögberg-Heimskringla hefur tek- ið miklum breytingum að und- anförnu og af því tilefni er hægt að nálgast það á slóðinni www.logberg.com næstu daga án greiðslu. Lögberg-Heimskringla er gefið út í Winnipeg í Kanada. Það er elsta blað þjóðarbrots í Kanada og hugsanlega það elsta í Norður- Ameríku. Heimskringla var stofn- að 9. september 1886 og Lögberg 14. janúar 1888. Þessi vikublöð voru sameinuð 20. ágúst 1959 og frá nýliðnum áramótum hefur blaðið komið út á tveggja vikna fresti. Steinþór Guðbjartsson tók við ritstjórn blaðsins í mars sl. og hefur hann lagt áherslu á að vekja athygli á fólki af íslenskum ættum víðs vegar í Norður-Am- eríku sem og starfsemi Íslend- ingafélaga. „Lögbergi-Heims- kringlu ber að varðveita og efla íslenska menningu í Vesturheimi og liður í því starfi er að heim- sækja fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku, kynna blaðið og greina frá því sem þetta fólk er að gera,“ segir Steinþór. Að sögn Steinþórs hefur fjár- hagsstaða blaðsins verið bágborin frá upphafi og hún vó þyngst í sameiningu blaðanna fyrir 45 ár- um. „Útgáfan hefur verið erfið en dugmikið fólk hélt blöðunum gangandi og Lögbergi-Heims- kringlu eftir sameininguna. Það er í raun með ólíkindum að þetta hafi tekist en fyrir vikið er nú lag til að koma útgáfunni á réttan kjöl. Ákveðin kynning hefur verið í gangi að undanförnu og frír að- gangur að blaðinu á Netinu um þessar mundir er liður í þeirri kynningu,“ segir Steinþór. Lögberg-Heimskringla ókeypis á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.