Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN Innritun stendur nú yfir í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni: www.gitarskoli-olgauks.is eða í skól- anum á innritunartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00 til 17:00. Einnig sendum við upplýsingabækling þeim sem þess óska. INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 3000 á önn 588-3630 588-3730 ww w.g itar sko li-o lga uks .is Sendum vandaðan upplýsingabækling Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is ÞAÐ eru töluverð tíðindi fyrir okk- ur tæknifræðinga að heyra af hug- myndum um sameiningu Tæknihá- skóla Íslands og Há- skólans í Reykjavík. Stjórn Tæknifræðinga- félags Íslands hefur af því áhyggjur að fyrir- huguð sameining komi til með að bitna á tæknifræðináminu og menntun íslenskra há- skólamenntaðra tækni- manna verði einsleitari en nú er. Málefni Tækniskóla Íslands voru mikið til umræðu um nokkurra ára skeið áður en ný lög um skólann tóku gildi árið 2002. Á þeim tíma sendu stjórnir Tæknifræðingafélags Íslands og Verkfræð- ingafélags Íslands frá sér ályktanir um að sameina ætti verk- fræðideild Háskóla Ís- lands og Tækniskóla Íslands, sem síðar varð Tækniháskóli Íslands. Töluvert var unnið í málinu af hálfu stjórna félaganna en það hlaut ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum. Síðastliðið vor tilkynntu forsvars- menn Háskólans í Reykjavík að til stæði að bjóða nám í verkfræði við skólann frá hausti 2005. Einnig varð ljós áhugi Háskólans á Bifröst og Há- skólans á Akureyri á að bjóða upp á nám í verkfræði. Reyndar var aðeins talað um að bjóða þriggja ára nám, eða nám til B.Sc.-prófs í verkfræði. Á námsstefnu sem Verkfræðingafélagið stóð fyrir um menntunarmál verk- fræðinga kom fram eindregin and- staða við þessi áform og talið að hags- munum verkfræðinga væri betur borgið í einum öflugum háskóla. Sérstaða tæknifræðinnar Frá sjónarhóli Tæknifræðingafélags Íslands er það jákvætt að Mennta- málaráðuneytið skuli vilja koma því til leiðar að skólar starfi saman og hugsanlega sameinist. Aftur á móti teljum við að margt beri að varast og hafa tæknifræðingar sérstakar áhyggjur af stöðu tæknifræðimennt- unarinnar í þessari umræðu. Mér er ekki ljóst hvers vegna þeir háskólar sem eru að leita nýrra tæki- færa líta ekki til tæknifræðinnar, jafnvel frekar en verkfræðinnar. Reyndar er það svo að tæknifræð- ingar og verkfræðingar vinna saman hlið við hlið að úrlausn verkefna og fyrir leikmenn er erfitt að gera sér grein fyrir hvað skilur þar á milli. Aft- ur á móti hefur tæknifræðin dýr- mæta sérstöðu sem má ekki fara for- görðum. Þegar Tækniskóli Íslands var stofnaður fyrir 40 árum var það eitt af meginmarkmiðunum að gefa iðnaðarmönnum kost á framhalds- námi sem væri lagað að íslenskum að- stæðum og um leið að brúa bilið milli iðnmenntunar og háskólanáms. Til að auðvelda iðnaðarmönnum að hefja nám í tæknifræði við Tæknihá- skólann hefur frá upphafi verið rekin raungreinadeild þar sem nemendur hafa getað stundað nám í raungreinum og tekið svokallað raungreina- deildarpróf sem er ígildi stúdentsprófs á raun- greinasviði. Það próf hefur jafnframt veitt réttindi til að hefja nám við Verkfræðideild HÍ. Tæknifræðingafélagið telur mikilvægt að áfram verði boðið upp á þennan möguleika fyrir iðnaðarmenn og þá ein- staklinga sem hafa verið á vinnumarkaði um nokkurt skeið. Fjölbreytnin er dýrmæt Nám í verkfræði annars vegar og tæknifræði hins vegar er byggt upp á ólíkan hátt. Nám í tæknifræði er þrjú og hálft ár, nám í verkfræði er fimm ár. Kröfur til aðfaranáms eru ólíkar. Til að hefja verkfræði- nám verða nemendur að hafa lokið stúdentsprófi en til að hefja tæknifræðinám er gerð krafa um sveinspróf eða tveggja ára starfsreynslu, auk stúdentsprófs eða raungreinadeildarprófs. Í stuttu máli má segja að meginmunurinn á nám- inu felist í því að í tæknifræðinámi er lögð áhersla á verkefnabundið, hag- nýtt nám en verkfræðinámið er fræðilegra. Þetta tryggir fjölbreytni meðal tæknimenntaðra manna sem ég tel vera mikil verðmæti. Til fróð- leiks má geta þess að tæknifræðingar öðlast sömu réttindi til hönnunar- starfa á verkfræðistofum eftir 3,5 ára nám og verkfræðingar eftir 5 ára nám. Aðsókn aukist að tæknifræði Á hinum Norðurlöndunum eru tæknifræðingar mun fleiri en verk- fræðingar. Hér á landi er þessu öfugt farið einhverra hluta vegna. Á vegum Tæknifræðingafélagsins hefur mikið verið gert til þess að auka aðsókn að tæknifræðinni. Segja má að með nýj- um lögum um Tækniskólann og það að skólinn varð Tækniháskóli Íslands hafi fyrst orðið breyting á. Aðsókn að skólanum hefur stóraukist og áhugi á tæknifræðinámi er vaxandi. Í umræðum um sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík er nauðsynlegt að fram komi hvort kenna eigi tæknifræði við sameinaðan háskóla eða eingöngu verkfræði til B.Sc prófs. Ljóst er að fjölbreytni í menntun tæknimanna er til góðs fyrir atvinnulífið og þjóðfélag- ið í heild. Tæknifræði í nýjum Tækniháskóla Einar H. Jónsson fjallar um Tækniskólann og sameiningaráform Einar H. Jónsson ’MálefniTækniskóla Ís- lands voru mik- ið til umræðu um nokkurra ára skeið áður en ný lög um skólann tóku gildi árið 2002.‘ Höfundur er formaður Tæknifræð- ingafélags Íslands. Fréttasíminn 904 1100 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.