Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 33 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, og 8. Ein steiktasta grínmynd ársins SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I .  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 10. KRINGLAN sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. B.i 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 6, og 8. B.i 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. b.i. 12 ára ÁLFABAKKI kl. 10.10 B.i 14 ára. Ein steiktasta grínmynd ársins KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10.20 Lífið er bið Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . r r l f s t ri t J s.   ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 b.i. 14 ThePrince and me Tom HanksT s Catherine Zeta Jonesi Tilkynning frá Heilsugæslunni í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi Heilsugæslan Barónsstíg 47, 101 Reykjavík sími 585-1300 www.hr.is 13. september 2004 Síðdegismóttökur hafa verið starfræktar á flestum heilsugæslustöðvum þessara sveitarfélaga um nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. Af óhjákvæmilegum ástæðum verður breyting á þjónustunni fram til áramóta þannig að takmarka þarf fjölda þeirra sem geta komið á þessar móttökur. Fólki sem hyggst koma á síðdegismóttökur heilsu- gæslustöðvanna er því bent á að hafa samband símleiðis við viðkomandi stöð til þess að fá upplýsingar um fyrrkomulag móttökunnar og eða tímapantanir. Heilsugæslan mun áfram geta sinnt langflestum sem þurfa á þjónustu síðdegis að halda. Okkur þykir miður að til þessarar skerðingar þurfi að koma en væntum þess að viðskiptavinir okkar sýni þessu skilning. Jafnframt er bent á að Læknavaktin Smártorgi er opin frá kl. 17 alla virka daga. FLUGSTÖÐ, nánar tiltekið JFK í New York, er bakgrunnur nýjustu myndar Stevens Spiel- bergs. Hún er að sjálfsögðu tekin tekin í kvik- myndaveri og sviðsmyndirnar einkar glæsi- legar líkt og öll tæknivinna, tónlist, klipping, fagmennskan hvarvetna ráðandi hvert sem litið er – utan handritið. The Terminal fjallar um Viktor Navorski (Tom Hanks), flugfarþega frá Krakoziu (uppdiktuðu austantjaldslandi), í stuttri heimsókn til Bandaríkjanna. Á leiðinni yfir hafið er gerð uppreisn í Krakoziu, Viktor er skyndilega landlaus, með ógilt vegabréf og verðlausa peninga. Nú upphefst langur biðtími, hann fær ekki að stíga yfir þröskulda JFK fyrr en bandarísk stjórnvöld viðurkenna bylting- arstjórnina. Það gerist ekki í bráð. Söguþráðurinn getur staðið undir sóma- samlegu gamandrama og er lauslega byggður á hremmingum sem hentu Íraka á De Gaulle- flugvelli við París. Það var síðla á níunda ára- tugnum, gott ef hann situr þar ekki enn, búinn á sálinni. Atburðarásin í The Terminal á ekkert skylt við veruleika, því síður heillandi og mann- legt andrúmsloftið sem einkenndi verk snillinga á borð við Frank Capra og Spielberg er ber- sýnilega að rembast við að endurskapa. Hann leggur sig allan fram við að ganga í augun á okkur, reynir að smjúga inn undir skrápinn og hrífa okkur með sér inn í symbólska veröld „litla mannsins“ gegn kerfinu í flugstöðinni, en vant- ar tilfinninguna. Maður finnur frekar fyrir snert af flugstöðvarþreytu í lok rösklega tveggja tíma langrar myndarinnar en að The Terminal snerti mann á nokkurn hátt. Spielberg er einfaldlega um megn að fjalla um raunveruleikann, sírópið Draumaverksmiðjunnar hefur heltekið hug hans allan. Spielberg er með snjallari spennu- myndaleikstjórum, það sýndi sig í Minority Report, en dagar hans sem raunsæismanns sem getur skapað dramatíska hrifningu,virðast tak- markaðir og gamanmyndir eru honum ofviða sem fyrr. The Terminal vekur upp minningar vandræðagangs Always, Empire of the Sun, The Color Purple, 1941, og bitleysisins í Catch Me If You Can. Tom Hanks heldur The Terminal gangandi með gamalkunnum töfrabrögðum leikara sem allir vegir eru færir. Þrátt fyrir að persónan sem hann túlkar er undarlegasta klisjusúpa er Hanks ótrúlega sannfærandi Viktor landlausi. Fyrstu mínúturnar lofar myndin góðu. Viktor er aðeins mælandi á eigin tungu, það skilur eng- inn þessa lúðalegu hornreku sem hreiðrar um sig við eitt hliðið í flugstöðvarbyggingunni. En – Viktor reynist vitaskuld enginn venjulegur lúði með sjálfsbjargarviðleitni, við erum jú að horfa á afurð ævintýrasmiðju Spielbergs þar sem allt er dísætt og notalegt og endar svo huggulega. Okkar maður er því ekki lengi að ná sér á strik; Nær tökum á enskunni á svipstundu, verður goðsögn meðal brauðstritara í byggingunni, fær launað starf, því hann reynist ekki aðeins þús- undþjalasmiður heldur valmenni sem öllum vill vel. Lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi, bjargar jafnvel ástamálum manna og verður að lokum sjálfur skotinn í glæsikvendinu Ameliu (Catherine Zeta-Jones). Yfirvöldin eru ekki frýnileg í þessari heims- mynd. Þau holdgerast í flugstöðvarstjóranum Frank Dixon (Stanley Tucci), smámunasömum og vanhæfum kerfiskalli sem stórleikarinn gerir að aumkunarverðu mannkerti. Undarlegt hlýt- ur að teljast að gera árvekni flugvallaryfirvalda að viðamiklu aðhlátursefni á þessum síðustu og verstu tímum viðloðandi ótta og hryðjuverka. Dulbúnar auglýsingar frá fyrirtækjum eins og Burger King og Hugo Boss eru óvenju áber- andi, þær lækka sjálfsagt framleiðslukostn- aðinn en koma eins og skrattinn úr sauðar- leggnum þegar jafnvandvirkur og metnaðar- fullur listamaður og Spielberg á í hlut. Aukaleikararnir eru flestir til bóta en nær- vera hinnar tignarlegu frú Zeta-Jones-Douglas í hlutverki þolinmóðs viðhalds saurlífisseggs og slitinnar flugfreyju sem verður spennt fyrir lúð- anum Viktor, minnir á Marsbúa, engu líkara en hún hafi villst inn í atburðarásina úr annarri mynd. Þrátt fyrir vankantana á The Terminal þokkalega spretti og hefði örugglega hitt mun betur í mark sem jólamynd. Sem Spielberg- mynd veldur hún engu að síður gömlum aðdá- anda hans vonbrigðum. Leikstjórinn á að gera miklu betur – en fyrst verður hann að komast niður á jörðina. Nýju fötin frá Boss KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalleikendur: Tom Hanks, Catherine Zeta-Jones, Stanley Tucci, Barry Shabaka Henley, Rumar Pallana. 125 mínútur. Bandaríkin. 2004. Flugstöðin (The Terminal)  Meira raunsæi en Spielberg getur valdið? Tom Hanks og Catherine Zeta-Jones í The Terminal. Sæbjörn Valdimarsson NORSKIR gagnrýnendur eru hrifnari af nýjustu plötu Bjarkar en þeir sænsku. „Jaðrar við stór- slys,“ segir gagnrýnandi sænska dagblaðsins Dagens Nyheter um nýjustu plötu Bjarkar, Medúllu, en gagnrýnendur norska Dagbladet og Aftenposten nota orð eins og heillandi og ótrúlega falleg um tónlist Bjarkar. Gagnrýnandi DN segir að Vespertine hafi verið frábært dæmi um góða popptónlist fyrir venjulegt fólk. Best sé hins vegar hægt að lýsa tónlistinni á Medúllu sem óaðgengilegri og fyrir óvenju- legt fólk. „Hins vegar er eitthvað seiðandi við það að jaðra við stór- slys,“ segir í DN. „Það er ekki þægilegt, þvert á móti, en það er örugglega ekki leiðinlegt.“ Björk er sögð ganga skrefi lengra en aðrir listamenn sem gert hafa plötur með söng án undir- leiks. Og gagnrýnandi DN spyr hvað platan muni þýða fyrir feril Bjarkar. Hann segir erfitt að sjá hvernig hún á að endurheimta stöðu sína meðal poppstjarnanna eftir að hafa stigið þetta skref. Í Göteborgs Posten fer tónlist- argagnrýnandi hörðum orðum um Björk og segist næstum frekar vilja hlusta á plötu með hvala- hljóðum eins og seldar eru í nýald- arbúðum, heldur en plötu Bjarkar, þar sem tónlistin er skrýtin og fá- ránleg. „Það er alltaf erfitt að láta sér líka við nýja plötu frá Björk“, seg- ir gagnrýnandi norska Dagbladet, en honum finnst platan tælandi, heillandi en inn á milli stórkost- lega pirrandi. „Medúlla á skilið að hlustandinn reyni að pikka upp lásinn á henni, þó að það sé erfitt“, segir hann og bendir á að hlustun- in sé þolinmæðisverk og platan muni verða elskuð og hötuð. Í Aftenposten kemur fram að fólk annaðhvort elski tónlist Bjarkar eða hati. Með sjöundu plötu sinni helli Björk sjálf olíu á eldinn. „Þeir sem hata hana geta áfram haldið sig fjarri, því þetta er ekki poppstjarnan Björk. Samt sem áð- ur er tónlistin á Medúllu miklu meira en eitthvert samtímaverk- efni og er oft ótrúlega falleg.“ Björk | Medúlla fær misjafna dóma á Norðurlöndum „Seiðandi stórslys“ Gautaborg. Morgunblaðið. Tónlist Bjarkar hefur löngum skipt mönnum í tvo horn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.