Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nýja tungl dagsins er upplagt til að strengja ný heit um að bæta heilsuna. Hvernig væri að hætta versta ávanan- um? Nýja tunglið í dag er upplagt til að strengja heit um að bæta heilsuna. Hvers vegna ekki að ákveða að hætta einum af verstu ávönunum? Naut (20. apríl - 20. maí)  Það skiptir miklu að þú metir sköp- unarhæfileika þína, sama hvert lífsvið- urværi þitt er. Til að byrja á því gerðu þá eitthvað þér einungis til skemmtunar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hvert nýtt tungl er góður tími til að strengja heit. Og nú er kominn tími til að þú breytir til batnaðar öllu þínu heimilis- og fjölskyldulífi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hefurðu haft samband við systkini þín nýlega? Ekki láta fýlu eyðileggja fyrir í fjölskyldunni. Fyrirgefðu fólki og slak- aðu á um leið og þú sýnir fólki að þér þykir vænt um það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hvað geturðu gert til að fækka útgjalda- liðum svo þú hafir meira til nauðsynja- kaupa, eða (ef heppnin er með þér) til eyðslu dags daglega. Hugsaðu málið í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru fjórar plánetur (þ.m.t nýja tunglið) í merkinu þínu í dag. Hugsaðu um hvernig þú getur bætt útlitið og skapað betri sjálfsmynd. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir því að það er dýrmætt að eyða tíma með sjálfum sér. Þannig geturðu orðið sjálfs þíns vinur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nýja tunglið í dag er góður tími til að velta fyrir sér vináttu. Vinir þínir hafa mikil áhrif á þig þar sem þeir hafa áhrif á hugsun þína og þar með ákvarðanir sem þú tekur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er tíminn til að meta hvert þú stefnir í lífinu. Ertu á réttri braut miðað við langanir? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Er mögulega eitthvert námskeið eða nám sem gæti haft áhrif á og bætt frama þinn og lífskjör? Í dag er rétti dagurinn til að pæla í því. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er jafnmikilvægt að íhuga hvernig þú getur dregið úr eyðslunni og að auka tekjurnar. Hvað geturðu gert til að grynnka á skuldunum? Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nýja tunglið er besti tíminn fyrir þig til að íhuga hvernig þú getur bætt vinskap og samvinnu. Mundu að þú verður að reynast maka þínum jafnvel og hann reynist þér. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru eftirtektarsöm. Þau eru dugleg og frjó. (Það er eiginlega aðdáunarvert.) Þau gera athugasemdir við umhverfi sitt og senda þær út í umhverfið. Þannig hafa þau margt að gefa heiminum. Samvinna er efst á baugi hjá þeim þetta árið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Félagsstarf Aflagrandi 40, félagsmiðstöð | Félagsvist kl. 14, leikfimi kl. 9, boccia kl. 10. Stefanía og Sheena í vinnustofu kl. 13, allir velkomn- ir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–12, handav. kl. 16.20, smíði kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bridsdeild FEBK Gullsmára | Bridsdeild FEBK Gullsmára mætir til leiks kl. 12.45 alla mánu- og fimmtudaga. Eldri borgarar velkomnir. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Húsið opnað kl. 9 blöðin, rabb og kaffi á könnunni, félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids á mánudag kl. 13, spjall og kaffi kl. 13.30. Línudanskennsla byrjendur kl. 18. Sam- kvæmisdans framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvenna- leikfimi kl. 9.30, 10.20 og 11.15. Opið í Garðabergi kl. 13–17. Hraunbær 105, félagsmiðstöð | Kl. 9-13 postulínsmálun, kl. 9-13 keramik, perlu- saumur, kortagerð, kl. 10 -15 fótaaðgerð, kl.10-11 bænastund. Hæðargarður 31, félagsmiðstöð | Opin vinnustofa, handavinna kl. 9, hárgreiðslu- stofa og bað kl. 9–12, félagsvist 13.30. Allir velkomnir. Sími: 568 3132. Norðurbrún 1, félagsmiðstöð | Kl. 10–11 ganga, kl. 9–12 smíði, kl. 13–16.30 opin vinnustofa, fótaaðgerðastofa er opin mánu– og miðvikudaga frá kl. 9–16, hár- greiðslustofan er opin þriðjudaga og föstu- daga frá kl. 9. Vesturgata 7 | Kl. 9–11 dagblöð og kaffi í setustofu, kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla. Hannyrðir, boccia, leikfimi, hádeg- isverður og kaffiveitingar. Þeir sem eru skráðir í haustferð 14. sept. vinsamlegast sækið farmiðana. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt kl.13, glerbræðsla kl. 13, frjáls spil kl. 13. Fréttir Thyme Maternity verslun fyrir barnshaf- andi konur | Verslunin Thyme Maternity, Hlíðarsmára 17, Kópavogi, er 3 ára í dag. Í tilefni dagsins verður boðið upp á ýmis til- boð en verslunin sérhæfir sig í fatnaði fyrir barnshafandi konur. Verslunin er opin virka daga kl. 11–18 og laugardaga kl. 11–16. Fundir Skátamiðstöðin | Endurfundir skáta hefj- ast að nýju mánudaginn 13. september kl. 12.00 í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ. Verða síðan áfram annan mánudag í mán- uði. Súpa og brauð í boði og einhver fræðsludagskrá. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Starf með sjö til níu ára börnum í Árbæjarkirkju alla mánudaga kl. 15.15. Breiðholtskirkja | Æfing hjá barnakórnum yngri deild kl. 15.30 og eldri deild kl. 16.30. Laugarneskirkja | Alla mánudaga kl. 18.00 er opinn 12 sporafundur. Vinir í bata. Á mánudagskvöldið er auk þess kynningar- fundur á 12 spora hópastarfi sem fram fer öll mánudagskvöld kl. 20.00. Gengið inn um aðaldyr kirkju. Myndlist Bifreiðar og landbúnaðarvélar | Klukkan 17.00 opnar rússneska listakonan Masha Molodykh sýningu á listaverkum sínum. Masha leggur áherslu á portrettmyndir og myndir af landslagi og hundum. Sýningin verður opnuð almenningi á þriðjudag og stendur til laugardagsins 18. sept. Nánari upplýsingar um Möshu á síðunni: www.- myart.spb.ru. Staður og stund http://www.mbl.is/sos  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á „Staður og stund“ undir „Fólkið“ á mbl.is. Meira á mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 labba, 4 kjöts, 7 veslingur, 8 trylltur, 9 jurt, 11 nálægð, 13 fugl, 14 væl, 15 óhreinlyndi, 17 Ís- land, 20 fugl, 22 heyið, 23 sér, 24 kerling, 25 ljós- glætan. Lóðrétt | 1 illkvittin, 2 málmblanda, 3 forar, 4 hrörlegt hús, 5 ber, 6 dimm ský, 10 fljót, 12 fens, 13 amboð, 15 snauð, 16 hljóðfæri, 18 upptök, 19 líffærin, 20 ilma, 21 slæmt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 víðlendið, 8 skútu, 9 skjól, 10 net, 11 merla, 13 innan, 15 borðs, 18 elgur, 21 egg, 22 gilin, 23 Iðunn, 24 snautlegt. Lóðrétt | 2 íbúar, 3 launa, 4 nisti, 5 iðjan, 6 ýsum, 7 flón, 12 lýð, 14 nál, 15 buga, 16 rolan, 17 sendu, 18 Egill, 19 grugg, 20 rönd. HOLLENSKI myndlistarmaðurinn Pieter Holstein, sem sýnir í Safni við Laugaveg um þessar mundir, flytur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi í dag, 13. september, kl. 12.30 í stofu 024. Verk Pieters eru sum í myndasögustíl og virka stundum eins og barnateikningar eða síður í litabók er vísa í einfaldleikanum til umhverfis og hegðunar mannfólksins. Morgunblaðið/Kristinn Pieter Holstein heldur fyrirlestur 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bh4 O-O 7. e3 b6 8. Bd3 Bb7 9. O-O Rbd7 10. Bg3 c5 11. De2 cxd4 12. exd4 dxc4 13. Bxc4 Rh5 14. d5 Rxg3 15. hxg3 exd5 16. Bxd5 Hb8 17. Had1 Bf6 18. De4 Bxc3 19. Bxb7 Dc7 Staðan kom upp á meistaramóti Úkraínu sem lauk fyrir skömmu í Kharkov. Oleg Romanishin (2541) hafði hvítt gegn Valery Neverov (2537) en um bráðabanaskák var að ræða sem réð úrslitum í einvígi þeirra. 20. Hxd7! Dxd7 21. Bc6 Dd6 22. bxc3 Da3 23. Re5 Hbc8 24. c4 Dxa2 25. Bd5 Hc7 26. Rg6 Hd8 27. Re7+ Kf8 28. Rc6 Hdc8 29. Dh7! Hxc6 30. He1 He6 31. Bxe6 Dd2 32. Hf1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. EM ungmenna í Prag. Norður ♠ÁD73 ♥G S/Allir ♦G104 ♣G10932 Vestur Austur ♠KG108 ♠642 ♥865 ♥D972 ♦D73 ♦9652 ♣ÁK6 ♣D8 Suður ♠95 ♥ÁK1043 ♦ÁK8 ♣754 Vestur Norður Austur Suður F. di Bello Marz S. di Bello Szegedi -- -- -- 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Alls tóku 26 þjóðir þátt í Evrópu- móti ungmenna og öðlast 5 efstu rétt til að spila á næsta heimsmeist- aramóti. Þær eru: Pólland, Ísrael, Ungverjaland, Noregur og Frakkland. Ítalir eru núverandi heimsmeistarar ungmenna, en þeim gekk illa í Prag og urðu í 9. sæti. Góður árangur Ung- verja kom nokkuð á óvart, en það er augljóst að þeir eiga snjalla unga menn í sínum röðum. Í spili dagsins varð Ungverjinn Szegedi sagnhafi í grimmum þremur gröndum gegn hin- um ítölsku di Bello bræðrum. Endursögn suðurs á einu grandi átti samkvæmt kerfinu að sýna 15–17 punkta, sem skýrir hina hörðu hækk- un í þrjú grönd. Furio di Bello lagði niður laufkóng í byrjun, en skipti svo yfir í spaðagosa. Szegedi svínaði drottningunni og spilaði hjartagosa. Austur lagði drottninguna á gosann, Szegedi drap, en dúkkaði svo hjarta til austurs. Stelio di Bello tók á lauf- drottningu og spilaði spaða, sem tek- inn var með ás. Sagnhafi á nú átta slagi og virðist neyddur til að svína í tígli. En Szegedi leist illa á þann kost. Hann spilaði tígli á ásinn og tók hjartaslagina. Vestur varð að halda í laufás og Dx í tígli og henti því tveim- ur spöðum. Szegedi sendi þá Furio inn á laufásinn og tryggði sér níunda slag- inn á tígul. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Ídag, mánu- daginn 13. september, er áttræður Helgi Hallgrímsson, fyrr- um vagnstjóri, Akur- gerði 56. Deginum ætlar hann að eyða með fjölskyldu sinni. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.