Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 26
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Lalli lánlausi © LE LOMOMBARD KALLI, MIKIÐ VARSTU LENGI! LEIKURINN ER ALVEG AÐ BYRJA! LÁTTU TOMMA FÁ HANN... HANN Á NEFNILEGA EKKI HANSKA SJÁLFUR... TOMMI? SÝNDU ÞEIM HVERNIG Á AÐ GERA ÞETTA TOMMI! ÞÚ GETUR HORFT Á LEIKINN ÞAÐAN KALLI... TOMMI? ÞAÐ ÞARF AÐ BÆTA ÞENNAN DAG... ÉG VERÐ AÐ JÁTA AÐ ÞETTA ER ÁGÆTIS BÆTING HÉRNA ER RITERÐIN ÞÍN SOLLA. OG HÉR ER ÞÍN KALVIN KALVIN, ÞAÐ VÆRI BETRA EF ÞÚ GÆTIR MERKT RIT- GERÐIRNAR ÞÍNAR MEÐ ÞÍNU NAFNI Í STAÐ ÞESS AÐ SKRI- FA, DRENGUR ÖRLAGANNA. ÞAÐ VÆRI ENN BETRA EF ÞÚ MUNDIR LÆRA Í STAÐINN FYRIR AÐ TEIKNA ÞITT EIGIÐ INNSIGLI DRENGUR ÖRLAGANNA ÞAÐ ER RÉTT, DRENGUR ÖRLAGANNA ALLIR SEM ÉG ÞEKKI SEGJA AÐ ÖRLÖG ÞÍN VERÐI AÐ FÁ SÉR BÚR Í APADEILD Í DÝRAGARÐI ÉG HELD AÐ ÞÍN ÖRLÖG VERÐI AÐ VERA MEÐ TANNLAUST BROS MÁ ÉG FARA Á KLÓSETTIÐ HERRA? ÞAÐ ER ÁKALLANDI! GJÖRÐU SVO VEL LÁRA FJÓÓÓÓÓÓT MAÐUR GETUR ALLTAF REITT SIG ÁTÆKNINA ÞEGAR MAÐUR HEFUR ÁKALLANDI LÖNGUN TIL EINHVERS Dagbók Í dag er mánudagur 13. september, 257. dagur ársins 2004 Víkverji hefur furð-að sig á umræðum um íslenska búning- inn. Víkverji átti ömmu sem vaknaði ekki svo á sunnudags- morgni að ekki væru peysufötin dregin fram, og þeim skrýðst til kirkju. En fyrir ömmu voru peysufötin bara einn þeirra klæðnaða sem voru til almenns brúks í fata- skápnum, þótt vissu- lega væru þau spari- klæðnaður. Það er búið að setja íslenska búninginn á einhvern þann stall sem þjóðargersemi, að það er orðið vandræðalega óþægilegt. Er þetta ekki bara gamaldags fatnaður? Þegar Víkverji skoðaði blaðið sitt í síðustu viku var óvenju mikið um myndir af rússneskum konum. Það sem vakti athygli var klæðnaður þessara kvenna; einhvers konar hag- kaupssloppur sem við er borin skupla, sem undantekningalaust er bundin um höfuðið í hyrnu og hnýtt í hnakkanum. Þetta virðist svo al- gengur klæðnaður eldri kvenna, að halda mætti að um þjóðbúning væri að ræða. Sennilega er hann það þó ekki, en maður spyr sig hvort hann verði það ekki eftir 100 ár ef dætur Rússlands setja sinn nostalgíu- klæðnað á svipaðan stall og við. Kannski Víkverji fái sér svona klæðnað strax. Íslenski búningur- inn er fallegur, og Vík- verja hefur lengi dreymt um að eignast faldbúning með krók- faldi. Það er þó senni- lega borin von, því til að eignast slíkan bún- ing þarf fyrst að sækja vetrarlangt námskeið í þess háttar sauma- skap, og fáir leggja það á sig að sauma slíkan klæðnað á aðra. Ís- lenski búningurinn er orðinn óhöndl- anleg draumsýn fyrir venjulegar konur. Dorrit var flott í skautbúningnum og Þorgerður Katrín glæsileg í upp- hlutnum; jafnvel skotthúfulaus. Og að lokum. Víkverji á bæði skotapils og indverskt sarí, en hefur aldrei dottið í hug að gerast Skoti eða Indverji. Að einhverjum skuli detta í hug að útlendingar, „jafnvel“ blökkukonur, geti ekki klæðst ís- lenskum búningi er hneisa, og lýsir engu öðru en heimóttarskap, jafnvel kynþáttafordómum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Í Bankastræti | Það er fremur haustlegt um að litast í kringum þennan ferðalang við upplýsingamiðstöð ferðamanna í miðborginni. Búið að stafla upp stólunum sem dyggilega hafa þjónað gestum borgarinnar á fjölmörgum sólríkum dögum þessa sumars. Ferðalangurinn hefur ennfremur axlað byrð- ar sínar svo ætla má að hann hafi verið farinn að huga að heimferð, hvert svo sem hún liggur. Morgunblaðið/Ómar Haustlegt í miðborginni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En þeir féllu fram og tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fögnuði. (Lk. 24, 52.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.