Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jónas Her-mannsson fædd- ist á Freyjugötu 30 í Reykjavík 7. mars 1946. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu, Tjarnarstíg 1, Seltjarnarnesi, 4. sept. síðastliðinn. Jónas var elsti sonur hjónanna Gyðu Arn- órsdóttur húsmóður, f. 25. maí 1922, og Hermanns Magnús- sonar símstöðvar- stjóra, f. 12. júlí 1921, d. 4. ágúst 1996. Bræður Jónasar eru: 1) Helgi, f. 27. feb. 1948. Kona hans er Þórdís B. Jóhannsdóttir. Börn þeirra eru Lilja, Jónas og Davíð, 2) Hermann Ingi, f. 26. ágúst 1949 og er kona hans Elísabet Nönnudóttir. Her- mann Ingi á fjögur börn með fv. konu sinni, Guðfinnu Sigurgeirs- dóttur, Erlu Gyðu, Sigríði Lund, Hermann Inga og Jónas. Anny Kristínu á hann með Kristbjörgu Hermannson, 3) Arnór, f. 23. nóv. 1954. Kona hans er Helga Jóns- dóttir og eru börn þeirra Gyða, Davíð, Aron, Orri og Örvar, 4) Magnús, f. 9. júlí 1959 og er kona hans Anna Linda Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Sigurður Þór, Herdís, Hlynur, Birkir og Daði. Hinn 3. sept. 1972 gekk Jónas að eiga Dagbjörtu Theodórsdótt- ur þroskaþjálfa, f. 12. apríl 1951. Foreldrar hennar eru Lára Dag- björt Sigurðardóttir húsmóðir, f. 12. apríl 1929 og Theodór Jónasson skósmiður, f. 18. feb. 1921. Jónas og Dag- björt eignuðust tvö börn. 1) Theodór lækni, f. 14. des. 1971, d. 22. des. 2001. Hann var í sambúð með Önnu Guðnýju Her- mannsdóttur lífefna- fræðingi og er dóttir þeirra Tinna Dag- björt, f. 17. feb. 1999. 2) Margréti mynd- listarmann, f. 6. apríl 1976, í sambúð með Pétri Fannari Sævarssyni, umhverfis- og bygg- ingarverkfræðingi. Dóttir þeirra er Freyja Ísold f. 7. ágúst 2003. Jónas lauk meistaranámi í vél- virkjun frá Iðnskólanum í Vest- mannaeyjum. Einnig stundaði hann nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík um allnokkurt skeið. Hann stundaði sjómennsku um árabil, auk þess sem hann vann við ýmsar stórvirkjanir og í skipa- smíðastöðinni Stálvík. Jafnframt vann hann við járnsmíðar og rak eigin járnsmiðju í 30 ár. Jónas var áhugamaður um myndlist og flug og sinnti hugðarefnum sínum hve- nær sem tími gafst til. Eftir hann liggja fjölmörg listaverk, bæði myndir sem og verk úr smíða- járni. Útför Jónasar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er nánast óbærilegt að kveðja Jónas núna svona stuttu eftir að Teddi var tekinn frá okkur, en risastórt og hlýtt bjarnar- faðmlag er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Jónas var alltaf með opinn faðminn og það var svo gott að knúsa hann og finna hjarta- hlýjuna ylja manni. Það var auðvelt að tala við Jónas um allt milli him- ins og jarðar, bæði gleði og sorg. Hann var gæddur sjaldgæfum eig- inleika sem má kalla barnslega ein- lægni og er dýrmætari en mörg orð. Jónas var duglegur að kíkja í kaffi, sérstaklega ef hann var að vinna einhvers staðar í nágrenninu. Þá kom afi skafi í vinnufötunum og beið eftir því að Tinna hlypi upp um fangið á honum. Hann ljómaði allur með afastelpunni sinni. Afi var alltaf til í að passa og duglegur að leika. Það eru líka til ansi marg- ir metrar af filmu með upptökum af afabörnunum, veiðiferðum, dúllu- boðum, fallegu sólarlagi og svo mætti lengi telja. Jónas tók fallegar myndir enda gæddur listamanns- hæfileikum á mörgum sviðum. Hann var duglegur að setja myndir inn á heimasíðuna sína og skrifaði alltaf texta við sem verður okkur nú ómetanlegur. Þegar Guðmundur kom inn í líf okkar Tinnu tók Jónas honum með opinn faðminn og minntist oft á ferð sem þeir fóru tveir saman í Fljótin. Þar veiddu þeir silung, lögðu sig við árbakkann og fylgdust með gæsunum. Jónas var mikið náttúrubarn, rétt eins og Teddi, og mér finnst gott að minnast þeirra feðga með ljóði eftir Huldu: Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró. Í flötinn mæna fjöllin há með fannir, klappir, skóg. Þar líða álftir langt í geim með ljúfum söngva klið, og lindir ótal ljóða glatt í ljósrar næturfrið. Elsku besti tengdapabbi og afi, við minnumst þín í bænum okkar á hverju kvöldi og lofum að passa Döggu, Margréti, Pétur, Freyju, ömmu Gyðu og alla sem þú elsk- aðir. Anna Guðný Hermannsdóttir og Tinna Dagbjört Theodórsdóttir (afastelpa). Fljótlega eftir að ég kom inn í fjölskylduna fyrir rúmum átta ár- um gerðumst við Jónas miklir vinir. Náðum við sérstaklega vel saman í allri útiveru og öllu því sem henni tilheyrir. Því langar mig að hafa þessa minningargrein nokkuð óhefðbundna, eða nokkurs konar ferðasögu frá síðustu vatnaferð okkar. Fórum við þessa ferð helgina 13.–15. ágúst síðastliðinn og var ferðinni heitið vestur á Snæ- fellsnes í Hraunsfjarðarvatn. En þangað höfum við farið allnokkrum sinnum í árlega veiðiferð. Ekki hef- ur verið farið þangað sökum mikils afla, heldur vegna gríðarlegrar náttúrufegurðar og kyrrðar þar sem gott er að vinda ofan af sér stressi úr daglegu amstri. Það var ljóst þegar við sáum vesturúr að við fengjum afbragðs- gott veður þessa helgi. Þegar göng- in voru af baki og ferðaspólan í Partíbílnum farin að rúlla var borg- arstressið strax farið að dvína og aukinn kraftur kominn í kroppinn á okkur. Við komum svo að Hrauns- fjarðarvatni rétt fyrir klukkan níu og hófumst handa við að aflesta bíl- inn og pumpa í bátinn, eða Hólma- borgina eins og við köllum hann. Stefnan var sett á lítinn dal handan vatnsins við akveginn. Þegar búnaðurinn var kominn um borð renndum við Hólmaborg- inni hljóðlega út á spegilslétt vatnið og tókum í árarnar. Hvílík dásemd að sigla á kanó um spegilslétt vatn með fjallahringinn allt um kring og hvergi sálu að sjá nema nokkra himbrima að veiðum. Eftir um hálf- tíma róður komum við að landi inni í Seljadal. Þar sem fossinn, hlíð- arnar, áin og ósinn var allt á sínum stað. Þegar við höfðum slegið upp tjaldbúðum var nokkuð farið að dimma og ljóst að lítið yrði úr veiði um kvöldið tókum við þá ákvörðun að vera ekkert að spenna okkur á að gera veiðafærin klár heldur að taka kvöldið rólega, kveikja varðeld í fjörunni og hita upp kjötsúpu. Að því loknu skellti ég í mig einum öl en Jónas laumaði í sig einum vindli. Morguninn eftir var glampandi sól. Tókum við daginn snemma og hellti Jónas upp á sitt hefðbundna útivistarkaffi. Ekki gafst mikill tími til að njóta þess til fullnustu vegna mikils fjölda af vakandi fiskum sem kölluðu á okkur að vatninu. Ekki leið á löngu þar til Jónas var búinn að setja í einn, og notaðist hann þar við nýlundu í veiðafæri hjá sér, nokkur konar botnskakara með makríl sem agn. Urðu þeir fljótt fleiri og fleiri sem komu á land hjá honum þannig að ekki var annað að gera heldur en að prófa þessa ný- lundu. Eftir að hafa klambrað sam- an sams konar veiðafæri var þrum- að út í. Þegar færið var nánast komið að landi sjáum við hvar þessi stærðarinnar skoltur rífur í sig makrílinn og veður með færið lengst út í vatn. Hófst þá mikill hamagangur þar til við loks höfðum að koma þessu skrímsli á land. Var þetta stærsti urriði sem við höfðum nokkru sinni dregið á land og sagði Jónas að þetta væri svona fiskur sem einungis veiðist á veiðisíðum Moggans, en ekki hjá gaurum eins og okkur. Þegar við höfðum að fullu náð okkur eftir hamaganginn hafði veiðin algjörlega dottið niður og ekki annað að gera en slappa af og láta sólina baka sig. Spjölluðum við um margt og mikið þann dag- inn. Rann kvöldið svo ljúft í gegn með veiðiskap í kyrrðinni þótt fleiri skrímsli kæmu ekki á land. Ljóst er að við félagarnir munum ekki fara í fleiri slíkar ferðir, a.m.k. ekki í þessu lífi, þótt ætíð muni Jónas fylgja mér í huga. Eftir standa ótal ógleymanlegar minn- ingar um góðan vin og tengdaföður. Er það mér mikil gæfa og gleði að hafa fengið að vera samferðamaður Jónasar. Hafa þau kynni gert mig að betri manni. Ég votta fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð við þennan mikla missi. Pétur Fannar. Elsku afi minn. Þú ert farinn frá mér alltof fljótt. Þér þótti svo vænt um mig og varst mér svo góður. Nú ertu kominn til Tedda frænda en ég veit að þú munt ætíð fylgjast með mér og passa mig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég mun alltaf hugsa til þín og geyma minninguna um besta afa í heimi. Kveðja, litla gleðin þín, Freyja Ísold. Hvernig er hægt að finna þau orð sem hugga mega þegar elsku Jónas er hrifinn burt? Það eru ekki 3 ár síðan við stóðum frammi fyrir því að missa Tedda og sársaukinn rétt að byrja að réna. Vanmáttug getum við leitað huggunar hvert í annars faðmi og í trúnni. Litlu afa- stelpurnar veita Döggu og okkur öllum huggun með tilveru sinni. Við Hermann kynntumst Jónasi og Döggu sem ástríkum foreldrum Tedda, unnusta Önnu Guðnýjar dóttur okkar, fyrir bráðum 8 árum. Jónas var fallegur maður, einlægur og hlýr, sem kunni að njóta sam- verunnar í hópi fjölskyldu og vina. Ógleymanlega falleg var einlægni hans í minningargreininni sem hann skrifaði eftir sonarmissinn. Hún kom beint frá hjartanu og hitti mann í hjartastað. Á heimasíðunni hans Jónasar er myndasafn sem segir meira en mörg orð um þann mann sem hann hafði að geyma. Uppbygging þessa safns var eitt af fjölmörgum áhuga- málum hans. Það síðasta sem hann gerði í þessu lífi var að setja inn myndir úr veiðitúr sem hann fór í nýlega ásamt Pétri tengdasyni sín- um. Þar sést svo greinilega að í huga hins sanna veiðimanns var samvera með góðum félögum og ástin á landinu ríkur og sterkur þáttur. Í safninu eru líka myndir og textar sem opinbera ást hans til Döggu, barna þeirra og litlu afas- telpnanna. Þar eru enn fremur myndir af ungu fólki frá 6. og 7. áratugnum í góðum gír eins og Jón- as sagði gjarnan. Síðast en ekki síst eru þar myndir úr Sponnakoti, sælureitnum, sem þau eignuðust í sumar. Þar voru þau Dagga saman að hlú að húsi og gróðri, daginn áð- ur en hann dó. Við finnum sárt til með þeim sem mest hafa misst, eiginkonu, dóttur, afastelpum, tengdabörnum, aldr- aðri móður, bræðrum, fjölskyldu og vinum. Minning Jónasar lifir með okkur öllum sem nú syrgjum góðan dreng. Sigríður Guðmundsdóttir og Hermann Hermannsson. Kær vinur er fallinn frá. Það var mikið áfall að Jónas skyldi verða bráðkvaddur fyrir rúmri viku, að- eins 58 ára gamall. Hann gekk til hvílu á föstudegi og vaknaði ekki til þessa lífs aftur. Við kynntumst fjölskyldu Jónas- ar þegar Margrét og Pétur okkar fóru að vera saman. Það voru ljúf og yndisleg kynni. Tvær litlar fjöl- skyldur tengdust og áttum við sam- an margar ánægjustundir. Í afmæl- um, útskriftum, kvöldverðum og í kjallarakaffi hjá unga fólkinu. Jón- as og Dagbjört voru samheldin hjón og börnin þeirra, Teddi og Margrét, voru náin foreldrum sín- um. Pétur eignaðist ekki aðeins yndislega unnustu heldur urðu Jón- as og Teddi miklir vinir hans og veiðifélagar. Jónas var járnsmiður og rak eigið verkstæði. Hann var ótrúlega handlaginn og eftir hann liggja margir fallegir hlutir. Ekki alls fyrir löngu birtust myndir og umfjöllun um verk hans í Morg- unblaðinu. Jónas var traustur og hafði mjög góða nærveru. Hann virtist ná til allra, ungra sem aldinna, og átti alltaf til hlýtt faðmlag og fallegt bros. Hann hafði yndi af ferðalög- um og stundaði bæði stang- og skotveiði. Veiðina stunduðu þeir fé- lagarnir af kappi og það var einmitt í einni slíkri ferð fyrir tæplega þremur árum sem Jónas varð fyrir mesta áfalli lífs síns. Einkasonurinn varð bráðkvaddur á rjúpnaveiðum, aðeins viku eftir þrítugsafmælið sitt. Það voru dimmir dagar. En nú var aðeins farið að birta til á ný, lít- il yndisleg afatelpa komin í heiminn og orðin eins árs. Freyja Ísold og Tinna Dagbjört voru miklir gleðigjafar í lífi Jónasar og gat hann gleymt stund og stað með þeim. Sumarið var Jónasi ánægjulegt. Þau hjónin eignuðust lítinn sælu- reit, „Sponnakot“, í nágrenni borg- arinnar, þar sem þau undu sér vel með fjölskyldu og vinum. Einnig fór hann á gamlar heima- slóðir, á Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum og skemmtum við okkur öll saman þar. Þeir Pétur fóru í ferð fyrir um þrem vikum á einn af sín- um uppáhaldsstöðum „upp í vötn“ og áttu þar góða og fengsæla helgi. Það var síðasta veiðiferðin. Nú er komið að kveðjustund, við hefðum viljað eiga svo miklu lengri tíma saman. Það verður síðar, við hittumst á ný. Við þökkum Jónasi samfylgdina og biðjum honum blessunar í nýjum heimkynnum. Hanna M., Arnbergur, Harpa og Oddur. Þú varst kallaður generalen í veiðifélaginu, með doktorinn og úlf- inn þér til fulltingis. Stundum fengu aðrir að fljóta með og ég fagnaði því láni nægjanlega oft til að fá að kynnast þér. Fyrst varstu tengdapabbi systur minnar en síðar trúnaðarvinur. Þú varst mikill mað- ur burðum og gerður af gulli í gegn. Annað eins faðmlag og maður fékk frá þér er fáheyrt, svo inni- legt, kröftugt og einlægt allt í senn. Nærvera þín var svo afslöppuð og þægileg. Doktorinn, Teddi sonur þinn, var tekinn frá okkur rétt fyrir jólin 2001. Þér varð að orði að ekki hefð- ir þú aðeins misst son þinn heldur í leiðinni þinn besta vin. Samband ykkar Tedda var eins og alla feður dreymir um að eiga við syni sína, en fáum lánast. Sama má segja um samband þitt við úlfinn, tengdason þinn Pétur, með ykkur hafði tekist einstök vinátta. Þú hafðir alveg sér- stakt lag á því að láta aldur og kyn- slóðabil ekki trufla þig í samskipt- um annað fólk, rétt eins og Teddi. Alltaf komið fram af jafnmikilli virðingu, nærgætni og einlægni. Þú varst líka furðu snöggur að veiða upp slangrið hjá guttunum. Þegar ég var að skoða mynda- bankann þinn á Netinu eftir að þú kvaddir sá ég hann í pínulítið nýju ljósi. Ég sá að þú hafðir, líkt og Teddi, virkilega notað lífið vel. Endalausir túrar í góðra vina hópi sem örugglega voru hver öðrum verðmætari. Þú varst greinilega ríkur af góðum vinum og minn- ingum. Síðasta ferðin okkar saman í Kleppavatn á Arnavatnsheiði end- aði ótímabært með því að tjaldbúð- irnar fuku af okkur í miklum hvelli. Við hlaupandi á eftir draslinu á nærbuxunum út um alla móa. Höfð- um ekkert veitt sem heitið gat og bíllinn bilaði á leiðinni til baka. Túrinn var samt alveg frábær. Stundirnar sem við áttum saman eru mér mikils virði. Mikið er sárt að horfa á eftir þér, einhver er þó huggun harmi gegn að þið Teddi getið nú verið saman á ný. Missir fjölskyldu og vina er ólýs- anlega þungbær. Megi allar góðar vættir veita þeim von og styrk til að halda áfram. Elsku Dagga, Margrét, Pétur, Freyja Ísold, Anna Guðný, Tinna Dagbjört, amma Gyða, bræður og aðrir ástvinir. Við vottum ykkur, okkar innilegustu samúð. Eftir lifir minning um góðan dreng. Lárus Árni og Sigríður. Við hið skyndilega fráfall syst- ursonar konu minnar, Jónasar Her- mannssonar, koma í hugann marg- ar skemmtilegar og góðar minn- ingar um þennan góða dreng frá því að hann var barn að aldri og þar til ævi hans var öll. Náinn sam- gangur var á milli fjölskyldna systranna frá fyrstu tíð og fylgst með þroska og framgangi barnanna. Sérstök og mikil vinátta myndaðist á milli sonar okkar og Gyðu og Hermanns og sona þeirra og dvaldi hann oft á heimili þeirra í góðu í yfirlæti hér og eftir að þau fluttu til Vestmannaeyja. Það er því orðinn nokkuð langur tími sem kynni okkar hafa staðið yfir og hef- ur þar aldrei borið skugga á. Í dag kveðjum við þennan mæta mann og þökkum honum samfylgd- ina og allar þær góðu stundir, sem við höfum átt saman um ævina. Far þú í friði. Megi góður guð styrkja ástvini hans í þessari miklu sorg. Móður, eiginkonu, dóttur, tengda- syni og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hulda og Óðinn. Sumri hallar, hausta fer, það minnir okkur á fallvaltleika lífsins. Það er erfitt að kveðja hinstu kveðju ástkæra vini. Svo fer mér, aldraðri frænku Jónasar Her- mannssonar. Frá fæðingu hef ég fylgst með systursyni mínum sem varð mjög handgenginn fjölskyldu minni í bernsku. Síðan varð þessi efnilegi drengur stór og stæðilegur ungur maður, sem hitti sína glæsi- legu Dagbjörtu. Hún var úrræða- góð og fjölhæf ung kona sem studdi sinn mann í hverju sem á dundi. Hún var stoðin styrka, er þau hjón- in misstu einkason sinn, Theodór, sem var að ljúka læknisprófi. Það er erfitt að hugsa sér þær vonir og missi hans sem svo skyndilega brugðust. Jónas var hinn rólegi og hjartahlýi maður sem fann sanna gleði við að hlúa að barnabörnunum sínum. Þar var hann sannur ástkær afi. Ég votta ástvinum hans og Gyðu móður hans mína hjartans dýpstu samúð í þessum harmi. Syrgja skal spart Þótt missti ég margt Máttugur herrann lifir. (Hallgrímur Pétursson.) Unnur Arnórsdóttir. Það er eitthvað svo þungt yfir okkur öllum. Jónas frændi minn, þessi stóri mildi maður, með hægu röddina sem alltaf var eins og hlýr andvari og dillandi hláturinn, leitar JÓNAS HERMANNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.