Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á HVERJU hausti eru smalaðir afréttir og heiðalönd þar sem sauðfjár er að vænta. Sauðkindin hefur lifað með þjóðinni frá land- námi og sjálfsagt hefur þótt að nýta þetta mikla graslendi til beitar. Hér áður fyrr svo að land- ið bar skaða af. Nú eru breyttir tímar og þess er gætt að skaða ekki landið með ofbeit, enda hef- ur sauðfé á Íslandi fækkað mjög verulega hin síðari ár. Þá eru hross ekki rekin á afrétti nema þar sem talið er að landið þoli það. Staðbundnar málvenjur eru um smölun fjárins eftir lands- hlutum og ber að varðveita þær. Norðlendingar fara í göngur og fyrirliði sem skipar í leitir er nefndur gangnaforingi. Sunn- lendingar fara á fjall og foringi þeirra er fjallkóngur. Sú mál- venja er vafalaust komin úr norsku enda má lesa um slíkt í fornbókmenntum. Fjöldi fólks, yngri sem eldri, sækist eftir að komast í smalamennskuna enda eru slíkar ferðir oft á tíðum sveip- aðar nokkrum ævintýraljóma. Í Hreppum eru langar fjall- ferðir og smalað inn að Hofsjökli. Kerlingarfjöll eru áberandi fjalla- klasi suðvestur af Hofsjökli, á vatnaskilum Hvítár og Þjórsár. Fjöllin eru þyrping tinda og eggja sem ná yfir um 150 ferkíló- metra svæði. Þessi fögru fjöll sjást langt að og eru áberandi á miðhálendinu enda hæstu tind- arnir um 1.500 metra yfir sjó. Áskarðsá og Kisa mynda mikið árskarð í gegnum fjöllin og kljúfa þau í tvo meginhluta. Í Hveradöl- um er mjög óvenjulegt há- hitasvæði. Litadýrð er með fá- gætum mikil. Laust eftir 1960 var farið að reka skíðaskóla í Kerling- arfjöllum og var svo um þrjá ára- tugi. Með breyttu veðurfari síðari ár hefur snjór farið afar mikið úr fjöllunum og er næstum horfinn og útilokað að stunda þar skíða- íþróttir. Eigi að síður kemur þangað vaxandi fjöldi fólks á hverju sumri, til að líta þessa sér- stæðu náttúruperlu sem Kerling- arfjöllin eru. Merktar hafa verið gönguleiðir og veitingarekstur er með ágætum og gistirými fyrir fjölda fólks. Þá sækja hestamenn staðinn enn meira en áður og komu t.d. 15 hestahópar þangað í sumar. Komið í Ásgarð með fé úr Hveradölum. Að þessu sinni er smalað á þriðja þúsund fjár og er það mikil breyting frá því fé var vel yfir 10.000. Fjallmenn í svipmiklum Kerlingarfjöllum Í liðinni viku fóru fjallmenn úr Hrunamannahreppi um afréttinn umhverfis og suður af Hofsjökli. Meðal annars smöluðu þeir hin svip- miklu Kerlingarfjöll. Sigurður Sig- mundsson fylgdist með leitunum. Fjallmennirnir Áslaug Harðardóttir, Björn Harðarson og Ari Thor- arensen með hrossum sínum í Kisubotnum. Í baksýn er Áningabrík, en þar hittist fólk í Lönguleik svokallaðri. Horft ofan í hið svipmikla Kisugljúfur. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Fjallmenn fara hjá Loðmundi, norðan Kerlingarfjalla, einum af mörgum fjöllum klasans. Loðmundur nær 1.432 metra hæð. HÁTT í fimm hundruð manns taka þátt í árlegri vestnorrænni ferða- kaupstefnu, sem hefst formlega hér á landi í dag, að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra. Ferða- málaráð Íslands, Grænlands og Færeyja standa að kaupstefnunni. Hjaltlendingar eru sérstakir gestir á henni. Á kaupstefnunni gefst ferðaþjón- ustufyrirtækjum frá löndunum fjór- um, sem hér hafa verið nefnd, tæki- færi til að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir erlendum kaupend- um. Yfirbragðið breyst mikið Meirihluti ráðstefnugesta er frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, en um hundrað manns koma frá átján löndum, s.s. Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlands- eyjum og Bandaríkjunum. Einnig eru gestir frá Eystrasaltslöndunum, Rússlandi og Póllandi. Er þetta í nítjánda sinn sem kaupstefnan er haldin en hún er haldin annað hvert ár á Íslandi, en þess á milli til skiptis í Færeyjum og á Grænlandi. Magnús segir að yfirbragð kaup- stefnunnar hafi breyst mikið á und- anförnum árum. „Á þessum kaup- stefnum gefst alltaf tækifæri til að sjá breytingar á því framboði á vöru og þjónustu sem ferðaþjónustufyr- irtækin eru að bjóða kaupendum sínum,“ útskýrir hann og heldur áfram. „Þegar kaupstefnan var fyrst haldin fyrir nítján árum var kynning á flutningsaðilum og gisti- stöðum áberandi. Hægt og bítandi fór kynningin að beinast meira að einstökum landsvæðum. Og á allra síðustu árum hafa afþreyingarfyr- irtækin orðið meira áberandi.“ Nefnir hann fyrirtæki eins og hesta- leigur og Bláa lónið sem dæmi í því sambandi. Þá segir hann að bílaleigur séu í auknum mæli farnar að kynna starf- semi sína á kaupstefnunum enda sé fólk farið að ferðast meira á eigin vegum ólíkt því sem áður var þegar hópferðir voru hvað vinsælastar. Kaupstefnan verður formlega sett í Borgarleikhúsinu kl. 19 í kvöld. Verður hún síðan haldin í Laugardalshöll. Henni lýkur á mið- vikudag. Hátt í fimm hundruð manns á vestnorrænni kaupstefnu NÝJU varðskýli Landhelgisgæslu Íslands hefur verið komið fyrir á Faxagarði í Reykjavíkurhöfn en hafnaraðstaða gæslunnar hefur nú verið færð þangað frá Ingólfsgarði. Dagmar Sigurðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Land- helgisgæslunnar, segir að nýja staðsetningin sé öruggari fyrir varðskipin og betra sjólag á nýja staðnum, enda Faxagarður innar í höfninni en Ingólfsgarður. Varðskýlið var smíðað í Njarðvík og flutti varð- skipið Týr það til Reykjavíkurhafnar, og gekk ferðin að óskum. Fyrirhugað er að varðskýlið og nýja hafnaraðstaðan verði tekin í notkun um næstu mánaðamót. Hafrannsóknastofnun hefur einnig hafnaraðstöðu fyrir skip sín á Faxagarði og mun samnýta varðskýlið með Landhelgisgæsl- unni. Gamla varðskýið á Ingólfsgarði var byggt á átt- unda áratugnum og hefur ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður við það, en til greina kemur að selja það. Landhelgisgæslan/Dagmar Sigurðardóttir Varðskipin á nýjum stað NÝLEGA samþykktu ríkislögreglustjórar Norð- urlandanna viðbótarkafla við norræna lögreglu- samvinnusamninginn frá 1972 sem gerir emb- ættunum kleift að lána hvert öðru lögreglubúnað milli landa, þar með talið lögreglubíla. Hið eina sem undanskilið er frá samkomulaginu er lán á skotvopnum. Ríkislögreglustjórar samþykktu viðbótina á árlegum fundi sínum í Nýneshöfn í Svíþjóð. Að sögn Þóris Oddssonar vararíkislögreglustjóra gæti þetta fyrirkomulag gagnast íslensku lög- reglunni við t.d. öryggisgæslu vegna stórvið- burða eða annarskonar meiriháttar lögregluað- gerða. Á fundinum var einnig fjallað um nánari sam- vinnu lögreglunnar á Norðurlöndum og rætt um viðbrögð við hryðjuverkastarfsemi o.fl. Norræn lögreglusamvinna Lögreglu- búnaður lánað- ur milli landa ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.