Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 258. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is BYGGIR MEÐ ÞÉR Glæsilegur bæklingur kemur til þín! Plús fyrir Mínus Hita upp fyrir Papa Roach á Evróputúr | Menning Íþróttir og Bílar í dag Íþróttir | Kristín Rós fékk silfur í Aþenu  Kvenna- handboltinn af stað  Gylfi í liði vikunnar Bílar | Mynd- arlegur ráðherrabílafloti Fullgildur í eðalklúbbinn ÍBÚAR Gonaives á Haítí neyddust margir hverjir til að hafast við ofan á húsþökum og bifreiðum í gær eftir gífurleg flóð sem hita- beltisstormurinn Jeanne olli þegar hann fór yfir eyjuna Hispaniola um helgina. Talið er að yfir 600 manns hafi látið lífið í flóðunum./13 AP Hafast við uppi á húsþökum ÍRANIR eru byrjaðir að breyta hráu úrani í gas sem þarf til að hægt sé að auðga úran, að því er háttsettur embættismaður í Teheran greindi frá í gær, en auðgað úran þarf til ætli menn að smíða kjarnorkuvopn. Með þessu hafa Íranir kosið að virða að vettugi ákall Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar (IAEA) um að þeir létu vera frekari framkvæmdir á þessu sviði. Það var varaforseti Írans, Reza Aghaz- adeh, sem greindi blaðamönnum frá þessu í gær á fundi í Vínarborg en þar eru höf- uðstöðvar IAEA. „Tilraunir ganga vel,“ sagði varaforsetinn við fréttamenn. Íranir hafa alls aflað sér rúmlega 40 tonna af úrani, og hefur „dálítið af því verið notað“. Stjórn IAEA hafði um helgina samþykkt ályktun þar sem mælst er til þess að Íranir hættu við allar tilraunir til að auðga úran, en Íranir segjast þurfa á því að halda til orkuframleiðslu og neita því að þeir ætli að smíða kjarnavopn. Virða að vettugi tilmæli IAEA Vín. AP, AFP. ORKUVEITA Reykjavíkur undirbýr að bjóða heimilum að tengjast ljósleiðaraneti sínu þar sem fyrirtæki munu bjóða uppá gagnvirka miðlun upplýsinga. Í fyrsta áfanga verða tæp fimm þús- und heimili tengd við ljósleiðaranetið en áhrifa- svæði OR nær til 65 þúsund heimila. Verður um svokallaðan opinn aðgang að ræða og hefur verið undirrituð viljayfirlýsing um netstjórnunarkerfi við Sensa ehf. Var viljayfirlýsingin kynnt í stjórn Orkuveitunnar í gær og verður væntanlega stað- fest á næsta stjórnarfundi 20. október nk. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í upphafi gert ráð fyrir að OgVodafone selji síma- og Internet-tengingar um ljósleiðaranetið og Norðurljós stafrænt sjónvarp. Í framhaldinu geti ýmsar aðrar efnisveitur selt þjónustu og afþrey- ingu til heimila með þessum hætti. Bæði Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, og Guðmundur Þóroddsson for- stjóri leggja áherslu á að engin endanleg ákvörð- un hafi verið tekin. Alfreð segir ljósleiðarakerfið bjóða uppá möguleika á því að ljósleiðaravæða heimilin og nýta þannig betur þessa fjárfestingu. Guðmundur segir samninginn við Sensa ehf. kosta 270 milljónir króna og svo þurfi OR að leggja um 200 milljónir króna til frekari upp- byggingar á ljósleiðaranum. Þetta sé því fjárfest- ing fyrir um hálfan milljarð króna. Málið aldrei rætt í stjórn Orkuveitunnar Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi borgarstjórn- ar í gær að þetta mál hefði aldrei verið rætt í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fyrr en í gær- morgun. Þá hefði hann fyrst séð samstarfssamn- ing við Sensa ehf. og stjórninni hefði ekki verið gerð grein fyrir útboði á þessu netstýringakerfi í febrúar. Hér væri ekki um neitt smámál að ræða sem gæti kostað allt að þrjú þúsund milljónir króna í viðbót miðað við fyrsta áfanga. Spurði hann hvar stefnumótunarvinna í þessa átt hefði verið unnin innan R-listans því þetta virtist hafa komið fulltrúum hans á óvart. „Ég mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar í Reykjavík, borgarstjórnin, að það verði kynnt fyrir henni hvaða möguleikar eru á þessu sviði og jafnframt hvað það mun kosta að ljósleiðaravæða heimilin í Reykjavík,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi, þegar hann svaraði Guðlaugi. Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf., segir fyrirtækið í eigu fjögurra starfs- manna. Þeirra tæknilausn felist í stýringu á ólíku efni sem veitt sé inn á ljósleiðara frá efnisveitu til notenda. Orkuveitan undirbýr tengingu heimila við ljósleiðaranetið SAMTÖK Jórdanans Abu Mussabs al-Zarqawis lýstu því í gærkvöldi yfir að þau hefðu tekið annan Bandaríkja- mann af lífi í Írak en í fyrrakvöld drápu þau Bandaríkjamanninn Eug- ene Armstrong og birtu svo mynd- band af aftöku hans á Netinu. Yfirlýsing samtaka Zarqawis, sem staðið hefur fyrir mörgum hryðju- verkum í Írak, virtist vísa til Jacks Hensleys sem rænt var ásamt Arm- strong og Bretanum Kenneth Bigley fyrir tæpri viku. Sagði í yfirlýsing- „öllum múslímskum konum“ í fang- elsum í Írak, verði sleppt. Sagði í yf- irlýsingu í gær að Bigley hlyti sömu örlög og Bandaríkjamennirnir, ef ekki yrði orðið við kröfunum. Ættingjar Bigleys höfðu fyrr í gær beðið Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að verða við kröfum mann- ræningjanna þannig að lífi Bigleys yrði þyrmt. „Aðeins þú [Blair] getur bjargað honum núna. Þú átt börn og skilur hvernig mér líður á þessari stundu,“ sagði sonur Bigleys, Craig. unni að frestur sem veittur hefði verið í fyrrakvöld væri runninn út og því hefði gísl- inn verið tekinn af lífi. Kom fram að birt yrði upptaka á Netinu af aftöku Hensleys en hann mun hafa verið af- höfðaður eins og Armstrong. Mannræningjarnir krefjast þess að Annar bandarískur gísl líflátinn Bagdad. AFP, AP. Jack Hensley KOFI Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, setti ofan í við Bandaríkja- menn í ávarpi við upphaf allsherjarþings SÞ í New York í gær. George W. Bush Banda- ríkjaforseti varði hins vegar innrásina í Írak og sagði að Bandaríkin hefðu verið að uppfylla kröfur heimsbyggðar- innar með því að „frelsa írösku þjóðina úr klóm útlægs einræðisherra“. Aðstoðarmenn Ann- ans höfðu sagt að Annan, sem kveðst líta svo á að innrásin í Írak hafi verið ólögleg, myndi ekki vilja ýfa upp sár í ræðu sinni. Annan mæltist hins vegar til þess í gær að ríki heimsins virtu hér eftir alþjóðalög. Virt- ist hann ekki síst vera að beina orðum sín- um til Bandaríkjamanna en hann sagði mis- þyrmingar sem íraskir fangar hefðu mátt sæta af hálfu bandarískra fangavarða sinna dæmi um að lögleysa fengi víða að ríkja. Þá sagði Annan hörmulegt að horfa upp á að óbreyttir borgarar væru drepnir með köldu blóði í Írak og ekki síður þegar fólki sem ekki teldist til stríðsaðila, s.s. hjálp- arstarfsfólk og erlendir blaðamenn, væri rænt og það síðan drepið. Ekki næg virð- ing borin fyrir alþjóðalögum Sameinuðu þjóðunum. AFP. Kofi Annan  Bush óskar/13 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.