Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 41
Stjörnustíðspakkinn er kominn út á mynddiskum hér á landi. www.starwars.com Fleiri spennandi leyndarmálum er ljóstrað upp í pakkanum góða: Kurt Russel kom á sínum tíma til greina í hlutverk Hans Óla, sem, einn af smiðunum á leikmyndinni, Harrison Ford fékk á endanum. Þá átti Terri Nunn úr hljómsveitinni Berlin að leika Lilju prinsessu, sem Carrie Fisher lék síðan í mynd- unum. Jonh Ratzenberger sem lék Cliff Clavin í Staupasteini fer með lítið hlutverk liðsmanns í uppreisn- arher keisaradæmisins og Treat Williams fer einnig með minniháttar hlutverk í myndunum. GÖMLU upprunalegu Stjörnu- stríðsmyndirnar – sem með tilkomu nýju myndanna teljast númer fjög- ur, fimm og sex í röðinni – komu í fyrsta sinn út á mynddiskum í vik- unni og eru þegar farnar að slá sölu- met út í heimi. Star Wars (1977), The Empire Strikes Back (1980) og The Return of the Jedi (1983) hafa aldr- ei fyrr verið fáanlegar í löglegri útgáfu á mynd- diskum. Myndirnar eru gefnar út saman í einum veglegum pakka. Þar er að finna fjóra mynddiska; fyrstu þrír diskarnir inni- haldar myndirnar og sá fjórði er uppfullur af fróð- leik um myndirnar, gerð þeirra og arfleifð. Í Bretlandi er útgáfan nú þegar búin að slá sölumet því þar hefur engin mynd- diskaútgáfa selst eins hratt. Amazon í Bretlandi hafði fengið yfir 85 þúsund fyrirframpant- anir sem sló út met Hringadrótt- inssögu: Tveggja turna tals. Versl- anir í Bretlandi hafa sömu sögu að segja, fyrirframpantanir hafa reynst fleiri en á nokkrum öðrum mynd- diskum og er gert ráð fyrir að í fyrstu vikunni mun seljast vel hátt í milljón pakkar, aðeins í Bretlandi. Í Bandaríkjunum hefur áhuginn einn- ig verið án fordæma og búist við að pakkinn slái flest sölumet sem hægt er að slá. Þessi mikli áhugi þarf engum að koma á óvart enda um að ræða einhverjar farsælustu kvikmyndir sögunnar. Yfir 8 tímar af aukaefni George Lucas hefur sjálfur haft yfirumsjón með útgáfunni og er það álit flestra að aldrei hafi myndirnar litið betur út. Lucas hefur áður krukkað í myndunum og lagað hljóð- rásina, áður en þær voru endur- sýndar í kvikmyndahúsum og út- gefnar á myndbandi fyrir tæpum áratug. Nú hefur hann hinsvegar hreinsað þær algjörlega upp með stafrænni tækni til að myndgæðin verði eins og best verður á kosið. En það eru þó ekki þessi bættu myndgæði sem vekja áhuga dygg- ustu Stjörnustríðsaðdáenda heldur er það allt viðbótarefnið, það sem hvergi hefur verið fáanlegt áður. Þar er um að ræða lýsingu Lucasar og annarra þátttakenda í myndunum, sem hægt er að hlýða á jafnóðum og maður horfir á þær. Á fjórða disknum eru svo yfir 8 tímar af upplýsingaefni um mynd- irnar þrjár; heimildamyndir í bíó- myndalengd um gerð þeirra, áður óbirt atriði sem klippt voru úr mynd- unum og annað efni sem Stjörnu- stríðsunnendur hafa lengi beðið eftir að fá að sjá. Efasemdir um endalokin Og auðvitað vekja mestan áhuga öll leyndarmálin sem Lucas ljóstrar upp varðandi gerð myndanna. Hann viðurkennir hér t.d. í fyrsta sinn að hafa haft efasemdir um endinn dramatíska í Empire Strikes Back, þegar Svarthöfði heggur aðra hönd- ina af Loga, einkum vegna þess að hann hafði svo miklar áhyggjur af því hvaða áhrif hann myndi hafa á yngri áhorfendur. Hann segist meira að segja hafa ráðfært sig við barnasálfræðinga áður en endanleg ákvörðun var tekin um endalok myndarinnar myrku. „Ég hafði líka áhyggjur af því að börnin myndu hljóta varanlegan skaða af því að horfa uppá vondu karlarna fara með svo afgerandi sigur.“ Kvikmyndir | Gömlu Stjörnustríðsmyndirnar komnar út á mynddiskum og slá sölumet Lucas ljóstrar upp leyndarmálunum Nýja mynddiskaútgáfan af gömlu Stjörnustríðsmyndunum hefur að geyma fullkomið hljóð og mynd. Félagarnir Hans Óli og Loðinn birt- ast í nýju ljósi á mynddiskunum. skarpi@mbl.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I .  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk ÁLFABAKKI 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 14 ára KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20. b.i. 14 ára KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i 14 ára. Ein steiktasta grínmynd ársins KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 6. B.i. 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 10. Lífið er bið Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . r r l f s t ri t J s. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2  Tom HanksT s Catherine Zeta Jonesi THE BOURNE SUPREMANCY GEGGJUÐ GRÍNMYND  Kvikmyndir.comvi y ir.c Rómantísk spennumynd af bestu gerð í Ástríða sem deyr aldrei EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.40, 8 OG 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 10. ThePrince and me AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 41                                                                                              !  " !# $  # % % &'  ( ) ' * *! !# " *+ * ,  '  ! ) - *.*/  % 0   &     ' )/$ $ MYNDDISKARNIR með gömlu Stjörnustríðsmyndunum komu í verslanir hér á landi í gær og hefur salan farið mjög vel af stað að sögn Guðmundar Breið- fjörð kynningarstjóra fyrir þessa útgáfu Skífunnar. „Af tilefni útgáfunnar var mið- næturopnun í BT Skeifunni á miðnætti á mánudagskvöld, fyrir allra hörðustu aðdáendurna sem gátu ekki beðið. Að auki var til mikils að vinna. Fyrstu fimm sem mættu í Star Wars-búningi fengu boxið frítt, fyrstu 50 fengu miða á Star Wars Episode 3 sem verður frumsýnd í maí á næsta ári auk popps og kóks.“ Guðmundur segir að margir hafi mætt á góðum tíma í fyrrakvöld fyrir utan verslunina BT íklæddir Stjörnustríðsbún- ingi: „Stemningin var góð í Skeif- unni þegar við opnuðum á mið- nætti og höfðu menn á orði að mátturinn hefði svifið yfir Skeif- unni. Allavega var skrýtið að sjá allt þetta uppáklædda fólk þar á vappi úti í nóttinni.“ Sá allra harðasti, Benedikt Kristjánsson, mætti að sögn Guð- mundar kl. hálfsex á mánudag í fullum Stjörnustríðsskrúða og beið því í rúma sex tíma eftir Stjörnustríðinu sínu. „Honum var orðið kalt en hringdi eftir teppi og þraukaði til enda. Hann fór líka glaður heim með boxið eftirsótta og all- ar hinar gjafirnar,“ sagði Guð- mundur. Beðið eftir Stjörnu- stríði í sex tíma Stjörnustríðsklæddur Benedikt Kristjánsson taldi það ekki eftir sér að bíða í rúma sex tíma eftir nýja mynddiskapakkanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.