Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 32
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Beini
© LE LOMBA
ÉG HEF ALDREI VERIÐ EINS
HRESS OG Í ÁR!
ÉG ÆTLA EKKI AÐ LÁTA
EINN LÍTINN AFMÆLISDAG
EYÐILEGGJA NEITT
ER ÞAÐ BARA ÉG, EÐA ERU ÞESSAR
MYNDASÖGUR ORÐNAR LENGRI?
ÞAÐ Á
ALDREI NEINN
EFTIR AÐ
GIFTAST ÞÉR
NEMA... EF ÞÉR TEKST, MEÐ
EINHVERJU MÓTI AÐ FINNA
STELPU SEM ER ENNÞÁ
MEIRA UTAN VIÐ SIG EN ÞÚ...
STELPU SEM ER SVO
LEIÐINLEGA VENJULEG AÐ
HENNI Á EFTIR AÐ FINNAST
ÞÚ VERA SÉRSTAKUR
ÉG HAFÐI RANGT FYRIR
MÉR KALLI... ÞÚ ÁTT
ÖRUGGLEGA EFTIR AÐ GIFTA
ÞIG EINHVERN TÍMANN
HÉR LIGGUR TÍGRISDÝRIÐ
MITT SOFANDI OG DREYMIR
UM ÞAÐ ÞEGAR HANN
VAR AÐ ELTA DÝR Í
FRUMSKÓGUM INDLANDS
ÞAÐ KEMUR GLAMPI Í AUGUN
Á HONUM OG HANN DREYMIR
UM AÐ STÖKKVA Á HJÁLPAR-
LAUST DÝRIÐ SEM HANN
RÍFUR Í SIG INNAN STUNDAR
AÐ VERA EÐA
EKKI AÐ VERA?
ÞAÐ ER
SPURNINGIN
ÉG HEF ALDREI SKILIÐ ÞENNAN HLUTA LEIKRITSINS. EN ÞÚ?
ÞÚ HEFUR NÚ FARIÐ Í GEGNUM SÚRT OG SÆTT, DAUÐAN OG
SVOLEIÐIS. HMMM... SVONA OKKAR Á MILLI...
ÉG SKIL ÞIG ALVEG. ÞÚ VEIST OF MIKIÐ OG VILT EKKI
AÐ ÞAÐ SPYRJIST ÚT. ÞAÐ ER EKKI ALLTAF GOTT AÐ
OPINBERA SANNLEIKANN. SÉRSTAKLEGA ÞEGAR HANN
HEFUR LEGIÐ LENGI Í MYRKRINU
ÉG VERÐ EKKERT MÓÐGAÐUR EF ÞÚ KÝST FREKAR AÐ
ÞEGJA BARA... EINS OG RÓBINSON KRÚSÓ SAGÐI EITT
SINN VIÐ VIN SINN, SEM VAR EKKI MEÐ HONUM Á
EYÐIEYJUNNI, ÞAÐ ER EKKI FYRIR ALLA AÐ SKILJA
HÆTTU ÞESSU
RÖVLI BEINI!
FINNST ÞÉR MINI-BARINN SEM RAGNAR KOM MEÐ FRÁ
AMASON-FRUMSKÓGINUM EKKI FLOTTUR? ÉG SKIL EKKI HVERNIGSHAKESPEAR GAT SKRIFAÐ
VERKIN SÍN ÓÁREITTUR
Dagbók
Í dag er miðvikudagur 22. september, 266. dagur ársins 2004
Akureyri | Leikhópurinn hippalegi í rokksöngleiknum Hárinu lagði land
undir fót í dag, en ætlunin er að skemmta Akureyringum og nærsveitungum
næstu helgi. Á föstudagskvöldið er fyrirhuguð fjölmennasta leiksýning árs-
ins á Akureyri. Um 40 listamenn, tæknifólk og aðrir aðstandendur sýning-
arinnar lögðu í gær af stað norður í eyfirska blíðviðrið og hyggjast fylla
Íþróttahöllina sem rúmar 1.700 manns. Nú þegar hafa 1.500 miðar verið seld-
ir að sögn aðstandenda og gengur salan vel hjá Leikfélagi Akureyrar.
Hópurinn var að pakka græjum og leikmyndum þegar ljósmyndara bar að
garði og var ekki annað að sjá en mikillar tilhlökkunar gætti í hópnum.
Unnur Ösp Stefánsdóttir, ein af aðalleikkonum sýningarinnar segir „ríf-
andi stemmningu“ ríkja meðal fólksins. „Við ætlum að gera allt vitlaust og
lofum stórkostlegri skemmtun og það verður sérstök tilfinning að standa fyr-
ir framan 2000 manns eins og sannkölluð rokkstjarna og syngja og dansa.“
Morgunblaðið/Þorkell
Hárið tekið með trukki
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður
að sér, Guði til dýrðar. (Rm. 15, 7.)
Einn í fjölskyldu Vík-verja notar gel í
hárið á sér daglega og
yfirleitt er gelið keypt í
Hagkaup á innan við
sex hundruð krónur.
Nú gerði Víkverji sér
ferð í Europris fyrir
helgina og skoðaði þar
nákvæmlega sama gel-
ið nema verðið var allt
annað. Gelið sem kost-
ar rétt innan við sex
hundruð í Hagkaup
kostar eitt hundrað
fjörtíu og níu krónur í
Europris. Víkverji fær
semsagt næstum fjór-
ar dollur af geli fyrir eina. Hann var
ekki lengi að skella fjórum slíkum í
körfuna, alsæll með sparnaðinn en
undrandi á þessum geysilega verð-
mun!
x x x
Ég var að kaupa mér eldhúsinnrétt-ingu og tók bara lán fyrir henni,
svona eins og lánið sem ég tók þegar
ég keypti bílinn í fyrra, sagði kunn-
ingjakona Víkverja og sýndi eldhúsið
sem kostaði vel á aðra milljón og var
orðið fjarska flott. Nema nú eru vext-
irnir orðnir svo hagstæðir að ég
keypti mér líka ný tæki í leiðinni fyrst
ég var á annað borð að sameina öll
lánin og breyta eldhús-
inu.
Þessi kunningjakona
Víkverja er alls ekki
eina manneskjan sem
hann þekkir sem tekur
neyslulán fyrir hinu og
þessu á 4,2% vöxtum
og finnst það sjálfsagt
mál. Hann á líka vini
sem kaupa mynd-
bandstökuvélar, sófa-
sett, tölvur og þurrk-
ara á raðgreiðslum.
Með hagstæðari vaxta-
kjörum taka þeir jafn-
vel lán fyrir nýjum bíl
eða heitum potti.
Og Víkverji er svo sem ekkert
betri og hefur freistast til að kaupa
sér alls kyns óþarfa sem hann á alls
ekki fyrir með því að reiða fram kort-
ið. Hann veltir hins vegar fyrir sér
hversu ráðlegt þetta er. Reiknar fólk
inn í dæmið vexti og allan kostnað
sem bætist við lántöku þegar verið er
t.d. að sameina öll lánin sem það er
með og bætir þá við nokkrum millj-
ónum til að kaupa bíl eða fá sér ver-
önd og heitan pott?
Er það kannski að verða algjörlega
úrelt viðhorf að fólk láti sér einfald-
lega nægja það sem það á fyrir uns
það hefur safnað fyrir þeim hlutum
sem það langar í?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is