Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í LANDI óðalsjarðarinnar Hrepphóla í Hrunamannahreppi er myndarlegt stuðlaberg í svonefndum Hrepphólahnjúkum. Þar hefur Guðjón Jónsson, bif- reiðarstjóri og verktaki á Selfossi, sem sleit barnsskónum á Hrepphólum, unnið á stórvirkum vinnuvélum mörg undanfarin ár við að losa um stuðla- bergið. Um vandasamt verk er að ræða og ekki á allra færi að ná berginu niður svo heillegu að það nýtist. Hefur blágrýtið einkum verið notað í leg- steina en einnig í minnisvarða, garðsteina, listaverk og flísar. Þannig eru flís- arnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar úr Hrepphólahnjúkum, svo dæmi sé tekið. Guðjón hefur unnið við þetta, með akstri og annarri verktakavinnu, í 30 ár og giskar hann á að úr einum hnjúknum séu unnin um 300–400 tonn á ári. Hann segir að af nógu sé að taka og á meðfylgjandi stað hafi hann á þremur áratugum farið eina 10–12 metra inn í hnjúkinn. Morgunblaðið/JT Losað um stuðlabergið á Hrepphólum EVRÓPSKU samgönguvikunni lýk- ur með bíllausa deginum í dag. Í til- efni þess er ókeypis í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag og mun Strætó standa fyrir ýmsum uppákomum bæði á biðstöðvum og í vögnunum sjálfum til að skemmta farþegum. Björg Helgadóttir, formaður stýrihóps Evrópsku samgöngu- vikunnar í Reykjavík, segir að í fyrra hafi mælst 2% minni bílaum- ferð á helstu stoðbrautum Reykja- víkur á bíllausa daginn, en vonir standi til þess að árangur verði betri í dag. Árangurinn af bíllausa deginum verður einkum mældur með því að lesa af teljurum í Ár- túnsbrekku, Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Sæbraut, og bera fjölda bíla í dag saman við umferð- ina í síðustu viku. Einnig verður kannað hvort mikil aukning verður í nýtingu strætisvagna í dag. Í tilefni bíllausa dagsins verður Hverfisgata í Reykjavík milli Rauð- arárstígs og Snorrabrautar lokuð fyrir almennri umferð allan daginn og Hverfisgata milli Snorrabrautar og Lækjargötu lokuð fyrir al- mennri umferð kl. 7–9 og 15–18. Björg segir að veðrið skipti miklu máli um hvernig til tekst, enda líklegra að fólk hjóli, gangi eða taki strætó í góðu veðri. Til marks um þetta hafa Ísfirðingar frestað bíllausa deginum til morg- uns vegna slæms veðurútlits í dag. Árangur mældur með umferðar- teljurum HEIÐAGÆS frá Íslandi sást í Englandi 7. sept- ember sem er óvenjusnemmt því venjulega snýr gæsin ekki tilbaka fyrr en undir lok mánaðar. Talsmaður Wild-fowl and Wetlands Centre í Martin Mere, þar sem margir fuglar hafa vetur- setu, segir á vefsíðu þess að skýringin á þessu snemmbúna ferðalagi geti verið að fuglarnir séu vel haldnir eftir hlýtt sumar á Íslandi og varpið hafi gengið vel. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að sumarið hér hafi verið fuglum gott, fæða verið næg og varp gengið vel en það hafi þó ekki verið sérstaklega snemma á ferðinni. Segir hann heiða- gæsina hafa notið góðrar berjasprettu og að hún hafi jafnvel verið í berjamó fram undir þetta. Jó- hann Óli segir að gott sumar geti því virkað í báð- ar átti; ungar hafi braggast vel og verið fyrr en ella tilbúnir til ferðalags yfir hafið og eins hitt að fuglarnir dvelji lengur fram á haustið hérlendis í góðu árferði. Einnig bendir Jóhann Óli á að hér sé um fáa fugla að ræða. Hann segir einnig til marks um milt haust að t.d. skógarþrestir hafi ekki að ráði hópast í þéttbýlið, þeir séu enn í berjamó og fiti sig vel fyrir veturinn. Alls sáust í byrjun mánaðarins í Martin Mere 46 gæsir, ungar og fullorðnir fuglar, en þarna hafa um 28.500 heiðagæsir frá Íslandi haft vetursetu um árabil. Heiðagæsir frá Íslandi óvenjusnemma á ferðinni í Englandi í haust Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Heiðagæsir við hreiður í Þjórsárverum í vor en varpið þar var á svipuðum tíma og vanalega. Vel haldnir eftir gott sumar ALLT bendir til þess að konan sem fannst á Vestdalsheiði, milli Seyðisfjarðar og Loðmundar- fjarðar, í sumar hafi verið mjög efnuð. Að sögn Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins, er rannsókn málsins að hefjast fyrir alvöru en hluti af gripunum var lánaður til Þjóðminjasafnsins við opnun þess. „Það fundust þarna rúmlega fjögur hundruð perlur en perlur voru mjög verðmætar á víkinga- öld. Fyrir þennan fund voru að- eins þekktar um sex hundruð perlur á Íslandi svo þetta er mikil viðbót. Nælurnar og gripirnir eru mun vandaðri en svipaðir gripir sem hafa fundist hér á landi. Þeir eru sumir með silfurþræði og stærri og þyngri en við þekkjum,“ segir Kristín. Rannsókn á tönnum konunnar benda til þess að hún hafi verið á þrítugsaldri þegar hún lést en þó er mögulegt að hún hafi verið yngri. „Beinin eru nú komin til beinafræðings en við létum rann- sóknina bíða aðeins þar sem við lánuðum gripina á sýningu. Það liggur því engin örugg aldurs- greining fyrir en við gerum ráð fyrir að konan hafi orðið úti fyrir um þúsund árum,“ segir Kristín og bætir við að leitað verði sam- vinnu við fólk erlendis auk þess sem sérfræðingar frá Háskóla Ís- lands muni koma að rannsókninni. Rannsókn á beinum og gripum sem fundust á Vestdals- heiði að hefjast fyrir alvöru hérlendis og erlendis Líkast til efnuð kona á þrítugsaldri ENDURNÝJA á þjónustusamninga til eins árs við tónlistarskóla í Reykjavík sem þegar hafa slíka samninga. Kemur þetta í svari Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslu- stjóra við fyrirspurn borgarráðs- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar segir einnig að við úthlutun verði miðað við að skólarnir geti fengið fjármagn sem miðist við a.m.k. 90% af þeim nemendafjölda sem skól- arnir hafi fengið úthlutun fyrir síð- asta skólaár. Þeim 10% sem eftir standi verði úthlutað hlutfallslega út frá eftirspurn eftir skólaplássum hjá hverjum skóla. Þjónustusamn- ingar verði endurnýjaðir um leið og endanlegar nemendatölur liggi fyr- ir. Sjálfstæðismenn óskuðu einnig eftir stefnu borgaryfirvalda um samstarf grunnskóla við tónlistar- skóla. Vísar fræðslustjóri í sínu svari til samþykktar borgarráðs frá febrúar 2003 um að koma á skipu- lögðu samstarfi með hag íbúa í við- komandi borgarhluta að leiðarljósi. Segir Gerður samstarfið felast m.a. í skipulagningu vetrarstarfsins í öllum skólum í sama borgarhluta. Þjónustusamn- ingar endurnýj- aðir til eins árs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.