Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 14
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ókeypis á æfingu | Hafnfirskir krakkar sem fæddir eru árið 1993 njóta góðs af því að Actavis styrkir starf körfuknattleiksdeildar Hauka næstu þrjú árin, því til stendur að Actavis greiði æfingargjöld í einn mánuð fyrir öll 11 ára börn í Hafnarfirði sem æfa hjá körfuknatt- leiksdeild Hauka. Samn- ingur Actavis og Hauka nær til allra aldursflokka og er sérstök áhersla lögð á unglinga- og æskulýðsstarf körfuknattleiksdeildarinnar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Viðurkenningar fegrunarnefndar | Svava Leifsdóttir og Sveinbjörn Sigurðs- son, húseigendur á Mýrarbraut 1, og Heim- ilisiðnaðarsafnið fengu árlegar viðurkenn- ingar fegrunarnefndar Blönduósbæjar. Jón Sigurðsson, fulltrúi fegrunarnefndar, af- henti viðurkenningarnar á síðasta fundi bæjarstjórnar. Í umsögn nefndarinnar um garðinn á Mýrarbraut 1 segir meðal annars, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins, að hann sé fallegur, fjölskrúðugur og vel hirtur. Þá fékk Heimilisiðnaðarsafnið verðlaun sem Elín Sigurðardóttir tók á móti. Í umsögn nefndarinnar kemur fram það álit að að- koma að safninu sé falleg, götumynd bætt og heildarmynd góð. Bíllausa deginum frestað | Ísfirðingar hafa frestað bíllausa deginum sem efna átti til í dag, um einn dag. Ástæðan er slæm veð- urspá fyrir daginn í dag. Verður hann því á morgun á Ísafirði og þá verður frítt í strætó. Á vef bb.is á Ísafirði er haft eftir Hörpu Guðmundsdóttur, sem tekur þátt í að skipu- leggja bíllausa daginn þar vestra, að margir geti ekki hugsað sér að ganga í vinnuna í því veðri sem búist sé við. Hins vegar sé betri spá fyrir fimmtudaginn og því verði dag- urinn haldinn hátíðlegur þá. Efnt er til keppni milli starfsmanna fyr- irtækja bíllausa daginn. Þau fyrirtæki sem draga hlutfallslega mest úr akstri fá við- urkenningar. Draugabarinn áStokkseyri verðuropnaður aftur eft- ir stækkun næstkomandi laugardag. Af því tilefni er blásið til Rollings Stones- hátíðar að hætti Vestfirð- inga. Hljómsveitin Mae West verður með Rolling Stones-tónleika og dans- leik en hljómsveitarstjór- inn er Kristinn Níelsson, skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur, og er hljómsveitin skipuð nem- endum hans. Sunnlendingum býðst að kynnast magnaðri stemningu sem gert hefur Vagninn á Flateyri fræg- an um land allt. Er ætl- unin að þetta verði upphaf frekara samstarfs Sunn- lendinga og Vestfirðinga á þessum nótum með gagn- kvæmum heimsóknum. Verndari Rolling Stones- hátíðarinnar er Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður og mun hann trú- lega taka lagið með hljóm- sveitinni sem er hluti af áðurnefndri stemningu vestra. Stones-hátíð MORÐÓÐI bartskerinn Sweeney Todd og hin blygð- unarlausa frú Lóett gerðu hlé á myrkraverkum sínum á fimmtudag og lögðu inn sinn skammtinn hvort af blóði hjá Blóðbankanum. Reyndar voru þetta söngv- ararnir Ágúst Ólafsson og Ingveldur Ýr Jónsdóttir, sem fara með hlutverk skötuhjúanna, sem skelltu sér á blóðgjafabekkinn ásamt öðru starfsfólki Íslensku óper- unnar. Tilefnið var að óperutryllirinn Sweeney Todd verður frumsýndur þann 8. október nk. Blóði er óspart úthellt í óperunni og þótti starfsfólkinu rétt að láta það ekki allt fara til spillis á sviðinu heldur gefa Blóðbank- anum hluta af þessum verðmæta vökva. Morgunblaðið/Golli Blóðþyrstir söngfuglar leggja inn í bankann Ástæða er til aðbenda vísnavinumá útgáfu annars heftis Sónar, sem hefur gildnað í blaðsíðum og efniviði. Sónarskáld er Hannes Pétursson með þýðingu á Söng um heimsendi eftir pólska nóbelsskáldið Czeslaw Milosz. Meðal efnis er grein um Kátlegar kenningar í dróttkvæðum eftir Val- gerði Ernu Þorvalds- dóttur, Gunnar Skarp- héðinsson fjallar um Málsháttakvæði, Þórður Helgason fjallar um nýj- ungar í bragarháttum á 19. og 20. öld, Kristján Árnason skrifar um þýð- ingar Gríms Thomsens úr grísku, Kristján Ei- ríksson fjallar um hag- yrðinginn Dýrólínu Jóns- dóttur í Skagafirði á fyrri hluta 20. aldar og Eysteinn Þorvaldsson fjallar um formbylt- inguna upp úr miðri 20. öld. Kristján Eiríksson yrkir: Enn skal bjóða aldinn mjöð, eðalvínið Sónar: Svelgi fljóðin greind og glöð, guðsbörn, svín og rónar. Sónar gildnar pebl@mbl.is Flúðir | Garðyrkjubændur á Flúðum og nágrenni hafa nýtt sér hægan norðaustanblæinn og sólfarið til uppskerustarfa síð- ustu daga. Skiptir ekki máli hvað dagarnir heita þegar bjarga þarf miklum verðmætum í hús. Sunnudagarnir eru ekki heilagri en aðrir þegar um það er að ræða. Uppskera hefur yf- irleitt verið mjög góð. Hún er þó eitthvað misjöfn eftir tegundum og garðlöndum, eins og gengur og gerist. Sala grænmetis hefur gengið vel að undanförnu, að sögn garðyrkjubænda sem rætt var við í törninni um helgina, enda fer grænmetið nýtt og ferskt á markað. Þessar duglegu konur létu ekki sitt eftir liggja í törninni. Þær voru að pakka fallegum og litfögrum gulrótum þegar fréttaritari Morgunblaðsins var á ferð við eina garðyrkjustöðina á Flúðum fyrr í vikunni. Á myndinni eru frá vinstri: Tinna Rúnarsdóttir, Steinunn Anna Hannesdóttir, Ragnhildur Þór- arinsdóttir, Kristín Karólína Ólafsdóttir og Sigrún Tóm- asdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Keppst við að bjarga verðmætum Grænmeti Skagafjörður | Ein vinsælasta stóðrétt landsins, Laufskálarétt í Hjaltadal í Skaga- firði, verður haldin næstkomandi laugardag. Mikið verður um dýrðir og má gera ráð fyrir að gestir skipti þúsundum í Skagafirði um helgina, líkt og undanfarin ár. Sérstaklega verður mikið lagt í hátíðina að þessu sinni þar sem Laufskálarétt fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli en hún var vígð 20. september árið 1954. Sérstök afmælishátíð af þessu tilefni verður í reiðhöllinni Svaða- stöðum á föstudagskvöld. Fjölbreytt dagskrá verður á Svaðastöð- um á Sauðárkróki á föstudagskvöldið og hefst með ávarpi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra klukkan 23.30. Bjarni Mar- onsson í Ásgeirs- brekku kallar fram nokkrar myndir frá Laufskálarétt, hestaíþróttamenn ársins 2004 í Skaga- firði verða útnefnd- ir svo og hæst dæmda kynbótahrossið og ræktunarbú ársins. Einnig verður sölusýn- ing, munsturreið, skeiðkeppni og síðast en ekki síst mun Karlakórinn Heimir flytja hluta úr dagskrá sinni sem kallast Undir bláhimni. Fjöldi fólks fer ríðandi í Kolbeinsdal að morgni laugardagsins til að smala stóðinu en réttarstörf hefjast í Laufskálarétt klukk- an 13. Eftir að réttarstörfum lýkur reka svo bændur hross sín heimleiðis með fríðu föru- neyti og kjötsúpuilmurinn berst frá hverj- um bæ. Á laugardagskvöldið verður dans- leikur í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki þar sem Hljómar frá Keflavík og Von frá Sauðárkróki halda uppi fjörinu. Síðastliðið haust mættu um 2000 manns á ballið, sem er með því meira sem sögur fara af á Íslandi og tæplega verður færra í ár, segir í frétt frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Einnig verður slegið upp balli í Höfðaborg í Hofsósi og þar leikur Upplyfting fyrir dansi. Þeir sem áhuga hafa geta hitað sig upp með stóðsmölun í Deildardal á föstudegin- um 24. september en þar er réttað um kl. 14. Minnast 50 ára afmælis réttarinnar Laufskálaréttir um helgina Tilgangur fundarins er a› varpa ljósi á möguleika íslenskra margmi›lunarfyrirtækja til a› selja vöru sína og fljónustu á Bretlandsmarka›i. Fyrirlesarar: Haraldur fi. Björnsson, rá›gjafi í tölvuleikjai›na›inum í Bretlandi. Hann mun m.a.fjalla um marka›sa›stæ›ur og rekstarumhverfi margmi›lunarfyrirtækja í Bretlandi. Helga Valfells, forstö›uma›ur rá›gjafasvi›s Útflutningsrá›s ræ›ir um muninn á vi›skiptamenningu Íslendinga og Breta. Elsa Einarsdóttir, vi›skiptafulltrúi breska sendirá›sins talar um stu›ning breskra stjórnvalda vi› fyrirtæki sem vilja sta›setja sig í Bretlandi. Fundurinn ver›ur haldinn í Borgartúni 35, efstu hæ›, 24. september kl. 9:15-11:00. Skráning flátttöku fer fram í síma 511 4000 e›a me› flví a› senda tölvupóst á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is Fræðslufundur 24. september M IX A • fí t • 0 2 9 8 4 Markaðsmöguleikar margmiðlunarfyrirtækja á Bretlandsmarkaði      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.