Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 40
Bjarni gítarleikari Mínuss í nýrri heimildar- mynd um rokksveitina sem er í bígerð og sýnt verður brot úr á Nordisk Panorama. ALÞJÓÐLEGA kvikmyndahátíðin Nordisk Panorama hefst á föstudag- inn í Regnboganum og stendur í sex daga. Hvorki fleiri né færri en 112 stutt- og heimildarmyndir verða þá sýndar, í Regnboganum, Listasafni Reykjavíkur og víðar og er hægt að kaupa sér miða á allar sýningarnar fyrir 800 kr. – það sama og kostar jafnan að fara á eina bíómynd sem sýnd er á almennum sýningum hér á landi. Á þriðja hundrað erlendir gestir Hátíðin er opin almenningi en að sögn skipuleggjenda eru væntanlegir á þriðja hundrað erlendir gestir gagngert vegna hátíðarinnar, enda sé hún í senn eftirsótt keppni, mikilvæg kaupstefna, markaður, kynningar- og samningsvettvangur. Fjöldi leik- stjóra, framleiðenda, innkaupastjóra og áhrifamanna í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum verða á landinu, sjá kvikmyndir, sækja fyrirlestra og skoða sig um. Allir geta skráð sig á hátíðina og fá þá aðgang að öllum sýningum, mál- þingum, útsýnisferðum og hófum. Þátttökugjald er 97 evrur. Skráning fer fram á vef hátíðarinnar www.- nordiskpanorama.com. Einnig er hægt að kaupa miða sem veitir aðgang að öllum sýningum á sérstöku verði, aðeins 800 kr. Dagskrárrit hátíðarinnar liggur víða frammi, í strætisvögnum, leigu- bílum, verslunum og veitingahúsum og verður einnig í Regnboganum ásamt ýmsum upplýsingum um hátíð- ina. Alls eru 64 kvikmyndir í keppni há- tíðarinnar um bestu norrænu stutt- og heimildarmyndirnar; 41 stutt- mynd og 23 heimildarmyndir. Verðlaunin fyrir bestu heimild- armynd, 500 þús. ísl. kr., veitir menntamálaráðuneytið. Verðlaunin fyrir bestu stuttmynd, 500 þús. ísl. kr., veita Norðurljós. Áhorfendaverðlaunin fyrir bestu mynd í keppni, 200 þús. kr., veitir Ríkisútvarpið. Besta mynd keppninnar að mati sjónvarpskeðjunnar Canal+ fær sér- stök verðlaun og fela þau í sér að Canal+ kaupir sýningarrétt að myndinni í eitt ár á útsendingarsvæði keðjunnar í Frakklandi og Afríku. Fimm íslenskar frumsýningar Ein íslensk mynd er í heimild- armyndakeppninni; Love is in the Air eftir Ragnar Bragason en fimm ís- lenskar í stuttmyndakeppni; Pen- ingar (Money) eftir Sævar Sigurðs- son, Síðasti bærinn (The Last Farm) eftir Rúnar Rúnarsson, Síðustu orð Hreggviðs (The Last Words of Hreggviður) eftir Grím Hákonarson, Vín hússins (Wine of the House) eftir Þorkel S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson og Hver er Barði? (Who is Barði?) eftir Ragnar Bragason. Þess má að auki geta að frum- sýndar verða fimm íslenskar myndir á hátíðinni; Með mann á bakinu (The Man On The Back) ný stuttmynd eft- ir Jón Gnarr, The Inner Or Deeper Part Of An Animal Or Plant Struct- ure – The Making of Medulla, heim- ildarmynd um gerð nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur Medúllu eftir Ragnheiði Gestsdóttur, heimild- armyndin Mínus – Work in Progress eftir Frosta Runólfsson og Skagafjörður eftir Peter Hutton. Síðastnefnda myndin verður sýnd við opnun hátíðarinnar á föstudaginn á sýningu í Listasafni Reykjavíkur en þar munu hljómsveitin Sigur Rós og Steindór Andersen sjá um tónlist- arflutning. Einn af sérstæðari viðburðum há- tíðarinnar eru kvikmyndasýningar í Sundhöll Reykjavíkur á sunnudaginn kemur. Þá verður sýnd allan daginn á heila tímanum 12 mínútna heimildar/ stuttmynd um dreng sem fer á sund- námskeið. Myndin heitir Watercol- ours og er eftir Finnann Kai Nord- berg. Lofað hefur verið æði sérstæðri upplifun en hljóðið með myndinni verður neðan vatnsborðs. Hátíðinni mun svo formlega ljúka með útibíói á Miðbakka, Reykjavík- urhöfn, sem hefst kl. 21:00 mið- vikudagskvöld 29. sept. Sýndar verða sigurmyndir og nokkrar aðrar valdar gæðamyndir á tjald sem sérstaklega verður komið upp af þessu tilefni. Kvikmyndir | Nordisk Panorama hefst á föstudag 112 kvikmyndir fyrir 800 kr. Stuttmynd Jóns Gnarrs, Með mann á bakinu, verð- ur frumsýnd á hátíðinni. Allar upplýsingar um Nordisk Panorama, dagskrá hátíðarinnar og miðasölu er að finna á www.nordiskpanorama.com 40 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Lífið er bið Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir i t r l i tj r , t i l r . r r l f t ri t J . Tom HanksTo anks Catherine Zeta Jonesi S.V. Mbl. S.V. Mbl. DV Ó.H.T. Rás 2 S.V. Mbl. DV Ó.H.T. Rás 2 HP. Kvikmyndir.com Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 14 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 ára. Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er bið r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . s rs r l f t ri t J . Super Size Me Sýnd kl. 6. Before sunset Sýnd kl. 8. Ken Park Sýnd kl. 10. H.I. Mbl. S.V. Mbl. Ó.Ó.H. DV Ó.Ó.H. DV S.G. Mbl. D.V .Ó.H.T. Rás 2 Kvikmyndir.com Tom Hanks Catherine Zeta Jonest ri Z t J s FRAMHALD AF BANDARÍSKUM „INDÍ“ BÍÓDÖGUM GEGGJUÐ GRÍNMYND Kvikmyndir.comvi y ir.c Rómantísk spennumynd af bestu gerð í f Ástríða sem deyr aldrei ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Coffee & Cigaretts Sýnd kl. 8. S.V. Mbl. Ó.Ó.H. DV ÞETTA er dálítið fyndin mynd. Hún segir frá fyrirmyndarnem- andanum Matthew Kidman sem fellur algerlega fyrir stelpunni Danielle sem dvelst í næsta húsi. Hann kemst hins vegar fljótt að því að þessi glæsipía er klám- myndastjarna, og þá veit hann ekki lengur hvernig hann á að haga sér. Margt í handritinu er bæði haganlega gert og vel úthugsað auk þess sem myndin er mjög fyndin á köflum. Á meðan Holly- wood dúndrar út prinsessumynd- um fyrir táningastelpumark- aðinn, er í raun furðulegt að þessi hugmynd sé ekki oftar not- uð fyrir hormónatryllta unglings- strákamarkaðinn. Verra er hins vegar að boð- skapur myndarinnar á að vera sá að Matthew elski Danielle þrátt fyrir fortíðina, hann elski per- sónuleika hennar, eða einsog hann segir við hana þegar hún er aftur kominn í sollinn, „ég þekki þig og veit að þú ert meira virði en þetta“. Það slær mann því við sem áhorfendur höfum akkúrat enga tilfinningu fyrir Danielle og ekki hundsvit á því hvernig persóna hún er – né hvers virði. Um leið og það skiptir handritshöfunda greinilega ekki máli fellur mynd- in um sjálfa sig. Hefði Danielle verið skýrari persóna og heillandi á einhvern hátt – annan en líkamlega – hefði mér þótt þessi mynd mun betri, því hún er á marga vegu alls ekki svo vitlaus og kemur oft á óvart. Tvöfaldur boðskapur KVIKMYNDIR Smárabíó og Borgarbíó Akureyri Leikstjórn: Luke Greenfield. Aðalhlutverk: Emile Hirsch, Elisha Cuthbert, Timothy Olyphant, James Remar, Chris Marquette og Paul Dano. BNA 100 mín. 20th Century Fox 2004. The Girl Next Door (Nágrannastelpan) Hildur Loftsdóttir NORDISK Panorama, Morgun- blaðið og Nýherji gangast fyrir keppni um bestu kvikmynda- gagnrýni á myndir í keppni kvik- myndahátíðarinnar Nordisk Panorama sem stendur yfir í Regnboganum 24.–29 sept. Öllum er heimilt að taka þátt í keppn- inni. Þátttakendur skrá sig á vef Morgunblaðsins, www.mbl.is, og skrifa gagnrýnina á síðu þar. Sér- stök dómnefnd á vegum Nordisk Panorama og Morgunblaðsins velur bestu rýnina. Nýherji veitir í verðlaun stafrænt klippiforrit, Avid Xpress-DV, sem hentar bæði atvinnumönnum og kröfuhörðum áhugamönnum. Avid Xpress-DV er rauntíma stafrænt myndklippiforrit frá framleiðandanum Avid sem var frumkvöðull í stafrænni mynd- klippingu fyrir 15 árum. Forritið er með fleiri breytanlegum raun- tíma tilbrigðum en sambærilegur hugbúnaður frá öðrum framleið- endum vegna þess að hið þekkta notendaviðmót frá Avid er sam- ræmt kraftmiklum klippibúnaði. Macintosh og Windows útgáfur forritsins eru afhentar saman í einum pakka án aukakostnaðar. Avid Xpress-DV hentar jafnt at- vinnumönnum sem áhugamönn- um og er sérlega hentug eining fyrir sjálfstæða kvikmyndagerð- armenn og áhugamenn sem vilja spreyta sig á hátæknisviðinu og ná sem bestum árangri. Klippiforrit í verðlaun fyrir bestu kvikmyndagagnrýni Ertu góður kvikmyndagagnrýnandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.