Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 25 MINNINGAR Mér er ljúft að minn- ast Ingvars. Sumt fólk stendur manni svo nærri og er orðið svo sjálfsagður hluti af lífi manns, að það tekur mann sárt þegar á svipstundu allt er breytt, og það hverfur á braut til æðra heims. En ég vil trúa því að þar verði tekið vel á móti honum Ingvari. Það hefur verið mér efst í huga frá því að vinur minn lést hvað hann færði okkur mikla gleði með skemmtilegum frásögnum sínum. Á bernskuheimili Ingvars kom ég á fyrir fjörutíu árum, og þar ríkti ávallt umhyggja og góður andi. For- eldrar hans og tengdaforeldrar mín- ir voru einstök hjón, þau Kristín og Ásgeir. Ingvar var mjög vel lesinn og var gaman að hlusta á hann og Ás- geir föður hans þegar þeir voru að fjalla um hvað þeir höfðu verið að lesa. Eins og þegar Ingvar var ung- lingur og honum var farið að leiðast í skólanum. Þá ákvað hann að leggjast út, og það sem hann ætlaði að taka með sér í útlegðina var Grettissaga, en hana kunni hann utanbókar, eins og Íslendingasögurnar. Þetta atvik lýsir Ingvari vel. Ingvar var uppeldisbróðir manns- ins míns og var Ingvar fimm ára þeg- ar Gunnlaugur, þá þriggja mánaða snáði, bættist í systkinahópinn. Fað- ir Gunnlaugs og móðir, systir Ingv- ars, höfðu farist með vélbátnum Þor- móði, og hljóta þessar breytingar á fjölskyldunni að hafa verið mikil við- brigði fyrir Ingvar, þar sem hann var yngstur þeirra systkinanna. En frá fyrstu stundu sýndi hann Gunnlaugi mikinn bróðurkærleik, og það varði alla tíð. INGVAR ÁSGEIRSSON ✝ Ingvar Ásgeirs-son fæddist á Bíldudal 6. maí 1937. Hann lést á líknar- deild Landakotsspít- ala 10. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bíldudalskirkju 18. september. Í einkalífi sínu var Ingvar lánsamur mað- ur, eiginkona hans er Kristín Pétursdóttir, og varð hjónaband þeirra einkar farsælt. Fyrir hjónaband átti hann dótturina Guð- rúnu Elínu. Systkini hans sýndu honum mikla umhyggju í veik- indum hans, en þó er hlutur Kristínar eigin- konu hans mestur, og er sú umhyggja og ást- úð er hún sýndi ein- stök. Við þökkum Guði fyrir tilveru Ingvars og biðjum Guð að styðja og styrkja eiginkonu hans og dóttur, Guðrúnu Elínu, afabörnin, systkini og aðra aðstandendur. Steinunn Bjarnadóttir. Nú hafa Bílddælingar kvatt Ingv- ar í hinsta sinn. Hann hafði barist hetjulega við sinn sjúkdóm en beið lægri hlut. Meðan á þessari baráttu stóð var hann alltaf bjartsýnn og glaðvær. Ingvar var ættaður frá Álftamýri og þegar ég var að alast upp á Bíldu- dal milli 1950–1970 setti fólk af þess- ari ætt mikinn svip á Bíldudal. Ég er af þessari ætt og kallaði Ingvar mig alltaf frænda. En því miður erum við ekki mörg eftir á Bíldudal. Og nú er- um við enn fátækari eftir fráfall Ingvars. Ég man fyrst eftir Ingvari þegar hann var bílstjóri hjá kaup- félaginu og leyfði okkur strákunum alltaf að sitja í bílnum hjá sér. Ingvar var einstaklega glaðvær maður. Ég man ekki eftir honum í slæmu skapi. Þrátt fyrir að skólaganga hans væri ekki löng var hann fróður um marga hluti. Það má segja að hann hafi menntað sig sjálfur með lestri og reynslu. Þegar ég var framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar á Bíldudal hf. 1978– 1992 var Ingvar einn af starfsmönn- um þar og þótt hann væri ráðinn í al- menna vinnu var alltaf leitað til hans ef þurfti að leysa einhvern af, t.d. vélstjóra, viðhaldsmann fiskvinnslu- véla, vörubílstjóra eða í fiskimjöls- verksmiðju. Alltaf var kallað á Ingv- ar sem tók þessum störfum eins og sjálfsögðum hlut og sinnti þeim vel. Sumum þótti hann fara sér hægt en það var vegna þess að hann fram- kvæmdi aldrei hluti nema vera viss um að hann væri að gera rétt. Enda urðu aldrei nein vandræði með hans störf. Hann var alltaf í góðu skapi og aldrei sá ég hann reiðast, yfirleitt sinnti hann sínum störfum með bros á vör. Við sátum oft saman í kaffitím- um og þar sem hvorugur var bund- inn af klukkunni urðu kaffitímar hjá okkur félögum stundum langir. Mér þótti gaman að heyra Ingvar segja frá. Hann var orðheppinn og gerði oft góðlegt grín að samferðamönnum sínum án þess að særa nokkurn. Eft- ir margra ára samvinnu urðum við Ingvar góðir vinir og á ég eftir að sakna hans mikið. Að lokum votta ég eiginkonu, dótt- ur, barnabörnum og öðrum aðstand- endum sanúð mína. Guð styrki ykk- ur í sorg ykkar. Jakob Kristinsson. ✝ Ragnar Björns-son fæddist á Hlíðarenda á Eski- firði 14. júní 1915. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Huldu- hlíð á Eskifirði 14. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau Björn Árnason frá Hlíðar- enda á Eskifirði, f. 9.12. 1892, d.16.8. 1973, og Steinunn Þórðardóttir frá Sléttaleiti í Suður- sveit, f. 22.11. 1886, d. 10.2. 1987. Systur hans eru þær Vilborg, f. 11.6. 1918, og Guðný, f. 17.3. 1921, d. 5.12. 1996. Eiginkona Ragnars var Mar- Karólína Kristinsdóttir, f. 28.1. 1956. Tvö barna Ragnars og Mar- grétar létust í barnæsku. Auk þessa ólst upp hjá þeim hjónum dóttir Trausta, Ásrún, f. 1.12. 1958, maki Eiríkur Jóhannesson, f. 22.11. 1963. Ragnar og Margrét bjuggu í Brú á Eskifirði alla tíð. Ragnar var til sjós fyrstu starfsárin en sneri sér síðan að trésmíðum. Hann var vel að sér í bátasmíðum en fékk meistarapróf í húsasmíð- um fimmtugur og vann eftir það einkum við húsbyggingar. Ragnar var mikill unnandi sönglistar og ljóðlistar og var einn af stofnendum Karlakórsins Glaðs, sem starfaði á Eskifirði um áratugaskeið. Einnig var Ragnar virkur félagi í Lúðrasveit Eski- fjarðar um árabil. Hann var mik- ill sögumaður og kunni ógrynni af ljóðum og vísum og hefur ljóða- lestur hans birst í fjölmiðlum. Útför Ragnars fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. grét Pétursdóttir, f. 22.12. 1914, d. 27.2. 1983. Foreldrar hennar voru Pétur Helgi Pétursson, bóndi og kennari á Rannveigarstöðum í Álftafirði, f. 29.3. 1869, d. 19.7. 1961, og Ragnhildur Eiríks- dóttir, f. 7.12. 1877, d. 12.3. 1964. Börn Ragnars og Margrétar eru: 1) Björn Trausti, f. 8.7. 1936, maki Aðalbjörg Jóna Sigfúsdóttir, f. 26.3. 1939. 2) Óskar, f. 15.9. 1940. 3) Steinunn Vilborg, f. 21.9. 1950, maki Grétar Helgi Jónsson, f. 26.9. 1950. 4) Gunnlaugur Einar, f. 12.2. 1956, maki Ragnheiður Eskifjörður, æskubyggðin mín innst í sálu greipt er myndin þín. Elskulegi afi minn. Lífskerti mannanna brenna mis- lengi. Þitt kerti var voldugt og sterkt og dugði því næstum níutíu ár. Það ber okkur börnunum þínum að þakka fyrir eins og allar minningarnar um þig og ömmu í Brú. Óneitanlega hlað- ast inn myndir og minningar frá liðn- um tíma og ótrúlega margar virðast hafa mótað mannveruna mig eftir þér. Þú varst í senn agandi og um- hyggjusamur og alltaf til staðar til skrafs og ráðagerða. Ég man eitt sinn er ég spurði þig af hverju þið amma, sem allt okkur kenndu, sögð- uð okkur ekki hvernig fara ætti með peninga. Svarið kom strax, án hiks. Þú veist að við tölum ekki um það sem ekki er til. Alveg var ég hissa. Aldrei fannst mér skorta neitt heima, alltaf nóg að bíta og brenna þó mannmargt væri, bæði gestir og gangandi. Alltaf var pláss í Brú. Eitt sinn sátum við í stof- unni minni og ræddum málin um lífið og tilveruna, en aðalmálið hjá mér var tengt búsetuskiptum þar sem ég var nýflutt á Selfoss og fann illa takt- inn hér á Suðurlandi.Hvað á ég að gera, fara eða vera? Svar þitt var. Ása mín, sjáðu til. Okkur getur aldrei líkað jafnvel við alla, frekar en þeim við okkur. Besta ráðið er að láta fólk sem ekki passar okkur í friði, því nóg er til af fólkinu, flestu alveg ágætu. Eftir þessu hef ég reynt að lifa, afi minn og takturinn er nokkuð góður. En nú komin er kveðjustund okkar, loksins þessari þrautagöngu þinni lokið, þú laust úr viðjum vesæls lík- ama sem vegna mikilla áfalla undan- farinna ára varð hulstur eitt til heft- ingar þinnar miklu lífsorku og gleði. Að geta ekki gengið var vont, að geta ekki talað var enn verra en að geta vart sungið það var verst. En nú trúi ég að þú getir þetta allt aftur. Hjá þér fyrst ég ljóma dagsins leit lifði í þínu skjóli og fjallareit. Drottinn blessi byggð og lýð, blessi alla tíð. (Árni Helgason.) Elsku afi minn, hafðu kæra hjart- ans þökk fyrir allt og allt. Þín Ásrún. RAGNAR BJÖRNSSON Elskulegur faðir, bróðir og fyrrverandi eigin- maður, ÞORSTEINN SÆMUNDSSON, Hátúni 10A, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 23. september kl. 13.30. Snorri Bjarni Henrikson, Þorsteinn Henrikson, Auðólfur Þorsteinsson, Auður Sæmundsdóttir, Brynja Kolbrún Lárusdóttir. Ástkær eiginkona, móðir og dóttir, EMILÍA KOFOED-HANSEN LYBEROPOULOS, lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn föstu- daginn 17. september. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 27. september kl. 15. Constantin Lyberopoulos, Irena og Yannis Lyberopoulos, Björg Kofoed-Hansen. Frænka okkar, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Ytri-Tungu, Tjörnesi, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, föstudaginn 17. september. Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu fimmtudaginn 23. september kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, ARNHEIÐAR GUÐFINNSDÓTTUR ljósmóður frá Patreksfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Pedersen. JÓHANNES ZOËGA fyrrverandi hitaveitustjóri, lést á Landspítala við Hringbraut að morgni þriðjudagsins 21. september. Tómas Zoëga, Fríða Bjarnadóttir, Guðrún Zoëga, Ernst Hemmingsen, Benedikt Jóhannesson, Vigdís Jónsdóttir, Sigurður Jóhannesson, Solveig Sigurðardóttir. Ástkær faðir okkar, HJALTI ÞORFINNSSON, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 10. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Þorfinnur Hjaltason, Páll Hjaltason, Júlíus Hjaltason. Ástkær eiginkona mín ÁGÚSTA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR húsfreyja, Úthlíð, Biskupstungum, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt mánudagsins 20. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björn Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.