Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 17 MINNSTAÐUR Mýrdalur | „Ég tel að við séum með ákaflega athyglisvert mál á hendi en vantar aðstoð til að halda áfram. Við vonumst til að iðn- aðarráðuneytið hjálpi okkur af stað aftur,“ segir Þórir Kjart- ansson, einn og aðstandendum Kötluvikurs ehf. sem hyggur á vinnslu og útflutning á vikri af Mýrdalssandi. Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra var á ferð í Mýrdalnum í vikunni og kynnti sér þá verkefnið. Landeigendur á Mýrdalssandi og samstarfsaðilar þeirra létu gera miklar rannsóknir á eðli og mögu- leikum vikurs úr Kötlu. Kom í ljós að vikurinn er ágætis hráefni. Meðal annars er mögulegt að þenja hann í verksmiðju. Þótt vik- urinn sé að mörgu leyti ólíkur þöndum perlusteini myndi hann keppa á sama markaði, í bygging- ariðnaði og ræktun. Einnig hefur komið í ljós að Kötluvikurinn er tiltölulega hreint hráefni sem talið er henta vel til ræktunar en sá markaður skilar betra verði en byggingariðnaðurinn, að sögn Þór- is. Hugmyndir hafa verið uppi um að reisa verksmiðju í Vík í Mýrdal til að meðhöndla vikurinn. Þórir Kjartansson segir að verðmæti vörunnar margfaldist við þensluna og því sé það mun hagkvæmara þjóðhagslega að meðhöndla hann hér en að flytja hráefnið óunnið úr landi. Þá yrði þetta atvinnuskap- andi starfsemi en áætlað er að 25 til 30 störf gætu skapast við náma- vinnslu og vinnslu vikursins. „Af eða á“ „Við höfum lokið þessu rann- sóknarferli og safnað miklum gögnum. Næsta mál á dagskrá er að kynna hugmyndina fyrir er- lendum fyrirtækjum og ef jákvæð svörun fæst frá markaðnum þarf að leita eftir fjárfestum til að koma að uppbyggingunni,“ segir Þórir. Hann fagnar áhuga Val- gerðar Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra og vonast til að ráðuneytið geti aðstoðað við að koma málinu af stað á nýjan leik. Valgerður Sverrisdóttir fór með fylgdarliði sínu og heimamönnum á námasvæðið á Háöldu, austan Hafurseyjar. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hvað vikurinn er aðgengilegur þar. Áætlanir gera ráð fyrir að teknir verði um 200 þúsund rúmmetrar á ári og telur Skipulagsstofnun að námavinnslan hefði í för með sér óveruleg áhrif á umhverfið. „Ég hef fylgst með þessu máli og við höfum að minnsta kosti tvisvar veitt heimamönnum styrki til rannsókna,“ segir Valgerður. Hún segir að nú séu ákveðin tíma- mót í þessu starfi. Kanna þurfi bet- ur möguleikana á markaðnum þannig að hægt verði að svara því af eða á hvort af þessu geti orðið. Hún segir að svæðið sé veikt at- vinnulega og fólki fækki og æski- legt að fjölga atvinnutækifærum. „Við ætlum að reyna að aðstoða heimamenn við lokaátakið,“ segir ráðherra og bætir því við aðspurð að það muni væntanlega koma í hlut Fjárfestingarstofu að vinna að málinu í samvinnu við við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins og Útflutningsráð. Þórir Kjartansson segir að ef niðurstöður athugana sýni að góð- ur markaður sé fyrir þessa afurð ætti ekkert að vera því til fyr- irstöðu að reisa verksmiðjuna. Áætlað er að hún kosti um 600 milljónir kr. en hún mun framleiða vörur fyrir 1,5 milljarð á ári. Iðnaðarráðherra kynnir sér hugmyndir um verksmiðju í Vík og útflutning Kötluvikurs Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á námasvæðinu: Þórir Kjartansson sýnir Valgerði Sverrisdóttur vikurbreiðurnar suðaustan við Hafursey. Aðstoða við að koma verkefninu aftur af stað Aðaldalur | Einbreiða brúin yfir Laxá í Aðaldal, rétt norðan við Húsa- víkurflugvöll, hefur oft verið sann- kölluð slysagildra, en eins og komið hefur fram í fréttum fóru tveir bílar með nokkurra stunda millibili ofan í ána um helgina. Í bæði skiptin mun- aði ekki nema um það bil tveimur metrum að farartækin færu út í að- alstraum árinnar og hefðu þá slysin orðið mun stórvægilegri þar sem þau hefðu borist niður Heiðarendaflúð og út í Mýrarvatn. Ekki hefur bíll lent áður út af brúnni miðri eins og núna en áður hafa dráttarvél, tengivagn og nokkr- ir bílar lent í óhöppum á brúnni og ekið hefur verið á stólpana og bílar eyðilagst. Þá eru ekki mörg ár síðan að jeppi fór út í ána með sama hætti og fyrri bíllinn sem nú lenti í óhapp- inu. Tvíbreið brú á áætlun Brúin var byggð árið 1952 og ann- aði mjög vel þeirri umferð sem þá var en nú síðustu árin hefur umferð auk- ist með vaxandi landflutningum og ferðamannastraumi. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar er það á vegaáætlun að byggja nýja brú á þessum stað næsta ár, en hún á að standa nokkru neðar og vera tvíbreið. Ætlunin er einnig að lækka veginn í Heiðarenda þannig að hæðin austan við brúna mun ekki birgja ökumönnum sýn eins og nú er. Slysagildra á einbreiðu brúnni yfir Laxá í Aðaldal Ný brú á vegaáætlun Morgunblaðið/Atli Vigfússon Óhapp: Um helgina fór bíll í fyrsta skipti út af Laxárbrú miðri. Hér er búið að draga hann upp á bakkann. 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Eru n‡ju íbúðalánin fyrir mig? Skráning: fiú getur skrá› flig á kynningarfundinn me› flví a› hringja í síma 410 4000 e›a með tölvupósti á kynning@landsbanki.isÍSLEN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 57 21 09 /2 00 4 Landsbankinn býður „fjármálastjórum heimilanna“ á opinn kynningarfund um nýju íbúðalánin, í útibúi bankans á Ísafirði, í kvöld kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.