Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 23 „ÞAÐ sem mér finnst skipta mestu máli er að þessi kjarabarátta er lið- ur í að efla og bæta skólastarfið. Ef við berjumst ekki fyrir kjör- um okkar gerir það enginn ann- ar,“ sagði Fjóla Kristín Helga- dóttir, kennari í Oddeyrarskóla á Akureyri, en hún er jafnframt deildarstjóri á efra stigi. Fjóla hefur starfað við kennslu í sautján ár. „Ef laun kennara eru ekki sæmi- leg missum við oft hæfa kennara sem hreinlega fara í eitthvað annað. Við höfum margoft séð það. Stöð- ugleiki í skólunum minnkar og það hefur slæm áhrif á skólastarfið,“ sagði Fjóla og bætti við að álagið á þeim sem eftir yrðu ykist. Hún sagði stöðugleika í skólastarfi skipta miklu máli fyrir alla, nem- endur, foreldra og kennara. Það vildi oft gleymast í umræðunni. Fjóla sagði mikilvægt að kenn- arar væru sáttir við laun sín. „Það eru gerðar kröfur til kennara og það á að gera kröfur til þeirra, en þeir verða að vera sáttir við sín laun. Það hefur áhrif á skólastarfið ef svo er ekki.“ Hún sagði dapurlegt að heyra í ungu kraftmiklu fólki sem væri í kennslu, að það nennti ekki að standa í þessu lengur og ætlaði bara að fara í eitthvað annað. Fjóla taldi að almenningur væri ekki nægilega upplýstur um hvað væri að gerast í grunnskólunum. Oft væri talað af mikilli vanþekk- ingu um kennarastarfið, m.a. í fjöl- miðlum. „Mér finnst foreldrar alls ekki vera neikvæðir út í okkur kennara, en maður heyrir oft annan tón í fjölmiðlum,“ sagði Fjóla. Hún sagði það liggja alveg ljóst fyrir að ekki hefðu fylgt nægir peningar með í pakkanum þegar sveitar- félögin tóku við rekstri grunnskól- anna af ríkinu. „Ég ætla rétt að vona að verkfallið verði ekki langt. Mér finnst þetta mjög erfitt, heilmikið mál og fólk gerir þetta ekki að gamni sínu,“ sagði Fjóla. Hún benti á að markmið kennarasambandsins hefði verið að skrifa undir nýjan samning strax og sá eldri rynni út, „en svo líður hálft ár og það gerist ekkert“, sagði Fjóla. Hún nefndi að vissulega væri staða margra smærri sveitarfélaga mjög erfið og því væri það sitt mat að ríkið þyrfti að koma að málum. Það þyrfti að greiða meira með grunnskólun- um. Fjóla sagði að í síðustu samning- um hefði verið samið um styttri und- irbúningstíma fyrir hverja kennslu- stund, „sem er mjög gagnrýnisvert“. Hún sagði kennara þurfa að sinna fjölbreyttum verkefnum. Þeir spiluðu stóra rullu í lífi krakkanna ótal margt annað sem kæmi þar til. Fjóla Kristín Helgadóttir Liður í bættu skólastarfi „Við höfum í raun aldrei fengið neinar launahækkanir nema gegn aukinni vinnu,“ segir Valdimar. „Sumum kennurum finnst þeir ekki hafa fengið raunvirði vinnu- aukans, þ.e. í samningum árið 1995 og 2000. Kennarar hafi ekki áttað sig nógu vel á hvað þeir voru að samþykkja. Enda voru aðeins rétt rúm 50% sem samþykktu síð- ustu samninga.“ Auður segir afskaplega dapurt að kennarar fái aldrei neina launa- hækkun nema auka við sig vinn- una. Hún segir byrjunarlaun kennara vera undir 150 þúsundum og lítið sé meira hægt að hafa, þrátt fyrir að svo virðist margir halda. Þegar þau eru spurð hvort þau finni fyrir stuðningi samfélagsins við kjarabaráttu kennara segja þau það engu máli skipta í sjálfu sér. „Það hefur engin stétt fengið góð kjör út á samúð,“ segir Valdi- mar. „Þetta snýst ekkert um það. Þær stéttir sem hafa það best hafa ekki mestu samúðina. Það er ekkert samband milli samúðar og kjara.“ „VIÐ erum hingað komin til að standa saman,“ sagði Auður Ög- mundsdóttir, kennari í Öldusels- skóla, en hún var í verkfalls- miðstöðina í Borgartúni í fyrradag ásamt syni sínum og eiginmanni, Ívari Sigurbergssyni. Valdimar Helgason, sem einnig kennir í Ölduselsskóla, segist hafa verið í verkfalli samanlagt í fjóra og hálfan mánuð það sem af er starfsævi sinni. Hann hefur kennt í tuttugu ár. Hann segir að með samning- unum 1995 hafi kennarar bætt við sig ígildi 16–17 daga vinnu og að í raun hafi kennarar fengið minni launahækkun en aðrar stéttir sé tekið tillit þess. Í samningum árið 2000 hafi skóladögum svo fjölgað um tíu. Auður Ögmundsdóttir og Valdimar Helgason Í verkfalli í tæpa fimm mánuði samanlagt Morgunblaðið/RAX Auður Ögmundsdóttir og Valdimar Helgason, kennarar í Ölduselsskóla, mættu í verkfallsmiðstöðina. Á milli þeirra stendur Ívar Sigurbergsson, eiginmaður Auðar.duga ekk- egt eftir há- hann og sem hafi m, t.d. æði og eru með hátt í tvöfalt hærra kaup. Ás- mundur kveðst hafa ákveðið að leggja kennsluna fyrir sig því hann hafði kynnst því að starfa í grunn- skóla og taldi starfið skemmtilegt og áhugavert. Hann segist aldrei hafa látið sig dreyma um að hann yrði ríkur á því að kenna en vill geta átt fyrir skuldum og keypt mat, eins og hann orðar það sjálfur. Vill meiri tíma fyrir undirbúning Hann segir að fyrir sig sé brýnast að grunnkaup hækki. Hins vegar sé einnig nauðsynlegt að lækka kennsluskyldu og að kennarar fái aukinn tíma í undirbúning kennslu. „Ég hef mikinn áhuga á að vinna við kennslu áfram en ég veit ekki hvort ég get unnið annað ár ef launin hækka ekki. Í þessum kjarasamn- ingum þarf að ná fram hækkun á tímakaupi, ekki bara hærra kaupi fyrir meiri vinnu. Í síðustu kjara- samningum náðist bara lítil pró- sentuaukning á tímakaupi. Ég þarf að hækka töluvert mikið í kaupi til að geta haldið áfram að kenna,“ segir Ásmundur. ðið/Sverrir 2 mánaða. ammála um að í yfirstandandi kjarasamningum þurfi að ná fram verulegri hækkun grunnlauna. Ungir kennarar með a mikilvægt að lægstu launin hækki. Kennararnir eru einnig á því að undirbúningstími fyrir kennslu sé ekki nægur. ákveðið í ngana ein- nlaunum. r Val- ára kenn- em hefur ki tekið m til að óttir henn- ðinsdóttir, óla með f kennslu ntaður hefur 230 n en Guð- ur. nsetnir er , þannig Valgerður sem fyrst að auka em hvað rir lausn rar geri sem stafar i skóla. t til þess apast víða r því ekki ga lág mið- nu sem stu samn- rifaðist skóla- að öðru en saman í ega. Þeim um hópi tir fyrsta r farnir, ra vinnu.“ l úr stétt- þó skilj- auna- sjálft að með 3–4 unaseðil upp á 165 þúsund krónur fyrir skatta eftir nokkurra ára starf er ekkert ánægð í vinnunni. Þetta fæl- ir úr stéttinni fólk sem við þurfum á að halda,“ segir hún. Ekki til framtíðar „Ég bara segi eins og er að ég ætla ekki að vera í þessu starfi til framtíðar á þessum launum,“ bætir Guðrún Lára við. Valgerður segir marga kennara óánægða með að undirbúningstími fyrir kennslu hafi verið styttur í síðustu kjarasamningum. „Okkar tíma er ráðstafað í svo margt annað en undirbúning kennslu,“ segir Val- gerður en hún bendir á að kennarar í hennar skóla hafi til að mynda sinnt því frá því í fyrra að aðstoða skólabörn í matartíma. Fyrir það sé hins vegar greitt minna en sem nemur tímakaupi fyrir kennslu. „Það þætti líklega undarlegt ef t.d. flugmaður þyrfti að afgreiða í frí- höfninni og keyra rútuna út á völl þegar hann er ekki að fljúga.“ Þær eru sammála um að það sé slæmt að að kennarar geti ekki komist í að undirbúa næsta kennsludag fyrr en eftir klukkan fjögur á daginn eins og reyndin er hjá þeim. „Til þess að lifa af í kennslu eins og staðan er núna þá þarftu að vinna í frítímanum,“ segir Guðrún Lára og bendir á að það skjóti skökku við að á sama tíma og mörg fyrirtæki bjóði sveigjanlegan vinnutíma sé rætt um að binda þá vinnu kennara sem er utan kennslustunda meira við skólana. „Við erum í raun að fara aftur á bak.“ Hún segir það vilja gleymast þegar talað sé um tíma sem fer í kennslu að þar er enginn sveigj- anleiki. „Það er ekkert hægt að fresta kennslustundum og vinna þær upp á öðrum tíma, eins og fólk í mörgum öðrum störfum getur.“ sdóttir og ðinsdóttir ing á grunn- nauðsynleg Morgunblaðið/Árni Torfason „ÉG TEL að kennarar eigi ekki að hafa verkfallsrétt,“ segir Sigfús Guttormsson, kennari í Grunnskól- anum á Egils- stöðum. „Það eru ákveðnar stéttir í landinu sem eru í lykilhlutverkum, svo sem þeir sem starfa að heilsu- gæslu, löggæslu og kennarar, á hvaða stigum sem það er nú, sem eiga að vera í kjaradómi og fá ákvörðuð laun svo ekki þurfi að beita þessum aðferðum. Þetta hefur of mikið rask í för með sér. Það þýðir þó ekki annað en að nota verkfallsréttinn fyrst hann er til staðar. Eldri kennarar hafa sagt mér að kjörin hafi farið versnandi þegar kennarar tóku verkfallsrétt, en hann hafa þeir ekki alltaf haft. Vandamálið í deilunni er að þegar sveitarfélögin tóku við þessu fengu þau ekki nægjanlega sterka tekju- stofna til að standa að málum eins og þarf og þar stendur hnífurinn í kúnni. Á meðan svo er verður þetta alltaf slagur því kennarar voru auð- vitað komnir aftur úr öllu velsæmi í launum og nú er verið að reyna að laga það smám saman, sem hefur töluverðan kostnað í för með sér fyrir sveitarfélögin. Það er kostu- legt að heyra forsætisráðherra segja að ekki komi til mála að ríkið komi til móts við sveitarfélögin í þessu.“ Þá hafi síðustu samningar sem kennarar gerðu verið meingallaðir að mörgu leyti. Sigfús Guttormsson Kennarar eiga ekki að hafa verkfallsrétt þétt en samt erum við með fjöldann allan af leiðbeinendum í grunnskólunum.“ Stefanía segir að kennarastarfið sé í sínum augum hugsjónastarf og hún var sjálf ákveðin í að starfið væri eitthvað sem hún myndi vilja leggja fyrir sig. „En ég vil engu að síður fá viðurkenningu fyrir mitt starf. Sem ungur kennari þá er það mér mjög mikils virði að lægstu launin hækki til að það sé áhuga- verðara fyrir þá sem útskrifast að fara út í það starf að kenna.“ STEFANÍA Ragnarsdóttir, 25 ára, útskrifaðist sem heimilisfræðikenn- ari frá Kennaraháskóla Íslands árið 2002 og er á öðr- um starfsvetri sem safnkennari á skólasafni Smáraskóla. Hún segir að sér blöskri að heyra rætt um það að lægstu laun kennara séu 160 þúsund og með- allaun kennara séu 210 eða 215 þús- und krónur. „Ég þekki engan kennara sem er með þessi laun, nema þá sem kenna í framhaldsskóla. Það hafa einnig verið birtar tölur um að lægstu laun séu 160 þúsund. En við sem erum ung og nýútskrifuð náum ekki einu sinni þessari tölu. Ég er með 145 þúsund í grunnlaun sem fer upp í 164 þúsund þegar ég er búin að fá svokallaða skólastjóraflokka ofan á launin,“ segir Stefanía sem fær út- borgaðar um 120 þúsund krónur um hver mánaðamót. Skólastjóraflokk- ar eru það svigrúm sem skólastjór- ar hafa til að hækka laun kennara og er oft dreift á kennara skólanna í formi tveggja launaflokka ofan á grunnlaun. Stefanía á ekki kost á neinni yf- irvinnu, utan 2–3 tíma tvisvar á ári í kringum skólatónleika. Stefanía fór á fund í verkfallsmið- stöð kennara í Borgartúni í fyrra- dag og afhenti Eiríki Jónssyni, for- manni KÍ, fjóra launaseðla sem hún er ekki feimin við að birta opinber- lega til að sýna hversu lág laun yngstu kennaranna eru í raun. „Ég hef verið að bera mín laun saman við laun skólaliða sem m.a. sjá um ræstingar í skólum. Þær eru flestar í um 80% starfi en ef ég miða við 100% starf þá eru mín laun afar svipuð og þeirra. Laun starfsmanna í verslunum sem sjá um afgreiðslu á kössum eru til dæmis heldur hærri en mín. Ég geri alls ekki lítið úr þessum störfum því þetta eru vissu- lega mikilvæg störf sem við þurfum á að halda. En eins og allir vita þá dugir grunnskólamenntun í þessi störf. Ég hlýt að spyrja mig af hverju ég lagði það á mig að fara í háskólanám því það sem maður kemur út með er háskólamenntun sem er engan veginn arðbær,“ segir Stefanía. Hún segir að hvergi nærri allir sem voru með henni í Kennarahá- skólanum hafi farið í kennslu. „Að- sókn í KHÍ hefur aukist jafnt og Stefanía Ragnarsdóttir Mikils virði að lægstu laun hækki ELÍAS Gunnar Þorbjörnsson, er 24 ára gamall, nýútskrifaður kenn- ari frá kennaradeild Háskólans á Akureyri, brautskráðist síðastliðið vor. Hann kennir í Glerárskóla á Akureyri, er á fyrsta ári í kennslu og hef- ur umsjón með 10. bekk með öllu því sem fylgir, félagsstarfi, samskiptum við foreldra, ferðalög og annað. Laun hans eru 170 þúsund krónur á mánuði. „Ég vann í verslun nú í sumar og heildarlaun mín þar voru um 220 þúsund krónur. Ég hef unnið tölu- vert við verslunarstörf og launin eru aldrei undir eitt þúsund krón- um á tímann auk þess sem mögu- leiki er á yfirvinnu. Í kennslunni er sá möguleiki ekki fyrir hendi,“ sagði Elías. Hann sagði laun kennara fárán- lega lág, „út í hött, allt of lág og ég segir bara fyrir mig, ég stend ekki í þessu nema einn vetur,“ sagði Elías, en hann sagðist þurfa að kenna einn vetur áður en hann geti haldið áfram námi svo sem hann stefni að. Hann hélt áfram námi beint eftir stúdentspróf „og þetta fær maður fyrir að standa sig þokkalega, klára námið á eðlilegum tíma. Auð- vitað hefði ég getað farið í við- skiptafræði og verið með 300 þús- und kall í laun.“ Elías er að koma sér þaki yfir höfuðið og sagði það ekki grín með þau laun sem hann hefði. Hann vitnaði í launakönnun Verslunar- mannafélags Reykjavíkur sem ný- lega var greint frá en þar kom fram að meðallaun verslunarfólks á kassa í verslunum væru 155 þús- und, „og það eru krakkarnir sem við erum að kenna. Það er til í dæminu að krakkar í 10. bekk vinni með skóla í verslunum og hafi jafnhá laun og ég,“ sagði Elías. „Eftir þriggja ára háskólanám og B.Ed gráðu er þetta alveg fárán- legt. Að mínu mati á fólk með þriggja ára háskólanám að baki alls ekki að hafa lægri laun en 200 þúsund krónur á mánuði,“ sagði hann. Kröfugerð kennara væri síst of há, fólki með þessa menntun og ábyrgð yrði að greiða sæmileg laun. „Þetta er skemmtilegt starf, ég hef gaman af því og vil láta gott af mér leiða, en með þessu áfram- haldi er það bara ekki hægt.“ Elías Gunnar Þorbjörnsson Stend ekki í þessu nema einn vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.