Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í ERINDI sem Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður sendi stjórn Lögmannafélags gagnrýnir hann að lögmannsreynsla sé nánast að engu höfð í umsögnum Hæstaréttar: „Nú liggur fyrir umsögn Hæstaréttar um umsækjendur um starf dómara við dómstólinn. Ljóst er að í þeirri um- sögn er lögmannsreynsla nánast að engu höfð og einum reyndasta lög- manni landsins og prófessor í lögum skipað í þriðja sæti umsækjenda. Þetta er alvarlegt mál og óska ég eftir að Lögmannafélagið láti málið til sín taka,“ segir í erindi Helga. Í svari framkvæmdastjóra Lög- mannafélagsins (LMFÍ) fyrir hönd stjórnar þess segir að LMFÍ telji mikilvægt að reynsla af lögmanns- störfum sé metin að verðleikum við ákvörðun um skipun dómara, hvort heldur er í Hæstarétt eða héraðs- dóm. Þá hefur félagið einnig haldið fram því sjónarmiði að mikilvægt sé að í hópi dómara, í héraði sem Hæstarétti, séu menn með reynslu af lögmennsku. „Þessi sjónarmið eru í fullu gildi og undir þau tók Hæsti- réttur í umsögn sinni um umsækj- endur fyrir síðustu skipun dómara í réttinn. [–] Stjórn LMFÍ hefur farið yfir nefnda umsögn Hæstaréttar og getur ekki tekið undir það sjónarmið að í henni sé „lögmannsreynsla nán- ast að engu höfð“. Stjórnin sér því ekki efni til viðbragða vegna erindis Helga Jóhannessonar hrl.,“ segir í svarinu. Um 120 lögmenn hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun til stuðnings Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstarétt- arlögmanni og eins umsækjenda um embætti hæstaréttardómara sem losnar um næstu mánaðamót að sögn Sveins Andra Sveinssonar sem er í hópi þeirra hæstaréttarlög- manna sem hratt undirskriftasöfn- uninni af stað. Í texta undirskrifta- söfnunarinnar er settur dómsmálaráðherra, Geir H. Haarde, hvattur til að leggja sjálfstætt mat á kosti umsækjendanna um embætti hæstaréttardómara þegar hann veit- ir embættið. Stjórn LMFÍ segir ekki litið fram hjá lögmannsreynslu Um 120 lögmenn hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun FYRIRTÆKIÐ 3-PLUS var stofn- að árið 1999 í kringum hugmynd að gagnvirku þroskaleiktæki, sem not- ast við tölvutækni og sjónvarp, fyrir ung börn. Hugmyndin er nú orðin vinsæl vara í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar í Evrópu og er seld undir merkjum þekktra leik- fangaframleiðanda, Fisher Price í Bandaríkjunum og Berchet í Evr- ópu. Tækið mun koma á markað á Íslandi 20. október og samtímis í Skandinavíu. Mun Myndform sjá um dreifingu á Íslandi og Nordisk Film í Skandinavíu. Um er að ræða þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD- spilara í leikjavél fyrir gagnvirka og þroskandi leiki sem ætlaðir börnum frá 3 ára aldri. Í leikjunum eru það þekktar teiknimyndapersónur sem leiða barnið í gegnum ýmsar þrautir, t.d. fíllinn Babar, skjaldbakan Franklín og Doddi. Þrautirnar þjálfa börnin m.a. í því að stafa, lita, teikna, reikna, púsla og að læra á klukku svo fátt eitt sé nefnt. Hönnun tækisins og leikja í höndum Íslendinga Tækið og leikirnir eru þróaðir af fyrirtækinu 3-PLUS en stofnendur þess eru Helgi G. Sigurðsson og Jó- hannes Þórðarson. Þá eru umbúðir þeirra og útlit einnig hannað af 3- PLUS. Tækið fyrir Evrópumarkað er framleitt í Kína en tækið fyrir Bandaríkjamarkað er framleitt í verksmiðjum Fisher Price. „Fyrirtækið var eiginlega stofnað í kringum þetta verkefni,“ segir Jó- hannes en þeir Helgi hófu samstarf árið 1998. „Við þróuðum þessa hug- mynd og fórum síðan í það verkefni að finna aðila til að fjármagna það.“ Hægt og bítandi bættust hluthafar í hópinn og eru þeir í dag á þriðja tug. Eftir að fyrirtækið hafði verið stofnað hófst þróunarvinnan fyrir al- vöru. „Fyrsta vandamálið var að fá rétthafa teiknimyndapersóna til samstarfs við okkur,“ útskýrir Helgi. Þeir félagar settur markið strax hátt og vildu að leikirnir yrðu byggðir á þekktum teiknimynda- persónum. „Vandamálið fólst einnig í því að rétthafarnir vildu ekki fara í samstarf við okkur fyrr en við vær- um komnir með dreifingaraðila og öfugt,“ segir Jóhannes. „Menn vissu ekki hvað þetta var, þetta var svo nýtt, þó að þetta byggði á tækni sem var þegar þekkt,“ segir Helgi. Búið var til tæki í tilraunaskyni, svokölluð proto-týpa, til að koma hugmyndinni betur á framfæri. „En þegar þetta náðist fór allt að rúlla,“ segir Helgi. Það líða því aðeins fjögur ár frá því fyrirtækið er stofnað og þangað til búið er að ganga frá samningum, finna framleiðendur í Kína og koma tækinu á markað í Frakklandi sem gerðist á síðasta ári. Samt segja þeir Helgi og Jóhannes að þeim hafi stundum fundist hlutirnir ganga hægara fyrir sig en þeir hefðu kosið. „Íslendingar eru sér á báti með að vilja alltaf gera allt strax,“ segir Jó- hannes. „Þannig virkar þetta ekki endilega úti. En það hefur örugglega haft sitt að segja að við höfðum aðr- ar hugmyndir hvað tímasetningar varðar en samstarfsaðilarnir. Við mættumst á miðri leið.“ Allt það ferli sem verkefnið fór í gegnum, frá því að vera hugmynd í kolli stofnenda 3-PLUS og til þess að vera leiktæki selt í verslunum víða um heim, hafði þó engin áhrif á upprunalegu hugmyndina, þ.e. að útbúa þroskandi og gagnvirkt leik- tæki sem ung börn gætu notað án hjálpar foreldra. „Þetta er alveg eins og við ætluðum okkur í upphafi,“ segir Jóhannes. „Alveg nákvæm- lega,“ bætir Helgi við. „Við vildum fá þá bestu og stærstu í heimi til samstarfs og sú hugmynd er orðin að veruleika, bæði varðandi leikina og dreifiaðila,“ seg- ir Jóhannes. Flókin réttindamál Réttindamál í þessum iðnaði eru flókin og margslungin, að sögn Helga og Jóhannesar. Rétthafar teiknimyndapersónanna vildu hafa ýmislegt um það að segja hvernig persónan kom fyrir í leikjunum og var tekið tillit til margra slíkra at- hugasemda. „Tilfinningin er sú að rétthafarnir séu að láta okkur hafa barnið sitt og við síðan fáum það hlutverk að þroska það,“ segir Helgi. Ákveðið var að einn leikurinn yrði hannaður af réttindaaðilanum en annars eru leikirnir sprottnir úr smiðju 3-PLUS. Það er eitt þeirra atriða sem gætu átt eftir að breytast og hugsanlega verður leitað til ut- anaðkomandi tölvuleikjaframleið- anda við gerð einhverra leikja í framtíðinni. 3-PLUS á réttinn á dvd-kids leikjaformattinu, sem notað er við gerð leikjanna, svo allir leikir fyrir leiktækið fara í gegnum fyrirtækið með einum eða öðrum hætti. Þegar eru komnir á markað 14 leikjatitlar á samanlagt átta tungu- málum og fleiri leikir eru í vinnslu. Raunhæft er að áætla að árlega bæt- ist 4–5 leikir í safnið á hvoru mark- aðssvæði. Tækið mun kosta 5.900 krónur á Íslandi og hver leikur 2.400 krónur. Verðið er því litlu hærra en verð á kvikmynd á mynddiski. Ótal möguleikar Þó að leikirnir séu hannaðir með börn á aldrinum 3–7 ára í huga er þegar ljóst að eldri börn hafa ekki síður gaman af þeim. Tækið kom á markað í Bandaríkjunum í sumar og fer salan vel af stað. Stefnt er að því að selja milljón tæki þar í landi fyrir jól. „Fisher Price lítur svo á að þeir geti selt tækið, tiltölulega óbreytt, næstu tuttugu árin,“ segir Jóhannes. Ótal möguleikar eru á framtíð- arþróun leikjanna. T.d. má hugsa sér að tvö börn geti spilað saman og fleiri teiknimyndapersónur munu bætast í safnið. Einnig má gera ráð fyrir því að persónur sem þegar eru í aðalhlutverkum í útkomnum leikjum komi aftur við sögu í nýjum leikjum í framtíðinni. Nú þegar hefur 3-PLUS stofnað til dýrmætra tengsla við dreifiaðila og rétthafa leikja beggja vegna Atl- antshafsins sem gefa aukna mögu- leika á frekari útfærslum á leikjum í framtíðinni. LEIKTÆKIÐ frá 3-PLUS er framleitt í tveimur út- færslum, eftir því hvar það fer á markað og einnig eru leikirnir byggðir á ólíkum teiknimyndapersónum, allt eftir vinsældum þeirra á hvoru markaðssvæði. Í Banda- ríkjunum er tækið selt undir nafninu InteracTV en í Evrópu undir DVD-kids. Tækið er í raun þráðlaust stjórnborð sem barnið hef- ur í höndunum. Eftir að hafa sett leik í DVD-spilarann birtast valmyndir á sjónvarpskjánum og velur barnið þraut með því að þrýsta á fleti á stjórnborðinu. Barnið skiptir svo um stýrispjöld sem sett eru ofan á stjórn- borðið, allt eftir því hvaða þraut er valin. Tækið þarf auðvitað að standast þær kröfur sem gerðar eru til vandaðra barnaleikfanga. Helgi G. Sig- urðsson, annar stofnandi 3-PLUS, nefnir sem dæmi að svokallað fallpróf sé framkvæmd sem felur í sér að tækið, sem og leikirnir, séu látnir falla úr eins metra hæð niður á steingólf. Áður en það fór á markað í Frakklandi, fór það í gegnum nálarauga fjölda fjölskyldna sem prófuðu það í ákveðinn tíma. „Við fengum mjög góðar móttökur úr því, bæði frá foreldrum og börnum, og það sama má segja um umsagnir sem við höfum fengið vestanhafs. Við höfum verið að fá fimm stjörnur af fimm mögu- legum,“ segir Helgi. Hvernig virkar leiktækið? Íslenska fyrirtækið 3-PLUS hannar og framleiðir gagnvirkt leiktæki fyrir börn á heimsmarkað Breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél Morgunblaðið/Golli Litríkur vinnustaður: Helgi G. Sigurðsson og Jóhannes Þórðarson, stofnendur fyrirtækisins 3-PLUS, með afurð margra ára þróunarvinnu fyrir framan sig: leiktæki sem nú er á markaði beggja vegna Atlantshafsins. Fyrir framan sjónvarpið: Börn frá þriggja ára aldri geta notað þroskaleiktækið dvd-kids ein og óstudd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.