Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR                          !  "# $  "% & '"% (" ) (" *"% (" & '"% +!' +!% ! '# ,#    , " ! -./! -.  !  "#($ 0      '  !  "# 1'#2  . & '"% '#'!   3. " 3'( 4 5"($ 3 6  $ 74 / " 8("  )'%( )#" *9 :" 4 "" ;</! -& -9'% "" '" -' 1'# -'"% -:'  -'.   / 6  /$ ="# =6## "#.   " > "" '  " 7.$ .. 2-:(!#    !"  (  !'% ?6  *"% 9. & '"% =: : >6## "# 1'# & '"% -9    $!     2           2 2    2   2 2 2 2 2      2 2 2 2 !6 "#  6   $! 2 2  2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2   2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 @ 2AB @ AB @  AB 2 @  AB @ AB @ AB @ 2AB @ 2AB @ 2AB 2 2 @ AB @  AB @ AB 2 @ 2AB 2 @ 2 AB 2 @ 2 AB @  AB 2 2 @  AB 2 2 2 2 @ AB 2 2 2 2 2 2 2 2 2 3! '%    %# " = '( 9 ' %# C ) -'  $ $ $  $ 2 $  $ $ $  $  $ $ $$ $ $   2 $   $ 2 $ $ $ $ 2    2 2 2 $ 2 2   2 2 2                  2     2 2                      2 2              2       >    9 D5 $ $ =3$ E /#"'  '%       2    2    2  2   2 2 2  2 2    2  2 2 ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu alls rúmlega 19,3 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf, eða fyrir um 13,7 millj- arða. Mestu hlutabréfaviðskiptin voru með bréf Kaldbaks hf., eða fyrir tæpa 7,6 milljarða króna. Bréf Kald- baks hækkuðu mjög í viðskiptum gærdagsins, eða um 16,8% og var gengi þeirra í lok dags 9,40. Úrvalsvísitalan hækkaði í gær um 1,34% og er nú 3.651,23 stig. Kaldbakur hækkar um 17% ● HLUTABRÉF tékkneska símafyr- irtækisins Ceske radiokomunikace (CRa) hafa verið tekin af aðallista kauphallarinnar í Prag. Ástæðan er sú að eignarhaldsfélagið Bivideon, sem Björgólfur Thor Björgólfsson, Landsbanki Íslands og Straumur Fjárfestingarbanki eiga ásamt fleiri fjárfestum, hefur í kjölfar yfirtöku- tilboðs aukið hlut sinn í CRa úr 72% í 94%. Áfram verður þó hægt að skipta með hlutabréf CRa í kauphöll- inni en þau detta út úr úrvalsvísitölu. Hlutabréf CRa af aðallista TILGANGUR samruna Kaldbaks og Burðaráss er að búa til sterkt fjárfestingarfélag sem hefur það meginmarkmið að fjárfesta erlend- is, að sögn Friðriks Jóhannssonar, forstjóra Burðaráss hf. Aðspurður segir Friðrik stjórn og stjórnendur félagsins ekki hafa rætt sérstaklega um hugsanlega fjárfestingu í Land- símanum. Friðrik segir hins vegar hugsan- legt að Burðarás láti til sín taka í Bretlandi í framtíðinni. „Evrópa og Evrópusambandslöndin eru það svæði sem við höfum mestan áhuga á og ætlum að leggja mesta áherslu á í okkar fjárfestingum og er Bret- land innan þessa svæðis,“ segir Friðrik. „Fjárfestingarstefna fé- lagsins verður óbreytt, en ekki er óeðlilegt að gera ráð fyrir því að breytt eignaraðild hafi áhrif á ein- hverjar fjárfestingar í framtíðinni. Með tilkomu Baugs eru komnir inn í félagið aðilar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á ákveðnum sviðum á Bretlandsmarkaði og því líklegra en áður að við fjárfestum þar. Við vonum auðvitað að þekking og tengsl Baugs á breska mark- aðnum muni nýtast okkur í framtíð- inni og komi til með að styrkja fé- lagið.“ Burðarás aftur í sjávarútveginn Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar, segir samruna Burðaráss og Kaldbaks ekki breyta miklu. „Hann gerir Burðarás fyrst og fremst öflugra og meiri slagkraft í honum. Efnahags- reikningurinn stækkar við þetta og þar með eru möguleikar á lántöku, eða gírun, meiri.“ Þetta telur hann að sé meðal ann- ars gert í þeim tilgangi að undirbúa kaup á hlut ríkisins í Símanum. Jaf- et á von á því að Burðarás muni til jafns líta til fjárfestinga hérlendis sem erlendis, en segir fjárfesting- armöguleika þó fremur takmarkaða hér á landi. „Það sem er þó fróðleg- ast við þessi viðskipti er að Burðar- ás er að tengjast sjávarútvegi aftur eftir að hafa selt sig út úr honum fyrr á árinu,“ segir Jafet. Samherji og Burðarás af athugunarlista Friðrik segir að hluthafafundur í Burðarási hf. verði haldinn fljót- lega, en boða verður til hans með tveggja vikna fyrirvara. Segir Frið- rik að engar breytingar verði á stjórn, en næsta stjórnarkjör fari fram á aðalfundi félagsins, og því verði eina verkefni hluthafafundar að samþykkja útgáfu nýs hlutafjár og fjalla um samrunann. Aðalfund- ur Burðaráss verður væntanlega haldinn um miðjan marsmánuð 2005. Hlutabréf Burðaráss og Sam- herja voru tekin af athugunarlista Kauphallar Íslands í gær. Jafn- framt var tilkynnt að hlutabréf Kaldbaks yrðu áfram á athugunar- lista þar sem fyrir liggur að yf- irtökuskylda hefur stofnast á hend- ur Burðarási, sem hefur eignast 76,77% hlutafjár í Kaldbaki. Kauphöllin færði hlutabréf Burð- aráss, Samherja og Kaldbaks á at- hugunarlista í fyrradag. Sagði þá í tilkynningu frá Kauphöllinni að þetta hefði verið gert vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta í tengslum við sameiningarviðræður Burðaráss og Kaldbaks, sem þá stóðu yfir. Í tilkynningu Kauphallarinnar í gær segir hins vegar, að með hlið- sjón af því að gengið hafi verið frá samningum um kaup Burðaráss á 76,77% hlutafjár í Kaldbaki hafi verið ákveðið að færa hlutabréf Burðaráss og Samherja af athug- unarlista. Meiri líkur en áður á breskum fjárfestingum Hluthafafundur verður haldinn fljótlega til að samþykkja aukningu hlutafjár                       # +  ,    '  - '. /  0   12    $ -      3 ,4 5  1   $-  6  7 8    5 *,   :5   5  ;!(    +  /- (= . !   >     (+  ?(. BANDARÍSKA fyrirtækið Glacier Fish Company heldur því fram að dótturfélag Sambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF), SIF France, skuldi félaginu um 400.000 banda- ríkjadali (um 30 milljónir króna). Segir John Bundy, forstjóri banda- ríska fyrirtækisins, að skuldin hafi stofnast vegna sendingar Glacier Fish á söltuðum þorski til dóttur- félags SIF France, SIF Brasil, fyrir nærri 4 árum. Kemur þetta fram í frétt á norska sjávarútvegsvefmiðl- inum Intrafish.com. Kristinn Albertsson, fram- kvæmdastjóri fjármála hjá SÍF Group, segir hins vegar að SÍF líti ekki svo á að Glacier eigi kröfu á hendur félaginu. Bundy segir Glacier Fish hafa haf- ið framleiðslu á saltfiski árið 1998 og fljótlega farið að selja til SIF Brasil. Um árslok 2000 hafi nær öll fram- leiðsla saltfiskdeildar Glacier Fish verið seld til SIF Brasil, en greiðslur frá því fyrirtæki verið stopular og þegar líða tók að áramótum 2000/ 2001 hafi þær hætt að berast. Því hafi Glacier Fish farið með málið fyrir dóm, þar sem úrskurðað var bandaríska félaginu í vil. Málið flókið Kristinn Albertsson, fram- kvæmdastjóri fjármála hjá SÍF Group, segir SÍF ekki líta svo á að Glacier Fish eigi kröfu á hendur fyr- irtækinu. „Glacier telur sig eiga inni ógreidda reikninga hjá SIF Brasil, og við teljum svo ekki vera. Málið hafi með afhendingartafir og gjald- eyrisreglur í Brasilíu að gera og er því töluvert flóknara en gefið er í skyn í grein Intrafish. Að öðru leyti telur SÍF eðlilegast að deiluaðilar leysi úr málinu sín á milli.“ Kristinn segist jafnframt ekki sjá að bandaríski dómurinn, sem sagt er frá í norsku fréttinni, skipti máli í þessu samhengi, enda dragi hann í efa að hann hafi lögsögu í Brasilíu. Segir SÍF skulda 30 milljónir FJÖLDI ráðgjafafyrirtækja hefur nú þegar komið að máli við einka- væðingarnefnd og lýst áhuga á að sinna ráðgjöf varðandi sölu á hlut ríkisins í Símanum og er þar einkum um að ræða erlend fyrirtæki, að sögn Stefáns Jóns Friðrikssonar ritara einkavæðingarnefndar. Segir hann að bæði hafi nefndin fengi heimsókn- ir frá áhugasömum aðilum auk þess sem óformlegir fundir hafi verið haldnir. Jón Sveinsson, formaður einka- væðingarnefndar, segir að jafnframt hafi ýmsir aðilar lýst áhuga sínum sem hugsanlegir kaupendur á hlut í Símanum. „Maður veit ekki hvað svoleiðis er fast í hendi fyrr en end- anleg ákvörðun hefur verið tekin um hvernig staðið verður að söluferlinu, hvort eigi að fara að einhverjum hluta í dreifða sölu eða selja að stórum hluta til eins aðila,“ segir Jón. „Þær ákvarðanir verða ekki teknar fyrr en ráðgjafi er kominn að málinu.“ Einkavæðingarnefnd mun auglýsa eftir ráðgjafa til verksins um eða eftir helgi bæði hér á landi og er- lendis. Ráðgjafinn verður einkavæð- ingarnefnd til aðstoðar við að greina og meta kosti sem til greina koma við sölu Símans, að sögn Stefáns. „Við erum fyrst og fremst að leita að aðila sem hefur reynslu og þekk- ingu á þessu sviði, þ.e.a.s. bæði hvað varðar einkavæðingar annars staðar og vonandi einhverja reynslu af fjar- skiptamarkaði almennt,“ segir Jón en útbúin hefur verið ítarleg útboðs- lýsing þar sem fram koma þau atriði sem eiga að koma fram í tilboðum ráðgjafa. Frestur til að skila inn til- boðum er til 25. október og segir Jón að þá muni einkavæðingarnefnd fara yfir hverjir komi til álita og taka upp viðræður við þá aðila. Hann reiknar með að um miðjan nóvember muni liggja fyrir hver verður fyrir valinu. Söluferli ekki hafið í ár Í framhaldi af ráðningu ráðgjafa verður síðan ráðist í það verkefni að undirbúa sölu Símans. Það verður því eftir miðjan nóvember sem ráðist verður í það verkefni að undirbúa sölu á hlut ríkisins í Símanum. Jón segir þar af leiðandi ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær söluferlið geti hafist. „En miðað við þessar tímasetningar þá er hæpið að það takist á þessu ári en á fyrri hluta næsta árs verða menn væntanlega í stakk búnir til að stíga fyrstu skrefin í þessi sambandi.“ Morgunblaðið/Kristinn Áhugi Að sögn formanns einkavæðingarnefndar hafa ýmsir aðilar lýst áhuga á kaupum á hlut í Símanum. Fjöldi ráðgjafa lýst áhuga á sölu Símans ; %F -GH     A A =-? I J    A A K K ,+J    A A )J ; !  A A LK?J IM 8"!   A A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.