Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 261. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Gróðurhús Valgeirs Rekur eigið hljóðver og hefur unn- ið með Björk í sex ár | Menning Lesbók | Yfirlitssýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur  Ragnar Bjarnason  Íslendingar á djasshátíð Börn | Prinsar og prinsessur  Keðjusagan Gátur Íþróttir | Undanúrslit í bikarnum  Sérblað um enska boltann BÖRNIN á leikskólanum á Klömbrum við Háteigsveg í Reykjavík biðu í eft- irvæntingu eftir „táknmálsbangsanum“ í gær í tilefni af degi heyrnarlausra á sunnudaginn kemur. Slagveðrið gerði það hins vegar að verkum að ekki var hægt að fara út að taka á móti honum og því biðu þau eftir honum í tryggu skjóli. Spáð er skúrum um sunnanvert landið í dag en bjartviðri á sunnudag með heldur kólnandi veðri. Í öðrum landshlutum er spáð skúrum. Morgunblaðið/RAX Beðið eftir „táknmálsbangsanum“ FJÖLSKYLDA Kenneths Bigleys, bresks gísls í höndum mannræn- ingja í Írak, lét í gær dreifa tugþús- undum flugrita í Bagdad þar sem borgarbúar eru beðnir að gera hvað þeir geta til að bjarga lífi Bigleys. Alls voru dreifimiðarnir um 50.000 talsins og einkum dreift í Mansour- hverfinu þar sem Bigley og tveimur Bandaríkjamönnum var rænt. Hafa hryðjuverkamennirnir hálshöggvið báða Bandaríkjamennina. Tveimur egypskum fjarskipta- verkfræðingum var rænt í Bagdad í fyrrinótt og fjórum löndum þeirra og tveimur Írökum í fyrradag. Voru all- ir mennirnir starfsmenn sama fyr- irtækis. Ekkert er enn vitað með vissu um örlög tveggja ítalskra kvenna, sem rænt var fyrir nokkru. Hjálpar- beiðni í flugritum Liverpool. AFP.  Átta/18  Leiðari/30 ÍSLENSKT fyrirtæki, 3-PLUS hf., hefur hannað og þróað leiktæki og gagnvirka fræðsluleiki sem nú er selt undir merkjum leikfangarisans Fisher Price í Bandaríkjunum og Berchet í Evrópu. Leik- tækið sem er þráðlaust breytir venjulegum DVD- spilara í leikjavél fyrir gagnvirka og þroskandi leiki ætlaða börnum frá 3 ára aldri. Í Bandaríkjunum selur Fisher Price tækið und- ir heitinu InteracTV en í Evrópu er það markaðs- sett undir heitinu DVD-kids. Fisher Price er í eigu Mattel sem er langstærsta leikfangafyrirtæki í heimi. 100 þúsund leikir seldir í Frakklandi Nú þegar hefur Fisher Price dreift 600 þúsund tækjum og yfir einni milljón leikja í verslanir vestra. Stefnt er að því að milljón tæki fari í sölu í Bandaríkjunum fyrir jólin en Fisher Price ætlar sér ekki að setja vöruna á aðra markaði en Banda- ríkjamarkað fyrr en á næsta ári, að sögn stofn- enda fyrirtækisins, Helga G. Sigurðssonar og Jó- hannesar Þórðarsonar. DVD-kids fór fyrst á markað í Frakklandi árið 2003 og var með söluhæstu vörum dreifiaðila 3- PLUS, leikfangarisans Berchet. Á síðasta ári seldust 45 þúsund leiktæki í Frakklandi og 100 þúsund leikir. Leikir fyrir DVD-kids og InteracTV eru byggð- ir á þekktum teiknimyndapersónum t.d. skjald- bökunni Franklin, Dodda, fílnum Babar og Svampa Sveinssyni. Þegar hafa verið gefnir út 14 leikir á átta tungumálum og fleiri eru í vinnslu. Leiktækið er skilgreint sem þroskaleikfang og er það notað með sérhönnuðum DVD-diskum og stýrispjöldum. Með hljóðum, myndum, táknum og fleiru geta börn tekið þátt í því sem fram fer í sjón- varpinu á gagnvirkan hátt og aðeins með því að snerta réttan flöt á stýrispjaldinu. DVD-kids mun koma í verslanir á Íslandi 20. október, á sama tíma og í Skandinavíu. Myndform hefur tryggt sér söluréttindi á DVD-kids á Íslandi. Fyrirtækið 3-PLUS hf. var stofnað árið 1999 og eru hluthafar á þriðja tug og starfsmenn 11. Að- alskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík og er 3- PLUS einnig með skrifstofur í Frakklandi og Danmörku. Öll framleiðsla fer fram í Asíu. Íslenskt fyrirtæki selur gagnvirkt leiktæki undir merkjum Fisher Price Stefnt að sölu millj- ón tækja í Banda- ríkjunum fyrir jól  Breytir/6 GAGNVIRKNI í sjónvarpi hefur verið þekkt tækni um árabil og notuð t.d. í tölvuleiki fyrir eldri börn en yngri börn höfðu ekki notið henn- ar í neinum mæli. „Þarna var tækifærið,“ segir Jóhannes Þórðarson, sem stofnaði 3-PLUS ásamt Helga G. Sigurðssyni. „Við sáum að þarna var hilla sem var alveg tóm og ekki margir sem voru að spá í þetta,“seg- ir Helgi. „Þetta olli okkur erfiðleikum fyrst í stað, því þetta var algjörlega óþekkt en þetta hjálpaði okkur á seinni stigum. Við vorum á réttum stað á réttum tíma.“ Einn af útgangspunktunum var að barnið gæti leikið sér eitt í tækinu, án aðstoðar foreldr- anna, en það var einnig nýtt hvað tölvutengt efni fyrir ung börn varðaði. „Þetta var gatið sem við sáum og við einbeittum okkur að,“ segir Jóhann- es. Morgunblaðið/Golli Leiktækið er framleitt í tveimur útgáfum, allt eftir því hvar það fer á markað. Á réttum stað á réttum tíma TÉKKUM, sem vilja gefa blóð eða beinmerg, verður hér eftir launað fyrir með tveimur stórum glösum eða einum lítra af bjór. Er það liður í herferð- inni „Bjór fyrir blóð“ en henni er ætlað að fjölga reglulegum blóð- og beinmergsgjöfum. Jaroslav Novak, ritstjóri tékknesks bjórtímarits, átti hugmyndina að þessu og verð- ur herferðinni hleypt af stokk- unum í Prag og síðan um landið allt. Búist er við, að landsmenn muni bregðast vel við enda eru Tékkar heimsins mestu bjór- svelgir og skola niður 162 lítr- um á hvern íbúa árlega. Fá bjór fyrir blóð Prag. AFP. Lesbók, börn og íþróttir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.