Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG, miðvikudaginn 22. sept- ember 2004, er stór dagur í íþrótta- sögu þjóðarinnar. Glæsilegur fulltrúi Íslands vann til gullverðlauna á Ól- ympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Krist- ín Rós Hákonardóttir bætti eigið heimsmet í 100 metra baksundi og var töluvert á undan öðrum keppinautum í mark. Daginn áður hafði hún unnið silfur í 110 metra bringusundi og í viðtali við frétta- mann var hún óánægð með þann árangur en þó glöð yfir því að heimsmet hennar í bringunni hafði ekki verið slegið. Kristín Rós er af- burðamanneskja í íþróttum og því hlýtur þjóðin að vera stolt af árangri hennar. Þegar þessi frábæra sundkona vinnur gull á Ól- ympíuleikum hljótum við að slá því rækilega upp og fagna með henni svo um munar. Þjóðin hlýtur að vera í sigurvímu. Ég fékk fyrstu fréttir af þessu af- reki á mbl.is. Þar var þessa viðburðar getið neðanmáls í fimm sentimetra eindálki en höfuðfréttin var á sama tíma að indíánar fögnuðu opnun safns um sögu þjóðar þeirra í Washington. Vissulega gleðileg frétt en engu að síður fannst mér hin fréttin koma meira við kviku íslensku þjóðarinnar. Ég beið því spenntur eftir fréttum ríkisfjölmiðlanna. Þeir hljóta að vera með þetta sem fyrstu frétt. Svo væri án efa ef þetta væri íþróttamót ófatl- aðra. Sú var ekki raunin. Ég held að fréttastofa útvarpsins hafi gleymt þessari frétt. Ég missti að minnsta kosti af henni. Hef kannski þurft að bregða mér örskot frá þegar vel var liðið á fréttatímann. Hennar var að minnsta kosti að engu getið í yfirliti frétta. Og fréttastofa sjónvarpsins? Afrek Kristínar Rósar fékk að fljóta með í íþróttafréttaaukanum í lok fréttatímans og einnig afrek Jóns Odds Hall- dórssonar sem vann silfur í 100 metra hlaupi. Ólympíuleikar fatl- aðra eru ekki síður al- vöru Ólympíuleikar en leikar ófatlaðra. Alvar- an er kannski enn meiri og keppnin verður sí- fellt harðari, enda eru þjóðir heims farnar að átta sig á því að þessir leikar skipta miklu máli jafnt inn á við sem út á við. Árið 1997 fékk ég það skemmtilega og gefandi verkefni að skrá sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi í tilefni 25 ára afmælis Íþróttasambands fatl- aðra. Þá kynntist ég því fórnfúsa starfi sem frumkvöðlarnir inntu af hendi og þeirri miklu baráttu sem íþróttafólkið stóð í til að byggja sig upp sem afreksfólk í fremstu röð þrátt fyrir fötlun sína. Þarna unnu margir einstaklingar stóran sigur, á sjálfum sér, fordómunum og á íþróttavellinum. Íslendingar hafa unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra í gegnum árin enda verið unnið gríð- arlega mikið og gott starf á þessum vettvangi hér á landi frá fyrri hluta áttunda áratugarins að fyrstu íþróttafélög fatlaðra voru stofnuð. Kröfurnar hafa þó stöðugt orðið meiri og nú er svo komið að einungis örfáir íþróttamenn héðan sækja þetta mót, einungis þeir sem vænta má að séu í fremstu röð. Kristín vann sitt fyrsta gull í al- þjóðlegri keppni á heimsmeist- aramótinu í Assen í Hollandi árið 1990, fyrir 14 árum. Á Ólympíu- leikunum í Atlanta árið 1996 landaði hún þremur gullum og gullin hafa haldið áfram að hrannast upp hjá henni. Maður myndi því ætla að hún hafi nokkru sinnum verið kjörinn íþróttamaður ársins. En því er ekki að heilsa. Hún hefur vissulega verið tilnefnd en aldrei verið kjörin. Með fullri virðingu fyrir öðru íþróttafólki hér á landi þá er Kristín Rós í mínum huga stærsti íslenski sigurvegarinn á íþróttavellinum í ár og vona ég að íþróttafréttamenn hafi afrek hennar í huga þegar árið verð- ur gert upp. Ég bíð spenntur eftir að sjá for- síður dagblaðanna á morgun. Til hamingju Kristín Rós og einnig þú íslenska þjóð að eiga þessa afreks- konu. (Ps. Að morgni 23. sept. Til ham- ingju Moggi. Þú einn sást ástæðu til að slá þessu upp.) Kristín Rós vann stærsta sigurinn Sigurður Á. Friðþjófsson skrif- ar um fjölmiðla og íþróttaafrek ’Þegar þessi frábærasundkona vinnur gull á Ólympíuleikum hljótum við að slá því rækilega upp og fagna með henni svo um munar. Þjóðin hlýtur að vera í sigur- vímu.‘ Sigurður Á. Friðþjófsson Höfundur er upplýsinga- og fræðslufulltrúi BSRB. ÞEIR ERU fáir sem ekki hafa skoðanir á kjarabaráttu kennara þessa dagana og sitt sýnist hverj- um. Margir undra sig á kröfum og óbilgirni kennara, „fengu kenn- arar ekki svo góða launahækkun við síð- ustu kjarasamninga“? Hvernig geta þeir ver- ið að fara fram á ennþá meiri laun? Það er rétt að laun kenn- ara hækkuðu við síð- ustu samninga, en sú hækkun fékkst með því að auka vinnuálag- ið gífurlega svo að launahækkunin svo- kallaða át sjálfa sig upp og varð að engu. Skarpur sjö ára nemandi spurði aðra okkar hvort hana langaði í verkfall. Það er ekki auðvelt að svara svona spurn- ingu. Svarið sem nem- andinn fékk var að okkur langaði að sjálf- sögðu ekki til að nem- endur okkar misstu af skóla í lengri tíma en við vildum gjarnan að vinnan okkar væri bet- ur borguð og metin að verðleikum. Einkum og sér í lagi langaði okkur til að fá nægan tíma til að undirbúa kennsluna og allt sem henni tengdist. Það er í rauninni eitt af þeim að- alatriðum sem þessi kjarabarátta snýst um. Kennarastarfið er ekki þannig að börnin séu mötuð á stað- reyndum nokkra klukkutíma á dag og svo fari kennarinn heim á miðjum degi til að fara í Kringluna eða sólbað. Launuð vinnuvika okkar er rúmlega 42 klukkutímar en sá tími dugir engan veg- inn til. Þrátt fyrir að vera í skólanum frá átta til ýmist fjögur eða fimm á daginn för- um við samt daglega heim með verkefni til að vinna á kvöldin. Það sama gildir um helgar. Samt kemur ekki króna í launaumslagið til að umbuna fyrir þessa yfirvinnu. Sveit- arfélögin borga kenn- urum nefnilega ekki yfirvinnu, jafnvel þótt ekki verði hjá henni komist. Yfirvinnan okkar er því sjálf- boðavinna. Hvers vegna slepp- um við ekki þessari ólaunuðu aukavinnu í okkar eigin frítíma og notum tímann í annað, til dæmis til að sinna eigin fjölskyldu? Jú, það er nefnilega þann- ig að nemendurnir mæta á hverjum degi í skólann og eru í okkar umsjá frá klukkan átta til hálfþrjú á daginn og hvort sem einhver ætlar að borga okkur yfirvinnu eður ei, þá verðum við að vera tilbúnar með verkefni til að leggja fyrir bekkinn. Og miðað við kröfur þjóðfélagsins í dag, þá verðum við að taka tillit til einstaklingsþarfa hvers og eins barns. Ekki hentar öllum það sama og ef koma á til móts við alla þarf að leggja gífurlega vinnu í að sér- hanna verkefni fyrir hvern og einn. Það er líka spurning hversu mikið nám færi fram í skólastofunni ef kennarinn mætti á morgnana og segði: „Krakkar mínir, því miður er ekki neitt á dagskrá hjá okkur í dag þar sem vinnutíminn minn dugði ekki til að undirbúa kennslu dagsins. Ég var nefnilega á starfs- mannafundi í gær, síðan sat ég ásamt fleiri kennurum í teymi og ræddi um hvernig best væri að haga brunavörnum skólans og síðan sendi skólastjórinn mig á námskeið. Reynið bara að finna ykkur eitt- hvað að gera sjálf.“ Líkt og flestir kennarar erum við stoltar af starfi okkar, þetta er skemmtilegt og gefandi starf og þetta er það starf sem við viljum stunda. Það sem við hins vegar för- um fram á er að þættir eins og vinnuframlag, háskólamenntun og fagmennska séu metnir að verð- leikum. Við berum ábyrgð á því að mennta og móta framtíð landsins, það hlýtur að skipta máli. „Í dag er ekkert á dagskrá, krakkar mínir …“ Helga Steinþórsdóttir og Sigurrós Jóna Oddsdóttir fjalla um kennaradeiluna ’Líkt og flestir kenn-arar erum við stoltar af starfi okkar, þetta er skemmtilegt og gefandi starf og þetta er það starf sem við viljum stunda. ‘ Helga Steinþórsdóttir Höfundar eru kennarar í verkfalli. Sigurrós Jóna Oddsdóttir ÞAÐ ER ótrúlegt að í nútíma- samfélagi, þegar flestar stéttir landsins berjast fyrir skemmri vinnutíma, lengri fríum og aukn- um kaupmætti, að forysta kennara þurfi að eyða orku, hugviti og peningum í að sannfæra við- semjendur og jafnvel þjóðina um að kennsla sé fullt starf. Könnun á vinnu- tíma kennara Árið 1995 fór nefnd á vegum Kenn- arasambands Íslands og menntamálaráðu- neytisins í vettvangs- heimsókn til Norður- landanna, gagngert til að kynna sér vinnutíma kennara og bera hann saman við vinnutíma ís- lenskra kennara. Í ljós kom óverulegur munur á vinnutíma milli landa, þar sem íslenskir kennarar voru mitt á meðal jafningja. Fyrir síð- ustu kjarasamninga skiluðu kennarar á Íslandi 1.800 stund- um á ári. Við það má bæta 88 stundum vegna sérstakra frí- daga og a.m.k. 194 stundum vegna sum- arleyfa sem gera 2.040 stundir á ári sem er ná- kvæmlega sami vinnutími og ann- arra launþega á Íslandi. Því til viðbótar bættu grunnskólakenn- arar við sig 10 vinnudögum í síð- ustu kjarasamningum, sem voru alvarleg mistök forystu grunn- skólakennara sem hún er nú að bíta úr nálinni með. Hræðsluáróður og rangfærslur Nú í upphafi verkfalls grunnskóla- kennara skýtur upp kollinum skýrsla OECD full af rangfærslum og þvælu um vinnuframlag kenn- ara. Skýrsla sem segir allt um höfunda hennar sem í einu og öllu sneiða hjá sannleikanum. Það al- varlegasta er að það skuli vera op- inberir starfsmenn á Íslandi, starfsmenn mennta- og fjár- málaráðuneytis sem taka saman efnið, þar sem svo alvarlega er sneitt hjá sannleikanum. Það er auðvitað umhugsunar vert hver tilgangurinn er með slíkum vinnu- brögðum. Samningsaðilinn Þótt kennarastéttin sé ábyrg get- ur hún ekki tekið á sig þau alvar- legu mistök sem urðu þegar sveit- arfélögin tóku við rekstri grunnskólanna þar sem útgjöld vegna rekstur skólanna voru stór- lega vanmetin. Samninganefnd sveitarfélaganna samdi af sér í viðskiptum sínum við mennta- og fjármálaráðuneytið við yfirtöku skólans þannig að skuldir sveitar- félaganna hafa síðan 1994 vaxið gríðarlega og eru þau nú flest á skuldaválista félagsmálaráðu- neytisins. Halli ríkissjóðs hefur jafnt og þétt færst yfir á sveit- arfélög landsins vegna þess að rekstri grunnskólanna hafði verið haldið við hungurmörk og þeir tekjustofnar sem áttu að fylgja hafa ekki skilað sér. Óskiljanleg ummæli Í ljósi þeirrar staðreyndar að sveitarfélögin voru stórlega hlunn- farin við yfirtöku grunnskólanna er það óásættanlegt að nýkrýndur forsætisráðherra landsins skuli halda því fram að ríkinu komi ekki við kjaradeila grunnskólakennara. Vonandi er að þær upplýsingar sem hann hefur um forsendur þessarar kjaradeilu séu ekki frá hinum sömu og sannfærðu hann um ágæti innrásarinnar í Írak. Fólki ofbýður ummæli ráðherra sem aukið hefur út- gjöld þjóðarinnar úr 2,6 miljörðum í 6,5 miljarða í valdatíð sinni sem utanrík- isráðherra, þar af um einn miljarð á síðasta ári. Ríkinu ber skylda til að koma að þessari deilu með einhverjum hætti, sveitarfélögin standa ekki undir þeim aukna kostnaði sem óhjákvæmilega verður. Kennarastarfið Kennsla er krefjandi og slítandi starf. Kennari samtímans tekur á sig öll hugs- anleg og óhugsanleg hlutverk sem: fræðari, uppalandi, siðapostuli, verndari og er þá fátt eitt talið. Kennarinn getur ekki lokað á eft- ir sér skólastofunni þegar vinnu lýkur og um leið verið laus allra mála. Kennari er alltaf á bakvakt án þess að fá það greitt, starfið tekur hann með sér heim, áhyggj- urnar af Nínu og Geira og bekkj- arsystkinunum þeirra sem eiga í vandræðum með námið eða eiga um sárt að binda. Mikilvægi góðs kennara Háskólinn á Akureyri rannsakaði fyrir skömmu hvað ráði mestu um gæði skólastarfs og gengi nem- enda í námi. Þættirnir sem m.a. voru kannaðir, voru: stærð skól- ans, fjöldi nemenda í bekk, aðbún- aður í skólastofu, félagsleg staða nemenda og síðast en ekki síst hæfni kennarans. Niðurstöðurnar voru í stuttu máli, að árangur nemandans byggðist fyrst og síð- ast á gæðum og hæfni kennarans. Okkur foreldrum er það kappsmál að skólar landsins séu skipaðir ánægðum, hæfum og vel menntuð- um kennurum, með því sinnum við skyldum okkar við börnin best. Fyrirvinna Það gengur ekki lengur að stétt sem fyrr á tímum var launuð til jafns við þingmenn og presta skuli þurfa að hafa fyrirvinnu til að geta leyft sér þann munað að vera kennari. Stétt með stétt er löngu orðinn úreltur frasi. Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér hvort þessi eða hinn hafi samúð með málstaðnum, það lifir enginn á samúð annarra. Á hátíðar- og tyllidögum tala frammámenn þjóð- arinnar um mikilvægi menntunar og góðrar kennslu, lengra nær það ekki. Það virðist vera inn að höndla með annarra fé, þar er enginn maður með mönnum ef hann er ekki með milljón á mánuði. Ungt fólk sem lýkur námi í tilteknum greinum getur á skömmum tíma orðið milljarðamæringar á því að kaupa og selja hlutabréf. Það er kominn tími til að snúa ofan af þessu skekkta verðmætamati. Menntun þjóðarinnar verði virt að verðleikum og kennarar fái laun sem starfinu eru samboðin. Er kennsla fullt starf? Gunnar Örn Gunnarsson fjallar um kennaraverkfallið Gunnar Örn Gunnarsson ’Nú í upphafiverkfalls grunn- skólakennara skýtur upp koll- inum skýrsla OECD full af rangfærslum og þvælu um vinnuframlag kennara. ‘ Höfundur er sjómaður og bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.