Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 45 FRÉTTIR HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali Kári Kort, sölufulltrúi, sími 892 2506 SUMARBÚSTAÐUR VIÐ LAUGARVATN · Fallegt eignarland · Rafmagn · Hiti við lóðamörk · Stutt í alla þjónustu · Landið er fullgróið · Lækur er við lóðamörk · Verð kr. 5,5 millj. Gæsaveiði. 90 mín. frá Rvík. Mikið af fugli. Frábær aðstaða, kornakrar, gisting, morgunmatur, leiðsögn, gervigæsir. Uppl. www.armot.is og s. 897 5005. Þessum bát var stolið fyrir stuttu frá höfninni í Hafnarfirði. Þetta er eini báturinn af þessari gerð á landinu, þannig að ef þú hefur séð þennan bát þætti okkur vænt um að þú létir okkur vita í síma 698 6604. Netverslun. www.bataland.is, Bátaland ehf., Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði, s. 565 2680. VW Vewnto 1600 GL árg. '98, ekinn aðeins 84 þús. km. Mjög snyrtilegur og vel með farinn bíll. Skoðaður '05. Sumar- og vetrar- dekk. Verð aðeins 590.000. Sími 897 7317. VW Bora árg. '01, ek. 44.000 km. Stórglæsileg VW Bora '01, ek. 44.000. Verð 1.400 þús. Áhv. ca 600.000. Uppl. í síma 896 7090. Toyota Avensis árg. '01, ek. 47 þús. km. Til sölu Toyota Avensis 2 l, D4, árg. 2001, sjálfsk., mjög vel með farinn bíll. Uppl. í síma 867 5708. Subaru árg. '91, ek. 275 þús. km. Til sölu Subaru 1800, frekar ljótur en vel nothæfur, er nýlega skoð- aður '05. Upplýsingar í síma 891 9322. Nissan Patrol árg. '83. Til sölu Patrol '83 í varahluti, er gangfær, kram gott, boddý lélegt. Er stað- settur í Skaftárdal, V-Skaft. Verð 70.000. Uppl. í s. 894 5243 og 482 3311. Nissan Almera SLX árg. '99, ek. 74.000 km. Blár, 5 dyra. Verð kr. 700.000. Aukab.: Útvarp/cd, rafm. í rúðum og speglum, samlæs., vökvastýri, líknarb., álfelgur, vetr- ardekk. S. 551 4406 - 864 2217. Mercedes S-Class 320. Til sölu frábært eintak af S-320, árg. 1995, ekinn 145.000 km, þjónustubækur, hlaðinn aukabúnaði s.s. innb. gsm-sími, tímastillt hitunarkerfi o.m.fl. Ekkert áhvílandi. Verð kr. 2.600.000. Myndir og uppl. á www.korter.is/benz. Uppl. í síma 896 6860. Isuzu Trooper árg. '98, ek. 160 þús. km. V6 3500 DOCH-Sjsk- ABS-A/C-Rafmagn í rúðum og speglum. CD-Cruise Contr. Verð 1550 eða 1450 stgr. Áhvílandi 1020 þ. Afb. 37 þ. S. 822 1122 eða ijb@itn.is. Lúxusbíll. Grand Cherokee Laredo 4l árgerð 2001. Ekinn 43 þús. km. Dráttarkrókur. Skipti helst á eldri Cherokee. Uppl. í síma 898 3605. Fallegur Nissan Micra árg. '94, fór '95 á götuna, sjálfsk., ný- skoðaður. Ódýr í rekstri. Ekinn 133 þús. Tveir eigendur. Verð 288 þús. Uppl. í síma 699 1382, 823 3717 og 562 1706. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Jeppapartasala Þórðar Tangarhöfða 2, s. 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Terrano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94 o.fl. Útboð Útboð á bifreiðum frá varnarlið- inu, ásamt öðrum tækjum og bif- reiðum verður laugardagin 25 sept kl. 10 til 15. á Hraungörðum fyrir ofan Álverið í Hafnarfirði. Bílasalan-Hraun s. 565 2727, Geymslusvæðið S. 565 4599. Morgunblaðið/Árni Torfason Lofar móttökum fyrir alla sigurvegara í framtíðinni Ráðherra heiðrar skáksveitir Rima- og Laugalækjarskóla ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra efndi til móttöku í Þjóðmenningarhúsinu fyr- ir skáksveitir Rima- og Laugalækj- arskóla og aðstandendur þeirra í til- efni af glæsilegum árangri á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák um liðna helgi. Þar sigraði Rimaskóli og Laugalækjarskóli hreppti annað sætið. Ráðherra lofaði afrek sveitanna og hét því að bjóða hverri skólasveit sem sigraði á Norðurlandamóti í op- inbera móttöku meðan hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Auk liðsmanna skáksveitanna, liðsstjóra og og skólastjórnenda voru viðstaddir athöfnina Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skák- sambands Íslands, Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands, sem jafnframt þjálfaði sveit Rimaskóla, og formenn skákfélaganna TR, Hróksins og Hellis, auk ráðherra. Að sögn Helga Árnasonar, skóla- stjóra Rimaskóla, fékk ráðherra af- henta myndabók – sögu skáklistar í Rimaskóla síðustu ellefu ár. Hafði Helgi á orði að fyrsta skákborðið hefði verið keypt í skólann áður en fyrstu skólaborðin komu þangað.  GYÐA Eyjólfsdóttir lauk í síðasta mánuði doktorsprófi í ráðgjaf- arsálfræði frá The University of Texas at Austin í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð Gyðu útleggst á íslensku „sál- félagslegar hliðar og greining á hlutverki grind- arloss hjá ís- lenskum konum“. Sérsvið Gyðu innan ráðgjaf- arsálfræði er almenn einstaklings- ráðgjöf með áherslu á sálræna verkjameðferð. Rannsóknir á grindarlosi fram að þessu hafa fyrst og fremst litið á lík- amlega- og líffræðilega þætti sem gætu mögulega varpað ljósi á orsak- ir grindarloss hjá konum á með- göngu. Þessar rannsóknir hafa ekki getað sagt til um orsakirnar. Allir verkir hafa líkamlegar, félagslegar og sálrænar hliðar og í dokt- orsritgerðinni skoðaði Gyða sál- félagslegar hliðar grindarloss hjá ís- lenskum konum. Þátttakendur voru 116 þungaðar konur sem voru komn- ar um 35–40 vikur á leið. Konunum var skipt í tvo hópa, annars vegar konur með grindarlos og hins vegar konur án grindarloss. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að sálfélags- legir þættir hafa sterk tengsl við grindarlos. Konur með grindarlos eru líklegri til að tjá andlega vanlíð- an með líkamlegum einkennum og eru tilfinningalega lokaðri, jafn- framt finnst þeim þær fá minni fé- lagslegan stuðning frá vinum, ætt- ingjum og maka. Einnig hafa þær leitað lækninga við fleiri líkamlegum kvillum en samanburðarhópurinn og þær eru líklegri til að koma úr fjöl- skyldu þar sem annað foreldrið hef- ur verið ráðandi en hitt undirgefið. Konur með grindarlos eru jafnframt líklegri til að hafa átt erfiðari æsku þar sem þær hafa mögulega orðið fyrir andlegri, líkamlegri eða kyn- ferðislegri misnotkun. Þessar breyt- ur útskýrðu rúmlega 70% af því hvort konurnar voru greindar með grindarlos eða ekki. Niðurstöðurnar benda til þess að ekki sé nóg að meðhöndla grindarlos sem líkamlegt ástand, heldur þarf einnig að taka á sálrænum þáttum þess. Niðurstöður rannsóknarinnar segja á engan hátt að grindarlos sé eingöngu sálrænt ástand, né heldur er um að ræða ímyndunarveiki. Grindarlos er kvalafullt ástand sem hefur víðtækar afleiðingar fyrir kon- urnar, fjölskyldur þeirra og þjóðfé- lagið í heild. Ofangreindar breytur lýsa ekki öllum konum sem fá grind- arlos og til eru konur með grindarlos sem þetta á ekki við um. Ritgerðin var unnin undir leið- sögn dr. Guy J. Manaster prófess- ors. Aðrir nefndarmenn voru dr. Bill Koch, dr. Christopher J. McCarthy, dr. Stephanie Rude, dr. Gayle Acton, prófessorar og Jón Ívar Einarsson, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Gyða Eyjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1970, dóttir Halldóru Ólafsdóttur og Eyjólfs Þórs Georgssonar. Hún lauk stúd- entsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1990 og útskrifaðist frá Háskóla Ís- lands 1994 með BA-gráðu í sálfræði. Hún stundaði nám í ráðgjaf- arsálfræði við The University of Texas at Austin frá 1996 til 2004. Eiginmaður Gyðu er Jón Kjart- ansson rafvirkjameistari og eiga þau tvö börn, Grétu sem er sex ára og Erik Odd sem er eins árs. Doktor í ráðgjafarsálfræði RANNSÓKN á upptökum leka í vélarrúmi Kópsness, sem leiddi til þess að skipið sökk, beinist helst að hugsanlegri tæringu í lögnum eða gömlu botnsstykki, samkvæmt upp- lýsingum frá rannsóknarnefnd sjó- slysa. Skipið sökk í góðu veðri norðvestur af Skagatá 2. september sl. Þrír menn sem voru um borð komust í björgunarbát og var síðan bjargað um borð í Kaldbak EA. Sjópróf fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. september. Rannsaka tæringu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.