Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ erum stödd svona um miðjan seinni hálfleikinn,“ segir Jón Atli Jón- asson, annar handritshöfundur og að- stoðarleikstjóri í kvikmyndinni Strákarnir okkar, sem verið er að taka upp um þessar mundir í borg- inni. Kvikmyndin fjallar um aðalleik- mann fótboltaliðs KR, sem hættir að leika með liðinu þegar hann kemur út úr skápnum. Hann fer þá að spila með utandeildarliði, sem er meira eða minna skipað samkynhneigðum leik- mönnum. Nauðsynlegt að taka púlsinn Tökutímabilið hefur verið stíft og dagarnir langir, að sögn Jóns Atla, en mórallinn er góður á settinu og mikið hlegið, þrátt fyrir að ýmis strik kom- ist í reikningana eins og gengur. „Ég held að þarna sé verið að vinna hálf- gert þrekvirki, eins og alltaf þegar verið er að vinna íslenskar kvikmynd- ir. Það er ekki mikill peningur og lítill tími og í okkar tilfelli vann veðrið á móti okkur á tímabili í sumar, þar sem margar senur í myndinni gerast í rigningu.“ Undanfarna daga hefur ef- laust verið hægt að bæta úr því! Jón Atli segir aðstandendur kvik- myndarinnar hafa fundið fyrir mikl- um velvilja fólks í tengslum við upp- tökur á kvikmyndinni. „Maður er að æða inn á alls konar fólk þegar maður gerir bíómynd á Íslandi. Þær eru teknar í kjöllurum og þakíbúðum og íþróttahúsum um allan bæ, og allt það fólk sem við höfum hitt hefur verið al- veg frábært,“ segir hann og bætir við að flestum sem tengjast myndinni með einum eða öðrum hætti finnist hugmyndin skemmtileg. „Ég held að fyrir margar sakir sé þetta spennandi mynd, af því að hún tekur á svona séríslensku efni og speglar íslenskt samfélag á skemmtilegan hátt. Fyrir mitt leyti gildir það um alla frásögn, hvort sem um er að ræða kvikmyndir, bækur eða leikrit, að hún verður skemmtileg ef tekið er á því sem er að gerast í íslenskum samtíma. Sam- félagið hérna þróast mjög hratt, og þess vegna er nauðsynlegt að taka reglulega púlsinn á því sem er að ger- ast.“ Flugmiði í verðlaun Á morgun verður síðan reynt á vel- vilja Reykvíkinga af fullri alvöru, en þá á að taka upp hópsenu á KR- vellinum við Frostaskjól. Tekið verð- ur upp atriði í myndinni þar sem að- alsöguhetjan, Óttar Þór, sem leikin er af Birni Hlyni Haraldssyni, skorar sigurmark KR í mikilvægum leik við mikinn fögnuð áhorfenda, og ut- andeildarliðið Strákarnir okkar mæta á svæðið ásamt dragdrottningum. Aðstandendur myndarinnar bjóða öllu áhugafólki um knattspyrnu og kvikmyndir að vera viðstatt kvik- myndatökuna og sjást hugsanlega í myndinni, en takmarkið er að fylla stúku KR-vallarins af fólki, sem verð- ur bakgrunnur fyrir hinn mikilvæga leik. Allir þátttakendur fá happdrætt- ismiða og er flugmiði fyrir tvo með Icelandair í verðlaun. Einnig verður tombóla þar sem boðnir verða leik- munir úr myndinni, prúttsala á bún- ingum leikara og boðið verður upp á kaffiveitingar, gos og pylsur í boði Vífilfells, Goða og Innes. Tökur standa milli kl. 11 og 16 og allir hvattir til að mæta. Kvikmyndir | Auglýst eftir fólki í hópsenu í Strákunum okkar á morgun Allir á völlinn! Morgunblaðið/Kristinn Nokkrir af aðstandendum kvikmyndarinnar Strákarnir okkar: Jón Atli Jón- asson, G. Magni Ágústsson, Róbert Douglas og Björn Hlynur Haraldsson. Áhugafólk um fótbolta og kvikmyndir er hvatt til að fylla stúku KR-vall- arins á morgun, þegar taka á upp atriði í kvikmyndinni Strákarnir okkar. MEÐ ÍS LENSKU TALI Ein steiktasta grínmynd ársins AKUREYRI Sýnd kl. 4. KRINGLAN Sýnd kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3. Catherine Zeta Jonesi Tom Hanks Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er bið Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i 16 ára. Sýnd kl. 3.45. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.50. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40. Síðustu sýn.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 3 Á Sý THE BOURNE SUPREMANCY Ástríða sem deyr aldrei Rómantísk spennumynd af bestu gerðí f Ken Park Sýnd kl. 10.20. B.i. 16 ára Before sunset Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar  H.I. Mbl.  Ó.Ó.H. DV S.G. Mbl.  D.V . Ó.H.T. Rás 2  Kvikmyndir.com  Coffee and Cigarettes Sýnd kl. 4. Síðustu sýningar Super Size Me Sýnd kl. 4. Síðustu sýningar  S.V. Mbl. S.V. Mbl.  ROGER ALBERT EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3, 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. TOM CRUISE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat COLLATERALCOLLATERAL TOM CRUISE JAMIE FOXX POWERSÝNING KLUKKAN 10.30 Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Fór beint á toppinn í USA! Þetta hófst sem hvert annað kvöld ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45.  Ó.Ó.H. DV  J.H.H KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL Vandaðar og öflugar dælur fyrir alla verktakastarfsemi Sími 594 6000 Brunndælur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.