Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KENNARAVERKFALLIÐ MIKLAR umræður og deilur urðu um framkvæmd núgildandi kjara- samnings grunnskólans frá 2001 á fundi forsvarsmanna KÍ og samn- inganefndar sveitarfélaganna með blaðamönnum Morgunblaðsins í gær. Eiríkur Jónsson mótmælti harð- lega þeim ummælum Birgis Björns Sigurjónssonar að núverandi samn- ingur væri meistarastykki, sem hefði tryggt faglegt skólastarf. „Við mynd- um fá 4.000 manns til að æla ef þetta yrði sagt yfir Laugardalshöllina þar sem þessi hópur væri saman kominn. Þetta fólk myndi algerlega sturlast því þetta eru þvílík öfugmæli og móðgun við hópinn,“ sagði Eiríkur. Fólk hefði verið þjakað af vinnuálagi í skólunum. Birgir Björn rifjaði meðal annars upp við umræðurnar að þegar hann og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, þáver- andi formaður Félags grunnskóla- kennara, handsöluðu kjarasamning árið 2001, hefðu þau rætt að stóru gallarnir á þeim samningi væru að ekki hefði verið gert nógu vel við yngstu kennarana og byrjendur. „Við handsöluðum að næst þegar við myndum setjast niður yrðu þeir for- gangsverkefni,“ sagði Birgir Björn. „Í fyrsta tilboði launanefndar tók- um við þá sérstaklega út fyrir sviga. Við vildum standa við þetta fyrirheit. Við vorum þá með samningstilboð sem fól í sér að þeirra laun myndu hækka um 25,4% á samningstím- anum þannig að meðalhækkunin yrði 17–18%. Við vorum að reyna að efna það sem við höfðum þá lofað og ég veit ekki um neinn vinnuveitanda sem er á þessu ári að gera kjarasamninga um og yfir 25% launahækkanir,“ Fram kom í máli Eiríks er hann var spurður um vinnutímaákvæði í kjarasamningnum frá 2001 að fram- kvæmd þess samnings hefði mistek- ist að mati mjög margra kennara. „Hann hefur ekki skilað því sem hann átti að gera og þar er um mörg atriði að ræða,“ sagði Eiríkur. Hann sagði þær skoðanir sem talsmenn kenn- arasamtakanna hefur sett fram um þetta endurspegluðu skoðanir þús- unda félagsmanna samtakanna. Vinnu stýrt með fjárveitingum „Það vita það allir að vinnunni út í skólunum er stýrt með fjárveitingum og það þýðir ekki að segja að skól- arnir hafi frjálsræði til að gera þetta og hitt ef þeir hafa ekki fjármagn til þess,“ sagði Eiríkur. „Í núverandi kjarasamningi er ákvæði þess efnis að heimilt er að lækka kennsluskyldu kennara úr 28 tímum niður í 26. Þetta er almennt ekki notað, einfaldlega vegna þess að menn hafa ekki peninga til þess. Það hringdi í mig skólastjóri eftir sjón- varpsþátt sem ég var í og sagði; „Eitt kom ekki nógu skýrt fram hjá þér. Ég hef engan pening til þess að kaupa yfirvinnu.“ Þetta stendur upp úr öllu, það er þetta sem hefur mis- tekist,“ sagði Eiríkur. Hann sagði það ekki rétt að kennarar vildu fá hærri laun og minni vinnu. ,,Menn voru frekar tilbúnir að taka launin út fyrir sviga heldur en vinnutímann. Menn sögðu einfaldlega; við getum ekki unnið undir þessu vinnuálagi, við verðum að koma böndum á það. Ef við gerum það þá erum við tilbúnir að fá nákvæmlega sömu launahækkanir og aðrir. Ég legg ríka áherslu á að þetta var útspilið, vinnutíminn og þar með hagur barnanna og að kennarar geti sinnt starfinu sínu. Það er númer eitt og við skulum þá láta launaliðinn bíða. Þess vegna skil ég ekki enn af hverju þessari hugmynd var hafnað.“ „Eins og þetta blasir við okkur þá eru kröfur kennara þessar: Við vilj- um fá verulegar launahækkanir og við viljum skila minni kennslu og skila minni vinnu undir hinum svo- kallaða verkstjórnartíma. Hin hliðin á því er auðvitað auknar yfirvinnu- greiðslur til kennara, sem er fram- haldsskólamódelið,“ sagði Birgir Björn. Eiríkur fjallaði á fundinum um til- boð launanefndar sveitarfélaga um 25% hækkun til handa yngstu kenn- urunum og tók dæmi af mennta- skólanema, sem á að útskrifast sem stúdent í vor og ætlar sér síðan í Kennaraháskólann því lífsköllun hans er að kenna. Hann kæmi þá vænt- anlega út á vinnumarkaðinn sem ný- útskrifaður kennari árið 2008. „23 eða 24 ára kennari er í dag með um 158 þúsund í mánaðarlaun. Ef hann fær 25% hækkun getur hann vænst þess að árið 2008 verði hann með 199 þús- und í grunnlaun. Er það nú líklegt að menntaskólanemandi í dag myndi stökkva á þetta tilboð launanefnd- arinnar?“ Deila hart um framkvæmd gildandi samnings milli kennara og sveitarfélaga frá 2001 „Þvílík öfugmæli og móðgun“ Kennarar í náms- ferð í verkfalli ALLIR kennarar Hafralækjarskóla í Aðaldal, utan eins, sem og annað starfsfólk, er að fara í námsferð til Krítar nk. mánudag. Ferðin var ákveðin með löngum fyrirvara að sögn Huldu Svanbergsdóttur, trún- aðarmanns kennara skólans. Hún segir að strax í haust hafi vaknað spurningar um hvort ferðin væri heimil ef til verkfalls kæmi og fengu kennararnir þau skilaboð, eftir at- hugun skólastjóra hjá Kenn- arasambandi Íslands, að svo væri. Ef skólastarf hefði verið með eðli- legum hætti í skólanum hefði náms- ferðin verið farin í vetrarfríi og á starfsdögum. KENNARADEILAN snýst ekki eingöngu um gerð kjarasamninga við kennara heldur munu aðrir hópar koma í kjölfarið ef sveitarfélögin verða við kröfum kennara og víxl- hækkanir ganga yfir allt þjóðfélagið, að því er fram kom í máli Birgis Björns Sigurjónssonar, formanns samninganefndar launanefndar sveitarfélaga, á fundinum með blaða- mönnum Morgunblaðsins í gær. Hann vísaði til fréttar Morgun- blaðsins í gær um að Félag ísl. leik- skólakennara krefðist sömu launa og grunnskólakennarar. „Ég get ímyndað mér að þeir vilji líka sömu starfskjör í heild sinni. Þá fer maður að velta því fyrir sér, að í dag eru meðallaun leikskólakennara í kringum 185 þúsund en grunn- skólakennarar eru með 215 þúsund. Þar er munur á og ef við yrðum við kröfum kennaranna og værum kom- in með þá upp í 275 þúsund væri orð- ið til 90 þúsund króna bil sem við þyrftum að brúa vegna leikskóla- kennaranna, að ég tali nú ekki um ef þeir eru líka að krefjast breytinga á vinnutíma með sama hætti og í grunnskólunum.“ Endurskoðunarákvæði í ASÍ-samningum yrði virkt Birgir Björn benti einnig á að Fé- lag leikskólakennara væri aðeins eitt af mörgum félögum sem enn eru með lausa kjarasamninga og þau fé- lög á vinnumarkaði sem hafa þegar samið væru með endurskoðunar- ákvæði í sínum samningum. Spurður hvaða hópar hann teldi að kæmu í kjölfarið og myndu fara fram á sömu hækkanir og kennarar sagði Birgir Björn ljóst að auk leikskóla- kennara myndu allir aðrir viðsemj- endur sveitarfélaganna hengja sig á þann vagn sem væri að fara af stað. „Það liggur fyrir að ASÍ og SA hafa sagt að ef við förum út úr þessum launaramma sem þeir hafa samið um, þá hafa þeir endurskoðunarrétt sem verður virkur. Ég tel að launa- stefna sveitarfélaganna hafi falið í sér að við tókum okkur til bæði 1997 og einkanlega 2001 að taka kennar- ana út fyrir sviga. Þá höfðu þeir að því er virtist samúð annarra og menn vildu gera verulega vel við þá og það var það sem var gert. Ég finn ekki að það sé sama umburðarlyndi hjá öðr- um stéttarfélögum í dag heldur þvert á móti,“ sagði Birgir Björn. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, gagnrýndi fréttaflutning af kröfum leikskólakennara og sagði hann eiga uppruna sinn í birtingu fréttar á vef- síðu Sambands íslenskra sveitarfé- laga í fyrradag. „Í febrúar þegar meginkröfur kennarasambandsins voru kynntar fyrir launanefnd sveit- arfélaga, kom fram að það væri sam- eiginleg stefna allra félaga innan Kennarasambandsins, að laun kenn- ara með sambærilega menntun eigi að vera þau sömu burtséð frá því á hvaða skólastigi þeir kenna. Þess vegna spyr ég, hvað vakti fyrir þeim sem settu þessa frétt inn á heimasíðu sambandsins í gær þó þeir hafi vitað þetta frá því í febrúar? Þetta er áróð- ur í verkfalli. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að það verði samið. Það er engin önnur skýring á bak við svona fréttir,“ sagði Eiríkur. Það fer bara skriða af stað Birgir Björn vitnaði einnig til launasamanburðar við háskóla- menntaða starfsmenn innan Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Meðallaun þessa hóps, sem teldi sig vanhaldinn í launum, væru 199 þús- und á sama tíma og grunnskólakenn- arar væru með 215 þúsund. „Við get- um haldið svona samanburði áfram. Við erum líka með þroskaþjálfa, við erum með háskólahópa í BHM sem margir hverjir eru með mun meiri menntun en leikskólakennarar, grunnskólakennarar og háskólahóp- urinn í Starfsmannafélaginu. Jafnvel þó að þeir séu með eitthvað hærri laun þá eru þeir, að því er þeir sjálfir segja, langt undir launum háskóla- manna hjá ríkinu með hliðstæða menntun. Svona kemur þetta koll af kolli. Það fer bara skriða af stað. Ég er ekki að segja að það sé til eitt- hvert járnhart launalögmál, sem segir að við getum ekki hreyft einn hóp umfram aðra og við höfum sann- arlega boðið kennurum slíkt í dag.“ Óréttmætur samanburður Eiríkur gagnrýndi samanburð Birgis Björns á meðallaunum grunn- skólakennara og háskólahópa innan Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Meðal annars væri hópur há- skólamenntaðra hjá Reykjavíkur- borg utan stéttarfélaga, en það væru æðri stjórnendur og laun þeirra væru ákveðin með öðrum hætti. Hið sama mætti segja um samanburð við framhaldsskóla þar sem laun skóla- meistara eru ákveðin af kjaranefnd. Í grunnskólunum væru skólastjórn- endur hins vegar inni í meðaltalsú- treikningum. „Þetta skekkir allan samanburð,“ sagði Eiríkur. Telur að aðrir hópar komi í kjölfar kennara FJÓRIR bæjarstjórnarfulltrúar ásamt bæjarstjóra Vestmannaeyja mættu á fjölmennan fund í verkfalls- miðstöð Kennarafélags Vest- mannaeyja í gærdag. Kenn- arafélagið hafði boðað til fundarins og mættu þangað auk bæj- arfulltrúanna um 40 kennarar. Að sögn Svövu Bogadóttur, formanns Kennarafélags Vestmannaeyja, voru umræður á fundinum líflegar og skoðanaskipti upplýsandi. „Allir [fulltrúar bæjarins] segjast hafa skilning á kröfum okkar og því ófremdarástandi sem hefur skapast en sjá ekki alveg lausnina,“ sagði Svava eftir fundinn í gær. „Kenn- arar spurðu hvort sveitarstjórn- armenn hefðu ekki möguleika á að þrýsta á launanefndina á sama hátt og kennarar þrýsta á sína og lögðu áherslu á að okkar samninganefnd hefði bakkað en ekki þeirra. Við báð- um þá líka að koma þeim skilaboðum til launanefndarinnar að það væri lágmark að sýna samningsvilja en ekki veifa framan í okkur endalaust sama tilboðinu. Það hlytu að vera skilaboð um að ekki væri vilji til samninga.“ Svava sagði bæjarfulltrúana ekki hafa gefið nein loforð um stuðning. Mættu á fund með kennurum í Eyjum Ljósmynd/Guðmundur Karl Einarsson ÞEIM Pétri Helga Einarssyni og Kristjáni Orra Víðissyni í 6. bekk í Snæ- landsskóla þykir ástæða til að láta í sér heyra vegna verkfalls grunnskóla- kennara. „Við viljum skóla“ stendur letrað á skilti sem þeir félagar gerðu og héldu á lofti á horni Nýbýlavegar og Furugrundar á miðvikudag. „Við viljum bara mótmæla verkfallinu,“ segir Pétur Helgi. Hann segir þá félaga ekki hrifna af því að fá ekki kennslu og þeir reyni að læra heima í þeim fögum sem eru á stundaskrá hvern dag. Þótt þeir séu orðnir leiðir á að vera í verkfalli segir Pétur Helgi að þeir vilji að kennararnir þeirra fái hærri laun. „Við viljum skóla“ Þjóðarsátt um kjarabætur Á FUNDI stjórnar vinstri-grænna í Kópavogi nýlega var samþykkt ályktun þar sem hvatt er til þjóð- arsáttar um kjarabætur til handa kennurum. Flokksfélagið harmar að til verkfalls hafi komið og skorar á deiluaðila að semja. Aðalfundur foreldrafélags Lága- fellsskóla hefur skorað á samnings- aðila að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga sem fyrst til að hægt sé að halda uppi lögboðinni kennslu fyrir nemendur skólans. Fundur smíðakennara í Reykja- vík lýsir fullum stuðningi við samn- inganefnd grunnskólakennara og skorar á hana að gefa ekkert eftir. Jafnframt lýsir fundurinn and- styggð sinni á því að sveitastjórn- armenn beiti grunnskólabörnum fyrir sig í baráttunni við ríkisvaldið til að fá meira fjármagn. Vilja ekki undir kjaranefnd „ÉG myndi ekki vilja fara undir kjaranefnd á vegum sveitarfélag- anna,“ sagði Eiríkur Jónsson, for- maður KÍ, á fundinum í gær. Birgir Björn Sigurjónsson, sagði það dapurlegt ef fólk afsalaði sér rétti til að gera kjarasamninga þannig að kjör þess yrðu ákvörðuð af kjaranefnd. „Ég held að það sé ekki rétt niðurstaða,“ sagði Birgir Björn. Hann sagði Kennarasam- tökin áreiðanlega ekki vilja afsala sér samningsrétti. „Þeir telja sig ekkert þurfa að ræða við launa- nefndina, sem fer með fullnaðar- umboð í samningsgerðinni, heldur telja að þeir gætu fengið meiri pen- inga með því að tala við bakland þeirra, þ.e.a.s. sveitarstjórnarmenn- ina. Það eru vinnubrögð sem ég tel ekki vera til fyrirmyndar. Þeir átta sig greinilega ekki á að landsþing sveitarstjórna hefur kjörið launa- nefndina til fjögurra ára. Hún fer með fullnaðarumboðið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.