Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HELGI LAXDAL, formaður Vél- stjórafélag Íslands, skrifar í dagbók sína 22. sl. á vef félagsins aðfinnslur vegna greinar minnar sem birtist hér í Morgunblaðinu 19. sept. sl. Ekki fer mikið fyrir málefnalegri gagnrýni í dagbókarfærslu hans, en hann leiðist aftur á móti út í þann leiða ósið að reyna að gera lítið úr eða sverta greinarhöf- und. Þetta er stíll sumra þegar málefnin duga ekki til. Hann nefnir mig þessi ein- staki talsmaður Guð- mundar og ágæti trú- fasti þjónn Guðmundar og er hann með því að reyna að gera mig tor- tryggilegan sem ein- hvern varðhund útgerð- arinnar eða jafnvel að ég sé svikari við félaga mína. En Helgi! ég lít á mig þjón þess fyrirtækis sem ég vinn hjá í góðri merkingu þess orðs eins og ég tel forseta Íslands þjón þjóðarinnar, forstjóra þjón síns fyrirtækis, sorp- hirðumanninn þjón samfélagsins og þig þjón umbjóðenda þinna. En ef við lítum á þína neikvæðu mynd af orðinu hvers þjónn varst þú þegar þú raufst samstöðu félag þinna í sjómanna- hreyfingunni hér um árið? Eitt er það sem formaðurinn notar til að sýna hvað ég sé vitlaus er að reyna að sýna fram á að ég skilji ekki kjarasamninginn þar sem talað er um fjölda í áhöfn. Reynir hann að gera lít- ið úr mér með að benda á að útgerðin geti róið með 20 menn og með 10% frystiálagi sé um töluverða tekjuaukn- ingu að ræða miða við 24 menn. Það hljóta allir að sjá að er rétt hjá Helga. Ég hef kannski ekki alveg náð að skýra þennan hluta málsins nógu vel, en þar sem Helgi hefur tjáð sig tölu- vert um mál Guðmundar í Nesi og sem forystumaður stéttarfélags ætti hann að skilja málið og þá geta skýrt það enn betur en ég geri í umræddri grein. Hann kýs frekar að skrum- skæla efnið til að gera mig tor- tryggilegri. Málið er einfaldlega það að innan ramma kjarasamnings er gefinn möguleiki á að manna togarann niður í 20 og er þá skiptaprósentan 30,5% og uppí 31 mann og hækkar um 0,5% við hvern mann umfram 24. Útgerðin hef- ur þannig töluvert svigrúm til að manna skipið. Útgerðin vill fá 10% frystiálagið af þar sem tilurð þess upphaflega var vegna flakafryst- ingar. Það er staðreynd að álagið er ekki meira við að heilfrysta grálúðu og er vinnuálag á 20 menn um borð í Guð- mundi í Nesi eins og að- staðan er í dag ekki mik- il. Útgerðin segir því einfaldlega fyrst þetta er svona mikið álag að heilfrysta grálúðu þá skulum við létta undir álagið og senda ykkur 24 út á sjó. Þetta á Helgi að vita, ef hann fylgist með því, það eru 24 í yfirstand- andi veiðiferð. Það er því, Helgi, enn og aftur kjararýrnun fyrir mig að fara 24 í stað 20 þó svo að 10% frystiálagið hverfi. Það munar á hverri milljón um 626,00 kr (miðað við þær forsendur sem gefnar eru í umræddri grein) þannig að áætluð launahækkun sem þetta gæti skilað hverjum skipverja sem rær annan hvern túr er um 219.100 á ári, Ef Helgi skilur þetta ekki er það kannski samkvæmt hans orðum annaðhvort tilbúinn misskiln- ingur eða meðfætt skilningsleysi. Hvort tveggja jafnbagalegt. Fyrir mér er þetta ekki ósanngjörn krafa og þegar enn frekar verður búið að tæknivæða vinnuaðstöðuna um borð verður vinnan enn þægilegri og betri og „álagið“ enn minna. Nærst fer forystumaðurinn út í að gera lítið úr því að ég telji það til kjarabóta að vera á nýlegu og góðu skipi sem hægt er að gera ennþá betra. Ég veit ekki um borð í hvaða skip Helgi hefur komið, en í skipaflot- anum eru líka gamlir drullupungar. Og eins og formaður vélstjóra segir í dagbókarfærslu sinni en tæpast er víst hægt að gera úr því himnasend- ingu þótt sjómennirnir okkar búi við þokkalegan aðbúnað. Því miður er það svo að sumstaðar er aðstaðan slík að himnasendingu þarf og, ágæti Helgi, ég fékk hana. Fyrir mig sem var á Eldborgu um 30 ára gömlu skipi er það mikil kjarabót að fá að anda að sér fersku lofti, sjá út um glugga og hafa góðan aðbúnað. Mundi stéttarfélagsformaðurinn sem situr á skrifstofu sinni vel bjartri og rúmgóðri með ferskt loftið í kring um sig og gott útsýni, sætta sig við að verða fluttur í gluggalausan kjallara í gömlu húsi með fúkkalykt og fúlu lofti? Ég held ekki, en þannig stað finnst mér ég hafa yfirgefið og tel það kjarabót. Í dagbók sinni er Helgi sífellt að tönglast á að ég sé að fara fram á kauplækkun, ef hann skilur það enn svo er það hans mál. Ég mælist hins vegar til þess að hann skuli í framtíð- inni, ef honum finnst ástæða til að gera athugasemdir við skoðanir manna, gera það á málefnalegum grundvelli en ekki með virðingaleysi og lítillækkun í garð andstæðra skoð- ana. Vopn þetta snýst oft í höndum manna og skellur eins og búmmerang í hnakka viðkomandi með kímnu brosi þeirra sem lesa. Feðga þá sem ráða Brim hef ég þekkt í þó nokkurn tíma og ekki nema að góðu einu, og eru fyrir mér áreið- anlegir og sanngjarnir. Og þegar sam- an fer traust á vinnuveitanda og eigin sannfæring á úreldri uppbyggingu sjómannasamtakanna þá er ég tilbú- inn að berjast sem hinn ágæti trúfasti þjónn minna eigin hugsjóna. Hver er þjónn hvers? Arnljótur Arnarson fjallar um sjómannadeiluna um Guðmund í Nesi ’Næst fer forystumað-urinn út í að gera lítið úr því að ég telji það til kjarabóta að vera á ný- legu og góðu skipi sem hægt er að gera ennþá betra. ‘ Arnljótur Arnarson Höfundur er í áhöfn Guðmundar í Nesi. HERRA Stak-Steinar segir í blaðinu í gær (28. sept.) að ég sé á alvarlegum villigötum með því að segja í útvarpsviðtali að dóms- málaráðherra sem gengi yfir álit Hæstaréttar við skipan dómara gengi á sjálfstæði dómsvaldsins. Við skulum nú aðeins líta á þetta. Hæstiréttur á samkvæmt lög- um að segja til um hvort sá sem sækir um dómaraembætti sé hæf- ur og er sú umsögnin bindandi. Jafnframt getur rétturinn raðað umsækjendum eftir því sem hann telur, að réttinum sé mestur styrkur að. Við þá röðun er ráð- herra ekki bundinn samkvæmt bókstaf laganna. En með þessu er ekki öll sagan sögð. Stjórnarskrár lýðræðis- og réttarríkja eru ekki ýkja marg- orðar, en að baki búa óskráðar grundvallarreglur sem teljast svo sjálfsagðar að ekki þurfi að festa þær á bók. Þeim til fulltingis er siðferðilegt aðhald sem takmark- ar vald, en það er eitt meginein- kenni lýðræðis- og réttarríkja. Til þess að tryggja það er valdi meðal annars skipt milli stofnana sem eiga þá að veita gagnkvæmt að- hald án þess að nákvæmlega sé skilgreint hvar mörkin liggi. Nær- tækast er að benda á þrígreiningu ríkisvaldsins. Þessa meginreglu ber að virða. Alþingi fer með einn þátt þess valds, nánar tiltekið löggjafar- valdið. Í sumar gerðist það að keyra átti í gegn með ótrúlegu of- forsi lítt undirbúið frumvarp um fjölmiðla. Þá bar svo við að flestir stuðningsmenn stjórnarinnar á þingi gættu þess ekki að verja þingið sem mikilvægustu stofnun stjórnskipunarinnar fyrir ágangi handhafa framkvæmdarvalds. Með því var í sjálfu sér ekki verið að brjóta neinn skýran lagabók- staf, heldur grundvallarreglu stjórnskipunarinnar um stöðu Al- þingis sem handhafa löggjafar- valds. Á sama hátt og handhöfum framkvæmdarvalds ber að virða stöðu löggjafarvaldsins ber þeim að virða stöðu dómsvaldsins. Ef Hæstiréttur lætur í ljós rökstutt álit á því hverja hann kýs umfram aðra er ekki verið að svipta ráð- herra neinu valdi. Með því að hafa það að leiðarljósi bindur ráðherra sjálfur hendur sínar og takmarkar vald sitt eins og frjálsir menn ávallt gera án þess þó að fórna eðlilegu svigrúmi. Að baki býr það siðferðilega aðhald sem hinar óskráðu grundvallarreglur stjórn- skipunarinnar veita. Þegar þær eru ekki virtar tekur við bókstafur valdboðsins. Sigurður Líndal Valdboð og villigötur Höfundur er prófessor emeritus. UM HVAÐ hefur borgarstjórn Reykjavíkur verið að fjalla á fund- um sínum sl. viku? Langur fundur var á þriðjudeginum, 2. degi verk- falls grunnskólakenn- ara. Hann byrjaði kl. 14:00 og honum lauk kl. 18:24. Var verið að fjalla um að þúsundir barna í Reykjavík gætu ekki mætt í skólann sinn og/eða að 1500 kennarar í Reykjavík hefðu lagt niður störf? Nei, það var verið að ræða um gatnaframkvæmdir á Miklubraut í 4,5 klukkustundir og ekki einu orði minnst á kjaradeilu Launa- nefndar sveitarfélag- anna og grunnskóla- kennara. Um kjaradeiluna var ekki fjallað á öðrum fund- um vikunnar. Það er greinilegt að borgarstjórn er úti að aka á Miklubraut því að ekki er hugurinn hjá þeim þúsundum barna sem ekki geta mætt í skól- ann sinn. Ég skammast mín fyrir þessa borgarstjórn. Ég skammast mín fyrir að vera kennari í Reykjavík. Forgangsröðin er furðuleg hjá Reykjavíkurborg. Fjármagn er notað til að vaða út í áhættu- fjárfestingar á borð við Línu net. Allir vita hvernig fór með þá ,,út- hugsuðu“ fjárfestingu. 1.800.000 kr. tap eða upphæð sem hefði dug- að borginni til að greiða kenn- urunum sínum mannsæmandi laun. Hvernig stendur á því að borg- arfulltrúar Reykjavíkur segja að ekki sé til fjármagn þegar 1.800.000 kr. er skolað niður hol- ræsin? Fyrst ég er farinn að tala um holræsin þá átti R-listinn ekki í neinum vandræðum með því að redda holræsum sínum þegar þau vantaði andlitslyftingu. Borg- arfulltrúar hans settu bara á hol- ræsagjald sem hefur skilað borg- inni milljörðum frá því að skatturinn var settur á 1995. Ekki veitti unga grunnskólakennaranum með 160.000 kr. á mánuði af smá- sneið af þeirri köku. Holræsin eru ofar á forgangslistanum hjá téðum borgarfulltrúum en kennararnir sem kenna í grunnskólum borgarinnar. Reykja- víkurborg setur sér reyndar háleit mark- mið ,,Að grunnskólar borgarinnar séu í hópi bestu skóla innan lands og utan“ og ,,Að faglegur metnaður móti allt skólastarf“ eru t.d. markmið Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Hvernig er hægt að taka mark á fólki sem fer með stjórn borgarinnar þegar áhættufjárfest- ingar á borð við Línu. net og holræsi eru langtum ofar á forgangslista borgarinnar en kenn- ararnir sem kenna æsku borg- arinnar. Hvernig væri að breyta forgangsröðinni allavega í nokkur ár þannig að grunnskólakennarar fái frið til að einbeita sér að því sem þeir eru bestir í, að kenna krökkunum. Sveitarstjórnarmenn um land allt geta ekki lengur falið sig á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfé- laganna, ábyrgðin liggur hjá þeim. Það munu kjósendur muna þegar kosið verður til sveitarstjórna næst. Það eru nefnilega allir sam- mála um að launin þarf að hækka og að kennsla sé eitt mikilvægsta starf samfélagsins. Ísland er eitt ríkasta land heimsins, fjármagnið er til staðar. Það þarf bara að for- gangsraða rétt. Um hvað hugsa borgarfulltrúar? Bíla og póker Jón Pétur Zimsen fjallar um einskisnýta forgangsröð hjá Reykjavíkurborg Jón Pétur Zimsen ’Forgangsröðiner furðuleg hjá Reykjavík- urborg. ‘ Höfundur er grunnskólakennari. VIÐ kennarar þurfum að vera með ansi góða verkfæratösku í far- teskinu. Við þurfum að sækja í töskuna hæfileikana til að vera stjórnendur, fé- lagsfræðingar, sál- fræðingar, leiðbein- endur, ráðgjafar, samskiptafræðingar, upplýsingatæknifræð- ingar og kennslufræð- ingar til að geta sinnt daglegum störfum okkar. Við erum með nem- endahópinn í 28 kennslustundir á viku, fáum tuttugu mínútur fyrir hvern tíma til að undirbúa hverja kennslustund. Við eig- um að vera á fundum minnst þrjá tíma á viku með öllum öðrum kenn- urum. Þá þurfum við að gefa okkur tíma með sérkennaranum til að und- irbúa sérkennslu fyrir þá nemendur sem það þurfa. Við þurfum að vera í sambandi við foreldra. Við þurfum að fylla út ýmsar skýrslur og gátlista bæði í tölvutæku formi og á pappír. Við þurfum að sjá um að nemendur borði og þeim líði eins vel og kostur er. Við þurfum að leita okkur að námsefni hér og þar, fylgjast með hvað er að gerast í kennslumálum, lesa okkur meira til og ekki má gleyma að við þurfum að fara á nám- skeið sem fylla 150 stundir á ári sem kennarar þurfa jafnvel að greiða úr eigin vasa, þ.e. ef þeir eru búnir að fá þann styrk sem þeir geta sótt til kennarafélagsins. Við þurfum að vera boðin og búin að hlaupa úr mat- ar- og kaffitímum til að aðstoða nem- endur sem hafa meitt sig eða lent í átökum í frímínútum, eða tala við foreldra sem þurfa að ná í okkur á mínútunni. Auðvitað þurfum við líka að vera mjög þolinmóð og huga að hvernig við beitum röddinni. Þetta er brot af því sem við þurfum að vera upp- tekin af daglega. Manni finnst því súrt í broti að nú árið 2004 þurfum við kennarar að nota þá gamaldags tækni að fara í verkfall. Maður hefði haldið að aldrei þyrfti til þess að koma. Það hefur verið drjúgur tími til stefnu til að koma í veg fyrir að það ástand þurfi að verða að veruleika. Auðvitað getum við meðalkennarinn ekki sætt okkur við að vera ekki metinn að verðleikum launalega. Það er hreint niðurdrepandi að hugsa til mánaðamótanna þegar maður opnar launaumslagið sitt og sér hvað mað- ur fær útborgað fyrir 100% vinnu, en það eru heilar 140.000 kr. nettó til að borga fæði, húsnæði, síma, rafmagn, hita, tryggingar, bílinn, bensínið, klæði, sjónvarpið, tómstundir barnanna og bíóferð einu sinni í mánuði fyrir mann sjálfan. Það hlýt- ur að vera gert ráð fyrir að hver ein- staklingur geti séð fyrir sér og sín- um afkvæmum af þeim launum sem hann fær fyrir 100% starf. Það þarf að gera ráð fyrir að kennarar séu fyrirvinnur heimilisins og þurfi ekki að afla sér tekna annars staðar til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Þegar við vorum að alast upp voru kenn- aralaun á þann hátt að hægt var að hafa eina fyrirvinnu á heimilinu. Vinnuskyldur kennara eru miklar og þegar upp er staðið má sjá að kennarar skila mun meiri tíma en fjörutíu stunda vinnuviku til að ná að uppfylla öll þau skilyrði að vera grunnskólakennari. Að lokum get ég ekki orða bundist vegna þeirrar afturfarar að binda viðveru kennara þegar almennur markaður er einmitt að koma til móts við fjölskyldufólk og leyfa fólki að vinna vinnuna sína heiman að frá sér sé það kostur fyrir einstakling- inn. Ef það á að binda viðveru kenn- ara enn frekar þá er eins gott að fara að greiða fólki alla þá yfirvinnu sem það vinnur við undirbúning því að það kemur ósjaldan fyrir að heilu kvöldin og helgarnar fari í undirbún- ing fyrir kennsluna. Það væri fróðlegt fyrir þann sem ekki hefur reynslu kennarans að bregða sér í hlutverk hans svona eins og í mánuð og gaman að vita hvaða hljóð heyrðust þá frá viðkom- andi og hvort hann myndi hrópa húrra af kæti yfir launaumslaginu eftir alla þá vinnu sem þarf að leggja á sig til að hver og einn nemandi fái að njóta sín og smám saman öðlast sjálfstæði, frumkvæði og ábyrgð. En það er brot af markmiðum okkar í einstaklingskennslu til nemenda. Verkfærataskan mín! Björg Vigfúsína Kjartansdóttir fjallar um kjaradeilu kennara ’Þegar við vorum aðalast upp voru kenn- aralaun á þann hátt að hægt var að hafa eina fyrirvinnu á heimilinu.‘ Björg Vigfúsína Kjartansdóttir Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.