Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 27 Þ að ætti öllum að vera orðið ljóst að John Kerry, frambjóðandi Demó- krataflokksins í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum, á undir högg að sækja í kosningabaráttunni vestra. Allar skoðanakannanir undanfarinn mán- uð hafa sýnt að George W. Bush Bandaríkja- forseti og frambjóðandi Repúblikanaflokksins nýtur meira fylgis og miðað við óbreytta stöðu ætti honum því að takast að tryggja sér annað kjörtímabil í kosningunum 2. nóvember nk. Besta tækifæri Kerrys til að snúa taflinu við – hugsanlega það eina – gefst nú í kvöld en þá mæt- ast forsetaframbjóðendurnir tveir í Florida í kappræðum sem sjónvarpað verður beint um öll Bandaríkin. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar af þrem- ur milli forsetaframbjóðendanna og er talið hugs- anlegt að fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna – næstum helmingur líklegra kjósenda – fylgist með í kvöld. Má telja líklegt að þeir sem enn hafa ekki tekið afstöðu byrji nú að gera upp hug sinn um það hvort Kerry sé treystandi fyrir forseta- embættinu, eða hvort best sé að halda sig við þann forseta sem fyrir er. Mikið er því í húfi fyrir þá Bush og Kerry. Skoðanakönnun The Washington Post og fréttastofu ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem birt var á þriðjudag, sýndi að Bush nýtur 51% fylgis á landsvísu en Kerry 45%. Þetta er öllu minni munur en hefur verið að undanförnu en þó afgerandi. Fylgi á landsvísu segir þó ekki nema hálfa sög- una, skoða þarf sérstaklega fylgi frambjóðend- anna í ríkjum þar sem talið hefur verið að mjótt yrði á mununum. Og tíðindin eru ekki góð fyrir Kerry á þessum tímapunkti; Bush hefur sjö pró- sentustiga forskot í Missouri, 9% í New Hamp- shire og 11% í Arizona, svo dæmi séu tekin. Í nýjasta hefti The Economist er hins vegar rifjað upp að í september 1980, rúmum mánuði fyrir kosningar, sýndu skoðanakannanir að demókratinn Jimmy Carter, sitjandi forseti, nyti meiri stuðnings en repúblikaninn Ronald Reag- an. Reagan hafði skipt um kosningastjóra á þess- um tímapunkti og síðan gjörsigrað Carter í sjón- varpskappræðunum; niðurstaðan varð sú að Reagan fékk um átta milljónum atkvæða meira en Carter á kjördag. „John Kerry er enginn Ronald Reagan,“ segir The Economist. „En hann hefur enn tíma til að snúa taflinu við.“ Getur sýnt hörku Verkefnið sem blasir við John Kerry er ekki auðleyst. Hann hefur gert breytingar á kosn- ingabaráttu sinni, m.a. ráðið sér nýja ráðgjafa, en kappræðurnar í kvöld gætu skipt sköpum. Allt getur semsé ráðist á því að annar hvor frambjóð- endanna komi með gott tilsvar eða geri afdrifarík mistök frammi fyrir vökulu auga sjónvarps- myndavélarinnar. Og jafnvel minnstu mistök geta skipt máli: mörgum er enn í fersku minni þegar George Bush eldri sást líta á klukku sína í miðjum kapp- ræðum við Bill Clinton og Ross Perot um efna- hagsmál árið 1992. Þar með hafði Bush fengið yf- ir sig áru þess sem taldi sig hafa annað þarfara að gera en ræða landsins gagn og nauðsynjar – og kjósendur brugðust við með því að uppfylla þá ósk hans, þ.e. kjósa Clinton sem forseta. Kerry þykir öflugur í kappræðum, hann býr yfir mikilli þekkingu en það sem er meira um vert; honum hefur reynst tiltölulega auðvelt að nýta hana í kappræðum. Hann þykir jafnframt hafa sýnt að hann geti verið harður í horn að taka þegar svo ber undir, barátta hans fyrir endur- kjöri í kosningum til öldungadeildarinnar 1996 er nefnd til sögunnar í því sambandi en þá átti Kerry í höggi við William F. Weld, ríkisstjóra í Massachusetts. Kerry hafði þar betur eftir að hafa verið undir lengi vel. Það þykir raunar hafa einkennt stjórnmálafer- il Kerrys að hann sé aldrei öflugri heldur en ein- mitt á endasprettinum, að fyrst þá fari hann sjálfur að einbeita sér með þeim hætti sem þarf til að geta unnið. Og þegar hann sé farinn að ein- útnefningu flokksins, þótti hann eiga í vök að verjast gegn John McCain öldungadeildarþing- manni, sem einnig sóttist eftir útnefningunni. Írak í brennidepli í kvöld Kappræðurnar í kvöld snúast um utanríkismál sem ólíkt fyrri kosningum eru ofarlega á baugi í bandarískum stjórnmálum nú um stundir. Nýir ráðgjafar Kerrys hafa þrýst á hann að gera Íraksmálin að aðalefni kosningabaráttu sinnar og hyggist demókratinn koma höggum á forset- ann vegna þeirra ákvarðana sem hann hefur tek- ið í stríðinu gegn hryðjuverkum, og í tengslum við innrásina í Írak, er ljóst að hann fær ekki betra tækifæri til þess en einmitt í kvöld. Sé litið yfir pólitískan feril Bush forseta kemur í ljós að hann skiptir ekki skyndilega um kúrs í sjónvarpskappræðum og líklegt er að hann muni halda sig við þann boðskap sem hann hefur reynt að koma á framfæri. Bush mun því verja innrás- ina í Írak: „Átti ég að treysta því sem Saddam Hussein sagði? Átti ég að gleyma þeirri lexíu sem árásirnar 11. september 2001 kenndu okkur eða átti ég að grípa til aðgerða til að verja Bandarík- in?“ hefur Bush spurt á ferð um Bandaríkin und- anfarnar vikur. „Þegar ég stend frammi fyrir slíku vali þá mun ég í hvert skipti taka þann kost að verja Bandaríkin,“ hefur verið svar hans og líklegt að þessi orð heyrist einnig í kvöld. Kerry er líklegur til að sækja hart að forset- anum á grundvelli sömu mála. „Innrásin í Írak spillti möguleikum okkar til að ráðast gegn okkar helsta óvini: al-Qaeda,“ sagði Kerry í síðustu viku. „George Bush gerði Saddam Hussein að forgangsverkefni. Ég hefði gert Osama bin Lad- en að forgangsverkefni.“ Reyna að draga úr væntingum Eftir því hefur verið tekið hversu samkomulag repúblikana og demókrata um fyrirkomulag kappræðnanna er ítarlegt. En samkomulagið segir ekkert til um það hvað gerist eftir að kapp- ræðunum í kvöld er lokið. Og kosningarnar gætu unnist eða tapast á því hvað gerist eftir að búið er að slökkva á sjónvarpsmyndavélunum í Coral Gables í Florida. Miklu getur skipt að talsmenn flokkanna komi þeim skilaboðum skýrt á fram- færi í fréttatengdum umræðuþáttum að kapp- ræðunum loknum hver hafi í raun haft betur (þetta kalla menn á ensku postgame spin). Og þá getur skipt máli hvaða væntingar menn höfðu fyrir kappræðurnar. Athygli hefur vakið að Joe Lockhart, talsmað- ur Kerrys, lét nýverið hafa eftir sér að hann vissi ekki til þess að Bush hefði nokkurn tímann tapað í kappræðum. Sömuleiðis vöktu athygli nýleg ummæli Matthews Dowds, ráðgjafa Bush, þess efnis að Kerry væri „besti kappræðumaðurinn síðan Cicero“. Í báðum tilvikum er án efa um að ræða tilraun til þess að draga úr væntingum til þeirra Bush og Kerrys fyrir kappræðurnar; takist það verður auðveldara að túlka niðurstöðuna eftir á sem frá- bæra frammistöðu þess sem fyrirfram hefði átt að teljast eiga minni möguleika. Scott Reed, ráðgjafi repúblikanans Bobs Doles í forsetakosningunum 1996, segir miklu máli skipta að frambjóðendur séu með á nótunum næstu dagana eftir kappræðurnar; m.a. til að hreinsa upp öll vafaatriði sem upp kunna að hafa komið og koma því inn hjá fólki að þeirra fram- bjóðandi hafi í reynd unnið kappræðurnar. „Mestu skiptir að hafa eitthvað að segja daginn eftirkappræðurnar,“ segir Reed í samtali við The Baltimore Sun, „því að það skiptir svo miklu máli í stjórnmálum að geta blásið vindi í seglin.“ beita sér þá geti allt gerst, Kerry kunni því nefni- lega afar illa að tapa (hann hefur aðeins tapað í einum kosningum á ferli sínum, þeim fyrstu sem hann háði fyrir 32 árum). Hefur afar skýra sýn En Bush þykir öflugur ræðumaður einnig. Það er að vísu staðreynd að mörgum (ekki síst í Evr- ópu) þykir forsetinn klaufalegur í tilsvörum. Bush gefur hins vegar af sér ímynd þess sem skýra sýn hefur á hlutina og lætur ekki málin vefjast fyrir sér. Slíkt virkar sterkt á kjósendur og ekki aðeins í Bandaríkjunum. Benda menn á í þessu sambandi að Bush hafði betur gegn Ann Richards, sitjandi ríkisstjóra, í ríkisstjórakosningum í Texas árið 1994 og Al Gore, varaforseta Bandaríkjanna, í forsetakosn- ingunum 2000. Bæði Richards og Gore hafi gjarnan þekkt minnstu smáatriði í þeim málum sem til umræðu voru í hvert sinn – rétt eins og Kerry er sagður gera núna – en Bush hafi engu að síður haft sigur. Þegar hann mæti andstæð- ingum sem rætt geti vel og lengi um hvert álita- efni, þar sem allir áhrifaþættir séu vegnir og metnir, virki skýr og einföld sýn hans á hlutina sem styrkur, ekki sem veikleiki. Bush þykir aukinheldur viðkunnanlegur og hann þekkir mikilvægi þess að virka ekki stífur í sjónvarpi, nokkuð sem hugsanlega kom Al Gore í koll fyrir fjórum árum og kann að reynast drag- bítur á framboð Kerrys nú. Það er ekki nóg að virka fróður og vel að sér, kjósendur sem horfa á kappræður í sjónvarpi þurfa líka að ná einhverjum tilfinningalegum tengslum við frambjóðendurna. Þar virðist styrkleiki Bush liggja gagnvart Kerry, að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. En Bush hefur hins vegar tekist best upp þeg- ar hann hefur verið í hlutverki áskorandans; sbr. kosningarnar í Texas 1994 og forsetakosningarn- ar 2000. Hann er í annarri stöðu núna, hann er æðsti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna, gegnir emb- ætti forsetans sjálfs. Í ríkisstjórakosningunum í Texas 1998, þegar Bush sóttist þar eftir endur- kjöri eftir að hafa sigrað Richards fjórum árum fyrr, þótti honum ekki takast vel upp (en hafði þó sigur yfir andstæðingnum, demókratanum Garry Mauro). Og í einni af kappræðunum í for- kosningum repúblikana fyrir fjórum árum, þegar ljóst var orðið að Bush var líklegastur til að hljóta Tekst Kerry að snúa taflinu við? Fréttaskýring | Fyrstu sjón- varpskappræður forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum fara fram í Flórída í kvöld. Davíð Logi Sigurðsson gerir hér grein fyrir því hvers vegna kappræð- urnar gætu skipt sköpum í kosningabaráttunni. Reuters George W. Bush hefur talsvert forskot á keppi- naut sinn skv. síðustu skoðanakönnunum. Reuters John Kerry þarf að halda vel á málum eigi hon- um að takast að bera sigur úr býtum.  Fyrstu sjónvarpskappræður George W. Bush og Johns Kerry fara fram í húsakynnum Miami-háskóla í Coral Gables í Flórída í kvöld (kl. 1 eftir miðnætti að ísl. tíma). Utanríkismál og heimavarnir eru umræðuefni kvöldsins. Kappræðurnar munu standa í níutíu mínútur og stjórnandi þeirra verður Jim Lehrer, frétta- þulur í bandaríska almenningssjónvarpinu (PBS).  Varaforsetaefni repúblikana og demókrata, Dick Cheney og John Edwards, mætast í sjón- varpskappræðum 5. október í Cleveland, Ohio.  Kerry og Bush mætast aftur 8. október í St. Louis í Missouri. Ekkert eitt umræðuefni verð- ur á dagskrá umfram önnur, fyrirkomulag verður frjálslegra og verða teknar spurningar úr salnum.  Þriðju og síðustu sjónvarpskappræður for- setaframbjóðendanna fara fram í Tempe í Ariz- ona miðvikudaginn 13. október. Þá verða inn- anríkis- og efnahagsmál til umræðu. Kerry og Bush mæt- ast þrisvar sinnum david@mbl.is l störf era á Ís- ð störf jöl- eru fjöl- verkefni kisins er eytni í þannig að ka á að lversins. og yrir til- fnir því r verði Tómas r lar fið út það ngur ði konur. kið verð- jákvæð einfald- ð sökum menn. ð setja markmið. t á fyrsta m líða thygli á bæði ktakerfið verði fjöl- ag eru ega erf- tækni- og tólum. ga vel í síður en vitnar a að kon- únað en ækið ekki ajafnrétti aldri áða fólk ákveðið. tarfs- rilegum ægt að ná al starfs- omi sér . álft ál- verið hefur verið búist við 300–400 öðrum störfum á svæðinu vegna margs konar þjónustu. Tómas Már segir fyrirtækið vinna að því að sem flest atvinnutækifæri skapist í tengslum við verksmiðjuna og utan kjarnastarfsemi álversins. Í Fjarðabyggð séu fyrir öflug fyr- irtæki, eins og Eskja og Síld- arvinnslan, flutningafyrirtækin og svo hafi ný fyrirtæki verið að hasla sér völl á svæðinu eins og Byko, BM Vallá og Íslandsbanki. Með því að fara með ýmis verk- efni út fyrir veggi álversins takist vonandi að skapa mjög sterkt at- vinnusvæði. Þetta muni gera Alcoa- Fjarðaál samkeppnishæfara, sem og svæðið í heild sinni, ekki síst vegna meiri nálægðar við markaði í Evrópu en önnur svæði hér á landi. Erlend þjónustufyrirtæki vilja koma til Íslands Tómas Már talar um að „útvista“ sem flest þjónustu- og viðhalds- verkefni fyrir álverið, sem á frum- málinu nefnist „outsourcing“. Hann segir mörg erlend fyrirtæki, sem hafa langa reynslu af þjónustu við álver, sýna áhuga á að starfa á Austurlandi. Margar fyrirspurnir hafi borist frá Noregi og einnig allt frá S-Afríku. Um er að ræða fyr- irtæki eins og verkfræðistofur, vélaverkstæði og rafmagnsverk- stæði. Tómas segir þessi fyrirtæki vera að leita sér að lóðum og samstarfs- aðilum hér á landi. Þau ætli sér um leið að þjónusta önnur fyrirtæki, m.a. í sjávarútvegi og flutningum – og ekki eingöngu fyrir álverið. Von- ar forstjóri Alcoa-Fjarðaáls að fleiri en eitt fyrirtæki á hverju sviði verði til staðar þannig að sam- keppni ríki. Hann segir íslensk þjónustufyr- irtæki, sem m.a. starfi fyrir Alcan og Norðurál, einnig hafa sýnt áhuga á starfsemi á Austurlandi. Engu að síður virðist sem íslensk fyrirtæki hafi ekki enn áttað sig á þeim fjölmörgu tækifærum sem ál- verið skapi í framtíðinni. Fleiri fyr- irspurnir berist frá útlöndum en Ís- landi. Úr þessu ætli Alcoa-Fjarðaál að bæta, m.a. með kynningum á þjónustutækifærum sem fari af stað í byrjun næsta árs. „Fólk verður að átta sig á að þessar framkvæmdir eru að bresta á. Á Austurlandi er verið að fjár- festa fyrir á annað hundrað millj- ónir króna á dag í uppbyggingu á svæðinu, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli og Landsvirkjun. Tækifærin í þjón- ustu fyrir þessa aðila eru gífurleg,“ segir Tómas Már og minnir um leið á þau miklu efnahagslegu áhrif sem álverið mun hafa á þjóðarbúið. Tugir milljarða á ári muni bætast við útflutningstekjur þjóðarinnar. Stefna í fremstu röð Að endingu er hann spurður hvernig fyrirtæki Alcoa-Fjarðaál vilji verða og án nokkurs hiks svar- ar Tómas Már: „Við viljum verða fjölskylduvænt fyrirtæki, arðsamt, umhverfisvænt og í fremstu röð meðal álvera. Þetta eru kannski stór orð en við viljum setja okkur háleit markmið, það gefur meðal annars skilaboð um hvernig starfsfólk við viljum fá. Við viljum fá fólk sem hefur áhuga á að ná þessum markmiðum með okkur. Við erum í alþjóðlegri sam- keppni og ætlum að starfa til langs tíma. Það er spennandi að byrja með hreint borð og skipuleggja fyr- irtækið frá grunni. Um verkefnið hefur staðið mikill styrr en við vilj- um leysa það af hendi í samráði við heimamenn og aðra sem hafa bæði gagnrýnt okkur og stutt.“ störfum í álverinu stýra u coa- jór- og a- . ð/Kristinn á,“ segir u. bjb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.