Morgunblaðið - 30.09.2004, Side 43

Morgunblaðið - 30.09.2004, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 43 MENNING ALÞJÓÐLEGA barna- og unglinga- bókahátíðin í Reykjavík hefur göngu sína í annað sinn í Norræna húsinu í dag. Yfirskrift hátíðarinnar í ár, sem síðast var haldin árið 2001, er Galdur úti í mýri og er þema hennar galdra- og fantasíusögur. Höfundarnir sem taka þátt í hátíðinni hafa allir skrifað bækur fyrir börn í þeim flokkum og koma þeir frá ýmsum löndum; Norð- urlöndunum öllum, Bretlandi, Þýskalandi, Kanada og Bandaríkj- unum. Auk rithöfundanna koma fyr- irlesarar frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Bandaríkj- unum fram á bókmenntahátíðinni. Úti í Vatnsmýri „Galdur úti í mýri vísar til Vatns- mýrarinnar, sem hátíðin er haldin í,“ segir Þórunn Gunnarsdóttir, upplýs- inga- og verkefnafulltrúi Norræna hússins, sem hýsir flesta viðburði hátíðarinnar. „Rithöfundarnir koma frá öllum Norðurlöndunum, en auk þess erum við með þýskan rithöf- und, Knister, sem hefur verið þýdd- ur á yfir 30 tungumál og Arthur Slade sem ólst upp í Kanada og hef- ur byggt bækur sínar á Íslend- ingasögum, draugasögunum og þjóðsögunum íslensku. Georgia Byng og Mary Hoffman koma frá Bretlandi, og frá Bandaríkjunum koma Patrice Kindl, sem skrifar bækur fyrir unglinga, og Gerald McDermott, einn þekktasti barna- bókahöfundur Bandaríkjanna, sem skrifar bækur upp úr þjóðsögum indíána. Íslenskir rithöfundar sem við höfum boðið að taka þátt hafa all- ir skrifað fantasíu. Það eru Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson, Þor- valdur Þorsteinsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigrún Eldjárn og Iðunn Steinsdóttir, en nýjasta bók hennar, Galdur Vísdómsbókarinnar, kemur einmitt út hjá Sölku í tilefni hátíðarinnar.“ Fyrirlesararnir á hátíðinni eru alls sex og munu taka fyrir ólík við- fangsefni. „Til dæmis fjallar danski fyrirles- arinn um tölvuleiki og bandaríski fyrirlesarinn ber saman rithöfunda fyrir og eftir Harry Potter. Lise Myhre frá Noregi fjallar um eigin teiknimyndaseríu, sem heitir Nemi,“ segir Þórunn og bætir við að það sé stefna hátíðarinnar að verða öðrum sambærilegum hátíðum fyrirmynd, enda sæki toppar úr barna- bókaheiminum hátíðina heim. „Við erum afar stolt af því að okkur hefur tekist að fá rjómann af öllu í hverju landi fyrir sig.“ Fleira til en Harry Potter Galdra- og fantasíuþemað segir Þórunn einfaldlega hafa komið til vegna þeirra miklu vinsælda sem slíkar bækur njóta, ekki síst fyrir til- stilli Harry Potter-bókanna. „Allir rithöfundar hátíðarinnar hafa farið út í skrif slíkra bóka, en það er mis- jafnt hvort það var fyrir eða eftir til- komu Harry Potter. Þetta er ein- faldlega þemað í barnabókum í dag,“ segir Þórunn, sem sjálf rak bóka- verslun í Bandaríkjunum í mörg ár og veit því hvað klukkan slær í þess- um efnum. „Það hefur verið nokkuð erfitt fyrir foreldra og bóksala að fá börn til að lesa aðra fantasíu en Harry Potter. Það er því gaman að halda svona hátíð, sem fæst við svip- uð viðfangsefni, og sýna fram á að það er til annað lesefni í þeim flokki sem er líka óskaplega spennandi.“ Aðstandendur hátíðarinnar eru að vonum ánægð með afrakstur und- irbúningsins, sem hefur verið nokk- uð langur og strangur. „Maður hugsar varla um annað þessa dag- ana, enda er verkefnið það skemmti- legt að ekki er annað hægt,“ segir Þórunn. „Svona hátíð er ekki haldin til að græða. Hún er haldin vegna þess að hún skilar öðruvísi auði, menningarauði, sem skilar sér til þeirra sem hitta og hlýða á fyrirlesara og rithöfunda. Síðan er auðvitað líka gaman að kynna Ísland fyrir þessum rithöf- undum. Við ætlum meðal annars að heimsækja Gljúfrastein og Gullfoss og Geysi á sunnudag, og fólk er al- mennt afar spennt fyrir því að kynn- ast landi og þjóð.“ Bækur | Barna- og unglingabókahátíð hefst í Reykjavík í dag Fantasía er þemað Morgunblaðið/Kristinn Galdra- og fantasíuþema er á barna- og unglingabókahátíðinni, sem hefst í Norræna húsinu í dag og stendur til laugardagsins 2. október. www.bokmenntir.is EYRARRÓSIN er heiti nýrra menningarverðlauna sem afhent verða í fyrsta sinn í janúar næst- komandi. Verðlaunin verða veitt sem viðurkenning til framúrskar- andi menningarstarfs á lands- byggðinni. Í fréttatilkynningu frá Listahá- tíð í Reykjavík kemur fram að í vor gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Ís- lands með sér samkomulag um efl- ingu menningarlífs á landsbyggð- inni og undirrituðu Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahá- tíðar í Reykjavík, Aðalsteinn Þor- steinsson, forstjóri Byggðastofn- unar, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands, samn- ing þess efnis 30. apríl sl. að við- stöddum ráðherra byggðamála, Valgerði Sverrisdóttur. „Markmiðið með samningnum er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningar- möguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta, gefa íbúum landsins kost á afburða alþjóðlegum list- viðburðum og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferða- þjónustu. Liður í samningnum er stofnun viðurkenningar sem ber heitið Eyrarrósin og verður hún veitt ár- lega fyrir eitt afburða menningar- verkefni á landsbyggðinni, starfs- svæði Byggðastofnunar. Þrjú verkefni verða valin úr hópi um- sækjenda og þau kynnt sérstak- lega, en eitt þeirra hlýtur Eyr- arrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1,5 milljónir og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eign- ar. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar og verður viðurkenningin afhent í fyrsta sinn í ársbyrjun 2005 á Bessastöðum. Auglýst verður eft- ir umsóknum um Eyrarrósina í dagblöðum um helgina og geta umsækjendur verið m.a. stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð. Verkefnisstjórn, skipuð for- stjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verð- launahafa. Umsóknarfrestur er til 1. nóv- ember 2004 og verður öllum um- sóknum svarað,“ segir í tilkynn- ingu Listahátíðar í Reykjavík. Viðurkenning fyrir menningar- starf á landsbyggðinni MEGRUNARKÚRAR, skyndilausnir og dýrkun hins magra líkama eru þemu leikritsins Vodka- kúrinn eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, sem frumsýnt verður í Austurbæ í kvöld klukkan átta. Það eru Helga Braga Jónsdóttir og Steinn Ármann Magnússon sem fara með aðal- hlutverkin í leikritinu. Gunnar Ingi Gunnsteinsson, leikstjóri Vodka- kúrsins, segir verkið taka á mikilvægu vanda- máli samtímans. „Við erum að taka fyrir þetta skyndilausnabrjálæði sem einkennir megrunar- iðnaðinn allan eins og hann leggur sig,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að ekki síður sé verið að ráðast á megrunariðnaðinn sjálfan. „Maður mjókkar ekki með því að fara í megrun, heldur fitnar maður. Þegar fólk byrjar að borða aftur eftir megrunarkúr er líkaminn með það á hreinu að það sé nýafstaðin hungursneyð og heldur fast í hverja einustu kaloríututlu sem kemur inn fyrir okkar varir.“ Hægt að vera feitur og fallegur Að sögn Gunnars er hér einnig um að ræða ádeilu á útlitsdýrkun samfélagsins, „þetta bless- aða mjóa fólk sem alltaf er verið að troða framan í andlitið á okkur, en veruleikinn er ekki svona,“ segir Gunnar. „Við höldum að við verðum ham- ingjusöm ef við verðum mjó, af því að allur aug- lýsingaiðnaðurinn gengur út á að sýna okkur flott og hamingjusamt mjótt fólk. Við sjáum t.d. aldrei feitar gínur í búðum sem auglýsa föt. Það er búið að búa það til að fita og feitt fólk sé ab- normal, þó svo að það sé í miklum meirihluta alls mannkyns. Það er búið að búa til það fyrirbrigði að feitt sé það sama og ljótt. Það er alveg jafn mikið hægt að vera feitur og fallegur eins og feitur og ljótur.“ Í Vodkakúrnum fer Helga Braga með hlut- verk Eyju, sem er búin að vera á kafi í skyndi- lausnalíferninu. „Það sem setur í gang að hún vilji breyta um lífsstíl er að elskhugi hennar neit- ar að láta sjá sig með henni af því hún sé ekki mjó,“ segir Gunnar. „Systir hennar segir það næstum beint við hana að hún myndi frekar hengja sig en að láta sjá sig svona feita úti á götu.“ Þá leikur Steinn Ármann átta hlutverk í sýn- ingunni, þar á meðal kærastann, mjóu systurina, ömmuna, einkaþjálfarann og smóking-gæjann og túlkar þannig ólík öfl í lífi konunnar. En hvað er vodkakúrinn? „Hugmyndin á bak við vodkakúrinn var að finna fáránlegasta megrunarkúr sem hugsast gæti. Vodkakúrinn er glænýr megrunarkúr, besti megrunarkúr í heimi. Hann gengur út á að drekka bara vodka þangað til maður verður mjór. Hann er ein besta leiðin til að verða mjór, en afleitur lífsstíll.“ Leikhús | Vodkakúrinn verður frumsýndur í Austurbæ í kvöld Skyndilausnabrjál- æðið tekið fyrir Morgunblaðið/Golli Kaldhæðnin er allsráðandi í ádeilunni á útlits- dýrkun og megrunarvæðingu. svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.