Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 45
Tískusýning á Emporio-línuhönnuðarins Giorgio Arm-ani var haldin á mánudag við tónlist spilaða á sítar og töblu. Voru indversk áhrif ekki bara í tónlistinni heldur líka í föt- unum á sýningunni, sem er ein þeirra er fara fram á yfirstand- andi tískuviku í Mílanó fyrir vor- ið og sumarið 2005. Sýningin var þó alls ekki neitt búningadrama eða hippaleg eins og hönnuðir sem eru í leit að hinu exótíska eiga til að gera. Þrátt fyrir þessi austrænu áhrif voru fötin nútímaleg og ekki of- hlaðin og notaði Armani sinn eig- in stíl til túlkunar. Fötin byggð- ust líka á því að ýmsu er blandað saman og fötin eru í mörgum lög- um. Pólóáhrif og nýlendustíll Áhrif pólóspils, sem m.a. kon- ungborið fólk stundar enn í Eng- landi auk fyrrverandi nýlendu- þjóða, voru mikil. Buxur voru með reiðbuxnasniði, víðar yfir mjaðmir og læri en teknar saman fyrir neðan hné og hefur þetta snið ekki sést lengi. Stundum voru buxurnar teknar saman við hné en þar fyrir neðan tóku „leggings“ við eða nokkurs konar legghlífar. Við fötin voru svo not- uð upprúlluð höfuðbönd. Armani notaði hvítan lit mikið í línunni og svo líka fleiri nátt- úrulega ljósa liti eins og gráan og sandlitaðan. Sterkasti liturinn sem sást var hins vegar dimm- blár, sem Armani sagði minna sig á næturhimininn í Indlandi. Hann sýndi líka kjóla sem notaðir voru yfir buxur úr sama efni, sem er hefðbundinn indverskur stíll. Líka var ýmislegt skraut á föt- unum oft í sömu litum, bæði út- saumur og perlusaumur. Saum- urinn var allur gerður í Indlandi en Armani ferðaðist til Rajasthan fyrir fjórum árum og er að von- ast eftir frekari samstarfi við fyr- irtæki þar. Giorgio Armani er einn af Tíska | Tískuvika í Mílanó: Vor/sumar 2005 Indverskt sumar Armani ingarun@mbl.is fremstu hönnuðum í heiminum í dag og hefur verið það lengi. Enn er ekki ljóst hver hefur burði til að taka við af honum í ítalska tískuheiminum og er alltaf verið að leita að arftaka Armani, sem fagnaði sjötugsafmæli sínu í júlí. AP Reuters MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 45 Kringlan OPNUNARTILBOÐ Sims stuttermabolir 790 Perry skyrta 990 Roma rúllukragapeysa 1.490 Joseph flauelsbuxur 2.990 Venice skór 4.990 Dachard jakkaföt 12.900 Auk fleiri frábærra tilboða Opnunartilboð Skyrtur frá kr. 1.490 OPNUNARTILBOÐ New langermabolir 990 Texas peysur 1.990 Mooty 447 gallab. 2.990 Spike strigaskór 2.990 Boom leðjurjakkar 6.990 Auk fleiri frábærra tilboða. Tilboð gilda einnig í Smáralind Kringlan - Smáralind OPNUM Í DAG Latínjazzkvintett Rodriguez bræðra ásamt Einari Val Scheving Hljómsveit þeirra Rodriquezbræðra, Roberts og Michaels, er funheit karabíu- sveit með boppbragði og hljóðfæraleikar- arnir hver öðrum betri. Robert píanisti, Michael trompet- leikari, Hans Glawischning bassaleikari, Samuel Torres salverksleikari og Einar Valur. Það er alltof sjaldan að Einar Valur spilar hér heima og það verður sérdeilis spennandi að heyra samspil hans og Samuels Torres slagverksleikara. Hótel Saga kl. 20:30 – kr.1.800 Binary Orchid tríó Gulli Guðmundsson bassaleikari kemur á jazzhátíðina með tríó sitt, Binary Orchid, þar sem Hollending- urinn Harmen Fraanje píanisti og Lieven Venken, belgískur trommari leika með honum. Hér sýnir hann á sér nýja hlið, tónlistin er í frjálsari kantinum og allskonar rafhljóð notuð til að krydda hana. Þrátt fyrir það fær bassaleikur hans að njóta sín til fullnustu. Kaffi Reykjavík kl. 22:30 – kr. 1.500 Jazzklúbbar Café Rosenberg og Póstbarinn kr. 1.000 – kl. 23-01 Cafe Rosenberg - Tríó Andrésar, Andrés Þór gítar, Róbert Þórhallson bassa og Erik Qvick trommur. Póstbarinn - Frón trió, Sigurjón Alexandersson gítar, Eyjólfur Þorleifsson sax og Jóhann Ásmundsson bassa. Sami miði gildir á báða klúbba kvöldsins.               !"#$% & %' ((!) ' ((*           Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.